Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1995, Síða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1995, Síða 21
FÖSTUDAGUR 29. DESEMBER 1995 33 Menning Sveittar ástríður A sviði Samkomuhússins á Akureyri ólga heitar ástríður og svitinn lekur af persónunum í kæfandi sumarhita New Or- leans. Leikhúsgestir verða algjör- lega að gefa sig blekkingunni á vald því að úti fyrir ríkir ís- lenskm- vetur eins og hann verður fegurstur í 16 gráða froststillu og marglit jólaljósin lýsa upp hrímuð trén. Jólaverkefni L.A. að þessu sinni er víðfrægt leikrit Tenn- essee Williams, Sporvagninn Girnd. Þetta er mikið raunsæis- drama, eins og þau voru skrif- uð um miðja öldina, en verkið á að gerast árið 1947. Aðalpersónan er kennslu- kona, Blanche DuBois, sem kemur í heimsókn til systur sinnar, Stellu, og manns henn- ar i New Orleans. Blanche hef- ur ekki hitt mág sinn áður og henni bregður nokkuð i brún er hún sér gripinn og aðstæðurnar sem Stella býr við. Það er skiijanlegt þar sem fljótlega verður ljóst að hún er komin til að vera. Þær systur eru aldar upp á plantekru fjölskyldunn- ar sem nú er töpuð en þrátt fyrir eignamissi hefúr Blanche ekki komist út úr hugsunarhætti yfirstéttar- innar. Hún vandist þvi að fá allt upp í hendurnar og láta stjana við sig og þannig vill hún hafa það áfram. Fljótlega slær í brýnu milli henn- ar og Stanleys, manns Steliu, og þar takast á tveir heimar. Stanley er óheflaður og grófur og hann sér í gegnum sögur Blanche af sjálfri sér sem ekki reynast sannleikanum samkvæmar. Átök þeirra leiða svo til uppgjörs og átakanlegra leiksloka. Verkið er fyrst og fremst mikið persónudrama og þess vegna skiptir sköpum hvernig til tekst með val leikara í hlutverkin og frammistöðu þeirra. Það er sérstaklega mikilvægt að pólarnir tveir, Blanche og Stanley, séu sterkir og á milli þeirra þarf að vera spenna sem bókstaflega gneistar af. Haukur J. Gunnarsson leikstjóri leggur greinilega mikla rækt við þennan þátt og persónuleikstjórn hans er skýr. Rósa Guðný Þórsdóttir leikur „yfirstéttarkonuna" Blanche og nær vel til áhorfenda í hlutverkinu. Blan- che má muna sinn fifil fegri, hún er taugatrekkt og liflr í einni allsherjar blekkingu. Það er spurning hvort hún er ekki sjálf farin að trúa sögunum sem hún spinnur upp um líf sitt. En þess ber líka að gæta að blekkingin er hennar eina vörn í hörðum heimi sem hún kannski skilur ekki til fulls. Þegar spilaborg- in hrynur bugast Blanche endanlega. Þetta er geysilega margslungið hlutverk og mér fannst leikur Rósu Guðnýjar bestur þegar túlkunin var innhverf og á lágværu nótunum. Þar komst leik- konan næst kjarnanum. Taugaveiklunin var hins vegar stundum of yfirdrifín og kippir og pat lýttu leik hennar í sumum atriðum alveg að nauðsynjalausu. Þetta var sérstaklega áberandi í fyrri hlutanum en þegar á leið og dramatískur hápunktur nálgaðist þétt- ist túlkunin og varð um leið mun sterkari. Rósa Guðný Þórsdóttir og Valdimar Orn Flygenring í hlutverkum Blanche og Stanleys í Sporvagninum Girnd hjá Leikfélagi Akureyrar. Valdimar Örn Flygenring leikur Stanley sem senni- lega hefur þótt yfirmáta gróf