Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1996, Síða 12
12
MÁNUDAGUR 18. MARS 1996
Spurningin
Hve oft borðar þú á dag?
Eyjólfur Örn Jónsson nemi:
Kvöldmat og morgunmat og stund-
um hádegismat.
Lovísa Björg Einarsdóttir
nemi: Svona þrisvar.
Ann Mikkelsen röntgentæknir:
Þrisvar til fjórum sinnum, einu
sinni heita máltíö.
Jóhanna Gunnarsdóttir nemi:
Svona Qórum sinnum.
Ingibjörg Gunnarsdóttir nemi:
Ég er alltaf borðandi.
Sesselja Jónsdóttir nemi: Svona
þrisvar á dag, eða þegar maður er
svangur.
Lesendur__________
Klerkar og
kristindómur
Guðrún Kristjánsd. skrifar:
Áður fyrr tíðkaðist hér á landi að
bannfæra fólk. Gilti þá einu hvort
viðkomandi hafði eitthvað til saka
unnið eða einungis haft sjálfstæðar
skoðanir andstæðar hugmyndum
hiskupa landsins. Látum hugann
reika um spjöld íslandssögunnar og
stöldrum við í byrjun 16. aldar:
„Skálholtsbiskup lætur dæma
Bjöm í Ögri dauðan. Stefán Jónsson
biskup hyggur gott til bráðar á
Vestfjörðum er Bjöm í Ögri er fall-
inn frá. Biskup hefur látið presta
sína kveða upp þunga dóma sem
horfa til mikillar fjárupptöku yfir
Birni dauðum á prestastefnu í Skál-
holti. Gengu þessir dómar að ekkju
Björns og bömum þeirra, að þeim
fjarverandi og án málsvarnar af
þeirra hálfu. Ragnhildur Bjarna-
dóttir, ekkja Björns í Ögri, hefur
ekki bolmagn til að etja kappi við
biskupsvaldið.“
Það líða tæplega 500 ár. Aldamót-
in 2000 nálgast. Biskupinn yfir ís-
landi er borinn þeim sökum að hafa
áreitt tilteknar konur kynferðislega.
Biskupinn fær sér til aðstoðar lög-
mann, sérfræðing í mannréttinda-
málum. Lögmaðurinn tekur málið
föstum tökum á þeim forsendum að
hver maður sé saklaus uns sekt er
sönnuð.
Yfirlýsing kemur frá pari (sem á
að hafa hitt biskup í Kaupmanna-
höfn) um að þau hafi náð sáttum við
þjóðkirkjuna en framburðurinn var
ekki dreginn til baka. Prófastar lýsa
yfir fullum stuðningi við biskup og
dæma þar með konurnar án dóms
og laga. Gangur mála og þær aðferð-
ir sem lögmaður biskups notar eru
orðnar óþægilega líkar aðferðunum
sem tíðkuðust hér á miðöldum.
Lögmaður biskups setur nú fram
ásakanir á blaðamenn um að flytja
vísvitandi rangar fréttir af málefn-
um biskups. Blaðamenn bregðast
skjótt við og benda lögmanninum,
sérfróðum um mannréttindi á, að
tjáningarfrelsi fylgi ábyrgð sem
blaðamenn standi fyllilega undir og
fara fram á afsökunarbeiðni frá lög-
Getur biskup háð baráttu, er snýst um hans einkamál, úr biskupsstóli? spyr
bréfritari m.a.
maniiinum.
Og núna gerast óvæntir atburðir:
fiórir prestar kaþólsku kirkjunnar á
Norðurlöndum vígja kaþólskan
prest yfir íslandi. í sjónvarpsviðtali
lýsa þeir því yfir að kaþólska kirkj-
an leggi áherslu á réttindi og stöðu
kvenna í samtímanum. Sýnist mér
tímasetning og koma kaþólsku
prestanna af Norðurlöndum ákaf-
lega óheppileg fyrir þjóðkirkjuna.
Ég vil beina því til presta hvort
biskupsembættið sé þeim ekki heil-
agra en svo að þeir sætti sig við að
sitjandi biskup heyi þessa baráttu,
sem snýst um hans einkamál, úr
biskupsstóli.
