Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1996, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1996, Qupperneq 6
6 MÁNUDAGUR 18. MARS 1996 Fréttir Einkaviðtal DV við The Prodigy: Tónlistin og Island Taktföst tónlistin skók líkama ungra tónleikagesta og krafturinn var þvílíkur að varla þurfti vöðvakraftinn til, fólk hreyfðist af sjálfu sér. Keith, Liam, Leroy og Maxim, meðlimir hljómsveitarinnar The Prodigy. DV-myndir Teitur Hljómsveitin The Prodigy hélt tónleika í Laugardalshöllinni á laugardagskvöld. Taktföst tónlistin skók líkama ungra tónleikagesta og krafturinn var þvílíkur að varla þurfti vöðvakraftinn tU, fólk hreyfð- ist af sjálfu sér. Á þessum tónleik- um sýndi hljómsveitin hvers vegna hún er fremst í flokki á sviði dans- tónlistarinnar í heiminum. Stuttu fyrir þessa ótrúlegu danssýningu hitti undirritaður Keith, Liam, Ler- oy og Maxim á herbergi 644 á Hótel Sögu. GBG: „Ok., þið eruð komnir aftur tU íslands (í þriðja skiptið), hvert er aðdráttaraflið?“ Leroy: „Kvenfólkið." Liam: „Við spilum úti um allan heim, í Evrópu og fleiri stöðum.“ Keith: „Við spiluðum í 26 mis- munandi löndum í fyrra. Ég get ekki einu sinni nefnt 26 lönd, hvað þá munað hvar þau eru. Við spUum bara þar sem við fáum gott „buzz“ út úr því og við höfum spilað hérna áður og alltaf liðið vel með það.“ Liam: „Áð vísu var fólkið sem sótti Uxa mun eldra en hópurinn sem við eigum von á í kvöld. Það truflar mig dálítið, því ef fólkið er of ungt skilur það líklega ekki sýning- una. “ Liam: „Þú getur ekki beðið fólk um að hætta að kaupa tónlistina þína en þegar við erum í Englandi spilum við á klúbbum þar sem ald- urstakmarkið er 18 ár.“ GBG: „Já, en fólkið sem kaupir plöturnar ykkar hér á landi er á aldrinum 13 til 20 ára.“ Keith: „Ég man þegar ég var fjórt- án ára, þá hlustaði ég á The Jam og þannig hljómsveitir og nú þegar maður sér hvað hefur orðið úr Paul Weller þá skilur maður hvað The Jam var kúl hljómsveit og finnst kúl að hafa hlustað á þá á þessum aldri. Þannig að mér finnst virðing- arvert ef einhverjir litlir strákar, sem eru vel á undan sinni samtíð, fila tónlistina okkar. Við viljum bara ekki fólk sem öskrar of mikið." Leroy: „Þaö á frekar heima á Take That tónleikum." Nýja platan GBG: „Hvernig gengur svo nýja platan?" Liam: „Ég er búinn með sex lög núna og þegar ég er búinn með tíu þá lít ég á verkið og tek ákvörðun um hvort því sé lokið. Athuga hvort það vantar meira í það, það er bara þannig sem ég vinn. Þegar ég var búinn með Firestarter (sem Keith syngur og kemur út í Bretlandi í dag) var ég mjög ánægður og ákvað að búa til lag þar sem Keith og Max- im „syngja" saman. Svo bjó ég til svona „retro, techno, instrumental" lag sem við spilum meðal annarrs í kvöld (þeir spiluðu allt nýja efnið og það lofar góðu), svo gerði ég eitt lag með Maxim sem heitir Mindfields og svo endurgerðum við lag með Corky, sem er gamalt hip hop band. Já, þetta er áframhald af Jilted Generation. Við höldum kraftinum og höldum tónlistinni harðri áfram.“ GBG: „Haldið þið að nýja platan laði að sér stærri hlustendahóp?" Liam: „Þaö er alltaf að gerast. Til dæmis hlusta margir rokkunnendur á okkur í Bretlandi.“ Maxim: „Svo spilum við á tónlist- arhátíðum líka og þar er enn einn hópurinn mættur.“ Liam: „Við erum fullorðins band sem vinnur ekki eftir formúlum. Ég geri bara hluti sem mér líkar við, sem eru skapandi. Ég get ekki farið eftir einhverjum reglum eins og sumir techno tónlistarmenn." Leroy: „Þegar menn fylgja ákveð- unum reglum vakna þeir einn dag- inn upp viö þann vonda draum að þeir geta ekki breyst." Liam: „Við erum mjög heppnir aö hafa náð ákveðinni stærð. Það er til dæmis ekkert víst að eitthvað ann- að dansband fengi lag eins og Firestarter spilað í útvarpi, en við getum leyft okkur mikið út af stærð- inni.“ Keith: „Þú mátt ekki gleyma þinni eigin sköpunargáfu." Liam: „Nei, en það er stærðinni að þakka aö hún er notuð, held ég.