Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1996, Blaðsíða 14
14
LAUGARDAGUR 9. MARS 1996 JLlV
sælkerinn
Mandarínu-
kjúklingur
Hér kemur uppskrift aö einstak-
lega ferskum og kaloriusnauðum
kjúklingarétti þar sem sítrusbragð-
ið er notað til fullnustu. Uppskriftin
er fyrir sex.
1 limeávöxtur
2 mandarínur (tangerínur)
6 kjúklingabringur
pipar
y3 bolli kjúklingasoð
1 tsk. ferskt rósmarín eða basil
eða V, tsk. þurrkað
y, bolli blaðlaukur, skorinn smátt
y2 tsk. komsterkja
1 msk. vatn
hrísgrjón eða couscous
Fínrífið !4 tsk. af limeberki og 1
tsk. af mandarínuberki. Skerið lime
tU helminga og kreistið 1 msk. af
safa. Takið utan af mandarínunum,
hlutið í sundur í báta og takið mest-
an hluta himnunnar af yfir skál svo
að safinn fari ekki til spiUis. Krydd-
ið kjúklingabringurnar með smá-
pipar og steikið á báðum hliðum í
olíu á pönnu við meðalhita í 5 mín.
eða þangað til þær eru léttbrúnar.
Bætið kjúklingasoði, rósmarín eða
basil, blaðlauk, lime- og mandarínu-
berki og limesafa út í. Látið sjóða,
minnkið hitann, setjið lok yfir og
látið krauma í 8 mín. Takið
kjúklinginn af pönnunni og bætið
kornsterkjunni og vatninu út á. Lát-
ið sjóða þar til þetta er orðið þykkt
og í 2 mín. til. Bætið mandarínubát-
unum og safanum út í og látið
hitna. Hellið sósunni yfir kjúkling-
inn og berið fram með heitum hrís-
grjónum eða couscous.
Karíbasalat
4 blóðappelsínur
6 bolíar blandað grænt salat, rifið
200 g rækjur
1 papaya eða mangó
Afhýðið og skerið appelsínurnar í
þunnar sneiðar. Skiptið salati niður
á fióra diska, setjið rækjur, appels-
ínusneiðar og afhýtt mango eða
papaya í sneiðum ofan á salatið. Be-
rið fram með blóðappelsínusósu:
Blóðappelsínusósa
Blandið saman y3 bolla léttmajo-
nesi, 3 msk. blóðappelsínusafa, og 1
msk. finrifnum appelsínuberki, 1
msk. finsöxuðum jalapeno pipar,
sem búið er að taka fræin úr, 2 tsk.
sítrónu- eða limesafa og örlitlu af
chilidufti.
-ból
Rækju-
kokkteill
Einn vinsælasti forrétt-
ur fyrr og síðar er án vafa
hinn sígildi rækjukokk-
teill. Hér er uppskrift að
einkar ljúffengu tilbrigði
við rækjukokkteilinn.
Auk þess að vera bragð-
góður þá er mjög auðvelt
og fljótlegt að útbúa þenn-
an rétt. Þessi uppskrift er
fyrir fjóra.
100 g majones
1 msk. mango chutney
1 msk. fínsöxuð
steinselja
1 msk. fínsaxaður karsi
1 dl rjómi
salt
200 g rækjur
4 sítrónusneiðar
1 lítil dolla kavíar
diU
salatblöð, ef vili
Aðferðin
Hræriö majonesið sam-
an við mango chutney og
bætiö svo steinselju og
karsa út í. Stífþeytið
rjómann og bætið smám
saman út í majonesblönd-
una. Kryddið blönduna
með saltinu. Skiptið rækj-
unum jafnt á milli fjög-
urra kokkteilglasa eða
skála. Látið gjaman smá
rifrildi af salatblaði f
hverja skál á undan rækj-
unum. Síðan er majones-
blandan sett yfir rækjum-
ar og þar ofan á er kavíar-
inn settur. Skálin er svo
skreytt með sítrónusneið
og dilli. Látið kokkteilinn
standa í ísskáp í um það
bil eina klukkustund
áður en hann er borinn
fram. -ból
matgæðingur vikunnar
Gellur í kókosmjöli
DV, Blönduósi:
Garðar Agnarsson, yfirmatreiðslu-
maður á Sveitasetrinu á Blönduósi,
er matgæðingur þessarar viku. Hann
hóf störf á Sveitasetrinu í haust en
frá því hann lauk námi í matargerð-
arlist 1987 hefur hann starfað á
nokkrum veitingastöðum í Reykja-
vík. Einnig starfaði hann eitt ár í
Frakklandi þar sem hann kynntist
franskri matargerðarlist og vínmenn-
ingu.
konar rétti úr fiski og lambakjöti
ásamt villibráð.
Uppskriftin, sem Garðar gefur les-
endum nú, er einmitt úr umræddri
bók og er hér hæfilegur skammtur
fyrir tvo. Best er að byrja á því að
sjóða hýðisgrjónin við vægan hita og
laga þvi næst sósuna.
Kókosgellur
350 g hreinsaðar gellur
2 egg
2 msk. kókosmjöl
2 tsk. gróft
saxað dill
50 g smjör
Ólífuolía
Hveiti til að velta
gellunum upp úr
salt og pipar
Sláið saman eggin og bætið út í
y2 dl ananassafi
2'/i rjómi
1 grænmetisteningur
ólífuolía
salt og pipar
sósujafnari
Kraumið laukinn, hvítlaukinn og
gulrætur í ólífuolíu og bætið karríi
við auk salts og pipars. Hvítvíni og
ananassafa hellt út í og soðið í um 2
mín. eftir að suða kemur upp. Græn-
metisteningi bætt í.
