Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1996, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1996, Blaðsíða 26
LAUGARDAGUR 9. MARS 1996 - rætt við þrjá af aðalleikurunum sem uppaldir eru í leikhúsi A Herranótt, leikfélag Menntaskólans í Reykjavík, frumsýndi í fyrrakvöld í Tjarnar- bíói gamanleikinn Sjálfsmorðingjann eftir hinn rússneska Nikolaj Erdman. Verkið var þýtt sérstaklega fyrir leikfélagið af Áma Berg- mann en um afmælissýningu er að ræða þar sem Menntaskólinn í Reykjavík er 150 ára í ár. MR-ingar hafa jafnan sýnt metnað við upp- setningu leikrita og tjaldað miklu til en að þessu sinni er sérstaklega mikið i sýninguna lagt. Alls taka um 70 manns þátt í sýning- unni, þar af 25 leikarar. Leikstjóri er Magnús Geir Þórðarson, Snorri Freyr Hilmarsson hannar leikmynd og búninga og ljósahönnuður er Sig- urður Kaiser Guðmundsson. Tón- listin skipar veglegan sess í leikrit- inu en hún er eftir Ólaf Björn Ólafs- son, nemanda í MR. DV tók þrjá af aðaUeikurunum tali, þau Ragnar Kjartansson, Ólaf EgU Eg- Usson og Esther Talíu Casey. ÖU eiga þau það sameiginlegt að vera nánast alin upp í leikhúsinu. Ragnar er son- ur Kjartans Ragnarssonar leik- stjóra og Guðrúnar Ásmundsdótt- ur leikkonu, Ólafur er sonur Tinnu Gunnlaugsdóttur leikkonu og EgUs Ólafssonar fjöllistamanns og Esther er barnabarn Bríetar Héðinsdóttur leikstjóra. Ragnar hefur m.a. getið sér gott orð með hljómsveitinni Kósý. Auk þeirra þriggja fara Sólveig Guðmunds- dóttir og Katrín Brynja Valdi- marsdóttir með aðalhlutverk í sýningunni. Þremenningamir hafa aUir leik- ið með Herranótt áður og eitthvað komið nálægt atvinnuleikhúsun- um. Þannig fór Esther með lítið hlutverk í Svartfugli þegar amma hennar, Bríet, setti verkið upp í Þjóðleikhúsinu. Ólafur hefúr tekið þátt í sýningum í bæði Borgarleik- húsinu og Þjóðleikhúsinu og svipaða sögu er að segja um Ragnar. Höfundurinn í Gúlagið „Þetta er rússneskt leikrit sem sýnt var fyrst árið 1927. Það var strax bannað, þótti ádeUa á Sovétstjómina, og Nikolaj Erdman var sendur í útiegð i „Gúlagið". Leikritið lá í gleymsku þar tU það var sýnt á Vesturlöndum fyrir tíu eða fimmtán árum. Þetta er í raun nýtt, gamalt leikrit með miklum húmor. Það fjahar um mann sem kvis- ast út að ætii að fara að skjóta sig. Þá kemur aUs kyns fólk og biður . hann að skjóta sjálft sig. Nágranni hans, sem ég leik, fer síðan að selja hann sem sjálfsmorðingja, án hans vitundar. Undir- tónninn í leikritinu er drangalegur en það er aUs ekki pólitískt. Það fjaUar meira um hvað mann- eskjan getur orðið fá- ránleg í gjörðum sín- um,“ sagði Ragnar þegar hann var beðinn að lýsa verkinu í stuttu máli Fórnarlamb aðstæðna Ólafur EgiU leikur titilhlutverkið, sjálfs- morðingjann Semjan Semjanovitch, eða Jón Jónsson upp á íslensku. „Sjálfsmorðinginn er meðalmaður í öUu hátterni og ofureðlUegur. Hann er fómarlamb aðstæðnanna með mikið samviskubit. Hann er með sam- Par utan sem innan sviðs og hans hlutverki. viskubit yfir að hafa verið atvinnulaus í heUt ár, honum sámar að vera á annarra framfæri. Hann lifir á konunni sinni, sem sér fyrir hon- um og mömmu sinni. Hann er líka svolítiU auli, lætur aðra stjórna sér. Þannig finnur ná- granni hans fyrir hann fólk sem hefur áhuga á að koma til að fremja sjálfsmorð fyrir ein- hvern málstað, hugsjónir eða jafnvel ástir og fagrar konur. Síðan hefur nágranninn lúmsk- an áhuga á konunni minni,“ sagði Ólafur Eg- Ul og um leið greip Ragnar inn i: „Ég hef meira en lúmskan áhuga á öllum konum." Esther leikur konu sjálfsmorðingjans og kemur sér ágætlega þvi hún og Ólafur Eg- iU eru kærustupar þegar út fyrir leiksviðið er komið. „Þetta er kona sem ger- ir allt fyrir manninn sinn, er fyrirvinna hans og fórnar sér gjörsam- lega. Við Ólafur kynnt- umst löngu áður en æf- ingar á þessu leikriti hófust. Við búum að því í sýningunni að vera sam- an, sambandið kemur sér mjög vel,“ sagði Esther. Eins og áður sagði var leikritið frumsýnt i fyrra- kvöld í Tjarnarbíói. Önn- ur sýning er í kvöld og sú þriðja annað kvöld. AUs er áætiað að sýna Sjálfs- morðingjann tíu sinnum. -bjb Esther Talía Casey, barnabarn Bríetar Héðinsdóttur, Ólafur