Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1995, Blaðsíða 60

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1995, Blaðsíða 60
FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notað I DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 MUNIÐ NÝTT SÍMANÚMER MUNIÐ NÝTT SÍMANÚMER LAUGABDAGUR 23. DESEMBER 1995 Veðrið á aðfanga- dag og jóladag: Léttskýjað vestan til Á aðfangadag og jóladag verður norðaustlæg átt, kaldi með éljum um landið austan- vert en hægara og víðast létt- skýjað vestan til. Frost verður á bilinu 6 til 14 stig. Veðrið í dag er á bls. 61 Viera Gulázsiová og Pavel Manasek, sem fluttu til íslands frá Tékklandi fyrir rúmum 4 árum, eru organistar hvort í sinni kirkjunni á höfuðborg- arsvæðinu og hafa í nógu að snúast yfir jólahátfðina. DV-mynd S Tékknesk hjón í önnum: Organistar hvort í sinni kirkjunni - létu þýða 12 jólatexta Tékknesku hjónin Pavel Manasek og Viera Gulázsiová verða í önnum yfir jólahátíðina. Þau starfa bæði sem organistar, hún í Seltjarnarnes- kirkju og hann í Háteigskirkju, og munu því ekki sjá mikið hvort af öðru næstu daga. Auk þess munu þau flytja 12 tékknesk jólalög ásamt kirkjukórum sínum í útvarpsþætti á rás 1 á jóladag og Pavel verður í sviðsljósinu á aðfangadag þegar sjónvarpað verður frá jólamessu í Háteigskirkju. Viera og Pavel hafa verið búsett á íslandi í 4'/2 ár, fyrst. í 2 ár á Djúpa- vogi þar til þau fluttu til Reykjavík- ur. Þau hafa látið mikið að sér kveða í tónlistarlífinu og stjórna öfl- ugum kórum í kirkjum sínum. Lögin, sem flutt verða inn á milli viðtals við þau á rás 1, voru tekih upp á sameiginlegum jólatónleikum kóranna fyrr í desember. Þau létu þýða texta við jólalögin, sem flest eru samin á 17. og 18. öld, og fengu aðstoð við það frá Sigurbirni Ein- arssyni, Guðjóni Leifi Gunnarssyni, Ólafi Ágústssyni og Ragnheiði Arn- ardóttur. Þetta er í fyrsta sinn sem lög af þessu tagi hafa verið flutt á ís- landi. -bjb Gunnar Eyjólfsson ieikari á heimili sínu í Breiöholtinu í gær að stilla upp englum, fjárhirðum og vitringum við jötu sem Jesúbarnið verður lagt í annað kvöld. Þetta hefur Gunnar gert fyrir hver jól síðan árið 1959. DV-mynd BG Óhappalítil jólaumferð Að sögn lögreglunnar í Reykjavík hefur jólaumferðin gengið vel, eitt- hvað var þó um að bílar nudduðust saman en slys voru minni háttar. Eitthvað var um búðahnupl í borg- inni í gær en það var lítils háttar. Af umferðinni á landsbyggðinni var mestallt gott að frétta. í Hafnar- firði og Kópavogi var mikil umferð eins og annars staðar á landinu, árekstrar smávægilegir en að sögn lögreglu á þessum stöðum var óvenjulega lítið um þá. -ÞK Grensásvegi 11 Sfmi: 5 886 886 Fax: 5 886 888 Grœnt númer: 800 6 886 , Jólaveðrið: Hvít jól og kalt „Það er útlit fyrir svipað veður á Þorláksmessu, aðfangadag og jóla- dag. Það verður norðaustlæg átt og strekkingsvindur um landið austan- ____yert en hægur vindur annars stað- ar. Það er búist við éljum norðan og austan til á landinu en léttskýjuðu í öðrum landshlutum. Þá verður tals- vert frost þessa daga. Annan í jólum verður breytileg átt og léttskýjað og upp úr því fer eitthvað að hlýna,“ sagði Hörður Þórðarson, veðurfræðingur á Veð- urstofu íslands, þegar hann var spurður um jólaveðrið. -ÞK Þjónusta yfir hátíðirnar Upplýsingar um jólamessur í kirkjum er að finna á bls. 48 í blað- inu í dag. Upplýsingar um aðra ----þjónustu um jólin er að finna í blað- inu í gær, DV-helgin. Á bls. 27 í gær eru upplýsingar um ferðir strætisvagna, innanlands- flug, áætlun Herjólfs, heimsóknar- tíma á sjúkrahús, neyðarvakt tanh- lækna, sundstaði, aðstoð í kirkju- görðum og afgreiðslutíma bensín- stöðva og á bls. í gær 28 er allt um sérleyfisferðirnar. -ÞK Bankinn er tasp- ast alsæll! á aðfangadag og jóladag Blaðaafgreiðsla DV er opin frá kl. 6-14 í dag. Lokað á aðfangadag, jóla- dag og annan i jólum. Miðvikudag- inn 27. desember er opið frá kl. 6-20. Smáauglýsingadeild DV er lokuð í dag, Þorláksmessu. Lokað verður á aðfangadag og jóladag. Opið verður þriðjudaginn 26. desember, annan í jólum, frá kl. 16-22. DV kemur næst út eldsnemma að morgni miðvikudagsins 27. desemb- er. Gleöileg jól! Hald lagt á eitt þúsund alsælutöflur og eitt kíló af amfetamíni: Stór fíkniefna- sending stíluö á Landsbankann - tugmilljóna verðmæti eiturlyfiategunda sem teljast mjög hættulegar Fíkniefnalögreglan og Tollgæsl- an í Reykjavík rannsaka verulega stórt fíkniefnamál vegna póst- sendingar sem barst til landsins i vikunni. í henni reyndust vera eitt þúsund alsælutöflur (ecstasy) og eitt kíló af amfetamíni. Söluverðmæti eiturlvfjanna nemur á milli 10 og 20 milljónum króna. Málið er ekki einungist stórt í sniðum vegna magns efnanna heldur telst þaö mjög alvarlegs eðlis, ekki síst þegar litið er til þess að alsæla og amfetamín telj- ast mjög hættuleg efni. Sendingin barst til landsins frá Hollandi á nafni ákveðins aðila en hún var einnig stíluð á Lands- banka íslands. Það voru tollverðir sem skoðuðu sendinguna eftir að hún barst til landsins og komust á snoðir um hvert innihaldið var. Hver ástæðan er fyrir því að send- ingin var stíluð á stærstu banka- stofnun landsins liggur ekki fyrir. Hins vegar er ekkert sem fram hefur komið sem getur á nokkurn hátt tengt Landsbankann við mál- ið. Samkvæmt upplýsingum DV hafði flkniefnalögreglan ákveðnar vísbendingar um hver ætti að fá sendinguna og þar með hver hefði staðið að innflutningnum. Þegar DV fór í prentun í gærkvöld lá ekki fyrir hvort einhver hefði ver- ið handtekinn vegna málsins. Björn Halldórsson hjá Fíkni- efnadeild lögreglunnar í Reykja- vík vildi ekki tjá sig um málið í gær. -Ótt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.