Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1995, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1995, Qupperneq 12
12 FÖSTUDAGUR 29. DESEMBER 1995 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON Aðstoðarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjóm, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLT111, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLT114,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 6272. Áskrift: 800 6270 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@ismennt.is - Auglýsingar: dvaugl@ismennt.is. - Dreifing: dvdreif@ismennt.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1550 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., helgarblað 200 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Lömuð stéttarfélög Almenn óánægja félagsmanna með kjör sín, sundrung meðal foringja ólíkra félaga og víðtæk forystukreppa ein- kenna verkalýðshreyfmguna um þessar mundir. Innan heildarsamtakanna á hinum almenna vinnu- markaði, Alþýðusambandi íslands, takast á ólíkir hópar sem augljóslega eiga ekki lengur samleið. Félög láglauna- fólks sem starfar fyrst og fremst við framleiðslustörf í sjávarútvegi og iðnaði komast lítið sem ekkert áfram með að bæta sín kjör sérstaklega vegna þess að betur launuðu stéttirnar sitja alltaf um að fá meira. Forystumönnum almennu verkalýðsfélganna hefur auðvitað verið þetta fulljóst árum saman. En þeir hafa tekið virkan þátt í hringdansi kjaramálasamflota með foringjum hinna betur settu hópa þótt þeim mætti vera það deginum ljósara að þeirra eigin félagsmenn yrðu alltaf látnir sitja eftir á hörðum bekkjunum. Það undirstrikar svo lánleysi þeirra verst settu að loksins þegar foringjar þeirra taka á sig rögg og segja skilið við Alþýðusambandsforystuna skuli það gerast við gjörsamlega vonlausar aðstæður. Félagsdómur hefur þegar kveðið upp þann úrskurð að uppsögn eins verka- lýðsfélags sé ólögmæt vegna ákvæða í þeim kjarasamn- ingi sem forystumenn félagsins tóku þátt í að gera síðast- liðinn vetur. Þannig mun vafalaust fara í öðrum slíkum málum. Það er einkum tvennt sem bjargar forystumönnum verkalýðsfélaga, sem standa sig svo hörmulega illa í kjarabaráttunni, frá því að vera kastað á dyr. Annars vegar almennt áhugaleysi félagsmanna á því sem foringj- amir gera þó í þeirra nafni. Hins vegar ólýðræðislegt kosningakerfi sem hefur það eina markmið að hindra hlutfallskosningar og þar með valddreifingu. Áhugaleysi almennra félagsmanna í verkalýðsfélögun- um sýndi sig best í nýlegum atkvæðagreiðslum um kjaramálin. í félögum þar sem mörg þúsund manns eiga atkvæðisrétt höfðu yfirleitt aðeins nokkrir tugir félags- manna fyrir því að greiða atkvæði. Vart er hægt að hugsa sér skýrari staðfestingu þess að launafólki finnst að stéttarfélögin hafi brugðist hlutverki sínu og skipti litlu máli. Gömlu foringjamir í verkalýðshreyfingunni hafa alltaf barist gegn því með oddi og egg að tekin sé upp hlutfalls- kosning í stéttarfélögunum. Væntanlegum mótframbjóð- endum gegn fulltrúum fráfarandi stjómar slíks félags er gert afar erfitt fyrir um framboð, eins og nú hefur enn einu sinni sýnt sig í Verkamannafélaginu Dagsbrún. Þar þarf mikinn fjölda félagsmanna til þess eins að koma fram lista og einfaldur meirihluti ræður úrslitum í stjómarkjörinu; minnihlutinn, hversu stór sem hann kann að vera, fær ekki einn einasta fulltrúa í stjóm. Þetta fyrirkomulag er auðvitað til þess sniðið að vemda ríkjandi verkalýðsforingja á hverjum tíma og á sinn þátt í að skapa þá forystukreppu sem einkennir stéttarfélögin og lamar starfsemi þeirra. Á liðnum áratugum hafa komið fram margar athyglis- verðar tillögur um endumýjun á skipulagi verkalýðs- hreyfingarinnar. Þar á meðal að gera vinnustaðinn að grunneiningu félaganna og kjarasamninga þeirra og að taka upp hlutfallskosningar í félögunum til að dreifa valdinu og virkja fleiri til þátttöku í starfi þeirra. Á meðan verkalýðsforingjar berjast gegn slíkum breyt- ingum mun þeim ekki aðeins mistakast framvegis sem hingað til að bæta umtalsvert kjör hinna lægst launuðu í þjóðfélaginu heldur líka halda áfram að stýra hreyfingu sem minnir einna helst á félagslegan kirkjugarð. Elías Snæland Jónsson „Staðreyndirnar blasa við: neysla fíkniefna hefur stóraukist og söiukerfi fikniefnasala er öflugt og vel skipu lagt,“ segir m.a. í grein Margrétar. Sýnum viljann í verki Fyrir skömmu var á Alþingi rætt utan dagskrár um þann mikla vanda sem ávana- og flkni- efnaneysla er orðin hér á landi. Það var sérstakt við þessa um- ræðu