“ Keith: „Þetta er eins og með list- málara. Hann getur notaö oliuliti, pastel, kol og vatnsliti, þú veist, ver- ið áhrifamikill á mismunandi svið- um, en ef hann blandar aðferðunum saman er hann strax orðinn mun sniðugri og ef hann gerir þaö vel gæti það haft einhver stór áhrif.“ Ákveðinn hljómur GBG: „En þið hafið skapað ykk- ur ákveðinn hljóm. Þegar maður heyrir lag með ykkur í útvarpinu er maður ekki lengi að átta sig á því hver er þar á ferðinni." Liam: „Ætli það sé ekki dálítið vegna þess hvemig ég forrita hlut- ina. Ég held að ég sé ekki meðvitað- ur um þetta, lögin koma bara eins og þau koma, en ég sem ekki fyrir plötusnúða, að því leytinu til er ég öðruvísi. Ég lít ekki á The Prodigy sem techno band, The Prodigy er hörð danshljómsveit með sinn eigin hljóm og sín eigin hljóð. Hljómur- inn kemur líka út frá því hvernig ég byggi upp lögin eins og t.d. í Poison, þá breytist lagið alltaf á áttunda hverjum takti. Það er ekkert eitt el- ement sem er eins alveg í gegn, vit- ið hvað ég meina.“ Keith: „Chemical Brothers gera þetta líka, þeir eru með sinn eigin stíl.“ Leroy: „Það liggur líka í útsetn- ingunum." Liam: „Þær eru stundum of „cle- an“ í danstónlist. Mér finnst t.d. allt í lagi að hlusta á techno, en ég þoli ekki þennan hreina þýska hljóm.“ GBG: „Evróstrandpoppið." Liam: „Já, það er svo dæmigert (tónsýni), mér er bara alls ekkert vel við það,“ GBG: „Hvað með endurhljóð- blandanir fyrir annað fólk, finnst þér það skapandi.“ Liam: „Eiginlega of skapandi. Ég er hættur að gera það í bili. Pening- arnir eru í lagi, sérstaklega núna, ég get farið fram á mikið. En mér finnst hugmyndirnar eiginlega meira virði en peningarnir. Stund- um er ég búinn að nota eitthvað fyr- ir aðra sem ég hefði getað notað fyr- ir Prodigy.“ Keith: „Þú ert verður líka að hafa allt fullkomið. Sjáðu til, Liam tekur ekki við einhverri X fjárhæð fyrir einhver X gæði. Það þarf alltaf allt að vera fullkomið." Maxim: „Endurhljóðblandanirnar verða líka æ oftar að endurgerð- um.“ Liam: „í flestum tilvikum minnka gæði lags við endurhljóðblöndun en það verður nær undantekningar- laust betra við Prodigy mix. Ég er alla vega hættur þeim í bili, alla vega þangað til ég er búinn með plötuna." Keith: „Mér finnst við ekki geta borið okkur saman við poppheim- inn. Hjá okkur er það ekki búið þeg- ar myndavélarnar og öskrin eru komin. Við erum vaxandi band. Við erum hraðir, pönkaðir, raunveru- legir. Og jafnvel þó þú fílir ekki endilega tónlistina sérðu að hér er eitthvað raunverulegt á ferðinni, ekki fjöldaframleiddur skítur.“ GBG: „Síðan Firestarter byrjaði að heyrast í útvarpinu hér á landi (löngu fyrir útgáfu) hef ég tekið eft- ir að fólk ber það óhjákvæmilega saman við ykkar vinsælasta lag til þessa, No Good (Start the Dance).“ Liam: „Slæmt fyrir það.“ Leroy: „Við erum ekki að leitast við að gera fólki til geðs.“ Liam: „Ég held að No Good hafi farið hættulega nálægt mörkum evrópoppsins. Ég ætti í raun ekki að segja þetta því lagið var samið löngu áður en nokkurt evródiskó kom til sögunnar, en það seldi mik- ið í Þýskalandi. Ég skammast mín ekki fyrir það, við spilum það enn (við mikinn fögnuð viðstaddra), en hins vegar mun ég aldrei semja neitt þessu líkt aftur vegna nálægð- arinnar við evródiskóið. Ég á miklu dýpri tónlist inni í mér sem þarf að komast út, svo ég geri þetta ekki aft- ur.“ Tónlist og eiturlyf GBG: „Mikið af fólki hér á landi tengir þessa tónlist við eiturlyf. Hver er ykkar skoðun á því máli?“ Leroy: „Öll tónlist er tengd eitur- lyfium." Maxim: „Fjölmiðlarnir hjálpa ekki til.