Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1996, Blaðsíða 37
JL>V LAUGARDAGUR 9. MARS 1996
45
Ásdís Björk Pátursdóttir, íslandsmeistari kvenna í þolfimi:
„Mér finnst þolfimi mjög
skemmtileg. Ég var ung þegar ég
hætti að keppa í fimleikum en fann
að ég átti mikið eftir og hafði metn-
að fyrir því að komast lengra. Þess
vegna fór ég í þolfimi. Reynsla mín
úr flmleikum nýtist mér líka mjög
vel - styrkurinn, liðleikinn og ag-
inn. Þótt ég hafi stefnt að sigri á ís-
landsmótinu kom mér það samt á
óvart því mér fannst sem ég hefði
klúðrað þessu. Ég gerði alls ekki
mitt besta og get miklu meira. Ég
slapp samt fyrir horn,“ segir Ásdís
Björk Pétursdóttir sem um síðustu
helgi varð íslandsmeistari kvenna í
þolfími.
Ásdís Björk er 22 ára og hefur æft
þolfimi í eitt ár. Þótt hún hafi að-
eins æft svona skamman tíma þarf
ekki að undrast árangur hennar því
hún æfði fimleika um árabil og hef-
ur seinustu ár starfað sem fimleika-
kennari hjá fimleikafélaginu Ár-
manni.
„Ég byrjaði 11 ára að æfa fim-
leika. Svo hætti ég þegar ég var 18
ára þegar ég fór út sem skiptinemi
til Þýskalands. Ég hef ekkert keppt
eftir það enda þýðir það ekkert eftir
að maður hefur tekið sér svona
langt frí. Ég hef hins vegar verið að
þjálfa og haldið mér í formi þannig
og farið í þolfimi svona með,“ segir
Ásdís Björk.
Óhætt er að fullyrða að Ásdís sit-
ur ekki auðum höndum því auk
þess að kenna fimleika þrisvar i
viku, fimm til sex tíma í senn,
stunda þolfimi af kappi og dansa, þá
er hún í þýskunámi í Háskóla ís-
lands. Þýskaland er greinilega
draumalandið hennar Ásdísar
„Mér finnst þolfimi mjög skemmtileg. Ég var ung þegar ég hætti að keppa í
fimleikum en fann að ég átti mikið eftir og hafði metnað til að komast lengra.
Þess vegna fór ég í þolfimi," segir Ásdís Björk. DV-myndir JAK
Olga Bjarnadóttir, Ásdís Björk og Guðrún Gísladóttir á verðlaunapalli á ís-
landsmótinu.
Utsölustaðir:
Versl. Joss, Kringlunni Snyrtivöruversl. Brá, Laugavegi Snyrtivöruversl. Sandra, Laugavegi Græna línan, Laugavegi
Versl. Daman, Laugavegi Kjötbúr Péturs, Austurstræti Snyrtivöruversl. Dísella, Austurstræti Snyrtihöllin, Glæsibæ
Videoljónið, Dunhaga Hárgreiðslust. Manda, Hofsvallagötu Hárgreiðslust. Rögnu, Mýraseli Hárgreiðslust. Brúskur,
Höfðabakka Hárgreiðslust. Dóra, Langholtsvegi Apotek Árbæjar Nes Apótek, Olafsvík Apótek, Dalvík Apótek,
Húsavík Apótek Akureyrar Stjörnu Apótek, Akureyri Klettur Vestmannaeyjum Versl. Ynja, Akureyri Versl. Esar,
Húsavík Verslunin Lónið, Hornarfirði Versl. Mai, Selfossi Versl. Heimahornið, Stykkishólmi
Bjarkar
því að loknu
námi í Há-
skólanum hygg-
ur hún á fram-
haldsnám í stjórn-
un þár í landi en
samhliða þýskunám-
inu hér tekur hún
kúrsa í viðskiptafræði.
I framhaldsnám til
Þýskalands
„Eg hugsa að ég fari til Þýska-
lands i nám seinna meir en það fer
hins vegar allt eftir því hvað maður
er að fara að gera í þolfiminni.
Núna stefni ég á mót erlendis. Það
er heimsmeistaramót í haust og ég
þarf líklega að fara á úrtökumót fyr-
ir það þannig að ég þarf að halda
mér i formi þangað til og æfa mig
vel. Ég er annars búin að takast of
mikið á hendur núna og verð þvi að
skipuleggja mig aðeins betur.“
Þolfimi er orðin viðurkennd
íþróttagrein hér á landi og heyrir
undir Fimleikasamband Islands.
Þótt iðkendur þolfimi hér á landi
séu fjölmargir hafa þátttakendur í
mótum ekki verið jafn margir að
tíma í senn.
„Svo þarf að finna spor og tónlist
sem getur verið mjög erfitt. Það er
líka mjög erfitt að æfa einn eins og
ég gerði. Ég fékk hins vegar mjög
góða hjálp frá Hrafni í Stúdíói
Ágústu og Hrafns og á honum mik-
ið að þakka.“
Ásdís Björk stefnir nú á heims-
meistaramótið í haust. Þótt hún hafi
þurft að æfa mikið fyrir íslandsmót-
ið veit hún að það var aðeins byrj-
unin. Nóg er eftir.
PP
„Ég hugsa að ég fari til Þýskalands í nám
seinna meir en það fer hins vegar allt eftir
því hvað maður er að fara að gera ■ þol-
fiminni. Núna stefni ég á mót erlendis."
sama skapi. Þetta er þó að breytast
og hafa aldrei verið jafn margir
keppendur í íslandsmóti og nú. Til
dæmis eru fimleikafélögin að stofna
sérstaka þolfimihópa innan sinna
vébanda.
„Kvennaflokkurinn var til dæmis
mjög jafn núna - hann hefur reynd-
ar aldrei verið eins jafn. Það gat
hver sem var unnið.“
Ásdís Björk segir samkeppnina
harða meðal þolfimifólks - mun
meiri en í fimleikum. Sumt þolfimi-
fólk hafi heldur ekki mikið álit á
fimleikum og þeim sem koma úr því
umhverfi. Sjálf segist hún ekki
hlusta á þessa gagnrýni. Hins vegar
standi þeir sem æft hafi fimleika af
einhverju viti. mjög vel að vígi í
þolfiminni því i fimleikunum öðlist
fólk mikinn styrk, sjálfsaga, þrek og
tækni.
Undirbúningur fyrir mót eins og
það sem fram fór um síðustu helgi
er talsverður. Ásdis Björk segist
sjáif alltaf vera að gera styrktaræf-
ingar. Tveimur mánuðum fyrir
þetta mót hafi hún síðan farið að
æfa markvisst með því að mæta
á morgnana og aftur á kvöldin
til æfinga. Þetta þarf hún að
halda áfram að gera þar til
kemur að heimsmeistaramót-
inu í haust og í
lengri
iIiipi
CLASSIC
Sokkabuxurnar
FYRIR ÞIGI