Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.1996, Side 7

Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.1996, Side 7
FÖSTUDAGUR 12. JANÚAR 1996 7 DV Sandkorn Fréttir Óvinsæl jólagjöf Suðurnesjatíð- indi segja frá því að Islensk- ir aðalverktak- ar hafi gefið starfsmönnum sinum jólagjöf sem mæltist misjafhlega fyrir hjá flest- um. Hér var um að ræða bók eftir Hann- es Hólmstein Gissurararson. Fór svo að starfs- mennirnir komu í hópum í bóka- verslanir í Reykjanesbæ til að skila bókinni og fá aðra í staöinn. Gekk þetta svo langt að eigendur bóka- búða stoppuðu móttöku á bókinni eftir að hún fór að hrúgast upp hjá þeim. Þá gripu þeir starfsmenn sem orðið höfðu seinir fyrir til þess ráðs að gefa andvirði bókarinnar til mannúðarmála. BS-prófið Dagskráin á Selfossi birti á dögunum skemmtisögur úr safhi Sigurð- arBogaSæv- arssonar. Ein er um það þeg- ar flokkur frá Sambandi is- lenskra hita- veitna heim- sótti verksmiðj- una Set hf. á Selfossi. Vel var tekið á móti gest- um og siðan var lagt af stað að skoða verksmiðjuna sem framleiðir plaströr og fleira í þeim dúr. Kona úr hópi gesta vatt sér aö forstjóra fyrirtækisins, Bergsteini Einars- syni, og spurði hvaða gráðu hann hefði sem verkfræðingur enda þótti henni sjálfsagt að forstjórinn væri verkfræðingur. Bergsteinn svaraði konunni. „Ja, ég hef nú bara BS- próf.“ Konan kinkaði kolli og spurði í hvaða háskóla hann hefði lært. „Hjá mér.stendur BS ekki fyr- ir próftitilinn Bachelor of Science heldur bara fyrir Barnaskóla Sel- foss,“ svaraði Bergsteinn. Röskur prestur Enn skal leitað fanga í þeirri ágætu bók, „Þeim varð á i messunni", sem eru gamansög- ur áf prestum. Þar eru margar sögur af séra Baldri Vil- helmssyni í Vatnsfirði, eins og áður hefur komið fram í Sandkomi. Einu sinni var séra Baldur að messa og var þá aragrúi af flskiflugum í kirkjunni sem trufl- uðu messuna. Þá var þessi limra ort. Söfhuður píndist sem prófaði vellandi díki, prófastur þrumaði: „Til komi þitt riki" meðan aö sveif suöandi á dreif meinfýsinn andi í maðkaflugu liki. Séra Baldur er sagður presta röskastur við embættisverk, eink- um þó giftingar. Segir sagan að ein- hverju sinni hafi liðið 9 mínútur frá því að brúðurinn mætti í kirkjuna og þar til hún gekk aftur út úr kirkjunni með sinn ektamaka sér við hlið. Fyrirheit og efndir Það gekk mikið á á Alþingi þegar Halldór Blöndal vildi að fyrirtækið Spölur, sem ætlar gera jarö- göng undfr Hvalfjörð, fengi ríkisábyrgð á lán upp á einn milljarð króna. Eins og menn eflaust muna hafa þeir Spalarmenn alltaf talað um að framkvæma verkið án nokk- urs stuðnings frá ríkingu. En þegar rikisábyrgðin hafði verið ákveðin orti Hreiðar Karlsson á Húsavík eft- irfarandi visu. Heyrast býsna háar tölur, hærri en áður voru nefhdar. Það er meira en meðal spölur, milh fyrirheits og efhdar. Umsjón: Sigurdór Sigurdórsson Noröurland eystra: Fyrirkomulag skola- skrifstofu í uppnámi DV, Akureyri: Ekkert samkomulag hefur náðst mifli sveitarstjómarmanna á Norð- urlandi eystra um tilhögun og stað- setningu skólaskrifstofu sem hefja á starfsemi þegar sveitarfélögin taka við rekstri grunnskólanna. Tillaga Eyþings, sem em samtök sveitarfé- laga á Norðurlandi eystra, gera ráð fyrir að skólaskrifstofa verði á Akureyri og útstöð á Húsavík. Sveitarstjórnir við utanverðan Eyjafjörð una því ekki og hafa lagt fram tiflögu um breytingu á þjón- ustunni en ýmislegt bendir til að ekki verði fallist á það. Einar Njálsson, bæjarstjóri á Húsavík og formaður Eyþings, segir að bmgðið geti til beggja vona með framhald þessa máls eftfr fund hans með forráðamönnum Ólafsfjarðar- bæjar, Dalvíkur, Hríseyjar, Svarfað- ardalshrepps