Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1995, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1995, Page 2
2 FÖSTUDAGUR 29. DESEMBER 1995 Fréttir Samvinna lögreglunnar í Reykjavík og Hafnarfirði skilar árangri: Fjórir menn um tvítugt viðurkenna milljóna spjöll - stóðu að Heiðmerkurskemmdarverkunum og óku vörubíl á þrjá bíla í Kópavogi Rannsóknardeild lögreglunnar í Hafnarfirði í samvinnu við rann- sóknardeild lögreglunnar í Reykja- vík hefur upplýst þrjú bílþjófnaðar- mál og skemmdarverk sem unnin voru í Heiðmörk og Kópavogi í júní síðastliðnum. Fjórir karlmenn um tvítugt hafa viðurkennt aðild að málunum. Málin sem lögreglan hefur upp- lýst eru í fyrsta lagi umtalsverð skemmdarverk í Heiömörk þegar stolnum dráttarbíl frá Vöku var ekið á trjágróður, vinnuskúr Skóg- ræktarfélagsins, salemisaðstöðu og bekki og borð 3. júní síðastliðinn eða um hvítasunnuna. Meðal trjá- gróðurs sem var skemmdur voru tvö þriggja til fjögurra metra há grenitré sem gróðursett voru 1958 og sérmerktur trjálundur. Tilkynnt var um skemmdarverk- in til lögreglu að morgni hvíta- sunnudags og leitaði fjöldi lögreglu- manna á bílum, hjólum og þyrlu af- brotamannanna fram eftir degi en til eins þeirra sást þegar hann stal dráttarbílnum. Leitin var árangurs- laus. Tjón var metið á allt að 3 milljón- ir í Heiðmörk en samkvæmt upplýs- ingum DV hafa tryggingafélög þegar greitt rúmlega tvær milljónir vegna tjónsins þar. Tjón var metið á allt að þrjár milljón- ir í Heiðmörk eftir heimsókn pilt- anna þangað. í öðru lagi var um að ræða atvik sem átti sér stað snemma sunnu- dagsmorguninn 18. júní. Þar var stolnum Scania vörubíl ekið á þrjár kyrrstæðar bifreiðar við Lyngheiði i Kópavogi með þeim afleiðingum að þær stórskemmdust. „Þegar ég kom út í útidyrnar sá ég bara bUa í kássu. Stór vörubUl stóð þarna og smábíU sem var gjör- samlega ónýtur - það var ekki rúða heil í honum - og bUinn okkar sem búið var að skella upp að húsveggn- um. VörubUlinn hafði tekið með sér lítinn bU, klesst hann utan í bUinn okkar og á húsið. Það var hræðUegt að sjá þetta. VörubUinn var enn í gangi og bUstjórinn farinn. Hann hefur trúlega hlaupið austur með „Þegar ég kom út í útidyrnar sá ég bara bíla í kássú." sagði Þuríður Erla sem hér er ásamt manni sínum, Helga Hallvarðssyni. DV-mynd BG Karlar eru frá Mars, konur eru frá Venus er söluhæsta bókin - á jólavertíðinni í desembermánuði Bókin Karlar eru frá Mars, konur söluhæsta bókin á jólavertíðinni eru frá Venus eftir John Grey er samkvæmt bóksölukönnun DV. Þar yfir söluhæstu bækur 1. Karlar eru frá Mars, konur eru frá Venus - John Gray 2. Afrek Berts - Jacobsson & Olsson 3. María, konan bak við goðsögnina - Ingólfur Margelrsson 4. Ekkert að þakka - Guörún Helgadóttir /f/Á # ■ í|| 5. Sex augnablik - Þorgrímur Þráinsson 6. Áfram Latibær - Magnús Scheving YÆ a |rjM 7. Útkall, íslenska neyðarlínan - Óttar Sveinsson j| 8. Vilhjálmur Stefánsson landkönnuður - William Hunt 9. Hin hljóðu tár - Sigurbjörg Árnadóttir 10. Milli vonar og ótta - Þór Whitehead á eftir kemur barnabókin Afrek Berts eftir Jacobsson og Olsson. Báð- ar bækurnar í tveimur efstu sætun- um eru þýddar bækur en bók Ingólfs Margeirssonar, María, konan bak við goðsögnina, sem er í þriðja sæti, er efst frumsaminna íslenskra bóka. Af þeim 10 bókum sem eru á lista DV eru 7 frumsamdar á íslensku en þrjár þýddar af erlendri tungu. Ein þýddu bókanna er um Vestur-Islend- inginn Vilhjálm Stefánsson. Könnun DV er byggð á upplagstöl- um bókaverslana sem ekki eru tengdar bókaforlögunum á neinn hátt. DV hefur áður birt bóksölulista þrisvar sinnum í mánuðinum og þeir listar voru byggðir á sölu bóka á undangenginni viku í mánuöinum. Þessi listi, sem hér birtist, er byggð- ur á öllum þeim upplagstölum sam- anlögðum að viðbættum sölutölum bóka í síðustu vikunni fyrir jól (17.