Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1996, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1996, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 1. MARS 1996 Neytendur Ásbjörn Ólafsson ehf.: Umboð fyrir Maryland og Cadbury Premier Biscuits tilkynnir að Heildverslun Ásbjörns Ólafsson- ar ehf. hafi verið formlega út- nefnd umboðshafi Cadbury kex- vara á íslandi frá og með 1. mars 1996. „Kaup premier Biscuits á Maryland kexfyrirtækinu hefur veitt tækifæri til að sameina hina mjög svo góðu Maryland kexsölu við Cadbury á vegum Ásbjörns Ólafssonar. Má ætla að sameining tveggja alþjóðlegra vörumerkja, Maryland og Cad- bury, komi öllum viðskiptavin- um okkar til góða,“ segir í fréttatilkynningu frá Premier Biscuits. Lindusúkkulaði: Stykkin minnkuðu Haft var samband við Neyt- endasíðuna og á það bent að Conga súkkulaði og Lindubuff frá Góu hefðu minnkað upp á síðkastið og sýnishom send til blaðsins því til staðfestingar. í ljós kom að annað buffið var 52 grömm en hitt 38, annað Congað var 26 grömm en hitt 34. Helgi Vilhjálmsson er framkvæmda- stjóri Góu. „Ég kannast vel við þetta. Þeg- ar við fluttum aö norðan gerð- um við tilraun tO þess að nota vél frá okkur sem skammtara. Hún hefur síðan verið að stríða okkur en því kippum við í lið- inn. Hvað Congað varðar þá minnkuðum við það aðeins, fór- um að nota okkar nýtísku vélar til þess að móta það og við það minnkaði stykkið. Ég ákvað að láta það gott heita því verðið á súkkulaðinu hefur ekki hækkað í einhver ár og mun ekki hækka næstu árin. Verði þrýstingur í þá átt að stækka stykkið aftur mun ég skoða það vandlega," sagöi Helgi í Góu við DV. -sv Sjúkrakassi á heimilið og í bílinn: Nauðsynlegt að allir kunni að nota hann - segir Herdís Storgaard „Sjúkrakassi er nauðsynlegur á hverju heimili og það er mjög mikil- vægt að allir á heimilinu kunni að nota hann og viti hvað í honum er. ís- lendingar eiga mikið af sjúkrakössum og oft og tíðum er allt of mikið í þeim. Ég mæli með að fólk eigi ákveðið magn en alls ekki að það sé með ein- hverjar stríðsbirgðir," segir Herdís Storgaard hjá Slysavarnafélagi- ís- lands. Neytendasíðan sló á þráðinn til hennar tii þess að fá hana til að ráð- leggja fólki hvað gott sé að eiga í sjúkrakassa á heimilinu og í bílnum. Oft óþarfir hlutir Herdís segir að oft séu óþarfir hlut- ir í sjúkrakössum og þess vegna sé gott fyrir fólk að útbúa sinn eigin kassa. Velja þurfi þéttan kassa svo ekki komist í hann ryk, gott sé að skrifa lista yfir innihaldið og fylgjast með endingartíma hlutanna. Alls ekki megi geyma lyf í þessum kössum því þá eigi börnin greiðan aðgang að þeim. „Ég starfaði í átta ár á slysadeild og þykist þvi þekkja nokkuð það sem nauðsynlegt er að hafa við höndina. Ég keypti nýlega í kassa fyrir sjálfa mig og það kostaði 3.800 krónur." Tvær tegundir af tilbúnum sjúkra- kössum voru til í apóteki sem DV hrindi í og þar kostaði kassinn annars vegar 2.160 kr., með 19 hlutum, og hins vegar 4.573, með 24 hlutum. Herdís vill setja eftirfarandi í kassann: í kassanum 1 rúlla bréf- eða heftiplástur, 1 lítil skæri (stálskæri), 1 góð flísatöng (riffl- uð), 1 stk. 10 sm, 1 stk. 7,5 sm og 1 stk. 5 sm krepbindi (teygjubindi), 1 pk. 4 sm og 1 pk. 6 sm skyndiplástur (tauplástur), 1 fetill (þríhyrningur), 1 stk. 160 ml saltvatn 0,9%, 5 eymapinn- ar í lokuðu plasti, 1 pk. 10x10 sm og 1 pk. 5x5 sm vasilíngrisja, 1 stk. sprauta (15 ml), 1 pk. 10x10 og 1 pk. 5x5 sm grisjur (5 stk.), 2-3 sáraservíettur (ein- ungis til að þvo hendur áður en búið er um sár), 1 stk. blástursmaski (gríma), 1-2 pk. mismunandi stærð af klemmuplástri, eitt par einnota hansk- ar (til að forðast smit). í bíla sagðist Herdís mæla með púð- unum frá Rauða krossinum. Umbúð- irnar væru góðar og innihaldið hvorki of mikið né of lítið. -sv Herdís Storgaard segir nauðsynlegt fyrir fólk að hafa góða sjúkrakassa á heimilinu og í bílnum. í greininni nefnir hún hvað fólki sé ráðlegast að eiga. DV-mynd GS Nýtt hjá Pósti og síma: Nú má sjá úr hvaða númeri er hringt „Þú