Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1996, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1996, Blaðsíða 15
FÖSTUDAGUR 1. MARS 1996 15 Umferðarkerfi strútsins Strúturinn er varla miklu vit- lausari en aðrir fuglar almennt. Danir hafa ákveðið að taka hann í sína þjónustu sem búfé. Og ég hef heyrt vangaveltur um það hér á landi að tímabært sé að hefja strútabúskap. Þetta um gáfur strútsins er áhugavert athugunar- efni, sérstaklega þar sem hann er talinn hafa fundið upp heimsfræga varnaraðgerð gegn utanaðkom- andi áreiti; að stinga höfðinu í sandinn og bíða þess, blindur og heyrarlaus, sem verða viii. Þessari varnaraðferð heitir mannskepnan stundum, líka hér á landi þar sem engir strútar eru enn sem komið er. En þar sem við erum læs og vel lesin þjóð tel ég víst að við höfum í þessum tilvik- um tekið okkur herbragð strútsins til fyrirmyndar frekar en að hann hafi þetta eftir okkur - enda mun strúturinn ekki vera læs né hafa skilning á efni fjölmiðla yfirleitt, hvorki fyrr né síðar. Umferðarpólitíkin Þessi samanburður við háttsemi strútsins kemur mér oft í hug þeg- ar umræðuna ber að umferðarmál- um hér á landi. Sérstaklega í ljósi þess hve einfaldar og augljósar staðreyndir segja okkur til um hvaða grundvallarskilyrði verði að uppfylla til þess að gera nú- tímaumferð auðskilda og sem ör- uggasta fyrir alia. í fyrsta lagi þarf allt umferðar- kerfið að vera sem einfaldast en umfram allt samræmt um allt land og þá í sem bestu samræmi við umferðarkerfi nágrannaþjóða okk- ar í Evrópu. Um þetta fyrsta og al- gera grundvallaratriði eru enn engar samræmdar reglur til og ástand og uppbygging umferðar- kerfisins eftir því skipulagslega í óreiðu og ringulreið. í öðru lagi verður að gera skyld- ur þeirra sem nota umferðarkerfið augljósar og ótvíræða alla ábyrgð sem notkiminni fylgir. En nánast er óhugsandi að uppfylla þau skil- yrði nema að takmörkuðu leyti á meðan umferðarkerfið sjálft er í ólestri enda vantar stórlega á að gildandi lög og reglur um notend- ur og notkun umferðarkerfisins uppfylli grundvallarskilyrðið um „Gildandi reglur um sektir vegna hvers kon- ar umferðarbrota eru nánast ríkisleyndarmál - eða með öðrum orðum ekki á almannavit- orði uns kemur að því hjá hverjum og einum að borga sektir, jafnvel himinháar.“ Kjallarinn Herbert Guðmundsson télagsmálastjóri Verslunarráðs íslands samræmda, skiljanlega framsetn- ingu. Loks fer í þessu efni lítið fyrir raunhæfri fræðslu til almennings og nægir að vísa tU þess að gUd- andi reglur um sektir vegna hvers konar umferðarbrota eru nánast ríkisleyndarmál - eða með öðrum orðum ekki á almannavitorði uns kemur að því hjá hverjum og ein- um að borga sektir, jafnvel himin-. háar. Abyrgðin í þessum málaflokki hafa marg- ir tekið sér strútinn til fyrirmynd- ar, jafnvel vitandi vits. Það eru ekki aðeins opinberir aðilar, held- ur einnig og ekkert síður fyrirtæki og félagasamtök, sem ættu að vera algerlega ósátt við að þola þennan 10 milljarða króna vígvöll og alla þá harmleiki sem af honum spyrj- ast, án ítrustu viðbragða. Herbert Guðmundsson rr i*rl í -Tr#- iá- . ifn J ’ 1», * ^ PU* i j vttgf ."W'TWT, hKI^ Tf P *5jj ÍU mm * >** ' » | ¥ 'í"í 'jgæ llÉrraT Astand og uppbygging umferðarkerfisins er skipulagslega í óreiðu og ringulreið, segir m.a. í greininni. Hús eða heimili Húsnæðiskönnun á vegum Neytendasamtakanna staðfestir að allt sem undirritaður hefur sagt og skrifað um þessi mál á undanfórn- um árum er rétt. Hún staðfestir m.a. að Búseti er hesti húsnæðis- kosturinn og að „félagslega kerfið“ hefur framleitt dýrustu íbúðirnar sem völ er á en ráðherra hefur upplýst að yfir 360 slíkar íbúðir standi auöar um allt land vegna grófrar misnotkunar húsnæðisyf- irvalda ríkis og sveitarfélaga á því fé sem ætlað var til að leysa hús- næðisþörf almennings. Þá staðfestir könnunin að þeir sem festa sparifé sitt í húsnæði geta ekki búist við endurgreiðslu kostnaðarverðs, hvað þá ávöxtun fjárins. Illskiljanleg lula Nýlega samþykkti meirihluti borgarstjórnar Reykjavíkur að vinnuhópum, sem makað hafa krókinn á vegum Húsnæðisnefnd- ar, skuli sagt upp, verkin boðin út og keyptar notaðar íbúðir. Þetta ætti að vera fagnaðarefni þeim