að allir stjórnmálaflokkarnir stóðu að henni án hefðbundinnar skiptingar í stjórn og stjómarand- stöðu. Allir sem til máls tóku ræddu um nauðsyn þess að taka af alvöru á stóraukinni sölu og neyslu fíkni- efna hér á landi. Því hefði mátt ætla að við afgreiðslu fjárlaga á Alþingi yrði samstaða um að veita aukið fjármagn til stefnumörkun- ar á þessu sviði og aðgerða til að sporna við þeirri óheillaþróun sem nú á sér stað. Það gerðist því miður ekki. Það fara ekki alltaf saman orð og athafnir. Vaxandi neysla eiturlyfja Vaxandi eiturlyfjaneysla er vandamál sem ekki hefur verið tekið á sem skyldi. Við höfum í raun velt því á undan okkur og vísað ábyrgðinni hvert á annað. Það virðist vera staðreynd að eit- urlyfjaneysla sé vandamál um land allt, en ekki bundin við höf- uðborgarsvæðið og stærstu þétt- býlisstaði eins og áður var. Nú er talið að það finnist varla sá þéttbýliskjarni á landinu að þar sé ekki neysla eiturlyfja í ein- hverjum mæli og Ijóst þykir að aldur þeirra sem neyta eiturlyfja fer lækkandi. Nýleg dæmi eru til um að 11 ára gömul börn hafi not- að eiturlyf. Jafnframt er ljóst að sala og dreifing eiturlyfja er vel skipulögð. Þrátt fyrir það hafa Kjallarinn Margrét Frímannsdóttir formaður Alþýðubandalagsins fjárveitingar til fikniefnalögreglu ekki aukist í samræmi við umfang þess vanda sem við er að etja. Og er þó vitað að öflugt eftirlit og að- gerðir lögreglu geta dregið veru- lega úr útbreiðslu fíkniefna. Það er brýnt að veita aukið fjár- magn til lögreglu og forgangsraða verkefnum hennar með tilliti til vaxandi fikniefnaneyslu og þeirra alvarlegu afleiðinga sem hún hef- ur í fór meö sér. Stefnuleysi stjórnvalda Það er athyglisvert að það virð- ist hvergi vera hægt hjá einum að- ila að fá upplýsingar um raun- verulegt umfang vandans. Og stefna stjórnvalda í þessum mál- um er heldur ekki skýr, hvorki varðandi ólöglegan innflutning og neyslu vímuefna né hvað varðar meðferð ungra fíkniefnaneytenda. Þaö á ekki síst við um þau ógæfu- sömu ungmenni sem leiðst hafa út í afbrot og gista fangageymslur landsins. Það er nauðsynlegt að grípa til aðgerða nú þegar. Staðreyndirnar blasa við: neysla fikniefna hefur stóraukist og sölukerfi fikniefna- sala er öflugt og vel skipulagt. Neysla fikniefna hefur nú þegar lagt líf margra fjölskyldna í rúst. Það er gott þegar fulltrúar allra stjórnmálaflokka ná saman til að ræða á málefnalegan hátt um þau vandamál sem við er að glíma. Betra væri þó ef fulltrúar allra flokka sameinast um aðgerðir til úrbóta og sýni viljann í verki. Margrét Frímannsdóttir „Það er brýnt að veita aukið Qármagn til lögreglu og forgangsraða verkefnum henn- ar með tilliti til vaxandi fikniefnaneyslu og þeirra alvarlegu afleiðinga sem hún hefur í fór með sér.“ Skoðanir annarra Uppsveifla? „Næsta ár getur ráðið úrslitum um hvort okkur tekst að nýta þá uppsveiflu sem er í efhahagslífinu. Við höfum öli skilyrði til þess að búa í haginn fyrir almenning og bæta lífskjör. Nokkur atriði skipta mestu um að það markmið náist; aukin framleiðni í fyrirtækjum, minni halii á ríkissjóði, meiri sam- keppni á almennum markaði og hagkvæmur og skil- virkur rekstur hins opinbera. Aö þessu ættum við að stefna á næsta ári.“ Úr forystugrein Viðskiptablaðsins 28. des. Hagvöxtur „Landsmönnum virðist töm sú speki að þjóðin eigi allt náttúruauðlindunum að þakka. Það virðist enda augljóst mál að auðlegð og auðlindir fari sam- an.. .. Um þessa auölindahyggju og pýramídakenn- ingu mætti hafa mörg orð. En fróðlegt væri að vita hvernig fylgismenn hennar fara til dæmis aö því að skýra velmégun dönsku þjóðarinnar, sem hefur hvorki að fiskimiðum, vatnsafli eða olíu að hverfa? ... Ef nánar er að gáð má sjá að þær þjóðir sem náð hafa bestum árangri í hagvexti og búið við mestan stöðugleika í sínum búskap eftir síðari heimsstyrj- öld eiga hvorki orkuiindir, hráefni eða mikið land.“ BS í Viðskipti/Atvinnulíf Mbl. 28. des. Lág framleiðni „Tölur sýna að framleiðni fyrirtækja er mjög lág hérlendis. Veldur þar um annað skipulag vinnutíma og launa heldur en gerist erlendis, eða er stjórnun ábótavant? Allir aðilar sem málið varðar eiga að taka þá fólksflutninga, sem nú eiga sér stað, alvar- lega og leita leiða til þess að laga skipulag mála hér- lendis að því sem gerist á Norðurlöndum. Það er ögrandi verkefni en nauðsynlegt. Náist ekki það tak- mark, vinnst ekki samkeppnin við hinar velstæðu nágrannaþjóðir um lífskjörin, og fólkið heldur áfram að streyma úr landi.“ Úr forystugrein Tímans 28. des.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.