Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1995, Qupperneq 43
LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 1995
41 „
Angelica er þegar byrjuð að læra íslensku til að aðlagast betur íslensku þjóðfélagi. Hún er vinafá og atvinnulaus og vonast til að breyting verði á því þegar
tungumáiaerfiðleikarnir verði henni ekki jafn mikill farartálmi. DV-mynd ÞÖK
Eg óttaðist um líf mitt
- segir Angelica Altenau sem flúði Rúmeníu 22 ára og býr sér nú nýtt líf á íslandi
„Það er ósköp einfold ástæða fyr-
ir því að ísland varð fyrir valinu. Ég
var stödd í London þegar ég sá þátt
um ísland í sjónvarpinu. Þá kvikn-
aði sú hugmynd að koma hingað. Ég
var viss um að hér byggju engir
Rúmenar og ég þurfti á öruggum
dvalarstað að halda. Ég óttaðist um
líf mitt,“ segir Angelica Altenau, 22
ára gömul rúmensk stúíka sem fékk
dvalarleyfi hér á landi í byrjun sein-
asta mánaðar.
Angelicu Altenau var meinuð
landvist við komuna hingað til
lands 1. nóvember sl. af tollvörðum
á Keflavíkurflugvelli vegna grun-
semda um að hún ætlaði að setjast
hér að án tilskilinna leyfa. Hún var
einungis með farseðil fyrir flugfari
aðra leið og átti ekki bókað far úr
landi og því brugðust tollverðir við
á þennan máta.
Hún hafði, sem fyrr segir, ákveð-
ið að flýja hingað undan óvildar-
mönnum sínum, eins hún kemst að
orði, en þegar henni varð ljóst að
synja átti henni um landvist hér
greip hún til þess ráðs að bera eld
að fotum sínum í stað þess að eiga á
hættu að lenda aftur í Rúmeníu.
Fortíðin
iokuð bók
Aðspurð hvað varð þess valdandi
að hún ákvað að yfirgefa heimaland
sitt segist Angelica ekki vilja tala
um fortíð sína.
„Það eina sem ég get sagt er að ég
óttaðist um líf mitt í Rúmeníu og fór
til London. Vinur minn þar í borg
skaut yfir mig skjólshúsi en það
voru svo margir Rúmenar í London
að mér fannst ég litlu öruggari þar
en í Rúmeníu og fannst ég tilneydd
aö leita skjóls annars staðar. Vinur
minn sýndi þessu skilning og lét
mig fá peninga fyrir farseðli til Is-
lands og hér er ég nú.“
Angelica ræddi við blaðamann
DV með hjálp túlks í vikunni en um
er að ræða rúmenska stúlku á svip-
uðu reki og hún. Þótt Angelica hafi
ekki búist við neinum samlöndum
sínum hér þegar hún kom til lands-
ins eru samt nokkrir Rúmenar bú-
settir hér á landi. Angelica hefur
kynnst
þeim og
segir það
ekki
sama
fólkið og
hún hitti
0
I
í
London hvar hún
óttaðist um líf sitt, eins
og fyrr segir. Hér segir
hún sér liða vel, samlandar
hennar séu henni vinsamleg-
ir. Aðspurð hvort hún telji
ástæðu til að ætla að þeir sem
vilji henni illt geri sér far
um að elta hana til ís-
lands segist hún ekki
vita það en voni að svo
sé ekki.
Kemur frá
Drakúlaslóðum
Angelica er frá Pi-
atra Neamt, sem er
bær í Karpata-
fjöllum í Rúm-
eníu, í Moldavíuhéraði, skammt frá
Drakúlaslóðum í Transsylvaníu.
Þegar reynt er að spyrja hana um
fortíðina og hana sjálfa er hún fá-
mál. Segist þó tilheyra grísku rét-
trúnaðarkirkjunni og faðir sinn,
sem sé bílstjóri og móöir, sem sé
verkakona, séu bæði á lífi. Síðustu
samskipti sín við þau hafi hins veg-
ar verið á þann veg að þau hafi
sagst ekki vilja sjá hana meir færi
hún frá Rúmeníu.
í Rúmeníu starfaði hún við af-
greiðslustörf en lærði í tvö ár fram-
reiðslustörf og starfaði jafnframt
við þau. Fyrir um þremur mánuð-
um fannst henni sér ekki lengur
vært í Rúmeníu, af ástæðum sem
hún ekki vill nefna, og flúði til Vest-
urlanda, eins og hún orðar það sjálf.
Reiðubúin að deyja
Hún fékk ferðamannaáritun i
vegabréf sitt til London og var sú
áritun að renna út þegar vinur
hennar keypti farseðilinn fyrir
hana til íslands. I ljós þess að hún
átti ekki bókað far frá íslandi stöðv-
uðu hins vegar tollverðir á Kefla-
víkurflugvelli hana. Var hún hand-
jámuð og flutt til yfirheyrslu og
þegar henni var gert ljóst að vísa
ætti henni úr landi greip hún til
þess ráðs að bera eld að fötum sín-
um á salemi í flugstöðinni. Toll-
verðir á Keflavíkurflugvelli urðu
hins vegar atburðarins varir og
náðu að kæfa eldinn með fötum og
tuskum.