og Árskógshrepps. „Ég get ekki hugsað það til enda á þessu stigi hvað gerist ef samkomu- lag næst ekki, það verður mjög óheppilegt og við verðum þá í upp- námi með mjög þýðingarmikið mál,“ segir Einar. Hann neitar því ekki að þetta mál eitt og sér gefi ekki góöar vonir um farsælt sam- starf sveitarfélaganna að þessum málaflokki í framtíðinni. „Við lögðum fram tillögu sem gæti leitt til þess að menn næðu saman. í þeirri tillögu felst að í gangi verði ákveðið vinnuferli og starfskraftar nýtist betur á þeim svæðum þar sem þeir eru tiltækir og þjónustan verði í meiri nálægð en ella,“ segir Hálfdán Kristjánsson, bæjarstjóri á Ólafsfirði. „Stjóm Eyþings hefur ekki lokið umfjöllun um þessa tiflögu en við munum svara þeim sem lögðu hana fram. Mér sýnist fljótt á litið að þessi tillaga fjalli um ýmis fram- kvæmdaatriði og ég veigra mér við því að stjórn Eyþings sé að taka Tuttugu segulbandstæki í röð énda er hægt að taka upp á tuttugu hljóð- snældur í einu í Langholtskirkju. DV-myndir GS Hér er svo hljóðblandarinn í kirkjunni. Hljööverið í Langhottskirlgu Eins og skýrt var frá í DV nýlega bönnuðu starfsmaður Langholts- kirkju og formaður sóknamefndar Langholtssóknar að hljóðverið í kirkjunni yrði myndað. Þar sem heyrst hefur að hljóðverið sé hið fullkomnasta þótti forvitnilegt að fá myndir af þvi. Séra Flóki Kristins- son, sóknarprestur í Langholtssókn, leyfði myndatökuna. -ÞK Akureyri: Opnað í Hlíðarfjalli DV Akureyri: „Það er frekar lítill snjór í fjall- inu en þó nóg til þess að við ætlum að opna um helgina,“ segir ívar Sig- mundsson, forstöðumaður skíða- svæðisins í Hlíðarfialli við Akur- eyri. Allar lyftur verða opnar, auk þess sem troðnar verða göngubrautir fyr- ir þá sem vilja frekar vera á göngu- skíðum. Lyftur verða opnar kl. 10-17 báða dagana um helgina og vildi ívar koma því á framfæri við fólk að fara varlega vegna þess hversu lítill snjórinn i fiallinu er. -gk ákvörðun um svona framkvæmdaat- En þetta er óafgreitt mál,“ segir Ein- riði áður en skólaráðið er orðið til. ar Njálsson, formaður Eyþings. -gk Húsbréf | Innlausnarverð húsbréfa í 1. flokki 1991 3. flokki 1991 1. flokki 1992 2. flokki 1992 1. flokki 1993 3. flokki 1993 1. flokki 1994 1. flokki 1995 Innlausnardagur 15. janúar 1996. 1. flokkur 1991: Nafnverð: Innlausnarverð: 1.000.000 kr. 1.550.521 kr. 100.000 kr. 155.052 kr. 10.000 kr. 15.505 kr. 3. flokkur 1991: Nafnverð: Innlausnarverð: 1.000.000 kr. 1.379.664 kr. 500.000 kr. 689.832 kr. 100.000 kr. 137.966 kr. 10.000 kr. 13.797 kr. 1. flokkur 1992: Nafnverð: Innlausnarverð: 5.000.000 kr. 6.794.307 kr. 1.000.000 kr. 1.358.861 kr. 100.000 kr. 135.886 kr. 10.000 kr. 13.589 kr. 2. flokkur 1992: Nafnverð: Innlausnarverð: 5.000.000 kr. 6.687.680 kr. 1.000.000 kr. 1.337.536 kr. 100.000 kr. 133.754 kr. 10.000 kr. 13.375 kr. á l.flokkur 1993: Nafnverð: Innlausnarverð: § 5.000.000 kr. 6.159.006 kr. 2 1.000.000 kr. 1.231.801 kr. 100.000 kr. 121.180 kr. 10.000 kr. 12.318 kr. 3. flokkur 1993: Nafnverð: Innlausnarverð: 5.000.000 kr. 5.748.942 kr. 1.000.000 kr. 1.149.788 kr. 100.000 kr. 114.979 kr. 10.000 kr. 11.498 kr. 1. flokkur 1994: Nafnverð: Innlausnarverð: 5.000.000 kr. 5.645.470 kr. 1.000.000 kr. 1.129.094 kr. 100.000 kr. 112.909 kr. 10.000 kr. 11.291 kr. 1. flokkur 1995: Nafnverð: Innlausnarverð: 5.000.000 kr. 5.322.600 kr. 1.000.000 kr. 1.064.520 kr. 100.000 kr. 106.452 kr. 10.000 kr. 10.645 kr. Innlausnarstaður: Veðdeild Landsbanka íslands Suðurlandsbraut 24. nkh HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS HÚSBRÉFADEILO • SUDURLANDSBRAUT 24 • 108 REYKJAVÍK • SÍMI 569 6900

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.