Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1996, Blaðsíða 28
36
FÖSTUDAGUR 1. MARS 1996
Fer mikil leikstarfsemi fram í Al-
þingishúsinu?
Brúðuleik-
húsið við
Austurvöll
„Brúðuleikhúsið hefur tekið
til starfa, vinsælasta uppákoman
er sögð vera uppfærslan á „Heil-
brigðisráðherrann Ragnar
Reykás lætur verkin tala“.
Guðmundur Þ.B. Ólafsson, um Al-
þingi, í Alþýðublaðinu.
Þora ekki að daema
á Akureyri
„Það virðist svo sem dómar-
arnir þori ekki að dæma hérna
fyrir norðan, þeir guggna þegar
Ummæli
á hólminn er komiö.“
Ólafur Stefánsson, Val, i Morgun-
blaðinu.
Forsetaumræðan víkur
„Mér finnst hins vegar sem öll
umræða sé dottin niður um for-
setaframboð í dag. Hún hefur
vikið fyrir öðru, því miður.“
Séra Pálmi Matthíasson, í Tíman-
Eitthvað að þegar menn
eru sammála
„Handbolti á að vera skemmt-
un sem menn geta rætt um enda-
laust og helst að vera aldrei sam-
mála síðasta ræðumanni. Þegar
menn fara að verða sammála er
eitthvað mikið að.“
Gils Stefánsson, í Morgunblaðinu.
Miklar tækniframfarir hafa orðið í
skurðiækningum á þessari öld.
Skurðaðcerðir
fyrr á ölaum
Fyrsta skurðaðgerðin á
mannslíkama, sem vitað er um,
var gerð á nýsteinöld (5000-2500
f. Kr.). Var um aflimun að ræða.
Að vísu er til enn eldra dæmi
um aflimun. Beinagrind af
Neanderdalsmanni, sem uppi
var fyrir 45.000 árum, fannst í
Zagros-fjöllum í írak og vantaði
á hana hægri handlegginn.
Rannsóknir sýndu að hvorki var
um tilviljun né slys að ræða.
Krufning
Það var krufningum að þakka
að rannsóknir í líffærafræði
hófust að nýju á 14. öld og skurð-
lækningar tóku aö þróast. Talið
er að fyrsta krufning á manns-
líkama við evrópskan háskóla
hafi verið gerð í Bologna 1281.
Blessuð veröldin
Italski líffærafræðingurinn
Mondino di Luzzi hikaði ekki
við að lýsa þeim krufningum
sem hann framkvæmdi í riti
sínu, Anatomia, 1316. Lækna-
deildin í Montpellier fékk heim-
ild tU krufningar 1375. Hertoginn
af Anjou gaf út tilskipun þess
efnis að lík einnar manneskju,
sem tekin hafði verið af lífl,
skyldi fært háskólanum á ári
hverju til krufningar. Á Spáni
hófust krufningar 1391 og í Vín-
arborg 1404.
Súld um landið
vestanvert
Skammt vestur af írlandi er
nærri kyrrstæð 1045 millíbara hæð-
Veðrið í dag
armiðja en við Suður-Grænland er
lægð á leið norður. í dag verður suð-
vestankaldi eða stinningskaldi,
þokuloft og sums staðar súld um
landið vestanvert, annars heldur
hægari vestanátt og þurrt. Léttskýj-
að á Suðaustur- og Austurlandi. Hiti
2 til 8 stig. Á höfuðborgarsvæðinu
er suðvestankaldi, þokuloft og súld
með köflum. Hiti um 6 stig.
Sólarlag í Reykjavík: 18.47.
Sólarupprás á morgun: 8.31.
Síðdegisflóð í Reykjavik: 17.23.
Árdegisflóð á morgxm: 4.59
Heimild: Almanak Háskólans.
