Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.1996, Síða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.1996, Síða 11
FÖSTUDAGUR 12. JANÚAR 1996 11 Fréttir Samvinna norðlensku mjólkursamlaganna: Jákvæðari tónn fýrir sameiningu en til þessa - sameining hefur þó ekki verið rædd á „æðstu stöðum“ af neinni alvöru DV, Akureyri: „Það er alveg rétt að það er ekki sami tónninn í mönnum og verið hefur ef sameiningu eða frekari samvinnu ber á góma. Það er að mínu mati um tvennt að ræða sé lit- ið til framtíðarinnar, annaðhvort snúa menn bökum saman og reyna að búa til eins öfluga heild og hægt er eða menn halda áfram að spila eins og nú er og falla neðar,“ segir Þórarinn E. Sveinsson, mjólkursam- lagsstjóri á Akureyri, um hugsan- lega sameiningu mjólkursamlag- anna fjögurra á Norðurlandi eða frekari samvinnu þeirra. Mjólkursamlögin tjögur á Norð- urlandi eru á Akureyri, Blönduósi, Sauðárkróki og Húsavík, og for- svarsmenn Mjólkursamlags KEA á Akureyri hafa áður hreyft samein- ingarhugmyndinni en fengið fremur dræmar undirtektir. Upp á síðkast- ið hefur samstarf samlaganna auk- ist nokkuð, talsvert hefur verið unnið að vöruþróun og nýjasta af- urð slíks samstarfs er „Sælumjólk“ sem kom á markað í gær. Vöruþró- un sem leiddi þá afurð af sér er sam- eiginleg vinna samlaganna, en framleiðsla verður á öllum stöðun- um fjórum. Áformað er að á Blöndósi verði framleitt fyrir suð- vesturhom landsins en síðan komi samlagið á Sauðárkróki þar inn ef Blönduósverksmiðjan annar ekki eftirspurn. Að öðru leyti framleiða samlögin hvert fyrir sitt sölusvæði. Þórarinn segir að vissulega hafi starfsmenn mjólkursamlaganna rætt þessi mál, en segir jafnframt að sér sé ekki kunnugt um að samein- ing hafi verið rædd af neinni alvöru á „æðstu stöðum". Snorri Everts- son, mjólkursamlagsstjóri Kaupfé- lags Skagfirðinga á Sauðárkróki, segir að of snemmt sé að gera hugs- anlega sameiningu að blaðamáli á þessum tímapunkti. „Það er ekkert fyrirhugað en allt opið i sjálfu sér og við erum að vinna saman í vöra- þróun,“ sagði Snorri en vildi ekki tjá sig frekar um þetta mál. -gk Jólalandið: Sýningar allt árið Hátt i 20 starfsmenn Jólalandsins hf. í Hveragerði hafa ekki fengið greitt fyrir’vinnu sína í desember. Bjöm G. Björnsson, framkvæmda- stjóri fyrirtækisins, segir að verið sé að skoða reksturinn og vinna að þvi að greiða fólkinu laun. Það tak- ist á næstu dögum. DV hefur heimildir fyrir þvi að 10 milljóna króna tap hafl orðið á rekstri Jólalandsins. Hvorki Bjöm G. Bjömsson né Helgi Pétursson, stjórnarformaður Jólalandsins, vildu staðfesta þá tölu. Báðir sögðu þeir að 12 þúsund manns hefðu komið í Jólalandið fyrir jól. Aðsókn hefði fallið niður eftir jól og því hefði verið ákveöið að loka staðn- um. Hugmyndir eru uppi innan stjómar Jólalandsins hf. um að hafa sýningar 'í húsnæði Jólalandsins allt árið. Helgi segir að til greina komi að hafa bílasýningar, landbún- aðarsýningar og starfsemi af ýmsu tagi í húsinu. „Maður kaupir ekki píanó til að spila á það eina helgi heldur fer maður af stað með hugmynd til að láta hana ganga allt árið,“ segir Bjöm. Fjárhagsútkoma Jólalandsins kemur í ljós á næstu vikum. -GHS Stéttarfélagsfargjöldin seljast betur Miklu meiri sala var á stéttarfé- lagsfargjöldum á vegum Samvinnu- ferða-Landsýnar á fyrsta degi en á sama tíma í fyrra. Þannig seldust 598 sæti í gær til allra áfangastaða Flugleiða sem i boði era en á fyrsta degi sölu í fyrra, seldust 123 sæti. Samið var