og ruddaleg persóna fyr- ir hartnær fimmtíu árum þó að fáum bregði í dag. Hann er frummaður, líkastur heimaríkum hana á haug sem ver sitt yfirráðasvæði með kjafti og klóm. Allt þetta kemst vel til skila í túlkun Valdimars. Per- sónan verður þó ekki alsvört því að Stanley er nokkur vorkunn, að minnsta kosti framan af. Bergljót Arnalds leikur Stellu Kowalski. Hún var fulleinhæf, barnaleg og geðlaus í túlkun sinni til að byrja með en tök hennar Leiklist Auður Eydal styrktust eftir því sem átökin urðu meiri. Guðmund- ur Haraldsson leikur Mitch sem hefur orðið lítt ágengt í kvennamálum, kannski af því að hann stam- ar, en Blanche gerir sig mjög svo líklega við hann. Guðmundur heldur þétt utan um persónulýsinguna og vinnur hlutverkið vel. Sunna Borg og Aðalsteinn Bergdal leika kostulegt par á efri hæðinni og Skúli Gautason einn spilafélaga Stanleys. Leikmynd Sveins Lunds-Rolands er mjög vel út- færð, þröng íbúð Kowalski-hjónanna fremst en baka til sést út á götu í gegnum stóra glugga og hálfgagn- sæja veggi. Tröppur liggja upp á efri hæöina. Sviðið er stílhreint en um leið nokkuð margbrotið og gefur góða möguleika fyrir framvindu verksins. Lýsing og tónlist styrkja heildarmyndina og búningarnir færa okkur tO eftirstríðsáranna. Sporvagninn Girnd er sigilt verk og í sýningu L.A. skilar dramað sér vel þó að betur mætti neista á milli aðalpersónanna. Leikfélag Akureyrar sýnir: Sporvagninn Girnd Höfundur: Tennessee Williams Þýðing: Örnólfur Árnason Lýsing: Ingvar Björnsson Tónlist: Karl O. Ol- geirsson Búningar: Haukur J. Gunnarsson Leikmynd: Svein Lund-Roland Leikstjórn: Haukur J. Gunnarsson Tilkynningar Göngu-Hrólfar Síðasta ganga ársins verður 30. des- ember kl. 10 frá Hverfisgötu 105. Kætumst saman. Laugardagsganga Hana nú í Kópavogi verður á morgun. Lagt af stað frá Gjábakka, Fannborg 8, kl. 10. Nýlagað molakaffi. Kvenfélag Óháða safnaðarins Jólatrésskemmtun verður í Kirkju- bæ laugardaginn 30. desember kl. 15. Ferðafélag íslands efnir laugardaginn 30. desember kl. 16.30 til árlegrar blysfarar og ára- mótagöngu um Elliðaárdalinn. Þetta er stutt og skemmtileg fjölskyldu- ganga til að kveðja gott ferðaár. Mæting hjá skrifstofu og félags- heimili Ferðafélagsins að Mörkinni 6 (v. Suðurlandsbraut, austan Skeið- arvogs). Nokkur sæti eru laus í ára- mótaferð í Þórsmörk 30/12 til 2/1. Brottfór laugardag kl. 8. Miðar á skrifstofunni. nýtt íslenskt leikrit eftir Kristínu Ómarsdóttur mik hræðilegur ærslaleikur forsýning fim. 4/1, kl. 20.00 frumsýning fös. 5/1, kl. 20.00 2 sýn. lau. 6/1 kl. 20.30 3 sýn. sun. 7/1 kl. 20.30 miðaverð kr.1000 - 1500 miðasalan er opin frá kl. 18 sýningardaga ......® pöntunarsími: 5610280 allan sólarhringinp llllllllllllllil GREIÐSLUKORTApJONUSTA llllliillll LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR SÍMI 568-8000 STÓRA SVIÐ: ÍSLENSKA MAFÍAN eftir Einar Kárason og Kjartan Ragnarsson Leikstjóri: Kjartan Ragnarsson Leikmynd: Axel Hallkell Jóhannesson Lýsing: David Walters Búningar: Þórunn Elísabet Sveinsdóttlr Söngstjórn: Valgeir Skagfjörð Hljóömynd: Baldur Már Arngrímsson Sýningarstjóri: Guðmundur Guðmundsson Leikendur: Ari Matthíasson, Árni Pétur Guðjónsson, Bryndís Petra Bragadóttir, Eggert Þorleifsson, Ellert A. lngimundarson,.Felix Bergsson, Guðmundur Ólafsson, Hanna Maria Karlsdóttir, Helga Braga Jónsdóttir, Magnús Olafsson, Margrét Helga Jóhannsdóttir, Pétur Einarsson, Sóley Elíasdóttir, Valgeir Skagfjörð, Þröstur Leo Gunnarsson. Sýning, laud. 30/12, uppselt, grá kort gilda, fid. 4/1, fáein sæti laus, rauð kort gilda, laud . 