Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1996, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1996, Blaðsíða 10
LAUGARDAGUR 9. MARS 1996 o erlend bóksjá Metsölukiljur • ••••••••••*#»* Bretland Skáldsögur: i 1. Kate Atklnson: Behlnd the Scenes at the Museum. 2. John Grlsham: The Rainmaker. 3. Irvlne Welsh: Tralnspottlng. ; 4. Irvlne Welsh: Tralnspottlng. 5. Davld Guterson: Snow Falling on Cedars. 6. Anne Tyler: Ladder of Years. ; 7. George Dawes Green: The Juror. 8. James Patterson: Klss the Glrls. 9. Katie Fforde: The Rose Revlved. 10. Erlca James: A Breath of Fresh Alr. ! Rlt almenns eölis: 1. Wlll Hutton: The State Welre In. 2. Ngalre Genge: The Unofflcia! X-files Companlon. > 3. Graham Hancock: Flngerprlnts of the Gods. 4. Andy McNab: Bravo Two Zero. 5. Alan Bennett: Wrltlng Home. 6. Ranfurly: To War with Whitaker. 7. Nelson Mandela: Long Walk to Freedom. 8. Brlan Lowry: The Truth Is Out There. 9. Jung Chang: Wlld Swans. 10. Peter de la Bllliére: Looklng for Trouble. (Byggt á The Sunday Tlmés) Danmörk 1. Jane Austen: Fornuft og folelse. 2. Jung Chang: Vllde svaner. 3. Llse Nergaard: Kun en plge. 4. Nat Howthorne: Den flammende bogstav. 5. Terry McMlllan: Ándened. 6. Lise Nergaard: De sendte en dame. 7. Peter Heeg: De máske egnede. Öndunargen barna fundið Vísindamenn í Bandaríkj- unum og Sviss hafa uppgötvað gen sem aðstoðar nýfædd börn við að tæma allan vökva úr lung- i um sínum svo þau geti farið að I anda upp á eigin spýtur. Upp- götvun þessi er talin geta komið að góöum notum við lækningu öndunarfærakvilla í fyrirburum. Á meðan fóstrið er að þroskast eru lungu þess full af vökva en I hann verður síðan að víkja fyrir loftinu. Gen sem stjórnar natr- iumhreyfíngum í lungunum að- 1 stoðar við þessa hreinsun. Tifstjarna vekur furdu Á veraldarvef Internetsins fara nú fram heitar umræður og vangaveltur um nýuppgötvaða tifstjörnu í hjarta Vetrarbrautar- innar sem hefur vakið furðu vís- indamanna. Stjarnfræðingar líkja henni við heila hljómsveit, svo margbreytileg er starfsemi hennar. í fyrstu tóku menn eftir því að tifstjarnan sendi frá sér kröftug- ar gusur af gammageislum, stundum rúmlega 140 á dag. Síð- ar uppgötvaöist að fyrirbærið sendi frá sér geislun, um þaö bil tvisvar á sekúndu. Vegna fjölbreytni sinnar getur stjarna þessi veitt mikilvægar upplýsingar um tifstjömur. Umsjón Guðlaugur Bergmundsson Lokadomur yfir Robert Maxwell Þegar Tom Bower var að safna efni í og skrifa ævisögu blaðakóngs- ins Robert Maxwells á síðasta ára- tug fékk hann heldur betur að kynn- ast vinnubrögðum þessa ósvífna og ófyrirleitna fjármálamanns, sem beitti öllu afli viðskiptaveldis síns til að stöðva útgáfu bókarinnar og beitti þar öllum ráðum, löglegum og ólöglegum. Það var auðvitað til merkis um dugnað, úthald og heiðarleg vinnu- brögð Bowers, að Maxwell tókst samt ekki að koma í veg fyrir að bókin kæmi út, þótt í breyttu formi væri. Umfjöllun breskra fjölmiðla um þær merkilegu afhjúpanir á ferli og starfsháttum Maxwells, sem fram komu í þessari ævisögu árið 1988, var hins vegar afar varfærnis- leg, og réði þar vafalaust miklu hversu öflugur blaðakóngurinn var í breskum fjölmiðlaheimi á þeim tíma. Uppljóstranir bókarinnar komu því á engan hátt í veg fyrir að Maxwell fengi að halda áfram að spinna vef fjármálaklækja og fjársvika allt þar til hann féll, eða lét sig falla, af snekkju sinni í sjóinn og drukknaði í nóvember árið 1991. Þá leið ekki á löngu uns upp komst um stórfellda glæpi hans - að vísu nokkru eftir að þjóðarleiðtogar og stjornmálamenn höfðu keppst um að hæla honum á hvert reipi sem eins af mikilmennum aldarinnar! Lokadómurinn Þetta er rifjað upp nú vegna þess að nýlega er komin út í Bretlandi ný bók eftir Tom Bower um lygileg- an feril þessa fjárglæframanns. Maxwell: