Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1996, Blaðsíða 24
32
FÖSTUDAGUR 1. MARS 1996
Sviðsljós
Nýliðarnir sópuðu til sín Grammy-verðlaununum í Ameríku:
Alanis Morissette reið
heim spikfeitum hesti
- Mariah Carey og Michael Jackson meðal þeirra sem fóru sneypuför
Tónlistarrýnar og hljómplötufyrir-
tæki höfðu kvartað yfir því að þeir
sem væru að reyna að skapa eitt-
hvað nýtt fengju ekki verðskuldað
lof fyrir, og þar með verðlaun.
Michael Jackson, sjálfsagt fremsti
poppari síðari ára, fékk líka heldur
háðuglega útreið við verðlaunaaf-
hendinguna. Hann var tilnefndur til
femra verðlauna en fékk aðeins ein,
og það einhver myndbandsverðlaun
sem þykja víst ekki merkilegur
pappír, þannig lagað séð.
Þeir voru fleiri nýliðarnir en
Alanis sem fóru kátir heim, til
dæmis hljómsveitin Hootie and the
Blowfish sem fékk tvenn verðlaun.
Að lokum skal hér nefna rappar-
ann Coolio, sem söng sig inn í
hjörtu margra með laginu Gangsta
Paradise úr kvikmyndinni Hættu-
legum hugum. Hann var verðlaun-
aður fyrir besta rappeinsönginn og
er vel að heiðrinum kominn.
Lisa Marie
heldur upp á
afmælið sitt
Lisa Marie Presley, fyrrum eig-
inkona blökkusöngvarans Micha-
els Jacksons, hélt nýlega upp á 28
ára afmælið sitt í félagi við fyrsta
eiginmanninn sinn, Danny
Keough, og íjölda vina þeirra.
Veislan var haldin samtímis og
innan um húllumhæ á vegum svo-
káUaðrar scientology- kirkju sem
bæði Lisa og Danny eru félagar í.
Fréttir vestan frá Bandaríkjunum
herma að það hafi verið mamma
gamla, Priscilia Presley, sem átti
stærstan þátt í að koma hjúunum
saman á ný. Lisa og Danny, sem
eiga tvö börn saman, eyddu nótt-
inni saman í hótelsvítu en ekki
fer sögum af hvað gerðist.
Þeir skemmtu sér konunglega félagarnir í Hootie and the Blowfish þegar
þeir höfðu tekið við Grammy-verðlaununum. Símamynd Reuter
Daryl Hannah bíður
eftir draumahúsinu
Bandaríska leikkonan Daryl
Hannah er heimilislaus um þessar
mundir, gistir ýmist í þakíbúð kunn-
ingja í Los Angeles eða á heimUi syst-
ur sinnar nærri ströndinni í Santa
Monica. Hún er að bíða þess að finna
rétta staðinn fyrir draumahúsið sitt,
einhvers staðar uppi í sveit.
„í huganum kaUa ég framtíðar-
heimili mitt listahlöðu," segir hún
mjúkmælt, enda úr miðvesturríkj-
unum. „Þetta verður risastór hlaða
með svefhlofti uppi en stofum niðri
þar sem hægt verður að spUa á píanó
eða mála og hnoða smáleir. Ekki það
að mér sé iUa við borgir en það er
manninum ekki eðlilegt að búa hver
ofan á öðrurn," segir þessi geðþekka
leikkona. Við óskum henni góðs geng-
is.
Nick Nolte í
fótspor frænda
vorra Dana
Bandaríski leikarinn og stór-
stjarnan Nick Nolte hefur faUist á
að le&a i amerískri endurgerð á
hinni frábæru dönsku spennu-
mynd Næturverðinum sem var
sýnd hér í fyrra. Nolte ætlar
meira að segja að slá af launakröf-
unum, rétt eins og Bruce WiUis
gerði fyrir Pulp Fiction. Karlinn
mun leika snarbilaðan morðingja
sem ofsækir ungan stúdent sem
hefur tekið að sér starf nætur-
varðar í líkhúsi. Það var Steven
Soderbergh sem ameríkaniseraði
handritið en leikstjóri verður
hinn danski Ole Bomedal, sem
gerði dönsku útgáfuna líka.
Kanadíska poppstjarnan fjöruga
Alanis Morissette reið heldur betur
feitum hesti frá úthlutun Grammy
tónlistarverðlaunanna í Los Angel-
es í fyrrinótt. Þessi liðlega tvítuga
stúlka, sem skaust upp á stjörnu-
himininn í fyrra með kjarnyrtum
lögum sínum um ást og söknuð, fór
heim með fern verðlaun, fleiri en
nokkur annar. Verðlaunin fékk hún
fyrir plötu ársins, rokkplötu ársins,
rokklag ársins og fyrir að vera besta
söngkonan. Alanis var tilnefnd til
sex verðlauna.
Önnur söngkona og öllu þekktari,
sem var einnig tilnefnd til sex verð-
launa, var bandaríska sykurskvísan
Mariah Carey. Hún fór tómhent
heim.
Verðlaunaveitingin i ár þykir til
marks um að ráðamenn á Grammy-
bænum hafi tekið mark á gagnrýni
þeirri sem hefur verið beint í þeirra
garð vegna fyrri verðlaunaveitinga.
Skemmtileg umfjöllun
á laugardögum!
OV
Ferðir
I DV-ferðum finnur þú upplýsingar og vandaöar frásagnir um
ferðalög bæði innanlands og utan.
DV
Tónlist
Lifandi umfjöllun um allt sem er að gerast í tónlistarheiminum,
bæði hér á landi og erlendis, ásamt íslenska listanum og
öðrum góöum vinsældalistum.
Barna
DV
Skemmtilegur blaöauki fyrir hressa krakka á öllum aldri. í
Barna-DV er að finna spennandi getraunir, gátur, þrautir,
brandara, sögur o.fl. o.fl. Auk þess geta allir krakkar skráð
sig í Krakkaklúbb DV og þá fá þeir send sérstök
Krakkaklúbbsskírteini og glaöning á afmælisdaginn sinn.
fjölbreytt útgáfa alla dagafyrir þig!
Kanadíski fjörkálfurinn Alanis Morissette sigraði heiminn í fyrra og í Gram-
my-verðlaunaveitingunni í ár. Símamynd Reuter
Hætt er við að konum í Evrópu verði heldur kalt í þessum efnislitla búningi
næsta haust og vetur, ef veðráttan verður eitthvað í iíkingu við það sem hún
hefur verið undanfarið. Höfundurinn heitir Owen Gaster og sýndi hann fatn-
aðinn í London um daginn. Sfmamynd Reuter