6/1 blá kort gilda. LÍNA LANGSOKKUR eftir Astrid Lindgren Lau 30/12 kl. 14, fáein sæti laus, sun. 7/1 kl. 14, lau. 13/1 kl. 14, sun. 14/1 kl. 14. LITLA SVIÐ KL. 20: HVAÐ DREYMDI ÞIG, VALENTÍNA? eftir Ljúdmílu Razumovskaju Föst, 29/12, örfá sæti laus, lau. 30/12, örfá sæti laus, lau. 6/1, föst. 12/1, lau. 13/1. STÓRA SVIÐ KL. 20: VIÐ BORGUM EKKI, VIÐ BORGUM EKKI eftir Dario Fo Föstud. 29/12, föst. 5/1. Þú kaupir einn miða, færð tvo! Samstarfsverkefni við Leikfélag Reykjav/kur: Barflugurnar sýna á Leynibarnum kl. 20.30: BAR PAR eftir Jim Cartwright Fös. 29/12, uppselt, föst. 5/1, sun. 7/1, föst. 12/1. Fyrir börnin: Línu-ópal, Línu-bolir og Línu-púsluspil. Miðasalan er opin alla daga frá kl. 13-20. Lokað verður á gamlársdag og nýársdag, auk þess er tekið á móti miðapönt- unum í síma 568-8000 alla virka daga. Greiðslukortaþjónusta. Gjafakortin okkar - frábær tækifærisgjöf. Leikfélag Reykjavíkur - Borgarleikhús Faxnúmer 568-0383. \ i \ Munið nýtt símanúmer 3V i 5! )§ 5006 Leikhús ÞJÓÐLEIKHÚSID LITLA SVIÐIÐ KL. 20.30: KIRKJUGARÐSKLÚBBURNN eftir Ivan Menchell Leikendur: Guðrún Stephensen, Margrét Guðmundsdóttir, Sigurveig Jónsdóttir, Bessi Bjarnason, Þóra Friðriksdóttir Þýðing: Elísabet Snorradóttir Lýsing: Ásmundur Karlsson Leikmynd: Úlfur Karlsson Búningar: Helga Stefánsdóttir Tónlistarumsjón: Andrea Gylfadóttir Leikstjórn: Andres Sigurvinsson Frumsýning föd. 5/1, 2. sýn. sud. 7/1, 3. sýn. fid. 11/1, 4. sýn. Jd. 13/1, 5. sýn. sud. 14/1. STÓRA SVIÐIÐ KL. 20.00: DONJUAN eftir Moliére 3. sýn. á morgun, uppselt, 4. sýn. fid. 4/1, nokkur sæti laus, 5. sýn. mvd. 10/1,6. sýn. Id. 13/1. ÞREK OG TÁR eftir Ólaf Hauk Símonarson í kvöld, uppselt, Id. 6. jan., örfá sæti laus, föd. 12/1, örfá sæti laus, Id. 20/1. GLERBROT eftir Arthur Miller 8. sýn. föd. 5. jan., 9. sýn. fid. 11. jan. KARDEMOMMUBÆRINN eftir Thorbjörn Egner Ld. 30/12 kl. 14.00, uppselt., Id. 6/1 kl. 14.00, uppselt, sud. 7/1, kl. 14.00, uppselt, sud. 7/1 kl. 17.00, örfá sæti laus, sud. 14/1 kl. 14.00, sud. 14/1 kl. 17.00. Cjafakort í leikhús - sígila og skemmtileg gjöf! Miðasalan er opin alla daga nema mánudaga frá kl. 13.00-18.00 og fram að sýningu sýningardaga. Einnig símaþjónusta frá ki. 10.00 virka daga. Greiðslukortaþjónusta. Fax: 561 1200 SÍMI MIÐASÖLU: 551 1200 SÍMI SKRIFSTOFU: 551 1204 VELKOMIN í ÞJÓÐLEIKHÚSID! ÍSLENSKA ÓPERAN ! ---11111 Sími 551-1475 Föstud. 29/12 kl. 21.00. Síðustu sýn. ÍWW1A itirnni'LY Föstud. 19/1 kl. 20. HANS OG GRÉTA Frumsýning laugard. 13/1 kl. 15. Miðasalan er opin alla daga nema mánudaga frá kl. 15-19, sýningardaga er opið þar til sýning hefst. SÍMI 551-1475, bréfasími 552-7384. GREIÐSLUKORTAÞJÓNUSTA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.