sem þurfa að selja íbúðir, Kjallarinn Jón Kjartansson frá Pálmholti Formaður Leigjendasamtakanna auk þess sem þetta stuðlar að betri nýtingu húsnæðis og sparar mikla peninga því útþensla byggðar er dýr. En skynsemin á ekki alls staðar heima. Sigurður Helgi Guðjónsson hrl., form. Húseigendafélagsins, hljóp til Stöðvar 2 eitt kvöldið til að klaga þessa skynsamlegu ákvörðun. Hann flutti þar illskilj- anlega þulu um þann voða sem í vændum væri fyrir virðulega hús- eigendur ef „félagsmálapakkið" fær að menga andrúmsloftið í helgidómi „fjöleignarhúsanna“. Aðskilnaðarstefna? Sigurður boðar aðskilnaðar- stefnu í ætt við það sem samtíð alls staðar teknir fram yfir hags- muni íbúanna. Það viðhorf verðbólgutímans að húsnæði fyrst og fremst eign en ekki samastaður fyrir heimili var á undanhaldi, sem eðlilegt er, uns Sigurður Helgi gerðist málsvari Húseigendafélagsins. Nú er aðeins eftir að vita hvort Húseigendafélagið ákveður að víg- girða „fjöleignarhúsin" eða reisa um þau múr til að fyrirbyggja mengunina nema þess verði kraf- „Nú er aðeins að vita hvort Húseigendafé- lagið ákveður að víggirða „Qöleignarhús- in“ eða reisa um þau múr til að fyrir- byggja mengunina...“ okkar hefur þurft að berjast gegn og víða hefur kostað miklar fórnir. Reyndar þarf ekki að koma á óvart að höfundur „Laga um fjöleignar- hús“ skuli lýsa yfir þessari skoðun því þau lög lykta öll af mannfyrir- litningu. Peningahagsmunir eru ist að „pakkið" verði flutt út fyrir borgarmörkin. Heimili verður ekki reist án húsnæðis og húsnæðisstefna sem ekki tekur mið af því er röng stefna. Jón Kjartansson Með og á móti 50 metra keppnislaug fyrir Smáþjóðaleikana Forsenda fyrir boðlegum að- stæðum „Lögleg keppnislaug, sem uppfyllir reglugerð FINA, Alþjóða sundsam- bandsins, finnst ekki á höfuðborgar- svæðinu. Hvernig á þá að vera hægt að halda al- þjóðakeppni eins og Smáþjóðaleikana hér á landi? Sundíþróttin hefur verið afskipt hvað mannvirki og bún- að varðar eins og sést best á því að til að öðlast keppnisrétt á al- þjóðamótum verða sundmenn- irnir að fara til útlanda því að- stæður til slíks eru ekki fyrir hendi á íslandi. Af þessu má vera ljóst að það er algjör nauð- syn að byggð verði innilaug. Af hagkvæmnisástæðum væri betra að byggja aðstöðu sem rúmar bæði 25 og 50 metra laug heldur en að hyggja eina sem væri bara 25 metrar og síðan aðra sem væri 50 metrar. Það er hægt að breyta og laga ýmislegt með til- heyrandi kostnaði sem síðan væri hægt að fjarlægja. Þannig væri hægt að bjóða upp á lögleg- an keppnisstað. Málið snýst þó ekki um að breyta og laga held- ur um það að byggja upp fyrir framtíðina. Bættur aðbúnaður er forsenda framfara." Sævar Stefánsson, formaður Sund- sambands fslands. Guðrún Ágústs- dóttir borgarfull- trúi. Ekki á fjár- hagsáætlun „Reykjavík- urborg hafði það mál til um- fjöllunar á sín- um tíma hvort byggja ætti 50 metra yfir- byggða keppn- islaug á Reykjavíkur- svæðinu, nán- ar tiltekið i Grafarvogin- um. Niðurstaða borgarinnar í því sambandi var neikvæð vegna þess að búið var aö ákveða að byggja 25 metra sund- laug. Ólympíunefnd íslands þáði boð um að halda Smáþjóðaleik- ana á íslandi 1997, vitandi það að trúlega yrði 50 metra lögleg inni- keppnislaug ekki fyrir hendi. Um það voru foráðamenn Sund- sambandsins einnig upplýstir. Þeir ræddu þetta vandamál við borgaryfirvöld og við hefðum gjarnan viljað koma til móts við þá. Smáþjóðaleikarnir settu vissulega þrýsting á borgaryfir- völd um að taka ákvörðun um byggingu sundlaugar en niður- staðan varð sú að byggð skyldi 25 metra sundlaug í Grafarvogi sem þjónaði Grafarvogsbúum. Einnig var þríþætt starfsemi sundlaugar ekki talin fara sam- an, það er skóla- og kennslulaug, hverfislaug og æfinga- og keppn- islaug. í ljósi þessa óttuðumst við árekstra því íbúamir létu það sterklega í ljós að þeir vildu fá laug fyrir sig, nokkurs konar hverfis- og íjölskyldulaug. Gert var ráð fyrir því í fjárhagsáætl- un borgarinnar en jafnframt ákveðið að undirbúa hugsanlega 50 metra keppnislaug sem staö- sett yrði í Laugardalnum. En eins og fyrirhugað er verður byggingu sundlaugar í Grafar- vogi fyrst að ljúka.“ -brh

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.