Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1996, Blaðsíða 2
LAUGARDAGUR 9. MARS 1996 DV
fréttir
Fermingarbarnamót á Löngumýri í Skagafirði:
Presturinn og 28
börn fengu niðurgang
- sterkur grunur á matareitrun af kjötbollum eða hakkrétti
Sterkur grunur leikur á að 28 af 55
fermingarbömum frá Sauðárkróki
hafi fengið matareitrun í vikunni
þegar heim kom af fræðslusamkomu
á Löngiunýri í Skagafirði sem haldin
var á mánudag og þriðjudag. Prestur-
inn veiktist sömuleiðis og þrír af fjór-
um fullorðnum fararstjórum sem
voru með í fór. Fermingarbömin
hafa meira og minna verið frá skóla
vegna matareitrunarinnar en enginn
hefur lagst á sjúkrahús vegna þessa.
Vitað er um fleiri böm en þessi 28
sem hafa fengið snert af matareitrun.
Orsök veikindanna liggur ekki fyr-
ir. Sigurjón Þórðarson, heilbrigðis-
fulltrúi Skagaflarðar, staðfesti í sam-
tali við DV að saursýni hefðu verið
tekin og sett í ræktun. Hann sagði
rökstuddan grun vera fyrir matar-
eitrun en litlar líkiu væra á salmon-
ellusýkingu. Veikindin hafa einkum
lýst sér sem niðurgangur, uppköst og
ógleði og i verstu tilfellum þrálátir
magaverkir. Sigurjón sagðist ekki
hafa heyrt um að bömin hefðu feng-
ið hita en hár hiti er einmitt algengt
einkenni salmonellusýkingar. Sigur-
jón reiknaði með niðurstöðu úr rækt-
uninni fljótlega.
Fermingarbömin borðuðu tvær
heitar máltíðir í ferðinni. í fyrra
skiptið yora kjötbollur á boðstólum
og í seinna skiptið hakkréttur sem
innihélt pylsubita. Ekki liggur fyrir
hvor rétturinn olli matareitrun. Þó
liggur fyrir að sá fararstjóranna sem
ekki veiktist sleppti seinni réttinum
þannig að hakkið eða pylsurnar
liggja mest undir grun.
í samtali við DV viðurkenndi sr.
Gísli Gunnarsson í Glaumbæ, sem
sinnir Sauðárkróksprestakalli i fjar-
veru Hjálmars Jónssonar, að hafa
fengið niðurgang skömmu eftir að
hann kom heim frá Löngumýri.
Hann vildi að öðra leyti ekki tjá sig
um málið fyrr en ljóst væri hvað olli
veikindunum hjá honum og ferming-
arbömunum. -bjb
Fundur NEAFC í London:
Engin
niöur-
staða enn
Lítið gekk á fundi NEAFC,
Norðaustur-Atlantshafs-fisk-
veiðinefndarinnar í London í
gær um að ná samkomulagi
um stjóm veiða á úthafskarfa.
Að sögn Jóns B. Jónassonar,
skrifstofustjóra í sjávarút-
vegsráðuneytinu, síðla dags í
gær myndi þaö veröa ljóst
með kvöldinu hvort einhvers
konar samkomuiagsgrund-
völlur skapaðist.
í fyrradag kom fram mála-
miðlunartillaga en samkvæmt
henni gæti ísland fengið 40-45
þúsund tonna kvóta. Formað-
in- íslensku sendinefndarinn-
ar, Guömundur Eiríksson,
lagði í gær fram nýja tillögu
og fleiri tillögur komu fram.
íslenska sendinefndin lýsti sig
reiöubúna til þess aö halda
viðræðum áfram fram á kvöld
i gærkvöldi og um helgina.
Guðmundur hefur lýst því
yfir að síðustu forvöð séu að
ná samningum nú þar sem
aukaársfundur NEAFC standi
fyrir dyrum þar sem ákveða
verður kvóta áður en karfa-
vertíð hefst. Takist það ekki
verði veiðarnar stjórnlausar.
-SÁ
.- j
m
Fagur
fiskur
o* m
ur sjo
Hér eru Jóhann Helgi Jóhannesson og Rúnar Marvinsson á veitingastaðnum Við Tjörnina þess albúnir að eida þenn-
an mjög svo sjaldgæfa fisk sem Jóhann heldur á. Hann heitir fagurserkur og togarinn Engey veiddi hann við Azor-
eyjar. Óli Jónsson, starfsmaður á veitingastaðnum, sem hafði smakkað fiskinn, sagði að hann væri mildur á braðið
en mjög góður og líktist helst sjóbirtingi. DV-mynd S
Skilaöi athugasemdalaust inn 83 fölsuöum innskattsskýrslum til skattayfirvalda:
Sveik út 12,6 milljónir á
sama hátt og Vatnsberinn
- fær árs fangelsi og á aö greiða ríkissjóði tæpar 20 milljónir
39 ára Reykvíkingur, Davíð Geir
Gunnarsson, hefur verið dæmdur í
eins árs fangelsi og til að greiða rík-
issjóöi samtals 19,6 milljónir króna
í sekt vegna stórfellds skattsvika-
máls sem hann varö uppvís að.