„Ég var alveg ráöalaus þegar ég
var stöðvuð við komuna til lands-
ins. Ég vissi eins og skot að ég
yrði send
aftur til Rúmeníu en
ekki til Bretlands þar sem
vegabréfsáritun þar var að
renna út. Ég vissi að ég myndi
verða drepin ef ég færi til Rúmen-
íu og þess vegna var ég reiðubúin
að gera allt til að fá hér landvistar-
leyfi og hlustað yrði á mig. Ég var
reiðubúin að deyja á þessari
stundu," segir Angelica.
Hún hlaut minniháttar brunasár
við það að bera eld að fótum sínum
og var færð undir læknishendur.
Útlendingaeftirlitið tók mál hennar
til meðferðar en Rauði krossinn sá
henni hins vegar fyrir fæði og húsa-
skjóli.
Dvalarleyfi af
mannúðarástæðum
Jóhann G. Jóhannsson hjá Út-
lendingaeftirlitinu sagði í samtali
við DV að Angelicu hefði verið veitt
dvalarleyfi á íslandi til eins árs af
mannúðarástæðum, í ljósi þess aö
ólag var á hennar persónulegu hög-
um í Rúmeníu.
„Hún er meö fullan búsetturétt
hér og um leið og hún fær hér lög-
heimili, sem mér skilst að hún hafi
nú fengið, öðlast hún allan rétt að
þeim kerfum sem íslendingar hafa
aðgang að ef frá er talið trygginga-
kerfið en allir, útlendingar og ís-
lendingar sem hafa verið búsettir
erlendis, þurfa að bíða í sex mánuði
eftir að þeir koma til landsins til að
öðlast rétt að því kerfi,“ segir Jó-
hann.
Hann segir töluvert gert að því að
útlendingum sé veitt dvalarleyfi hér
á landi. í flestum tilvikum sé um að
ræða fólk með vandamál sem falla
ekki að þeim reglum sem kveðið er
á um í flóttamannasáttmála Samein-
uðu þjóöanna. Þónokkuð er um að
þegnar fyrrum
ríkja Júgóslavíu
hafi fengið dvalar-
leyfi hér á
landi und-
anfarin
ár og
einnig
þegnar
ann-
arra
ríkja. Á
þennan hátt geta stjórn-
völd orðið við óskum
viðkomandi fólks en
um leið getur það haldið sínu upp-
runalega vegabréfi og sloppið við að
vera flóttamaður, sem er neyðarúr-
ræði.
Á síðasta ári voru veitt hér á bil-
inu 400 til 500 ný dvalarleyfi sem er
öllu minna en þegar atvinnufram-
boð var meira fyrir nokkrum árum.
Á meðan Útlendingaeftirlitið
hafði mál Angelicu til meðferðar
barst henni bónorð frá ungum
manni á ísafirði sem rann til rifja
einstæðingsháttur hennar og vildi
gjaman gera hana að eiginkonu
sinni ef það mætti hjálpa henni að
fá landvist.
Islendingar '
vinsamlegir
„Mér fannst mjög ánægjulegt aö
fá þetta bónorö og fannst þetta tákn-
rænt fyrir þann hlýhug sem mér
fundust íslendingar bera til mín,“
segir Angelica. Hún segir fjölmið-
laumfjöllunina um sín mál vissu-
lega hafa komið sér á óvapt en hún
hafi túlkað hana svo að fólk léti sér
annt um velferð hennar og framtíð.
í seinustu viku varð Rauöi kross-
inn Angelicu úti um íbúð sem hún
er mjög ánægð með en fram til þess
tíma hafði hún búið á Rauða kross
hótelinu við Rauöarárstíg. Þá er
Angela þegar farin að sækja
kennslustundir í íslensku fyrir ný-
búa. Námið gengur ágætlega segir
hún og kennarann sinn segir hún
mjög góðan. Hún hefur þó ekki
fengiö neina vinnu, sökum
tungumálaerfið-
leika, en vonast til
að fljótlega verði
breyting á því.
Hvort tveggja sé
leiðinlegt, að vera
aðgerðarlaus og
geta ekki unnið sér
inn peninga.
„Ég er mjög ánægð
meö að vera hér á ís-
landi og fólk er mjög al-
mennilegt við mig. Ég vil nota tæki-
færið og þakka Rauða krossinum
fyrir hjálpina og sérstaklega vil ég
þakka Hólmfríði Gísladóttur, starfs-
manni Rauða krossins, fyrir það
hve hjálpsöm hún var.“
-PP