“ Leroy: „Eins og t.d. orðið rave er ekki notað af neinum nema lögreglu og fjölmiðlafólki." Liam: „Ég þoli ekki að spila fyrir fullan sal af fólki á alsælu. Þú getur spilað hvað sem er fyrir það, and- skotann allt. Ég þarf bara að vera klukkutíma í hljóðveri, setja saman nokkra takta og liðið tryllist. Þú færð ekki alvöru viðbrögð eins og hjá fólki sem er ekki á alsælunni." Keith: „Fólk er á eiturlyfjum til dægrastyttingar, ekki þegar þaö er að lyfta, þú færð þér þegar þú ferð út. Ég er viss um að það verða krakkar þarna í kvöld, mjög ungir, sem eru búnir að stela hinum og þessum tegundum í flösku úr vín- skápnum hjá mömmu og pabba og stela nokkrum sígarettum úr vesk- inu hjá ömmu vegna þess aö þarna fá þau fimm tíma þar sem enginn er að fylgjast með þeim og það er ekki tónlistinni að kenna. Lestir þínir vaxa síðan með þér. Sumir fara út í leit að kvenfólki, aðrir til að verða blindfullir." Leroy: „Sérhver verður að vera ábyrgur fyrir sjálfum sér, við getum ekki verið það. Og hvort komdyrst, tónlistin eða dópið.“ GBG: „Jæja, tíminn er að þrotum kominn. Einhver skilaboð." Liam: „Við viljum bara þakka öll- um fyrir. Okkur finnst við alltaf vel- komnir þegar við komum til ís- lands, okkur líður vel hérna. Takk.“ Guðjón Bergmann Sandkorn DV Bolli með skeið Hinn mæti vígslubiskup á Hólum, Bolli Gústavsson, hefur fengið það erfiöa hlut- skipti að kveða upp úrskurð í Langholts- kirkjudeilunni á milli séra Flóka og organ- istans Jóns. Bolli er ekki öf- undsverður og víst aö hver sem úr- skurður hans verður þá má búast við óánægju einhvers staöar. Talandi mn Bolla þá riijast upp ágæt saga úr stórafmæli sem hann átti eigi alls fyrir löngu. Hann fékk forláta skeiðar aö gjöf, gott ef ekki úr gulli. í þakklætisskyni hélt Bolli ræðu sem hófst með þessum orðum: „Ég er hrærður....“ r I útvarpinu Sagan segir af konu sem keypti sér glæsilegan sportbil. í fyrsta rúntinum ætlaði hún að kveikja á út- . varpinu en sá, sér til furðu, ------------- enga takka. Þá mundi hún að sölumaðurinn hafði sagt að tækið væri raddstýrt. Hún prófaði með því að segja „kveikja". Viti menn, það kviknaði á tækinu og tónlistin ómaði. Hún vildi eitt- hvaö léttara og sagði „popp“. Þá rann tækið yfir tiðnisviðið og stopp- aði á FM 95,7 þar sem lag meö Björk hljómaði. í þessum töluðu orðum var konan að fara yfir á grænu ljósi þegar öðrum bíl var skyndilega ekið í veg f; rir hana. Þá hrópaði konan: „Asni“. Og útvarpið góða fór af stað þar til heyrðist: „Þið eruð að hlusta á morgunútvarp með Ehíki Jónssyni og Sigurði HaU.“ Haldið leyndum Hið íslenska klámfélag var opinberað í Sandkorni fyrir viku síðan og vakti sú um- fjöllun nokkra athygli. Meðal annars var tek- iö viðtal á Þjóðbraut Bylgjunnar við stjórnarmann í félaginu. Klámfé- lagsmenn telja sig sómakæra og standi fyrir saklausum uppákomum í skammdeginu. Karlar munu vera í meirihluta í félaginu en félagaskrá hefur ekki fengist uppgefin. Heim- ildir Sandkornsritara herma þó að félögum hafi fjölgað nokkuð eftir umfjöilunina í DV og á Bylgjunni. Hins vegar fæst ekki uppgefið hver sé formaður félagsins. Honum er víst haldið leyndum til að forða honum frá kynferðislegri áreitni! Maður nokkur kom til endur- skoðanda og bað hann að annast skatt- framtalið. Mað- urinn blikkaði endurskoðand- ann í sífellu þegar þeir áttu tal saman. End- urskoðandinn kvaðst geta gert framtalið en varð vandræða- legur viö blikk mannsins og sagðist ekki ætla að gera neitt óheiöarlegt. Svona gekk þetta um stund, maður- inn blikkaði endurskoðandann um leið og hann bað hann „að redda sér“. Þá brást endurskoðandinn reiður við og bað hann að hætta að blikka sig. Manngreyiö sagði þá frá því að þetta væri kækur á alvarlegu stigi og eina lækningin væru tvær magnyl. Maöurinn fór aö leita í vös- um shmm að töflunum en kom upp með hvern smokkapakkann á fætur öðrum. Endurskoöandinn varð undrandi og spurði hverju þetta sætti. Þá sagði okkar maður, blikk- andi að sjálfsögðu: „Við hverju býstu þegar maöur biður um magnyi í apóteki og blikkar í sí- fellu?"_______________________ Umsjón: Björn Jóhann Bjömsson Blikkað auga

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.