Loks er rjóminn settur
í pottinn og soðið í 2
mín. í viðbót og athug-
að hvort þörf er á
meira salti og pipar.
Þykkt með örlitlu af
sósujafnara. Epli og
ananas sett í, ekki láta
sjóða.
I I
Hýðishrísgrjón
2 bollar hýðishrísgrjón
5 bollar vatn
smjörklípa
salt og pipar
2 msk. saxaður laukur
Meyrið laukinn í smjörinu og setj-
ið grjónin út í og veltið þeim vel í
pottinum. Saltið og pipriö. Látið
Garðar Agnarsson matreiðslumeist-
ari segir að það verði gaman að bjóða
gestum Sveitasetursins sérvaldakókosmjöllnu °8 dlllmu- Veltlð
húnvetnska kjötrétti. gellunum upp úr hveitmu og lát-
DV-mynd Magnús Ólafssonið eæin út i og blandið vel sam-
an þar til gellurnar eru vel
hjúpaðar. Setjið pönnu á eldavélina
með ólífuolíu og smjörinu og steikið
gellurnar á báðum hliðum, ekki á
hæsta styrk, þar til þær eru fallega
gulbrúnar.
„Ég hef áhuga á öllu sem viðkemur
mat,“ segir Garðar. „Hér á Blönduósi
erum við í góðu sambandi við Kjöt-
vinnsluna og nú hefur verið ákveðið
að þeir útvegi okkur sérvalið hráefni
og meðhöndli að mínum óskum.
Þetta verður til þess að á næstunni
getum við boðið upp á sérlega girni-
legan steikarmatseðil.“
Árið 1993 kom út á nokkrum
tungumálum matreiðslubókin „The
New Icelandic Cookbook“. Garðar
annaðist allar uppskriftir í bókinni
og er þar aðaláherslan lögð á margs
Karrísósa
2 tsk. milt karrí
2 msk. epli, í teningum
2 msk. ananas, í teningum
2 msk. rauðlaukur, skorinn smátt
2 msk. gulrætur, í teningum
2 hvítlauksgeirar, saxaðir
1 dl hvítvín
vatnið út í og sjóðið við vægan hita.
Suðan tekur allt að 40-50 mín.
Garðar ætlar að skora á systur
sína Ernu Agnarsdóttur, deildar-
stjóra á Röngendeild Borgarspítal-
ans, að vera næsti matgæðingur.
„Hún er listakokkur, eins og raun-
ar allir í okkar fjölskyldu. Hjá okkur
eru aldrei vandræði með matseldina
á fjölskyldumótunum og raunar ger-
um við í því aö hafa skemmtilegar
uppákomur með góðum mat þegar
við hittumst," segir Garðar.
-MÓ
Það gefur frísklegt bragð að
nota sítrusávexti við matargerð-
ina og þá ekki bara sítrónu eða
lime heldur líka appelsinur,
mandarínur og greip.
Alls mun vera til 21 mismun-
andi tegund af sítrónum sem
hægt er að nota við matargerð.
Algengasta sitrónutegundin er
Meyer-sítrónur sem eru tiltölu-
lega mildar, nokkurs konar
millistig á milli sítrónu og app-
elsínu.
Limeávöxturinn er minni en
sítrónan, grænn á lit og fullur af
c-vítamíni enda var breskum sjó-
mönnum gefið lime til að koma í
veg fyrir skyrbjúg. Margir átta
sig ekki á að aðeins 25 prósent af
c-vítamíninu er í safanum. Af-
gangurinn er í berkinum og í
hvíta hlutanum á milli barkarins
og kjötsins.
fc
(Margar tegundir
Appelsínur munu fyrst hafa
verið ræktaðar í Kína og flust
þaðan með arabískum kaup-
mönnum til Miðausturlanda og
síðar til Spánar og Evrópu.
Margar tegimdir appelsína eru
til, svo sem Valencia sem eru
safamiklar og svo til frælausar,
naflaappelsínur með þykku hýði
og Seville, sem til eru í mörgum
tilbrigðum.
Mandarínur eru lika margs
konar. Upphaflega var orðið tan-
gerína bara notað um mandarín-
ur sem voru fluttar inn frá Tan-
ger í Marokkó en nú á dögum
eru orðin mandarína og tanger-
ína notuð jöfnum höndum. Klem-
entínur eru nokkurs konar sam-
bland af beiskum appelsínum og
tangerínum.
Hér kemur uppskrift að fersk-
um sítrusdrykk sem uppfyllir
um 60 prósent af daglegri C-
vítamínþörf fullorðinna.
Sítrusdrykkur
2 bollar vatn
y2 bolli sykur
2 bollar af kældum greip-;
mandarinu- eða appelsínu-
safa eða öllu blandað saman
2 msk. sitrónu-
eða limesafa, ef vill
klakar
appelsínusneiðar
Blandið vatni og sykri í pott
og látið suðuna koma upp. Minn-
kið hitann og látið sjóða í um
eina mínútu eða þar til sykurinn
er uppleystur. Takið af hellunni
og kælið í um 20 mínútur. Setjið
lok yfir og geymið í ísskáp þar til
bera á drykkinn fram. Hellið
sykurvatninu í könnu og bætið
kældum sítrussafanum út í.
Blandið vel saman og berið fram
með klökum, skreytt meö sneið-
unum.
-ból