Veðrið kl. 6 í morgun:
Akureyri skýjaö 11
Akurnes léttskýjað 2
Bergsstaðir alskýjað 6
Bolungarvík hálfskýjaó 8
Egilsstaðir hálfskýjað 9
Keflavíkurflugv. skýjað 6
Kirkjubkl. skýjað 6
Raufarhöfn skýjaó 4
Reykjavík þokumóða 6
Stórhöfói þokumóða 6
Helsinki skýjaó -7
Kaupmannah. léttskýjaó -1
Ósló léttskýjað -0
Stokkhólmur snjókoma -2
Amsterdam rign. á síð. kls. 3
Barcelona heiðskírt 6
Chicago heiðskírt -8
Frankfurt snjóél á síó. klst. 1
Glasgow léttskýjaó 3
Hamborg skýjaó 1
London mistur 4
Los Angeles alskýjað 13
Lúxemborg skýjað -0
París hálfskýjaó 4
Róm léttskýjaó 4
Mallorca léttskýjað 1
New York heiöskýrt -3
Nice heiðskírt 7
Nuuk snjókoma -1
Orlando alskýjað 15
Vín skúr á síðst. klst. 3
Washington léttskýjaó -2
Winnipeg léttskýjað -16
> Jéf | :í 11 *
Jfy—T' ’ /• 6°
7'
' #5° -•
/ /j Veðrið kl. 6 í morgun
Benedikt Kristjánsson, framkvæmdastjóri Bókamarkaðarins:
Þurfti að ræsa út meiri
„Þetta hefur gengið vonum
framar og betur en ég átti
nokkurn tímann von á. Því er ekki
að neita að ég var dálítið
taugatrekktur áður en opnað var
en þær áhyggjur voru alveg
ástæðulausar. Ég er búinn að
stjórna bókamarkaðinum í tutt-
ugu ár og reynslan hefur sýnt að
aðsóknin er alltaf mest fyrstu
helgina en tiltölulega rólegt í
miðri viku og því lét ég ekki nema
hluta af því starfsfólki sem var um
helgina koma á mánudaginn.
Fljótlega þurfti ég samt að ræsa út
fólk og tvöfalda mannskapinn og
þannig hefur þetta veriö alla vik-
Maður dagsins
una,“ segir Benedikt Kristjánsson,
framkvæmdastjóri Bókamarkaðar
Félags íslenskra bókaútgefenda.
Benedikt var spurður af hverju
Perlan hefði orðið fyrir valinu í
þetta skiptið: „Við höfum verið á
hrakhólum með húsnæöi, höfum
verið með húsnæði sem er á milli
eigenda eða aðeins hægt að leigja í
stuttan tíma og i raun höfum við
aldrei getað verið vissir um hvar
Benedikt Kristjánsson.
við yrðum næst. Við vitmn aftur á
móti að Perlan er á sínum stað og
mun vera þarna í framtíðinni og
Perlan hefur verið leigð út til ým-
iss konar starfsemi á borð við það
sem við erum að gera. Þetta er fal-
legt hús og allir vita hvar Perlan
er og þótt hún sé eitthvað dýarari
en annað húsnæði sem við höfum
verið með þá eru kostimir á móti
svo margir, meðal annars næg
bílastæði. Það er því von mín að
nú séum við búnir að finna okkur
stað þar sem við getum verið í
framtíðinni. Fólk sem hefur komið
hingað hefur einnig tekið þessum
mannskap
stað vel og þeir viðskiptavinir sem
koma ár eftir ár og eru orðnir
kunningjar mlnir hafa verið að
klappa mér á bakið og lýsa yfir
ánægju sinni með staðinn."
Benedikt sagði að markaðurinn
væri með hefðbundnu sniði: „Það
sem er öðruvísi er að aldrei hefur
verið eins mikið af titlum og úr-
valið af barna- og unglingabókum
er kannski sérstaklega mikið.
Þetta kemur til af því að nú eru
settar á markaðinn bækur sem
gefnar voru út 1993 en það var
mjög stórt ár í bókaútgáfu."
