Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1996, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1996, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 1. MARS 1996 NIÐURSTAÐA ------—.— *» • m ,r S d d Á biskup Islands að segja FOLKSINS 31 904-1600 Fréttir Islenska stúlkan sem tekin var meö kókaín í Kaupmannahöfn: Fór sem „buróardýr" fyrir tvo Nígeríumenn til Úrúgvæ íslenska stúlkan, sem tekin var á Kastrupflugvelli meö tvö og hálft kíló af kókaíni á sér, á yfír höföi sér tíu ára fangelsi verði hún dæmd til þyngstu refsingar fyrir brot sitt. Stúlkan hefur verið úrskurðuð í gæsluvarðhald til 20. mars en þarf ekki að reikna með að losna fyrr en dómur hefur fallið og af- plánun er lokið. „Refsiramminn hjá okkur er tíu ár fyrir brot af þessu tagi. Hafl hún gert þetta áður getur hámarksrefsing orðið 15 ár. Ég skal ekki segja um hver dóm- urinn verður en það er tekið hart á þessum málum hér,“ sagði Erik Bjöm, lögreglufulltrúi hjá fikniefnadeild Kaupmannahafnarlögreglunnar, við DV í gær. Lögreglufulltrúinn sagði að málið væri ekki að fullu upplýst en þó hefðu allt að tíu ára fangelsi tveir Nígeríumenn verið handteknir eftir að stúikan var tekin á Kastrup með kókaínið í handtösku. Hún var að koma ffá Montevideö í Úrúgvæ og sagði Erik að hún væri að öllum lík- indum svokaflað „burðardýr". Ekki er útilokað að fleiri tengist málinu. Hann sagðist ekki vita til að stúlkan hefði ætlað sér til íslands með efnið. Enn sem komið væri lægi þó ekkert fyrir um hve viða smyglmál þetta teygði anga sína. Erik sagði að stúlkan yrði ákærð í Danmörku og að öllum líkindum dæmd þar, enda hefði engin krafa komið fram um framsal hennar. Smyglmál stúlkunnar er eitt af hin- um stærri sem komið hafa upp í Dan- mörku þótt ekki sé það hið stærsta á þessu ári. -GK Tveggja daga kirkjuráðsfundur stendur nú yfir. Ólafur Skúlason biskup gerði ráðsmönnum í gær grein fyrir máli sínu en hann er sakaður um kyn- ferðislega misbeitingu gagnvart þremur konum og hefur siðanefnd presta- félagsins kærur þeirra til meðferðar auk þess sem prestafélagið hefur málið líka á sínu borði. Aftur verður fundað í dag. DV-mynd S Lokið 9 ára baráttu stúlkunnar sem missti höfuðleður og handlegg í drifskafti: „Við erum í tveggja herbergja íbúð í Þorlákshöfn og núna getur maður kannski farið að stækka við sig,“ sagði Málfríður Þorleifsdóttir sem vann fullan sigur fyrir Hæstarétti í gær þegar henni voru dæmdar hátt í 15 milljón- ir í bætur vegna dráttarvélarslyss sem hún lenti í fyrir tæpum 9 árum. DV-mynd ÞÖ „Mér líöur vel yfir því að þetta skuli loksins vera búið og að niður- staðan sé jákvæö. Þetta er mjög mikið spennufall. Ég vissi ekki við hverju ég mætti búast; þetta gat al- veg farið á hinn veginn þannig. að ég er mjög ánægð. En þetta hefur verið löng barátta. Niðurstaðan breytir mjög miklu - hún breytir eiginlega öllu í mínu lífi,“ sagði Málfríður Þorleifsdóttir, rúmlega tvítugur ibúi í Þorlákshöfn sem fékk dæmdar á fimmtándu milljón króna i skaða- og miskabætur í Hæstarétti í gær. Málfríður missti höfuðleður og annan handlegginn þegar hún fór í drifskaft á dráttarvél er hún var í sveit á bæ í Gnúpverjahreppi árið 1987. Hátt í niu ára baráttu fyrir bótum er því lokið. Rúm tvö ár eru síðan héraðsdóm- ur gekk í málinu. Vátryggingafélag íslands tapaði því þá en áfrýjaði til Hæstaréttar sem staðfesti héraðs- dóminn í gær í megindráttum. Fáum okkur stærri íbúð „Það eina sem kemst að hjá mér núna er bamið,“ sagði Málfríður sem er komin tæplega níu mánuði á leið. „Ég á að fæða 15. mars. Við erum í tveggja herbergja íbúð í Þorlákshöfn og núna getur maður kannski farið að stækka við sig,“ sagði Málfríður en hún og Þorsteinn Árnason, maður hennar, eiga fyrir Huldu, tveggja ára. Kerfið braut mig niður Málfríður, sem er 80 prósent ör- yrki, segir að árin níu hafi ekki ver- ið þrautalaus: „Það