Greiði sakborningurinn ekki 7
milljóna króna sektargreiðslu inn-
an fjögurra vikna frá uppkvaðn-
ingu dómsins er honum gert að
sæta eins árs fangelsi til viðbótar.
Auk þess er honum gert að greiða
þær 12,6 milljónir króna til baka
sem hann sveik út úr skattayfir-
völdum.
Málið hefur um margt minnt á
mál Vatnsberans svokallaöa enda
náði Davíð Geir á árunum
1992-1995 í 83 skipti að skila til-
hæfulausum innskattsskýrslum til
skattayfirvalda. Þannig sveik hann
út 12,6 milljónimar meö því að telja
skattayfirvöldum trú mn að hann
stundaði rekstur, fiskverkun og
fiskútflutning, sem ekki reyndist
fótur fyrir. Þetta gerðist með því að
hinum margumtöluðu innskatts-
seðliun var skilaö inn með röngum
upplýsingum á án þess að gerðar
væru við það athugasemdir. Davíð
Geir var framkvæmdastjóri hlutafé-
lagsins Fangs hf. í Reykjavík.
Til samanburðar þessu máli var
Vatnsberamaðurinn dæmdur í
tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir að
svíkja út um 38 milljónir króna
með 112 folsuðum innskattsskýrsl-
um. Hann var einnig dæmdur til að
greiða 20 milljónir króna í sekt.
í Vatnsberamálinu neitaði sak-
bomingurinn, Þórhallur Ölver
Gunnlaugsson, sakargiftum þrátt
fyrir að fyrir iægju gögn og fram-
burðir sem dómstólar töldu full-
sanna málið. í máli Davíðs Geirs lá
skýlaus játning hins végar fyrir
þannig að dómsyfirheyrslur þurftu
ekki að fara fram á sama hátt og í
fyrrgreinda málinu.
Dómurinn mat það við refsiá-
kvörðun að sakbomingin-inn viður-
kenndi brot sín greiðlega en taldi
þau engu að síður stórfelld. Hjörtur
O. Aðalsteinsson, héraðsdómari í
Reykjavík, kvað upp dóminn. -Ótt
Þú getur svaraö þessari
spurningu meö því aö
hringia í síma 904-1600.
39,90 kr. mínútan.
,r ö d d
FOLKSINS
904-1600
Á að taka á ný upp
Geirfinnsmálið
fyrir dómstólum?
Já jJ
Nel 2]
Blaöamannafélagið:
Krefst afsökun-
arbeiðni af lög-
manni biskups
Blaðamannafélag íslands sam-
þykkti í gær eftirfarandi ályktun
vegna yfirlýsinga Ragnars Aðal-
steinssonar, lögmanns biskups:
„Sfjóm Blaðamannafélags íslands
lýsir undrun sinni og fúrðu á yfir-
lýsingum Ragnars Aðalsteinssonar,
lögmanns biskups, í garð fjölmiðla í
útvarpsfréttum og vísar þeim alfar-
ið til foðurhúsanna. Yfirlýsingar
um að fjölmiðlar flytji vísvitandi
rangar fregnir er alvarleg aðför að
starfsheiðri blaða- og fréttamanna
og hreinn atvinnurógur.
Stjóm Blaðamannafélagsins ætl-
ast til að hæstaréttarlögmaðurinn
Ragnar Aðalsteinsson taki aftur orð
sín og biðjist velvirðingar á þessum
ummælum sínum í garö blaða- og
fréttamanna.“
stuttar fréttir
Skeljungsgróði
Ársreikningur Skeljungs fyr-
ir árið 1995 var afgreiddur á
stjómarfundi í gær. Þar kom
fram að hagnaður ársins nam
145 milljónum króna sem er
f besta afkoma félagsins í langan
I tíma.
TVG og Zimsen í eitt
Skipaafgreiðsla Jes Zimsen
hf. og Tollvörageymslan, TVG,
I hafa ákveðið að sameinast í eitt
fyrirtæki. í kjölfarið hefur Eim-
j skip gert hluthöfum TVG tilboö
í hlutabréf þeirra.
Lækkað raforkuverð
* Sökum góðrar afkomu hefúr
j stjóm Hitaveitu Suðurnesja
ákveðið að lækka raforkuverð
til heimila um 12,5% þann. 1.
^ apríl.
Landsbankinn hagnast
Landsbanki íslands skilaði
| tæplega 177 milljóna króna
hagnaði á síðasta ári. Þetta
" kom fram á ársfundi bankans í
gær. Framlög á afskriftareikn-
ing námu 1,3 milljörðum sam-
anborið við 2 milljarða árið
1994.
Bakarí biðst forláts
j Forráðamenn Samsölubak-
arís hafa sent frá yfirlýsingu
þar sem viðskiptavinir eru
beðnir afsökunar á salmonellu-
sýkingimni sem upp kom í
j rjómabollum frá bakaríinu.
{ Bakaiúið ætlar að herða dagleg-
| ar vinnureglur í öllu eftirliti.
Brenndir í bekkjum
Fjórir Islendingar hafa skað-
j brennst í ljósabekkjum á síð-
J ustu vikum. Þetta kemur fram í
; bréfi sem félag húðlækna hefur
| sent landlækni. Þetta kom fram
j á Bylgjunni. -bjb