færð þér lítið tæki sem þú tengir á milli símans og tengilsins og tækið sýnir, um leið og síminn hringir, úr hvaða númeri er hringt. Ef þú ert ekki heima geymir tækið númerið í minninu og þú sérð hvað- an reynt hefur verið að ná í þig yfír daginn. Tækið þjónar í raun betra hlutverki en símsvari því margir fást aldrei til þess að tala inn á þá,“ segir Bergþór Halldórsson, yfirverk- fræðingur hjá Pósti og síma. Frá og með deginum í dag getur fólk keypt sér þessa þjónustu fyrir 190 krónur ársíjórðungslega. „Þessi þjónusta hefur verið tilbúin hjá okkur i ár eða meira en þar sem talað hefur verið um að hér sé allt að því verið að skerða persónuleynd hefur ekki verið hægt að bjóða hana fyrr en nú. Við verðum nefnilega að gefa fólki kost á því að kaupa þjón- ustu þar sem hægt að koma í veg fyr- ir að hægt sé^að sjá að hringt er úr síma þess. Þessi þjónusta kostar það sama og hin, 190 kr. ársfjórðungs- lega,“ segir Bergþór. Að sögn Bergþórs kostar búnaður- inn öðrum hvorum megin við fimm þúsund krónur. Notagildi tækis af þessum toga er óumdeilanlegt fyrir þá sem ekki vilja hafa símboða og eru þreyttir á sím- svaranum. Enn fremur geta menn forðast að taka upp tólið ef þeir sjá að hringt er úr númeri þar sem von er á miður skemmtilegu símtali. -sv Nýja tækið sýnir um leið og síminn hringir úr hvaða númeri er hringt. Meðal þeirra sem selja búnaðinn er Símabær í Ármúla. DV-mynd BG Nýr 1994 réttur: Hakkbollur í brúnni sósu Nýjasti rétturinn í vörulínunni 1994 er Hakkbollur í brúnni sósu með kartöffumús og fæst hann í öllum helstu verslunum landsins. Verð 1994 réttanna er á bilinu 139-349 krónur. Með framleiðslu á tilbúnum réttum undir vörumerk- inu 1994 býður Sláturfélag Suður- lands svf. úrval rétta sem eru til- búnir til neyslu á örfáum mínút- um. Vandaðar framleiðsluaðferðir gera það kleift að réttirnir eru seldir kældir en ekki frosnir og er ferskleiki matvælanna þannig tryggður. Nú eru fáanlegir m.a. eftirtaldir réttir: Súrsætt svína- kjöt, Bolognese, Stroganoff, Gijónagrautur, Saltkjöt og baunir, Indverskur lambakjötsréttur, Kjöt- boffur í brúnni sósu, Sjávarrétta- súpa og Sveppa- og blómkálssúpa. Von er á fleiri nýjum réttum inn- an tíðar. Blýbensín: Hverjir nota þaö? Nú ætla menn að hætta að selja blýbensín og þá kunna margir að velta því fyrir sér hverjir þurfl þetta blýbensin. Fram til ársins 1974 voru flestar bílvélar með svoköUuðum mjúkum ventlasæt- um. Blýið í bensíninu kom í veg fyrir að ventlarnir ofhitnuðu og að vélarnar skemmdust. Á árunum 1974 tU 1986 var hins vegar flestum nýjum bUvélum breytt í því skyni að draga úr mengun. í stað mjúk- ra ventlasæta komu vélar með hörð ventlasæti sem þola blýlaust bensín. Minni þörf hér á landi Á síðustu árum hefur einnig verið gerð krafa um að hvarfakút- ar séu í öUum nýjum bUum tU að draga enn frekar úr mengun í út- blæstri birfreiða en hvarfakútar þola ekki blýblandað bensín. Mjög hefur því dregið úr notkun á blý- bensíni og í dag þarf einungis lítið brot af bUvélum á þefrri vöm að halda sem fólst í blýbensíninu. Talið er að þrjú prósent af bUa- flota i nágrannalöndunum þurfl blýbensín og leiða má að því rök að vegna lægra hitastigs og stuttra akstursvegalengda sé þörfin fyrir blýblandað bensín jafnvel enn minni hér á landi. Eiginleikar blýs í bensíni nýtast helst þegar vélar eru mjög heitar. Ostakaka hækkaði: Vín og dýrari ostar Hringt var tU Neytendasíðunn- ar og spurt hverju sætti að Tír- amísú ostakaka frá Osta- og smjör- sölunni hefði skyndilega hækkað um 35% fyrir nokkru. í svari frá Osta- og smjörsölunni kom fram að víni hefði verið bætt í kökuna og hún heföi ekki hækkað neitt við það. Hins vegar, þegar aUur ostur i landinu hefði hækkað um aUt að 6% um síðustu mánaðamót, hefði kakan orðið að hækka. „Viö vor- um að selja hana undir kostnaðar- veröi og hún seldist grimmt. Við urðum að hækka og fólki hefur ef- laust brugöið við það,“ sagði starf- samður Osta- og smjörsölunnar í samtali við Neytendasíðuna -sv

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.