Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1996, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1996, Blaðsíða 46
«4 iþróttir LAUGARDAGUR 9. MARS 1996 Ásgeir á fleygiferð í ieik með Stuttgart keppnistímabilið 1985-86. r Asgeir Sigurvinsson, fyrrum atvinnumaður í knattspyrnu, í spjalli við DV: frá Islandi Ásgeir er hér hylltur eftir síðasta leik sinn með Stuttgart fyrir 6 árum. Ásgeir segist eyða mestum tíma sínum í dag í fyrirtækið sem hann rekur en hann hefur þó ekki sagt skilið við knattspyrnuna. Mörg félög í neðri deildunum í Þýskalandi hafa viljað fá hann til að þjálfa og sjálfur segist hann hafa hug á þvf að þjálfa aftur eftir einhver ár. Stuttgart og til að fylgjast með and- stæðingum liðsins. Ásgeir kom heim árið 1984 og tók við þjálfun 1. deildarliðs FVam og starfaði þar í eitt ár. En hvað er Ásgeir að gera núna? spyrnusögu Ásgeirs hafi byrjað. Hann átti þó á brattann að sækja með Bayem. Hann lenti upp á kant við þjálfarann og var sveltur meira og minna allt tíma- bilið. Eftir það keypti Stuttgart hann og þá má segja að frægðarferill Ás- geirs hafi byrjað. Hjá Stuttgart fór hann strax að blómstra og það leið ekki á löngu að hann var orðinn besti leik- maður liðsins og einn af bestu leik- mönnum deildarinn- ar. Hann kórónaði frammistöðu sína með því að vera kos- inn besti erlendi leikmaður deildar- innar árið 1984 en það sama ár hamp- aði Stuttgart þýska meistaratitlinum. Það var síðan árið 1990 sem Ásgeir lék sinn síðasta leik með Stuttgart og batt þar með enda á glæsileg- an 17 ára feril sem atvinnumaður. Það sama ár skrifaði hann undir þriggja ára samning við fé- lagið og var ráð- inn til að vera „yfirnjósn- ari“ Mestur tíminn fer í fyrirtæk- ið „Ég hef dregið mig af mestu leyti út úr starfinu hjá Stutt- gart en þó ekki al- veg. Mestur tími minn í dag fer í fyr- irtækið sem ég á en það er fyrirtæki sem framleiðir allar teg- undir af drykkjar- vörum að mjólk und- anskilinni. Þetta hef- ur gengið vel mjög vel og mikill og góð- ur markaður er fyrir þessar vörur í Þýskalandi." „Ég hef ekki lagt skóna alveg á hill- una því við hittumst reglulega gamlir leikmenn úr Stutt- gart og spilum við jafnaldra okkar úr öðrum liðum og við lið úr neðri deild- unum. Það er mjög gam- an að hitta fé- lagana og um leið að halda sér að- eins í formi.“ Ásgeir segist fylgjast vel með knatt- spyrn- unni í Þýskalandi og reynir að sjá alla leiki Stuttgart, alla vega á heima- velli. Tveir ís- lenskir knatt- spymumenn eru hjá Stuttgart. Það eru þeir Helgi Sig- urðsson og Sigurvin Ólafsson, sonur Ólafs, bróður Ás- geirs. „Ég er bara í þessu hefðbundna það er að vinna og hafa gaman að líf- inu,“ sagði Ásgeir Sigurvinsson, fyrr- um atvinnumaður í knattspyrnu, þeg- ar DV sló á þráð- inn til hans og tók hann í smá spjall. Ásgeir, sem er orðinn 41 árs, er án efa sá ís- lenski íþróttamað- ur sem lengst hefur náð í íþrótt sinni á erlendum vett- vangi. Það var árið 1973 sem hann gerðist atvinnumað- ur með belgíska lið- inu Standard Liege. Hann lék við góðan orðstír með liðinu í 8 ár og þaðan fór hann til þýska