Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1996, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1996, Blaðsíða 13
FÖSTUDAGUR 1. MARS 1996 13 pv_______________________________________________Fréttir Mál biskups vekur athygli í útlöndum: „Kynlíf í íslensku kirkjunni“ sex i kirken Op « 33ár íamlo Hg« OID m- mlsbragaf konflrmand-olsver dukkor ptodsoW op nu og fár no0e tll at Palina Ingvaiadottir g lereóe i 1994 ti' w:i m pnest, men ban =fvi5ie Æ med kirken m endnu . tí’ . Ibto*'' V, X .i ó\°l' i ^ÁSi ’ kJrkelige strid er j '^nideú’ "nentrerl jrstemPals-l ste at blande I ‘ ,vte ^V V°o ^V0"* V°' XZ^fOrS**' • lWevSkuIas<,n V>X<'*°\ao oN ° m0< vo^ V soJr ker)t spurgt.omban m ettttnedeti /?'«*!>* ddíorcntidj W'-«Y° 'd" rt< V"* BT í Danmörku sló biskupsmálinu á íslandi upp nú í vikunni. Norsk og finnsk blöð hafa einnig fjailað um ásakanirnar á hendur Ólafi Skúlasyni.Upp- slátturinn í BT í Danmörku í gær. Þar er sagt að miklar sögur gangi um bisk- upinn á íslandi. Reykjanesbær: Hátt í 100 manns í vinnu hjá Bakkavör Fjölmiðlar í útlöndum, einkum á Norðurlöndum, hafa á síðustu dög- um fjaliaö um mál Ólafs Skúlasonar biskups. BT í Danmörku sló málinu upp á miðvikudaginn og þar segir að biskup sé sakaður um „kynlíf í kirkjunni“. Með fylgir stór mynd af Ólafi Skúlasyni. Áður hafa fjölmiðlar í Noregi, blöð, útvarp og sjónvarp sagt frá málinu og í gær var einnig um það fjallað í Finnlandi. Er gangur máls- ins rakinn og dregið fram að miklar deilur séu um þessar mundir meðal kirkjunnar manna á íslandi og er undirrót ásakana á hendur biskupi rakin til þess. Fréttastofur í Noregi, Bretlandi og Þýskalandi hafa einnig sent út skeyti um málið og rakið gang þess frá degi til dags. -GK Námskynning á öllu námi Námsráðgjöf Háskólans stendur fyrir kynningu á öllu námi á íslandi ásamt námi erlendis þann tíunda mars. Skólarnir skiptast á um að vera gestgjafar og stór hluti kynn- ingarinnar fer fram á Háskólalóð- inni. Einnig verður námskynning í Sjómannaskólanum og Húsi Lista- skólans í Lauganesi. Þáttur sí- menntunar verður aukinn og ííkni- efnaumræða verður í samstarfi við Jafningjahóp framhaldsskólanna og forvarnadeild lögreglunnar. -em Mikið byggt í Grindavik DV, Suðurnesjum: Það er mikill uppgangur í Grinda- vík og mikið byggt þar. í ársbyrjun nú 1996. eru 25 hús í byggingu. I fyrra var lokið við að byggja sjö hús og þá var byrjað á sex húsum sem eru meðal þeirra 25 sem nú eru í byggingu. Þá var alls 11 lóðum út- hlutað. Samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofu íslands fjölgaöi Grindvík- ingum um 1,1% í fyrra og íbúafjöld- inn 1. desember 1995 var 2167 en var 2144 árið 1994. Fyrir tíu árum voru íbúar Grindavíkur 2033 og hefur þeim því fjölgað um 6,6% síðustu tíu árin. -ÆMK DV, Suðurnesjum: „Það hefur verið nóg að gera hjá okkur og jafnvel meira en það frá því við fluttum starfsemi okkar úr Kópavogi í Reykjanesbæ. Við erum nú búnir að frysta yfir 200 tonn af loðnunni," sagði Guðmundur Æv- arsson, yfirverkstjóri hjá Bakkavör hf. í Reykjanesbæ, í samtali við DV í gær. Fyrirtækið flutti starfsemi sína í Reykjanesbæ í byrjun febrúar og síðan hefur verið yfirdrifin vinna hjá fyrirtækinu. Þar vinna nú 85 manns á tveimur 35 manna vöktum við loðnufrystinguna auk þess sem tíu manns vinna við þorskhrogn á daginn. Skrifstofufólk Reykjanes- bæjar hefur meira að segja hlaupið undir bagga þegar fólk vantaði á næturvakt fyrr í vikunni. -ÆMK HELLA 7//////////////////. Nýr umboðsmaður DV STEINUNN BIRNA SVAVARSDÓTTIR Ægissíða 6 - Sími 487 5092 HÓLMAVÍK 7////////////////// Nýr umboðsmaður DV JENSÍNA PÁLSDÓTTIR Lækjartúni 2 - Sími 451 3265 Vélskóli Islands Hagnýtt nám bæði til sjós og lands Skrúfudagur! Skrúfudagur! Hinn árlegi kynningardagur Vélskóla Islands verður haldinn nk. laugardag, 2. mars, kl. 13.00 - 16.30 í Sjómannaskólahúsinu. Nemendur sjá um að kynna alla þætti þeirrar kennslu sem fram fer í skólanum. Kvenfélagið Keðjan verður að vanda með gómsætar kaffiveitingar. Alhr velkomnir. Sjón er sögu ríkari. Skrúfudagsnefnd. I Sjónúnjasafni Islands, Vesturgötu 8, Hafnarfirði, fer fram kynning á Vélskóla Islands og starfi vélstjóra. Þessi kynning stendur yfir næstu helgar. Langar þig í heima í stofu? KENWOOD KR-V5570 með fjarstýringu ___Frábært verð kr. 44.900 stgr._ KENWOOD Aðrir Kenwood bíó-magnarar: KR-X1000 THX 3x130 + 2x80 vött RMS kr. 185.000 stgr. KR-V7070 3x100 + 2x28 vött RMS kr. 69.900 stgr. KR-V6070 3x70 + 2x20 vött RMS kr. 59.900 stgr. KENWOOD KR-V5570 útvarps- og videó- magnari með „Dolby Pro-logic Surround“ kerfi, 3x50 + 2x20 vött RMS. Þú tengir magnarann við stereó videótæki og 5 rása hljómur verður að veruleika. Þitt eigið bíó með bíóhljómgæðum heima í stofu. Þessi magnari fékk ósvikið lof gagnrýnanda hins virta tímarits „What Hi-Fi“, október 1995. LjM3PCD þar sem gœðin heyrast Ármúla 17, Reykjavík, sími 568 8840

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.