var sagt á sínum tíma viö foreldra mína að ég myndi ekki fá neitt út úr þessu. En það hefur af- sannast núna. Það gekk vel að vinna sig út úr slysinu en síðan byrjaði ég að lenda í brasi við kerf- ið - það var það sem dró mig niður úr öflu valdi og braut mig mest nið- ur. Þetta var erfiðast. Alltaf voru einhver vandræði. Ég sé til dæmis ekki fram á að fá hár aftur og það voru margar hindr- anir í að fá endurgreiðslur í sam- bandi við hárkoflur eða hjálpar- tæki. Ég þurfti mikið að eyða orkunni í þetta en mér finnst að kerfið ætti frekar að styrkja mann. Móðir mín sá um allt fyrir mig þegar ég bjó í foreldrahúsum þannig að núna fyrst er ég að átta mig á hlutunum. Þegar fólk kvartar yfir kerfinu áttar maður sig ekki á raun- veruleikanum en þegar ég fór að gera þetta sjáif var ólýsanlegt hvað baráttan dró mig niður. Þetta var ömurlegt,“ sagði Málfríður. Mikill stuðningur fjölskyldunnar „Það sem mér er efst í huga núna er að gefast ekki upp. Það er erfitt að standa í vandræðum og jafnvel hægt að halda að kerfið vilji að maður gef- ist upp. Það geta ekki allir barist. En ég hef fengið mikinn stuðning frá fjölskyldu minni og manni. Án þeirra hefði ég ekki fárið út í þessa baráttu. Ef þau hefðu ekki verið til staðar og ég síðan heyrt að ég hefði ekki fengið bætur hefði ég látið þetta allt eiga sig. En þessi barátta er búin og ég mun áfram þurfa að standa í baráttu út af mörgu öðru,“ sagði Málfríður Þorleifsdóttir. -Ótt/brh Stuttar fréttir Læknavakt í óvissu Óvissa er um framtið Lækna- vaktarinnar á höfuðborgarsvæð- inu vegna deilna um verkaskipt- ingu heilsugæslulækna og sér- fræðinga. Samkvæmt RÚV rann samningur hennar við ríkið út á miðnætti. Einkaréttur afnuminn Neytendasamtökin vilja að einkaréttur augnlækna á að mæla sjón í fólki verði afnum- inn. Samtökin benda á að víðast í nágrannalöndunum hafa augn- læknar misst þennan einkarétt. Sinfónían lofuð Gagnrýnandi stórblaðsins New York Times fer einkar lof- samlegum orðum um leik Sin- fóníuhljómsveitar íslands og hljómsveitarstjórn Osmo Vanska á tónleikum í Carnegie Hall í vikunni. Ánægjan var ekki eins mikil með einleikar- ann. Salmonella enn á ferð í vikunni greindust fjórir sjúklingar og þrír starfsmenn á Landspítalanum með salmon- ellusýkingu. Upptökin eru ókunn en málið er í rannsókn. Vaxtabreytingar Sparisjóðimir og Búnað- arbankinn lækka vexti vísitölu- bundinn útlána í dag um 0,10 prósentustig en Landsbankinn gengur lengra og lækkar vexti flestra útlána um 0,25 til 0,60 prósentustig. Eimskipsgróði eykst Eimskip hagnaðist um 602 milljónir króna í fyrra saman- borið við 557 milljóna hagnað árið 1994. Selt í Kaupþingi Búnaðarbankinn hefur selt sinn hlut í verðbréfafyrirtækinu Kaupþingi til sparisjóðanna sem eiga nú allt fyrirtækið. Aukið verðmæti Oz Markaðsvirði tölvufyrirtækis- ins Oz er komið í 1,6 miflarða, samkvæmt Mbl. -bjb Móðir Málfríðar Þorleifsdóttur: Þetta mál hefur tekiö sinn toll „Ég er mjög ánægð með aö þetta skuli búið. Niöurstaðan er alveg ljós. Best finnst mér niður- staðan gagnvart bændum. Nú geta þeir verið ánægðir. Þeir vita þá allavega núna að þeir eru tryggðir fyrir slysum. Dráttarvél- in var úti og upp við hlöðu en ekki úti á túni eða úti á vegi, um það snerist málið - hvað hafa þeir verið að tryggja í öll þessi ár,“ sagði Guðrún Stefánsdóttir, móðir Málfríðar Þorleifsdóttur, stúlkunnar sem fékk dæmdar bæ- tumar í Hæstarétti í gær. „Þetta mál hefur tekið sinn toll, ekki bara vegna fjármála heldur líka heilsufarslega. Við vorum í góðum málum árið 1986 en ári sið- ar hrundi heimurinn okkar. Þetta lagast auðvitaö núna, sérstaklega vegna Málfríðar. Ég er mjög ánægð með þetta,“ sagði Guðrún. -Ótt Dómsniðurstaðan breyt ir eiginlega öllu í lífinu - Vátryggingafélag íslands á að greiða henni á fimmtándu milljón króna í bætur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.