Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1996, Blaðsíða 42
50
itónlist
LAUGARDAGUR 9. MARS 1996.
Topplag
Hljómsveitin The Presidents
of the USA hrifsar toppsætið á ís-
lenska listanum að þessu sinni
með lag sitt Peaches, en hefur þó
aðeins verið 3 vikur á listanum.
Topplag síðustu viku, Sick and
Tired með Cardigans, hrapar nið-
ur í 6. sætið.
Hástökkið
Hinn fjóríáldi Grammyverð-
launahafi Alanis Morisette á há-
stökk vikunnar að þessu sinni
með lag sitt, Ironic. Það var í 26.
sæti i síðustu viku en er nú kom-
ið í það tíunda og á örugglega eft-
ir að komast hærra á listanum.
Hæsta nýja
lagið
Hæsta nýja lag listans fer
geyst, alla leið í níunda sætið á
sinni íyrstu viku og kemst þar
með hærra en „hástökk vikunn-
ar“. Lagið er Califomia Love með
hinum litriku bandarisku röpp-
urum, 2 Pac & Dr Dre.
Garcia lifir
enn um sinn
Aðdáendur Jerry heitins
Garcia, leiðtoga Grateful Dead,
þurfa ekki að örvænta yfir þurrð
á nýju efni frá kappanum því
David Grisman, samsfarfsmaður
Garcia gegnum tíðina, segir að til
séu lög eftir Garcia og lög ann-
arra í flutningi hans sem nægi á
þrjár eða fjórar plötur. Engin
ákvörðun hefur þó verið tekin
um útgáfu efnisins en Grisman
telur miklar líkur á að eitthvað
af því að minnsta kosti verði gef-
ið út.
Að vera eða
vera ekki...
Hljómsveitin Black Crowes
hefur dvaliö í réttarsölunum að
undanfornu vegna málaferla við
fyrrum umboðsmann sinn. Sá
heldur þvi fram að hann hafi
aldrei fengið sinn hlut fyrir plöt-
una Shake Your Monymaker
sem kom út 1989. Hljómsveitin
hélt því fram við réttarhöldin að
í raun hefði manninum ekki hor-
ið að fá neitt vegna þess að hann
hafi ekki í raun verið umboðs-
maður heldur bara aðstoðarmað-
ur sveitarinnar. Og þar stendur
hnífurinn í kúnni og það svo
kirfilega að kviðdómur í málinu
klofnaði gjörsamlega í herðar
niður og dómarinn vísaði öllu
heila klabbinu frá.
á Bylgjunni á laugardag kl. 16.00
I LIST ivkir nkY 8 jL JM JM j 1 c 0
vi :lci IX ia 9-3. 111. OL J8
I
ÞESSI VIKA SÍÐASTA VIKA FYRIR 2 VIKUM VIKUR Á USTANUM r i 1 ]»p í 4( 1
G) 3 10 3 PEACHES ... 1. VIKA NR. í... THE PRESIDENTS OF THE USA
C?) 5 - 2 | AEROPLANE RED HOT CHILI PEPPERS
3 2 3 7 SPACEMAN BABYLON ZOO
4 4 4 8 ONEOFUS JOAN OSBORNE
CD 6 8 3 HOW DEEP IS YOUR LOVE TAKETHAT
6 1 1 7 SICK ANDTIRED CARDIGANS
O) 9 20 3 | 1 WILL SURVIVE DIANA ROSS
8 8 5 6 | DON'T LOOK BACK IN ANGER OASIS
••• nýttA usta ...
3 NÝTT 1 CALIFORNIA LOVE 2 PAC & DR. DRE
26 30 3 IRONIC ... HÁSTÖKK VIKUNNAR ALANIS MORISSETTE
11 7 2 8 1979 SMASHING PUMPKINS
GD 17 16 3 TWIGGY TWIGGY PIZZICATO FIVE
GD 15 - 2 SLIGHT RETURN BLUETONES
14 NÝTT 1 IWISH SKEELO
CD 16 22 3 OPENARMS MARIAH CAREY
ÓS) NÝTT 1 ÉG GEF þÉR ALLT MITT LIF STJORNIN
17 13 - 2 HYPERBALLAD BJÖRK
18 12 9 8 TIME HOOTIE 8. THE BLOWFISH
(3> 1 RISH 81 SHINE CARDIGANS
20 11 7 6 LET ME LIVE QUEEN
21 14 13 5 HAPPY SAD PIZZICATO FIVE
22 10 6 7 CACION DEL MARIACHI LOS LOBOS & ANTONIO BANDERAS
23 18 18 4 CUMBERSOME SEVEN MARY THREE
NÝTT 1 COUNT ON ME WHITNEY HOUSTON & CE CE WINANS
25 24 - 2 REAL LOVE THE BEATLES
(26) 29 - 2 1JUST WANT TO MAKE LOVE TO YOU ETTA JAMES |
27 19 14 5 GOT MY SELF TOGETHER BUCKETHEADS
(H) 35 - 2 JUNE AFTERNOON ROXETTE
dD NÝTT 1 ONE BYONE CHER
30 21 24 3 GLYCERINE BUSH
31 20 11 7 DON'T CRY SEAL
(32) NÝTT 1 ALL 1 NEED IS A MIRACLE '96 MIKE &THE MECHANICS
40 - 2 ANYTHING 3T
34 NÝTT 1 GIVE ME A LITTLE MORE TIME CABRIELLE
(35) 36 36 3 FOLLOW YOU DOWN GIN BLOSSOMS
dD NÝTT 1 MR. FRIDAY NIGHT LISA MOORISH
37 23 12 6 MINNING VALGERÐUR GUÐNADÓTTIR
38 25 21 4 HOOK BLUES TRAVELER
39 NÝTT 1 LET YOUR SOUL BE YOUR PLOT STING
40 33 2 FUUGðU F.B.