The Final Verdict nefnist hún og er gefin út af Harper- Coll- Robert Maxwell. Umsjón Elías Snæland Jónsson ins. Henni hefur verið vel tekið af gagnrýnendum, sem þurfa auðvitað ekki lengur að óttast hefndaraðgerð- ir villimannsins, einsog Peter Jay, einn af fúsum, háttlaunuðum hand- löngurum Maxwells nefnir hann nú í ritdómi um nýju bókina í The Times - en það var einmitt þessi sami Jay sem fékk það verkefni hjá Maxwell, á sínum tíma að beita öll- um ráðum til að stöðva hina um- deildu ævisögu. Roy Greenslade, sem var ritstjóri Daily Mirror árið 1991, þegar upp komst að Maxwell hefði stolið 5-6 hundruð milljónum sterlingspunda úr lífeyrissjóði starfsmanna fyrir- tækisins, hælir þessari nýju bók í hvert reipi og telur hana lýsa afar vel pérsónu og vinnubrögðum Max- wells, og þá ekki síður hvernig hon- um tókst með samblandi af fagur- gala og hótunum að vefja stjórn- málamönnum, bankastjórum og háttsettum fiármálaforingjum um fingur sér áratugum saman, jafnvel þótt hann yrði í reynd gjaldþrota í tvígang og öllum mætti vera ljóst að hann væri óprúttinn ævintýramað- ur. Óseðjandi þorsti MaxweU, sem fæddist í örbirgð í afskekktum hluta Tékklands árið 1923, skipti um nafn á stríðsárunum og gekk tU liðs við Breta. Hann blómstraði fyrst í því sérkennilega ástandi sem ríkti á árum hernáms bandamanna í Þýskalandi. Vinnubrögð hans einkenndust af dugnaði, ósvífni, leynimakki og yfirgangi. Hann þjáðist af óseðjandi þorsta til að verða ríkur, voldugur og ekki síst viðurkenndur sem slík- ur, enda naut hann sín vel í félags- skap valdsmanna á opinberum vett- vangi. Hann vUaði aldrei fyrir sér að fara yfir strik hins löglega og sið- lega til að ná markmiðum sínum. Nýja bókin gefur einnig greinar- góða lýsingu á því hversu grátt MaxweU lék undirmenn sína og samstarfsmenn. Hann var snUling- ur í að sannfæra fólk um að gera það sem hann vUdi, og var þá jafn fús að eiga við stjórnmálaforingja og bankastarfsmen, kapitalista og kommúnista - því, eins og hann orð- aði það gjarnan: Þeir nota allir sama salernispappírinn! Enda mun hann einungis hafa borið virðingu fyrir þeim mönnum sem hann gat ekki keypt - eða átti eftir að kaupa. Heilinn gegnir lykilhlut- verki í þreki manna og þoli Hvað veldur því að þjálfaður maraþonhlaupari getur hlaupið kílómetrana 42 á rétt rúmum tveim- ur klukkustundum á meðan komast aldrei í mark, jafnvel þótt mjög hægt sé skokkað? Hvað er það sem ákvarðar hvenær við erum orðin svo uppgefin að við getum ekki meir? Ræður líkamlegt atgervi öllu þar um eða kemur heUinn þar kannski eitthvað við sögu? SkUningur okkar á þreki er, enn sem komið er, ekki fullkominn. Nýlegar rann- sóknir benda þó til þess að heilinn kunni að gegna lykil- hlutverki þegar þreyta er annars vegar. Af þrekíþóttum má nefna skokk, maraþonhlaup, Drang- eyjarsund og hjólreiðar yfir fiöU og firnindi. Allar þessar íþróttagreinar krefiast ákveð- ins atgervis þess sem þær stundar. Það fæst svo með þjálfun sem eykur getu hjart- ans, lungnanna og vöðvanna tU að viðhalda þeirri vél sem maður- inn er. Á fyrstu mánuðum þjálfunarinn- ar verða bæði hjarta og lungu skil- virkari þannig að meira súrefni (og næringarefni) geti flust út í vöðvanna til að brenna eldsneyti og leggja til orku fyrir æfingarnar. Talið var að hvers konar þrekæf- ingar væru háðar þeim takmörkun- um sem líkaminn setti og það var Taugaboðefni þetta hefur í mörg ár verið tengt stjórnun á hringrás svefns og vöku og skynjun á sársauka. Nýlegar rannsóknir hafa einnig efnið þreytutilfinn- ingu. Ron Maughan við háskólann í Aberdeen í Skotlandi hefur sýnt fram á það að lyf, sem geta aukið áhrif serótóníns í heilanum, draga úr getu lík- amans til að stunda erfiðar líkamsæfingar i langan tíma í einu. í annarri rannsókn, sem gerð var af Phil Jakeman og