stór- liðsins Bayern Múnchen. I Þýskalandi má segja að nýr kafli í knatt- Helgi op Sig- urvin í fram- tíðarplönun- um „Þeir eru báðir inni i framtíðarplön- um Stuttgart. Helgi var óheppinn að meiðast og missti svolítið úr en hann er farinn að æfa á fullu með varaliðinu og hefur verið á varamannabekknum í aðaliiðinu að und- anfornu. Þeir báðir hafa verið að standa sig vel með varalið- inu og það ýtir undir að þeir fái tækifæri með aðalliðinu." Eftir 1. júlí munu eiga sér stað breyt- ingar i kjölfar Bosm- an-málsins og þá verður ekki litið á Helga og Sigurvin sem útlendinga leng- ur. „í dag eru þrír er- lendir leikmenn í byrjunarliði Stutt- gart og því við ramman reip að draga fyrir strákana en þetta gæti breyst með þessum nýju reglum.“ „Ég á von á því að það ætti að vera auð- veldara en áður að komast að í atvinnu- mennskunni en stökkið upp er svo stórt fyrir suma heiman frá Islandi. Þeir fá ekki atvinnu- samning svo ungir nema kannski einn á 10 ára fresti." Ásgeir er ekkert ýkja hrifinn af þýsku knattspyrn- unni þetta árið. Stóð til boða að þjálfa „Ég get ekki sagt að hann sé neitt sér- staklega mikið fyrir augað. Flest liðin spila varnfærnislega og hálfgerðan krafta- bolta og hugsa meira um að verjast en að sækja. Ég held bara að Stuttgart sé að spila skemmtileg- asta fótboltann með Búlgarann Balakov og Júgóslavann Bobic í broddi fylk- ingar. Hvað landslið- iö varðar þá verður engin breyting þar á. Þjóðverjar verða sterkir að vanda og munu fara langt í Evrópukeppninni. Það er alltaf sami metnaðurinn þar og þrátt fyrir að Berti Vogts hafi fengið harða krítík hefur hann verið að vinna sig í áliti hjá spark- fræðingum". Eins og áður segir þá reyndi Ásgeir fyr- ir sér með þjálfun þegar hann tók við liði Fram. Hefur hann í hyggju að taka þjálfaraskóna fram aftur? „Ég veit það eigin- lega ekki en það verður varla fyrrr en eftir einhver ár. Mér stóð til boða að taka við nokkrum liðum í áhuga- mannadeildinni þar sem ég hef ekki rétt- indi í úrvalsdeildina en meðan atvinnu- reksturinn er i upp- byggingu get ég ekki leyft mér að hlaupa frá. Ég vil þá frekar reyna að spila sjálf- ur á þessum árum sem maður getur það. Fór frá Fram í góðu „Þegar ég kom heim var fyrirtækið komið á kortið en ég fór frá Fram í góðu og ber góðar taugar til félagsins. Það var leiðinlegt að liðið skildi falla í fyrra en það var kominn tími á endurnýjun og ég held að Ásgeir sé rétti maðurinn til búa til gott lið aftur. . Hann hefur góð áhrif á þá þarna í Safamýrinni." Er Ásgeir þá ekkert á heimleið? „Ég get ekki séð það gerast á næstu árum. Krakkarnir eru í skóla hérna og það er erfitt að rífa þau úr honum. Ég get alveg séð fyrir mér að vera 5-6 ár til viðbótar en við endum heima þegar líður á. Þegar maður er búinn að vera lengi úti er erfitt aö slíta sig burt og mað- ur reynir þá bara að koma oftar heim og stoppa lengur í einu yfir sumartímann.“ Ásgeir segjast fylgjast vel með fréttum að heiman. Hann fær blöðin og segist alltaf reyna að hluta á hádegsifrétt- ir gufunnar. -GH ( í 4 4 :: 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.