Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1996, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1996, Blaðsíða 28
LAUGARDAGUR 9. MARS 1996 28 ■éttir Máleftii kirkjunnar viröast vera komin í harðan hnút enda hefur kirkjan ekki getað tekið á ásökunum á hendur biskupi. Vandséð er hvemig málið leysist. Teygst getur úr mál- inu því að ijölmiðlar og konur, sem hafa ásak- að biskup um kynferðislega áreitni, eiga yfir höfði sér málshöfðun. Biskup hefur marglýst yfír að ekki komi til greina að hann segi af sér og maður sé saklaus uns sekt sé sönnuð. At- burðarásin hefur þó verið hröð og málið getur endað jafnsnögglega og það hófst. Það gerist þó tæplega án afsagnar. Þrýstingur á biskup að segja af sér hefur aukist verulega síðustu daga þó að biskup hafi reynt að snúa vörn í sókn með aðstoð lög- manna og Prófastafélagsins. Ef marka má Geir Waage, formann Prestafélagsins, getur það orðið dýru verði keypt. Hann telur að ein- ing kirkjunnar sé í hættu og klofningur yfir- vofandi. Prófastar hafa sent frá sér harðorða yfirlýsingu vegna þess sem þeir telja aðför fjölmiðla að biskupi og hvetja söfnuði til að slá skjaldborg um kirkjuna. Vegna þessarar yfirlýsingar íhugar Kristín Ástgeirsdóttir al- þingismaður að segja sig úr þjóðkirkjunni. Lögmaður vekur furou margra Umræðan síðustu daga um málefni biskups hefur tekið á sig hinar undarlegustu myndir. Lögmaður biskups hefur gengið fram fyrir skjöldu, talað um valdabaráttu innan kirkj- unnar og sakað formann Prestafélagsins um aðför. Þessi málílutningur lögmannsins hefur vakið furðu margra. Mörður Árnason sagði í samtali við DV í gærmorgun að lögmaðurinn hefði ekki bent á hvem hann myndi sækja til saka. Sér fyndist sem hótanir lægju í loftinu til að hræða menn frá því að fjalla um málið. Biskup vildi þögn. Undir mál Marðar tekur formaður Prestafé- lagsins. Hann hefur sagt opinberlega að lög- maðurinn hafi komið á fund Prestafélagsins til að hræða stjómina frá því að láta nokkuð frá sér fara í málinu. Stjórn félagsins hafi heyrt „harðan, markvissan áróður" og hótan- ir frá lögmanninum. Lögmaðurinn ætli að reka málið á sviði pólitiskra átaka. Biskupi beri hins vegar að varðveita kirkjuna fyrir Biskupsmenn hafa þrýst á prestastéttina að koma fram opinberlega og lýsa yfir fullu trausti á biskup því að um fjölmiðlaofsóknir sé að ræða. Þetta hafa prófastar gert og lögmaður biskups hefur beitt sér í málinu og hótað prestum og krafið þá um þögn í málinu, að sögn formanns Prestafélags- ins. Hann telur að hætta sé á klofningi í kirkjunni. Myndin var tekin á prestastefnu nýlega. DV-mynd GS Kirkjan virflist vanmáttug til að taka á ásökunum á hendur biskupi: Klofningur yfirvofandi? - málefni kirkjunnar komin í harðan hnút og vandséð hvernig úr leysist flokkadráttum og sundrungu. Þessi ummæli má túlka sem áskorun um afsögn. Vitanlega svíður undan Ásakanir kvennanna þriggja hafa að sjálf- sögðu valdið biskupi sjálfum og fjölskyldu hans hugarangri og óþægindum og vitanlega svíður undan gagnrýnni umfiöllun fiölmiðla. Vilhjálmur Ámason dósent lýsti þeirri skoð- un sinni í útvarpsþætti á dögunum að biskup ætti að segja af sér tímabundið meðan málið væri til lykta leitt. Með þessu segist hann hafa verið að hugsa um hag biskups. Biskup hefði getað stigið til hliðar og hlíft fiölskyldu sinni við óvæginni umræðu án þess að það hefði verið túlkað sem játning þar til niðurstaða hefði fengist. Þá hefði hann getað tekið styrk- ur við stjóm kirkjunnar hefði niðurstaðan verið honum í vil. Þetta gerði biskup þó ekki og er þvi erfitt að sjá nú hvemig honum tekst að halda andstæð- um fylkingum innan kirkjunnar saman. Biskup grípur til örþrifaráða Fyrir leikmanni virðist biskup hafa brugð- ist sérkennilega við ásökunum kvennanna, meðal