Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1996, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1996, Blaðsíða 35
„Ég hef alltaf hugsað mér sjálfan mig dansandi og syngjandi,“ segir leikarinn Tony Danza. við þætti sína. Það eru kannski ekki margir sem vita að lagið, sem heyrist í enda þáttanna um Fraiser, er flutt af Fra- iser sjálfum, það er að segja leikar- anum Kelsey Grammer. Leikarinn Tony Danza segist hafa unun af að syngja. „Ég er ítali og allir ítalir eru söngvarar. Látið mig bara hafa hljóðnema, stólkoll, ljóskastara og lag og ég skal syngja,“ segir Danza eldhress. JLlV LAUGARDAGUR 9. MARS 1996 sviðsljós « Andrew Shue, sem leikur í Melrose Place, þykir líkjast hinum frægu Kennedy-bræðrum. Syngjandi og spilandi leikarar Andrew Shue í Melrose Place: Það er vitað að marga langar að gera annað en það sem þeir eru frægir fyrir enda ólíklegt að menn séu bara fæddir til að sinna einu starfi alla ævi. Fjölda leikara langar að leikstýra eins og til dæmis Robert Redford og Mel Gibson. Einnig eru dæmi um að fyrirsætur fari bak við myndavélina þegar þær hætta að sitja fyrir eins og María Guðmundsdóttir gerði. Þá eiga sjónvarpsstjörnur það til að semja og flytja kynningarlögin Kelsey Grammer við píanóið sem hann grípur gjarnan í. ■hhhhhhh hreina tilviljun Andrew Shue, sem leikur Billy Campbell, er mjög ánægður með að hafa fengið hlutverk í þáttunum Melrose Place. „Þetta var einstök heppni og virkilega það sem mig langar að gera,“ segir þessi 29 ára gamli hjartaknúsari sem býr í hús- næði í spönskum stíl í Hollywood og hefur sundlaug í garðinum. Það var alger tilviljun að hann varð leikari. Hann var ásamt Elisa- beth systur sinni viðstaddur verð- launaafhendingu í Hollywood vegna myndar- innar Back to the Fut- ure Part II sem hún lék i. Þess má geta að Elisabeth Shue er nú tilnefnd til óskars- verðlauna fyrir leik sinn í myndinni Leaving Las Vegas. Það var hins vegar árið 1989 sem þau systkinin komu sam- an til verð- launaafhendingarinnar afdrifaríku. Andrew þótti ekki undarlegt að ver- ið væri að taka myndir af þeim eða öllu heldur henni. Þetta breytti samt lífi hans vegna þess að mynd- irnar urðu til þess að hann var upp- götvaður. Andrew hafði aldrei látið sér detta í hug að verða leikari, hann hafði alltaf haldið aö hann yrði lög- fræðingur eins og faðir hans. Eldri bróðir Andrews hafði farist af slysförum árið áður. en þetta gerðist og það varö Andrew mikið áfall. Hann ákvað, skömmu eftir að myndirnar voru teknar af honum og systur hans, að eyða einu ári í Zimbabwe til að átta sig á hlutun- um. Systir hans fór að fá fyrirspurnir um þennan dökkeyga, unga mann með vanga- svip Kenn- edyanna, sem var með henni á ljósmyndun- um, og var spurð hvort hann væri leikari. Hún sagði já þó að það væri ekki satt, skrifaði í skyndingu bréf til Zimbabwe og sagði bróður sín- um hvað hún hefði gert og sagðist viss um að hann hefði hæfi- leika til að leika. „Þegar við vorum að alast upp í South Orange N.J. vorum við alltaf að taka kvikmyndir á litla vél heima. Andrew var langfrjálslegast- ur fyrir framan kvikmyndavélina, miklu frjálslegri en ég,“ sagði Elisa- beth Shue. Hér er Andrw ásamt systkinum sínum, John og Elisabeth. Þegar Andrew Shue kom heim frá Afríku fékk hann fljótlega hlutverk Billys Campbells í Melrose Place, og það er í raun eina fasta starfíð sem hann hefur gegnt. „Hann hefur svo yndislega sakleysislegt útlit,“ segir Aaron Spelling, framleiðandi Mel- rose Place þáttanna. Shue er nú meðal vinsælustu karlleikaranna í þáttunum. Ungu stúlkunum til hryggðar skal tekiö fram að Andrew Shue kvæntist fyrir fimm mánuðum. Sú heppna heitir Jennifer Hageney og eiga þau von á sínu fyrsta barni í ágúst. Uppgötvaður fyrir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.