um sölu á 5.000 sætum til nokkurra áfangastaða Flugleiða á vegum Orlofsnefndar launþega- hreyfingarinanr á mun lægra verði en almennt er í boði. Gott gengi Karlakórsins Heimis í Skagafirði: Söngferð til Kanadaí júní í sumar „Við förum 10. júní til Kanada og verðum hálfan mánuð i förinni. Til stendur að heimsækja íslendinga- byggðir og halda fimm eða sex tón- leika, skipulagið á þeim er ekki end- anlega ákveðið enn þá,“ sagði Þor- valdur Óskarsson, formaður Karla- kórsins Heimis í Skagafirði. Kórinn fagnar góðu gengi um þessar mundir. Hann gaf út geisla- diskinn og snælduna Dísir vorsins í lok nóvember á síðasta ári og að sögn Þorvalds hefur salan gengið frábærlega vel. Um er að ræða blandað efni, létt lög, óperukóra og íslensk alþýðulög. Titillagið, Dísir vorsins, er eftir Bjarka Árnason á Siglufirði, einnig ljóðið. „Þetta er heilmikið starf hjá kórn- um, við æfum tvisvar í viku frá miðjum október þangað til í apríl. Svo förum við í tónleikaferðir. Við sungum til dæmis i Miðgarði 6. jan- úar sl. fyrir troðfullu húsi, 600 manns komu, svo var dansleikur á eftir. Helgina 13. og 14. janúar fór- um við í Eyjafjörðinn og Þingeyjar- sýslu, syngjum í Freyvangi og Ýdöl- um,“ sagði Þorvaldur. Karlakórinn Heimir hefur oft áður farið utan í tónleikaferðir, lengstu ferðina fór hann til ísraels og Egyptalands fyrir sjö áram. Að sögn Þorvalds eru 60 manns í kórn- um sem verður 70 ára á næsta ári. 110 manns hafa þegar skráð sig í Kanadaferðina en makar fara með. Mikil ásókn er að komast í kór- inn en ekki eru teknir fleiri inn eins og er. Þorvaldur sagði að kórinn hefði á að skipa mörgum einsöngv- urum, til dæmis Álftagerðisbræðr- um, þrír þeirra væru í kórnum. Stjórnandi kórsins er Stefán R. Karlakórinn Heimir í Skagafirði. Hann á mjög góðu gengi að fagna um þessar mundir. Geisladiskur með söng kórs- ins, Dísir vorsins, kom út í nóvember síðastliðnum og hefur selst mjög vel. Mikil ásókn er í að komast í kórinn og komast færri að en vilja. Pálsson. Þetta er ellefta árið hans með kórinn, en á því tímabili hefur hánn tekið sér eitt ár frí. Undirleik- arar með kórnum eru Thomas Hig- gerson og Jón St. Gíslason. -ÞK Einstakt tækifærí! JEEP WRANGLER, árg. 1994, 6 cyl., 190 hö., 5 gíra beinsk. Verð 2.380.000 DODGE RAM VAN 2500, árg. 1995, V8 5,2, 220 hö„ sjálfsk., blágrænn. Verð 1.900.000 m7vsk. Auk þess eigum við 2 stk. Jeep Wrangler 2,5, árg. 1994. Verð 1.950.000 stk. ALLIR BÍLAR ERU ÓKEYRÐIR OG MEÐ 1 ÁRS ÁBYRGÐ. Bílarnir eru til sölu og sýnis að Nýbýlavegi 2 í Kópavogi. Nánari upplýsingar veita sölumenn. NOTAÐIR BÍLAR NYBYLAVEGI2 S: 554-22600/554-2610 Flugfreyja í Flugleiða- búningi í amerískum sjónvarps- þætti „Framleiðendur þáttanna höfðu samband við Flugleiðir í Bandaríkjunum og sögðu þeim frá hugmyndinni að hafa flug- freyju i þættinum. Við lánuðum þeim búning okkar þar sem ákveðið var að þetta væri ágæt hugmynd," segir Einar Sigurðs- son, upplýsingafulltrúi Flug- leiða, um tilurð flugfreyjunnar Huldu sem klæddist einkennis- búningi Flugleiða í ameríska þættinum Bráðavaktinni sem Sjónvarpið sýnir. Að sögn Ein- ars er Hulda amerísk leikkona. „Við litum svo á að þetta myndi ekki gera okkur neitt nema gott því merkið okkar kemst með góðum hætti til skila í þættinum. Ég sá ekki betur en Hulda væri farin að renna hýra auga tO læknisins þannig að við vitum ekki hvað gerist næst. Ég treysti því að Hulda standi sig þarna á spítalanum." -em

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.