Benedikt bjóst við mikilli að-
sókn um helgina: „Við erum að
undirbúa ýmislegt fólki til
skemmtunar um helgina. Ekki er
samt allt komið á hreint en ég
reikna með að þá verði sælgætis-
skynningar og á sunnudaginn
verða óvæntar uppákomur.
Starf Benedikts við bókamark-
aðinn er aðeins tímabundið. Aðal-
starf hans er útgáfustjórn hjá
Skjaldborg. Eiginkona Benedikts
er Rósa Kristjánsdóttir, djákni og
hjúkrunarfræðingur, og þau eiga
þrjú börn, Kolbrúnu, Kristján og
Kristrúnu.
-HK
Myndgátan
Lausn á gátu nr. 1457:
„ÞerrA skaltu
&OKÐA FY/ZÍf^ Aí>
'OHiýoNASr.f''
-eyþoR,—
EVþoft—
Meðalsamdráttur
Myndgátan hér að ofan lýsir nafnorði.
DV
Þrír leikir í
kvennakörf-
unni
Það verður mikið um að vera
í íþróttum um helgina og nú fara
úrslitin að ráðast í deildakeppn-
um, bæði í handbolta og körfu-
bolta, og við tekur spennandi úr-
slitakeppni. Það er hart barist í
1. deild kvenna í körfuboltanum
íþróttir
og þar ber helst til tíðinda í dag
að þrír leikir eru hjá kvenfólk-
inu. Keflavík hefur sem fyrr haft
forystu I deildinni ásamt Breiða-
bliki. Þessi lið léku saman í
sautjándu umferð á miðviku-
dagskvöld og sigruðu Suður-
nesjastúlkur. í kvöld leika ÍA og
ÍR á Akranesi, í Hagaskóla leika
KR og ÍS og á Sauðárkróki leika
Tindastóll og Njarðvík. Allir
leikimir hefjast klukkan 20.00.
TÓNLISTARKROSSGÁTAN NR. 101
Lausnir sendist til: Rásar 2
Efstaleiti 1150 Reykjavík
Merkt:
TONLISTARKROSSGÁTAN
Bridge
Bridgespilurum er löngum tíð-
rætt um líkur á því að þessi og þessi
lega komi upp við spilaborðið. Um
líkurnar á algengustu stöðunum
þekkja flestir, einföld svíning gefur
yfirleitt 50% líkur, líkur á að 6 spil
andstæðinga falli 3-3 eru rúmlega
35% og svo framvegis. Um hinar
óalgengari stöður er heldur erfiðara
að spá um. Til dæmis eru stjarn-
fræðilega litlar líkur á því að sömu
spil komi upp á allar hendur tvisvar
sinnum í sama leiknum. Á Flug-
leiðahátíð í sveitakeppni á dögun-
um gerðist það að spilararnir tóku
upp eftirfarandi hendur:
* ÁD43
V G9
♦ G93
« ÁD43
* G102
» K862
* K85
* G102
4 986
44 D75
♦ D764
* 986
Þetta var fyrsta spilið í leiknum.
í fimmta spili fengu spilararnir upp
eftirfarandi hendur:
♦ ÁD43
V G93
♦ G9
4 ÁD43
4 K75
44 Á1043
♦ Á103
* K75
♦ 986
44 D75
♦ D764
♦ 986
4 G102
44 K86
4 K852
* G102
Norður var sá fyrsti sem leit á
spilin sín og sagði strax: „Við erum
búnir að spila þetta spil.“ Hinir spil-
ararnir við borðið skoðuðu sín spil
og voru strax sammála norðri. En
örfáum spilum síðar uppgötvuðu
spilararnir að hendurnar voru ekki
nákvæmlega eins og þurftu því að
spila spilið. Hendur allra eru nánast
eins, hendi suðurs reyndar alger-
lega. Hverjar líkurnar eru á því að
svona staða komi upp treystir
dálkahöfundur sér ekki til að reikna
út.
ísak Öm Sigurðsson