sam- starfsmönnum hans við Birminghamháskóla, kom á daginn að íþróttamenn sem höfðu lagt stund á þrekæf- ingar voru ekki eins næmir fyrir áhrifum serótóníns og fólk sem ekki var í þjálfun og var ekki vant reglu- bundinni líkamsrækt. Þeir komust að þeirri nið- urstöðu að þrekþjálfun myndar eins konar þol eða ónæmi gagnvart þessu heilaefni og það kann aö gera íþróttamönnum kleift að æfa lengur í einu áður en þeir verða örmagna. „Kannski er fólk sem hefur enga löngun til að stunda líkamsrækt sérstaklega viðkvæmt fyrir serótónín og hefur því lágan þreytu- þröskuld og lítinn driíkraft. And- stæður þess er.fólk sem þarf á mik- illi líkamsrækt að halda,“ segir Ron Maughan. enn fremur talið að hægt væri að teygja á þessum takmörkunum með æfingu. Ýmsir íþróttasál- fræðingar hafa þó að undanförnu varpað fram þeirri spurningu hvort andleg þreyta kæmi við sögu - tilfinning um að maður geti hreinlega ekki orkað meiru, jafnvel þótt þrektakmörkun- um líkamans sé ekki náð. Nú bendir ýmislegt til þess að ákveðin þreyta láti stjórnast af hei- lanum. Þar kemur við sögu efnið serótónín sem getur flutt boð frá einum hluta heilans til annars. I I j I; Metsölukiljur Bandaríkin Skáldsögur: JL John Grisham: The Rainmaker. 2. Robln Cook: Acceptable Risk. 3. David Guterson: Snow Falllng on Cedars. 4. Julle Garwood: For the Roses. 5. Barbara Dellnsky: Together Alone. 6. Terry McMillan: Walting to Exhale. 7. LaVyrie Spencer: Home Song. 8. Stanley Pottinger: The Fourth Procedure. 9. Richard North Patterson: Eyes of a Chlld. 10. Jane Austen: Sense and Senslbility. 11. Robert James Waller: Border Muslc. 12. James Patterson: Klss the Glrls. 13. P.D. James: Original sln. 14. Taml Hoag: Night Sins. 15. Fern Michaels: Wlsh Llst. Rit almenns eölis: 1. Mary Plpher: Revivlng Ophelia. 2. Helen Prejean: Dead Man Walklng. 3. Rlchard Preston: The Hot Zone. 4. Thomas Moore: Care of the Soul. 5. BJ. Eadle & C. Taylor: Embraced by the Light. 6. Dorls Kearns Goodwln: No Ordlnary Time. 7. M. Scott Peck: The Road Less Traveled. 8. Butler, Gregory & Ray: America's Dumbest Crimlnals. 9. Nlcholas Negroponte: Belng Digital. 10. Clarlssa Plnkola Estés: Women Who Run with the Wolves. 11. Delany, Delany & Hearth: Having Our Say. 12. Brlan Lowry: The Truth is out there. 13. Laurle Garrett: The Coming Plague. 14. Tim Allen: Don't Stand to Close To a Naked Man. 15. Paui Relser: Copplehood. (Byggt á New York Times Book Review) Heilbrigði er vellyktandi Kvenmúsum er ekkert um það I gefið að karldýrin sem þær leggja 1 lag sitt við séu smitaðir af orm- um og öörum snikjudýrum. Þær leggja því lykkju á leið sína þeg- | ar þær mæta slíkum fýrum, þær þekkja þá hreinlega á lyktinni. Svo segja vísindamenn í 1 Kanada sem gerðu tilraunir með I kvenmýs sem voru látnar komast í snertingu við m.a. þvag úr smit- uðum karlmúsum. Mikilvægur þáttur í atferli I* dýra er að sneiða hjá einstakling- um sömu tegundar sem eru smit- aðir af sníkjudýrum. Það hefur í: sýnt sig meðal margra hryggdýra að sníkjudýrasmit meðal karl- dýranna hefur áhrif á makaval kvendýranna. Annaðhvort snið- I ganga þær hina smituöu karla I eða þær velja þá karla sem eru II hvað duglegastir að standast árásir sníkjudýra. Apar í samlagningu Tilraunir vísindamanna í Bandaríkjunum virðast benda til þess að svokallaðir rhesusapar geti leyst einfóld reikningsdæmi. Vísindamennirnir notuðu svipuð próf og hafa verið notuð til aö kanna reikningsgetu ung- bama. Öpunum voru sýnd eggaldin, fyrst eitt og svo tvö. Aldinin voru svo falin á bak við fiald. Vísindamennirnir segja að aparnir hafi greinilega horft lengur á þegar reynt var að gabba þá með því að bæta til dæmis við þriðja eggaldininu. Það þykir benda til takmarkaðr- ar meðfæddrar reikningsgetu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.