-23. desember). Bókum skilað eða skipt Hugsanlegt er að þessi niður- staða breytist lítillega þegar tölur liggja fyrir um hvaða titlum hefur verið skilað mest eða skipt fyrir aðrar. Þeir forsvarsmenn bókaversl- ana sem samband var haft við voru sammála um að ekki væri kominn verulegur skriður á þau mál enn sem komið er, enda voru margar bókaverslanir lokaðar þann 27. des- ember. Söluhæstu bókunum væri þó eðli- lega skilað mest. Af einstökum titl- um sem nefndir voru sem var skil- að í einhverju magni var minnst á Hin hljóðu tár og „Útkall, íslenska neyðarlínan". Þær bókaverslanir sem tóku þátt í könnun DV eru; Hagkaupsverslan- ir í Skeifunni og Kringlunni, á Akureyri og í Reykjanesbæ, Penn- inn í Hallarmúla, Sjávarborg í Stykkishólmi, Bókabúð Brynjars á Sauðárkróki, Bókabúð Sigurbjöms á Egilsstöðum, Kaupfélag Ámesinga og Bókabúð Keflavíkur í Reykjanes- bæ. -ÍS Þú getur svaraó þessari spurningu meö því aö hringja í síma 904-1600. 39,90 kr. mínútan. Já Jj Nel 2.J ,x ö d d FOLKSINS 904-1600 Strengir þú áramótaheit? Alllf I »tafr«na kertlnu me6 tónvalaslma geta nýtt »ér þessa þjðnustu. Slökkviliðsmenn í Reykjavík: Undirbúningi neyðarlínunnar áfátt „Við gagnrýnum fyrst og fremst vinnubrögðin við undirbúninginn og með hve skömmum fyrirvara þessu er skellt á,“ segir Vemharður Guðnason, fulltrúi slökkviliðs- manna í Reykjavík, en þeir héldu fund í gær þar sem undirbúningur vegna upptöku neyðarlínunnar nú um áramótin var átalinn. Sem dæmi um gagnrýnisverð at- riði nefnir Vernharður að nýr tækjabúnaður á Slökkvistöðinni í Reykjavík hafi enn ekki verið kynntur starfsmönnum þótt skammur tími sé til stefnu og eins sé enn óljóst við hverja á að hafa samband úti um land í neyðartilvik- um. Vernharður sagði aö gömlu neyð- arnúmerin yrðu áfram í notkun og hann sagði að reynt yrði að sinna neyðarþjónustimni eins og kostur væri þrátt fyrir skamman undir- búningstíma. Nýja neyðarnúmerið 112 verður í notkun frá miðnætti 31. desember. -GK götunni,“ sagði kona sem vaknaði við gífurlega læti umræddan sunnu- dagsmorgun. Sleppt eftir yfirheyrslur Rannsóknardeildir lögregluemb- ættanna tveggja hafa fengist við rannsókn málanna frá því i sumar. Gissur Guðmundsson, rannsóknar- lögreglumaður í Hafnarfirði, sagði í samtali við "DV að menn þar á bæ hefði grunað hverjir hefðu verið á ferðinni án þess að hægt hefði verið að sanna það og því hefði verið beð- ið eftir rétta tækifærinu. Það gafst aðfaranótt miðvikudags þegar bíl var stolið í Reykjavík. Tveir ölvaðir menn um tvítugt voru handteknir á bílnum. Annar þeirra viðurkenndi að hafa stolið bílnum sem þeir voru teknir á og báðir viðurkenndu þeir aðild að Heiðmerkurmálinu. í kjölfarið voru tveir jafnaldrar þeirra handteknir og viðurkenndi annar þeirra að hafa ekið dráttar- bílnum í Heiðmörk og vörubílnum í Kópavogi. „Við höfum unnið að þessu máli eftir vísbendingum og öðru og það small saman í gær,“ sagði Gissur. Enginn mannanna fjögurra hefur komið við sögu lögreglu áður vegna alvarlegra brota og var þeim sleppt eftir yfirheyrslur. -pp Stuttar fréttir Millión í verðlaun Búnaoarbankinn hefur að höfðu samráði við RLR ákveðið að veita milljón krónur í verð- laun fyrir upplýsingar sem leiða til handtöku þeirra sem rændu Vesturbæjarútibú bankans skömmu fyrir jól. Heiðursskot á áramótum Danska varðskipið Vædderen verður í Reykjavík um áramót- in. Kl. 23 á gamlárskvöld mun skipið sKjóta 3 skotum til heið- urs Danmörku og á miðnætti verður þrem skotið hleypt af til heiðurs íslandi. Takmarkaðar áritanir Fjárlagadeilur bandarískra stjórnvalda valda þyí að banda- ríska sendiráðið á íslandi mun aðeins gefa vegabréfsáritanir i neyðartilfellum. Nýi Garöur seldur Haskóli íslands hefur keypt Nýja Garð af Félagsstofnun stúdenta á 95 milljónir. Á Nýja Garði verður komið upp skrif- stofuaðstöðu fyrir kennara, einkum í heimspekideild. Samið um sjúkraflug Fyrsti samningurmn um sjúkraflug innanlands var und- irritaður í gær. Samkvæmt hon- um hefur íslandsflug sjúkraflug á Vestfjörðum á nýársdag. SH kostar prófessor Sölumiðstöð hraðfrystihú- sanna mun greiða laun prófess- ors í sjávarútvegsfræðum við Háskólann á Akureyri. Samn- ingur þessa efnis hefur verið gerður til 3 ára en eftir það mun hann framlengjast í eitt ár í senn. -kaa

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.