annars með tali um að djöfullinn gangi um eins og grenjandi ljón og viðbrögð biskups og stuðningsmanna hans hafa jafnvel ein- kennst af örþrifaráðum. Hart virðist vera lagt að prestum að lýsa yfir fullu trausti á biskup. Það hafa prófastar gert opinberlega en ekki margir aðrir. Biskup íslands er í erfiðri að- stöðu og andlegt álag eflaust gríðarlegt. Þeir sem DV hefur rætt við telja þó að biskup hafi brugðist við ásökunum á hendur sér á rangan hátt og minnast á trúnaðarbrot í Langholts- kirkiumálinu. Þar er átt við yfirlýsingu, sem barst frá fiór- um starfsmönnum Langholtskirkju, þar sem þeir sögðust hafa skrifað bréf til biskups, að hans beiðni, til að hera til baka fullyrðingar séra Flóka um að hafa aldrei talað við konu sem hefur ásakað biskup um kynferðislega áreitni. Bréfið hafi varðað trúnaðarmál og Fréttaljós Guðrún Helga Sigurðardóttir ekki hafi verið ætlast til að það yrði gert op- inbert. Safnar liði gegn ofsóknarmönnum Siðfræðingar hafa rætt ásakanimar á hend- ur biskupi og viðbrögð biskups við þeim í fiöl- miðlum. Þeir virðast á einu máli um að bisk- up hafi ekki sýnt kristilegt hugarþel í þessu máli heldur hafi viðbrögð hans frekar vakið tortryggni þó að biskupsmenn séu varla sam- mála þessu. Siðfræðingar telja að aðferðir biskupsmanna séu hæpnar, greinilega eigi að beita afli og safna liði gegn ofsóknarmönnum biskups, finna „klæki í hemaðarlistinni", eins og Vilhjálmur orðaði það, „en ekki að ígrunda málið siðferðilega og taka afstöðu miðað við eðli málsins og stöðu mannsins“. Maður jafn hátt settur innán kirkjunnar og biskup íslands þarf að sjálfsögðu að þola gagn- rýna umfiöllun fiölmiðla eins og aðrir i valda- Ein kvennanna þriggja hafi fallist á aö hætta málarekstri gegn biskupi en engin kvennanna hefur þó dregið framburð sinn til baka. DV-mynd ÞÖK stöðum í þjóðfélaginu. Biskupsmenn tglja að fiölmiðlum sé í nöp við biskup og ofsæki hann. Reyndir og virtir menn úr fiölmiðla- stétt, menn eins og Atli Rúnar Halldórsson, Stefán Jón Hafstein, Ásgeir Friðgeirsson og Jónas Kristjánsson, hafa mótmælt þessu og sagt að fiölmiðlar hafi farið mjög varlega í fréttaflutningi af biskupsmálum, jafnvel of varlega ef út í það er farið. Þetta segir einnig Mörður Árnason. Mörður segist hafa haft á tilfinningunni þegar fréttaflutningurinn hafi verið að hefiast að afstaða fólks skiptist eftir kynjum, konur hafi haft fulla samúð með málflutningi kvenn- anna en karlar hafi frekar verið á þeirri skoð- un að þetta sé eitthvað málum blandið. Mörð- ur telur að afstaða almennings hafi breyst og nú fari hún frekar eftir aldri. Fólk af ’68 kyn- slóðinni og yngri styðji afsögn biskups meðan eldra fólk sé frekar á máli biskups og telji að um fiölmiðlaofsóknir sé að ræða. Líka erfitt fyrir konurnar í umræðunni síðustu daga hafa konurnar þrjár, sem hafa ásakað biskup um kynferðis- lega áreitni, alveg gleymst. Á sama hátt og biskup hafa þær mátt þola ágang fiölmiðla, þrýsting og neikvæða umfiöllun. Margir í þjóðfélaginu hafa heyrt um neikvæðar sögu- sagnir á sama hátt og um biskupinn. Þetta veldur þeim og þeirra fiölskyldum erfiðleik- um og vanlíðan á sama hátt og fiölskyldu bisk- upsins og því er skiljanlegt aö ein kvennanna þriggja hafi fallist á að hætta málarekstri gegn biskupi. Rétt er þó að minna á að engm kvennanna hefur dregið framburð sinn til baka. Konan, sem lýsti yfir að hún og maður hennar hefðu náð sáttum við kirkjuna, dró ekki framburð sinn til baka. Hann stendur og sama gildir um framburð hinna kvennanna. Ásakanir kvenn- anna standa þrátt fyrir stuðningsyfirlýsingar systkina einnar konunnar við biskup og þrátt fyrir það að tveir prestar hafi reynt að fá kon- urnar til að láta málflutning sinn niður falla.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.