Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1996, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1996, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR 1. MARS 1996 5 Fréttir Presturinn í Svarfaðardal: Uppsögn org- anistans ekki að mínu frumkvæði „Það eru sóknarnefndirnar sem taka þessa ákvörðun. Það er ekki að mínu frumkvæði að þetta mál er tekið upp núna,“ segir séra Jón Helgi Þórarinsson í Svarfaðardal um uppsögn organistans Jóhanns Ólafssonar. Jóhann sagðist í viðtali við DV hafa nokkuð áreiðanlegar heimildir fyrir því að uppsögnin væri gerð að undirlagi séra Jóns Helga. Jóhann hefur starfað við Urðarkirkju og Vallakirkju en hafði sjálfur hætt störfum við Tjarnarkirkju. Sagði hann sóknarnefnd þar ekki hafa staðið við gert samkomulag um greiðslur. í uppsagnarbréfinu, sem Jóhanni barst 13.febrúar, stóð að sóknarnefndunum þætti fullreynt að ekki væri hægt að hafa tvo org- anista og einn kór, að því er Jóhann greindi frá. Honum var sagt upp með mánaðarfyrirvara en telur ljóst að hann hafl áunnið sér þriggja mánaða uppsagnarfrest. Sóknar- nefndirnar vildu ekki tjá sig um málið. -IBS Háskólaútgáfan hefur í samvinnu við Landvernd gefið út bókina Umhverfis- réttur - Verndun náttúru íslands eftir Gunnar G. Schram prófessor. Á mynd- inni eru Auður Sveinsdóttir, formaður Landverndar, Jörundur Guðmunds- son, framkvæmdastjóri Háskólaútgáfunnar, Gunnar G. Schram og Svanhild- ur Skaftadóttir, framkvæmdastjóri Landverndar. DV-mynd GS Umhverfisráðherra: Skipar nefnd um jaröskjálftavá Guðmundur Bjarnason umhverf- isráðherra hefur skipað nefnd sér- fræðinga til að fjalla um jarð- skjálftavá og gera tillögur um að- gerðir til að draga úr hættu af völd- um jarðskjálfta hér á landi. Formað- ur nefndarinnar er Ragnar Stefáns- son, forstöðumaður jarðeðlissviðs Veðurstofu íslands. I fyrra urðu miklar umræður um líkur á stórum jarðskjálfta á Suðurl- andi eða nærri byggð á höfuðborg- arsvæðinu í framtíðinni og er nefndinni ætlað að kanna hvernig best megi auka öryggi íbúa gagn- vart því. Á þessu ári eru liðin hund- rað ár frá því jarðskjálftar gengu yfir mikinn hluta Suðurlandsundir- lendis og ollu þar tjóni. „Með fyrirbyggjandi aðgerðum er unnt að draga úr hættu sem stafað getur af jarðskjálftum. Þar getur gerð húsa og undirstaða þeirra skipt sköpum, auk skilnings á þeim kröftum sem valda og leysast úr læðingi í skjálftunum. Með bættu eftirliti, rannsóknum, nýrri tækni og vaxandi þekkingu er vonast til að unnt verði að draga úr jarð- skjálftahættu," segir í fréttatilkynn- ingu frá umhverfisráðuneytinu. Nefndinni er ætlað að skila tillögum um aðgerðir til umhverfisráðherra fyrir 1. júní. -brh Selfoss: Besta þorrablót eldri borgara DV, Selfossi: Það fer ekki milli mála að þorra- blót eldri borgara hér á Selfossi 16. febrúar sl. er besta og fjölmennasta blótið sem haldið hefur verið. Um 150 manns sóttu það og það stóð frá þvi kl. 19 til kl. eitt um nóttina. Dagskráin var afar fjölbreytt. Formaður eldri borgara, Böðvar Stefánsson, setti samkomuna og skipaði Hafstein Þorvaldsson veislu- stjóra. Skemmtidagskráin hófst kl. 21 með kórsöng - síðan var hug- vekja um þorrann, gamankvæði og þá var dansað. Almennur söngur var í hávegum hafður. Safnast var saman við pí- anóið að hætti eldri borgara þar sem Ágúst Valgarð Ólafsson lék við upphaf og endi blótsins. Ég vil þakka öllum sem lögðu hönd að verki og samkomuhald okkar eldri borgara á sívaxandi vinsældum að fagna í heimabyggð og á héraðsvísu. Regina GRIPTU fiGGJANlDl Tíí Nú er sá tími árs til að láta sig dreyma. Fyrir flestum er sumarfríið enn fjarlægur draumur, þess vegna býður Títan uppá draumsýn með fjölda fellihýsa, sportbáta og tilheyrandi búnaði. er einfalt, sterkt, .......... og fallegt amerískt 6 manna fellihýsi sem býðst nú í fyrsta sinn á íslandi. Verðið er kr. ^^önduö hagstæð* en gerðir eru enn betur búnar og talsvert rúmbetri. Ef þú pantar af Jayco fellihýsum. Frábær bátapakki Arrowsport með kerru og Mariner skiptimótor frá kr. 499.000,- stgr.* Einnig fáanlegir: BRÍdLINER8 ___ INTERNATTONAl BOA15 LTO QUICKallJÍSSll verð frá: 74.900,-stgr. *Gildir frá 1.-5. mars 1996 á staðfcstum pöntunum. TITANehf. Lágmúla 7 108 Reykjavík Sími 581 4077 Fax 581 3977 SYNING 1.- 5. MARS Opið frá 10:00 - 17:00

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.