Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1995, Side 11

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1995, Side 11
FÖSTUDAGUR 29. DESEMBER 1995 11 Fréttir Fljótin í desember: Yfir 36 stiga hitamunur DV, Fljótum: Þrátt fyrir mikinn hitamun í des- ember verður ekki annað sagt en tíðarfar hafi verið mjög hagstsætt hér nyrðra. Fyrstu 16 daga mánað- arins fór hiti aldrei niður fyrir frostmark á veðurathugunarstöð- inni á Sauðanesvita. Mest komst hitinn í 16,1 stig sem er með því allra hæsta sem mælst hefur í des- ember. Um jólahátíðina var stillt og bjart veður og þá fór frostið niður fyrir 20 gráður. Það hefur því orðið Rúm- lega 36 stiga hitamunur í desember. Þessi hagstæða veðrátta gerði samgöngur fyrir og um jólahátíðina auðveldari en oftast áður. Snjór er með minnsta móti og nánast ekkert hefur þurft að moka snjó á vegum þennan mánuð. Veðrátta hefur einnig orðið til þess að sauðfé á jörðum sem eiga land að sjó hefur verið úti allt til þessa og nýtt fjörubeit. Slíkt þóttu mikil hlunnindi fyrr á árum en er nú mun minna notað enda búskap- arhættir um flest breyttir frá því sem var fyrir 20-30 árum. -ÖÞ Edda Guðmundsdóttir kennari að leiðbeina nemendum sínum DV-myndir DÓ Námskeið í hand- flökun vegna at- vinnulausra kvenna DV, Akranesi: Nú er nýlokið námskeiði í hand- flökun sem atvinnufulltrúi Akra- ness og Farskóli Vesturlands stóðu að. Námskeiðið var styrkt af kvennasjóði félagsmálaráðuneytis- ins og Haraldi Böðvarssyni hf. Að sögn Brynju Þorbjörnsdóttir atvinnufulltrúa var tilgangurinn með námskeiðinu að styrkja stöðu atvinnulausra kvenna á vinnumark- aðnum og bæta grundvöll fyrir rekstri smærri fiskverkana sem nýta betur undirmálsfisk og utankvóta- tegundir en þessi fiskur er í dag nán- ast allur fluttur úr bæjarfélaginu til vinnslu annars staðar. -DÓ Árneshreppur: Fjölmenni í messu hjá séra Jóni - en enginn organisti DV, Selfossi: Séra Jón Isleifsson messaði í Ár- neskirkju hinni nýju á Ströndum á jóladag. Fjölmenni var í kirkjunni því mikið er um gesti í hreppnum eins og alltaf um jólin. Ræða séra Jóns var frábær að sögn og tekst honum alltaf vel upp í jólamess- unni. Eftir messu bauð presturinn öll- um í kaffi í anddyri kirkjunnar og er það venja hjá honum að bjóða í kaffi og meðlæti þó einhleypur sé. í kirkjunni er nýtt orgel af góðri gerð en því miður hefur ekki fengist organisti til að leika á það. Vonandi rætist úr því. Það var því ekki að- eins organistinn í Langholtssókn í Reykjavik sem lék ekki á kirkjuorg- el sóknarinnar f jólamessunni. Regína Búöardalur: Hagnaður hjá afurðasölunni DV, Akranesi: Aðalfundur Afurðasölunnar í Búðardal fyrir nýliðið starfsár var haldinn 7. desember sl. Þar kom fram að hagnaður var 3,9 millj. króna en árið áður varð 19,1 millj. króna tap. Betri afkoma byggist aðallega á lækkun kostnaðar svo sem fjár- magnskostnaðar, stjórnunarkostn- aðar og umbúðakostnaðar. Skuldir frá fyrra ári hafa lækkað um 42 miUj. króna milli ára og eig- in fé er nú 28,6%. í haust var slátr- að 21.522 dilkum og 2.330 fullorðnu fé sem er svipað og 1994. Fallþungi dilka hefur minnkað um 1,2 kg. -DÓ ATHAFNAMENN! Notaðar vinnuvélar og tæki á sérkjörum fram til áramóta ATHUGIÐ! Tvöfóld flýtifyming ef keypt er fyrir áramót Ingvar | Helgason hf. F Sævarhöfða 2 véladeild sími 525 8070 Sl AS^ Auglýsing um innlausnarverð verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ* Á KR. 10.000 GKR. 1976-2.fl. 25.01.96 -25.01.97 kr. 14.908,40 1977-1.fl. 25.03.96 -25.03.97 kr. 13.914,50 1978-l.fl. 25.03.96-25.03.97 kr. 9.434,10 1979-l.fl. 25.02.96 - 25.02.97 kr. 6.238,10 FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ* ÁKR. 10.000,00 1981-l.fl. 25.01.96-25.01.97 kr. 246.108,00 1985-1.fl.A 10.01.96- 10.07.96 kr. 71.975,10 1985-1.fl.B 10.01.96- 10.07.96 kr. 34.194,80** 1986-l.fl.A 3 ár 10.01.96- 10.07.96 kr. 49.611,40 1986-1.fl.A 4 ár 10.01.96- 10.07.96 kr. 57.021,90 1986-l.fl A 6 ár 10.01.96- 10.07.96 kr. 59.704,80 1986-1.fl.B 10.01.96- 10.07.96 kr. 25.219,90** 1986-2.fl.A 4 ár 01.01.96-01.07.96 kr. 46.740,60 1986-2.fl.A 6 ár 01.01.96-01.07.96 kr. 48.847,20 1987-1.fl.A 2 ár 10.01.96- 10.07.96 kr. 38.742,80 1987-1.fl.A 4 ár 10.01.96 - 10.07.96 kr. 38,742,80 1989-l.fl.A 2,5 ár 10.01.96 - 10.01.97 kr. 19.181,40 *) Innlausnarverð er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbætur. **)Við innlausn fylgi ógjaldfallnir vaxtamiðar spariskírteinis. Innlausn spariskírteina ríkissjóðs fer fram í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, og liggja þar jafnframt frammi nánari upplýsingar um skírteinin. Reykjavík, 29. desember 1995 SEÐLABANKIÍSLANDS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.