Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1995, Side 49

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1995, Side 49
UV LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 1995 53 I I ( < i i i i i i i - nú er hún seld í styrkleikaflokkum og menn bjúða upp á skötuhlaðborð Mah-gler Súper-gler ú séð þína mynd í réttum lit AAAA áAAAAAAAáAáá innrömmun fyrir jól RAMMA Sérverslun m/innrómmunarvörur MJÐSTOÐIN > ío (smún^ím^sii-ieie ■*m Þorláksmessa er orðin skötuhátíð hjá mörgum landsmönnum og ekki bara þeim sem koma að vestan. Á undanförnum árum hefur þessi vestfirski siður að borða skötu eða skötustöppu á Þorláksmessu verið mjög að ryðja sér til rúms hér á landi. Veitingahús auglýsa nú skötuhlaðborð á Þorláksmessu með miklum krafti en desembermánuð- ur er í raun orðinn nokkurs konar vertið hjá þeim þar sem jólahlað- borðin eru vart á enda þegar skatan tekur við. Eftir áramótin eru það síðan þorrahlaðborðin. Etin með allri vesturströndinni í bók Árna Björnssonar, Saga daganna, segir að á Þorláksmessu hafl hangiketið verið soðið þennan dag og sú tilbreyting sums staðar gerð í mat að menn fengu rétt að smakka á því heitu. „Annars staðar var tiltekið fiskát iðkað á Þorláksmessu, ekki síst um landið vestanvert. Er þar einkum að nefna skötu en hún var alþekktur Þorláksmessumatur með allri ströndinni frá Vestíjörðum og suður fyrir Faxaflóa. Dæmi finnast reynd- ar líka um Þorláksmessuskötu á Suðurlandi allt austur að Berufirði þótt hún sé þar mun sjaldgæfari, en ekki á Norður- og Austurlandi. Náttúrulega aðstæður valda hér án efa nokkru. Skata veiðist einkum í hlýja sjónum austan frá Horna- firði og vestur um ísafjarðardjúp. Á Breiðafirði og Vestíjörðum veiðist hún aðallega á haustvertíð, svo að þar var hún fremur tiltæk en ann- ars staðar rétt fyrir jól. Eindregnast var og er skötuát þetta á Vestfjörðum og þó öllu held- ur skötustappa af kæstri skötu og mörfloti sem er bræddur hnoðmör. Stappan þekkist raunar vel frá norðanverðu Snæfellsnesi og allt til Hornstranda. Þótti mörgum Vest- firðingum meðal heimildamanna þjóðháttadeildar sem lyktin af skötustöppu væri fyrsta ákennilega merki þess að jólin væru í nánd.“ „Undanfarið hafa menn verið að kvarta yfir því að búið sé að koma því inn hjá þjóðinni að skata sé eitt- hvað sér vestfirskt fyrirbæri. Þetta er alls ekki rétt. Skata hefur verið borðuð þar sem hún veiðist, sem er GSM GSM GSM Til sölu nokkrir Ericsson GH 198 m/30 tíma rafhlöðu og tvöföldu hleðslutæki. Verð kr. 34.900,- Upplýsingar í sima 896-896-5. TAKMARKAÐ MAGN! Blóðbankinn óskar öllum blóðgjöfum og velunnurum sínum gleðilegra jóla og góðs komandi árs með þökk fyrir hjálpina á liðnum árum. BLÓÐBAINKIINN Skata hengd upp í fiskhjalli. alveg frá Hornafirði, vestur með suðurströndinni, með vesturströnd- inni og allt tO Vestfjarða, eins og fram kemur í bók minni. Reyndar heyrði ég viðtal við mann nýverið sem sagði að það veiddist lítið annað en tindabikkja út með Vestfjörðum nú þótt stór- skata hafi þar veiðst fyrir 10 til 15 árum. Hann sagði að ef Vestfirðing- ar vikiu fá skötu nú þá þyrftu þeir að fá hana senda. Hins vegar vilja sumir halda því fram að tinda- bikkja, sem áður var fleygt, sé mun betri matur en stórskata, því hún er ekki eins gróf. Sennilega er ástæða þess að skata hefur verið eignuð Vestfirðingum sú að sem Þorláksmessumatur hélst hún lengur þar en víða annars stað- ar. Hún veiddist líka mest á Vest- ijörðum í nóvember og desember. Svo breiddist skötuátið á Þorláks- messu út með brottfluttum Vestfirð- ingum,“ segir Árni Björnsson. NNROMMUN NÝTT GLER DV-mynd Sveinn í dag eru fisksalar svo farnir að bjóða upp á kæsta skötu í nokkrum styrkleikaflokkum. Veitingamenn eru farnir að bjóða upp á vestfirskt skötuhlaðborð. Einn þeirra er Guð- mundur Viðarsson, veitingamaður á Pottinum og pönnunni. „Extra-kæst" fyrir hugaða „Ég byrjaði sem matreiðslumaður um 1980 og áhuginn á Þorláksmess- uskötu hefur stóraukist síðan þá. Þetta er fólk á öllum aldri sem borð- ar þetta og það er alltaf að aukast að unglingar borði þetta,“ segir Guð- mundur. Hann býður upp á Þorláks- messuskötu sem sér vestfirskt fyrir- bæri og nú sé hún borin fram á þrennan máta. í boði sé söltuð og kæst skata, söltuð skata og ný skata. „Fyrir þá sem eru sérstaklega hugaðir þá er hún extra-kæst. Þeim bjóðum við upp á tindabikkjubörð." Aðspurður hvernig „skötufjand- samlegir" gestir kunni við sig á veitingastaðnum á Þorláksmessu þegar ammoníakfnykurinn, eða ammoníakilmurinn, er hvað mestur segir hann ekki bera á kvörtunum. Þarna sé um einn dag á ári að ræða og flestir sækist eftir þessu þennan eina dag. Potturinn og pannan bjóða í ár upp á skötuhlaðborð. í boði eru ýmsar gerðir af skötu og fiskmeti. „Fólk er farið að sækjast eftir öðru- vísi mat og við erum að bregðast við þeim kröfum." -pp/ELA J

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.