Kynnir: Jón Axel Ólafsson
Islenski listinn ersamvinnuverkefni Bylgjunnar, DVog Coca-Cola á Islandi. Listinn er niðurstaða skoöanakönnunarsem er framkvæmd af markaðsdeild DV i hverri viku.
Fjöldi svarenda er á bilinu 300 til 400, á aldrinum 14 til 35 ára af öllu landinu. Jafnframt er tekið mið afspilun þeirra á íslenskum útvarpsstöðvum. Islenski listinn birtist
á hverjum laugardegi i DV og er frumfluttur á Bylgjunni kl. 14.00 'á sunnudögum i sumar. Listinn er birtur, að hluta, i textavarpi MTV sjónvarpsstöðvarinnar. Islenski
listinn tekurþátt í vali “World Chart'' sem framleiddur er af Radio Express i LosAngeles. Einnig hefurhann áhrifá Evrópuiistann sem birtureri tónlistarblaðinu Music
& Media sem er rekið af bandariska tónlistarblaðinu Billboard.
’ UEMMŒtEXB
GOTT ÚTVARPI
Yfirumsjón með skoðanakönnun: Hrafnhildur Kristjánsdóttir - Framkvæmd könnunar: Markaðsdeild DV - Tölvuvinnsla: Dódó - Handrit: Sigurður Helqi
Hlöðversson, Ágúst Héðinsson og (var Guðmundsson - Tæknistjórn og framleiðsla: Þorsteinn Ásgeirsson og Þráinn Steinsson - Útsendingastjórn: Halldór Backrr
og Jóhann Garðar ólafsson - Yfirumsjón með framleiðslu: Ágúst Héðinsson - Kynnir: Jón Axel Ólafsson
Rappdrottn-
9gómuð
ingm Queen Latifah
lætur sitt ekki eftir liggja frekar
en karlkyns kollegar hennar þeg-
ar skandalamir eru annars vegar.
Hún var á dögunum handtekin af
vegalögreglu í Kalifomíu fyrir að
kitla pinnann um of en slapp ekki
með sektina því í ljós kom að vin-
konan var próflaus og þar að auki
fann löggan marijúana í bílnum og
hlaðna byssu. Engu að síður slapp
drottningin frekar létt frá þessu;
hún þurfti einungis að punga út
rúmum 200 þúsundkalli sem er
klink fyrir fólk af hennar sauða-
húsi.
Björk í bar-
áttuhug
Breska tónlistartímaritið
Melody Maker birtir í nýjasta tölu-
blaði sínu myndir af átökum
Bjarkar Guðmundsdóttur við
fréttakonu á flugvellinum í Bang-
kok í Taílandi á dögunum. Á
mjmdunum sést að Björk fór létt
með að leggja konuna en tvennum
sögum fer af tilurð atviksins.
Fréttakonan segir að sjónvarps-
stóð hennar hafi verið búin að
semja um viðtal við söngkonuna
en talsmenn Bjarkar segja að búið
hafl verið aö aflýsa viðtalinu. Það
hafi þó ekki verið ástæðan fyrir
átökunum heldm- það að Björk
fannst fréttakonan vera orðin
helst til nærgöngul við Sindra son
sinn. Hvað sem því líður baðst
Björk afsökunar og fréttakonan
hefúr lýst því yfir að hún muni
ekki aðhafast neitt í málinu.
j
1
Plötufréttir
Piltamir í hljómsveitinni Cure
eru í mesta basli þessa dagana.
Þeir hafa hljóðritað 24 lög fyrir
nýja plötu en eru í standandi vand-
ræðum með að ákveða hvaða lög
á að velja á nýju plötuna Wild
Mood Swings sem stendur til að
komi út í maí... Bandaríska hljóm-
sveitin 10.000 Maniacs hefur geng-
ið til liðs við Geflen útgáfufyrir-
tækið og er þegar komin á kaf í
upptökur. Er stefnt að því að koma
nýrri plötu út með vorinu... Vest-
ur i Bandaríkjunum bíða menn
spenntir eftir nýrri plötu frá Patti
Smith sem verið hefur í vinnslu
að undanfömu en búist er við plöt-
unni á markað um mánaðamótin
mai/júní...
-SþS-