Egill Egilsson, sonur Tinnu Gunnlaugsdóttur og Egils Ólafssonar, og Ragnar Kjartansson, sonur Kjartans Ragnarssonar og Guðrúnar Ásmundsdóttur, leika þrjú af fimm aðalhlutverkum í gamanleikrit- inu Sjálfsmorðingjanum sem leikfélag MR sýnir um þessar mundir. Um æðar þeirra rennur leiklistarblóð og þess má geta að Esther og Ólafur eru í sambúð, jafnt utan sem innan leiksviðs. DV-mynd ÞÖK Myndlistarkonan Kristín Blöndal undirbýr sýningu í Gallerí Greip: Að geta sleppt þeim þráðum sem við höldum í - er þemað sem Kristín leggur upp að þessu sinni Kristín Blöndal myndlistarkona undirbýr sýningu sem opnuð verður í Gall- erí Greip um næstu helgi. í bakgrunni eru nokkur málverkanna sem sýnd verða. DV-mynd GS „Þetta er framhald af því sem ég hef verið að gera á fyrri sýningum. Sem dæmi var ég með sýningu fyrir tveimur ámm í Gallerí Hjá þeim sem nefndist Konur i römmum. Þar fjallaði ég um þá ramma sem um- lykja okkur og eru settir af ýmsum þáttum í umhverfinu, s.s. fjöl- skyldu, menningu og fleiru. Þetta hef ég þróaö áfram, hvemig hægt er að hreyfa sig innan þessara ramma og brjótast út úr þeim. í stað rammanna eru þræðir sem við höld- um í, eða halda í okkur, og spurn- ingin er hvort við getum sleppt þeim. Það em pælingcir í þessa veru sem ég er að fást við,“ sagði mynd- listarkonan Kristín Blöndal í sam- tali við DV en hún er um þessar mundir að undirbúa sýningu í Gall- erí Greip sem opnuð verður um næstu helgi. Sýningin ber heitið Til- brigði. Þar ætiar Kristín að sýna fjögur stór olíumálverk auk nokk- urra smærri mynda. Þetta er sjötta einkasýning Krist- ínar en hún hefur tekið þátt í tveim- ur samsýningum. Þess má geta að sýning á verkum hennar í veitinga- staðnum Samurai, sem opnuð var í desember síðastiiðnum, stendur enn yfír. Kristín stundaði nám í Mynd- listar- og handíðaskóla íslands árin 1988-1992 og var gestanemandi í Statens Kunstakademi í Osló árið 1991. Kristín sagðist hafa unnið flest málverkin í alian vetur. Ákvörðun um sýninguna í Gallerí Greip hefði legið fyrir síðastliðið sumar. Ávextir konunnar í forgrunni Einu verkanna, sem Kristín kall- ar Pianissimo, lýsir hún svo: „Við höfúm myndir af konum með ávexti fyrir framan sig. Þær eru málaðar daufar í bakgmnnin- um en em samt mjög sterkar. Ávextimir fyrir framan em meira áberandi. Þetta finnst mér afar táknrænt fyrir stööu konunnar. Hún heldur sig meira í bakgmnnin- um á meðan að það sem við getum kallað ávexti hennar starfs eða lífs eru mun meira í forgrunni." Verk Kristinar eru stór og koma til með að þekja veggina í Gallerí Greip. Frá upphafi undirbúnings sýningarinnar hefur hún haft gall- eríið, sem er lítið og huggulegt, í huga og „klæðskerasaumað" mynd- irnar. Eiga þær eftir að vekja mikla athygli sýningargesta. Þá verða nokkrar litiar myndir í kjallara gallerísins. Þar hanga gifsflgúrur í þráðum fyrir utan ramma og varpa á þá skuggum. Eins og kom fram í upphafi er Kristin að fást við umhverfi kon- unnar og þá þræði sem hún hangir í innan rammans. Hún var spurð hvort hún hefði sjálf einhvem tím- ann sleppt þræðinum. „Nei, þó mér finnist ég hafi sleppt mörgum þráðum og brotið ein- hverja ramma hugsa ég að það sé ekki með öllu hsegt. Ég held hins vegar að það sé mjög sterk löngun til að sleppa öllum þráðum, verða frjáls. Samt sem áður togast þetta á. Það er sterk þörf fyrir það öryggi sem rammamir veita okkur í raun. Eftir því sem rammarnir em þrengri þeim mun meira er öryggið. Alla vega eitthvað sem okkur finnst vera öryggi. Ég sé fyrir mér að ef við brjótum rammann og sleppum öllum þráðum þá séum við i algjöru tómcirúmi. Þetta er spennandi hugs- un en ekki framkvæmanleg, að ég held.“ Aðspurð sagðist Kristín til þessa nær eingöngu hafa málað konur. Það sé ekki vegna þess að hún vilji ekki mála karla. „Mér finnst þetta ekkert óeðlilegt. í fyrsta lagi er ég náttúrulega kona. í öðm lagi hef ég unnið mjög mikið með konum. Áður en ég fór í mynd- list var ég i kvennastétt sem leik- skólakennari. Ég hef unnið mikið í Kvennaathvarfinu og starfað með Kvennalistanum þannig að minn heimur hefur snúist um konur og þeirra líf.“ -bjb
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.