Formaður Prestafélagsins á heið-
ur skilinn fyrir að taka málefnalega
á þessu máli öllu. Hann beitir nú-
tímalegum aðferðum; ræðir málin,
leggur fram tillögur og ætlast til
frjálsra skoðanaskipta. Það er tölu-
vert meira en lögmaður biskups
gerir. Sérlærður í mannréttinda-
málum. - f hönd fer helgasta hátíð
kristinna manna. Að sinni ætla ég
að sitja heima og iðka mína trú með
sjálfri mér.
„Þrýstitímabir fíkniefnanna
Fíkniefnavandinn er vandamál
okkar allra. Þeir sem eiga krakka á
táningsaldri vita hversu auðvelt er
fyrir þá að nálgast þessi efni, eða
réttara sagt, hversu erfitt getur ver-
ið að halda sig frá þeim, þar sem
fikniefnin virðast vera boðin á all-
flestum stöðum sem krakkar koma
saman á.
Mín skoðun er sú að við, foreldr-
ar eða forráðamenn, megum alls
ekki láta hendingu ráða hvort
yngra fólkið okkar sleppur í gegn-
um þetta „þrýstitímabil“ fikniefn-
anna eins og ég vil kalla það, án
þess að vera þess fullviss að allt sé
gert tO þess að verjast komu fikni-
efna til landsins. Og sennilega eru
fá lönd betur staðsett tO þess en ís
land. Staðreynd málsins er nefni
lega sú, að innflytjendur og sölu
menn fíkniefna hlæja að þeim dóm
um sem þeir fá og halda iðju sinni
áfram án nokkurs samviskubits.
Ef dómar væru hertir, þannig að
fólk sem stundar þessa iðju gengi að
því vísu að þurfa að sitja bak við
rimla nokkur ár ævinnar, myndu
kannski færri fást til að fjármagna,
flytja inn eða selja flkniefni en
raunin er í dag.
Að lokum má ég til með að nefna
hrópandi andstæðu í áherslum hjá
ráðamönnum sem eiginlega tengist
þessu. Við eigum einhver 3 tO 4
fangelsi sem halda varla vindi - og
örugglega ekki föngum að neinu
gagni - en okkar glæsOega rísandi
dómhús lendir ekki í niðurskurðar-
eða sparnaðarstefnu ráðamanna.
Starfsmannafjöldi Ríkisútvarpsins
Guðm. Ólafsson skrifar:
Vegna umræðna og greina um
rekstur Ríkisútvarpsins datt mér í
hug að fróðlegt væri ef einhver fjöl-
þjónusta
allan sólarhringinn
iHAðeins 39,90 mínútan
- eða hringið í síma
550 5000
niilli kl. 14 og 16
Ekki óeðlilegt að Ríkisútvarpið gefi
út ársskýrslu sem almenningur hafi
aðgang að, segir hér m.a.
miðillinn (líklega gerir RÚV það
ekki) upplýsti landsmenn um starfs-
mannamál Ríkisútvarpsins. Um það
t.d. hve margir eru þar á launaskrá
(útvarpi og sjónvarpi) bæði fast-
launaðir og verktakar eða lausafólk.
Hvaða fríðindi starfsfólkið hefur,
t.d. hvort það fær afslátt eða er al-
gjörlega undanþegið skylduáskrift
að RÚV, hvort það nýtur hlunninda
í fæðiskostnaði á vinnustað, hvaða
reglur gilda um greiðslur fyrir hug-
verk sem samin eru fyrir RÚV (leik-
rit, sögur eða tónlist) og hvort oftar
sé leitað sérstaklega til utanaðkom-
andi aðila til flutnings á efni eða
þeir sæki eftir flutningi á verkum
hjá stofnuninni.
Nú er hér um ríkisstofnun að
ræða og því væri eðlilegt að Ríkisút-
varpið gæfi út árlega skýrslu með
þessum upplýsingum (og kannski
gerir það svo) tO þess að fá megi
óyggjandi upplýsingar um stöðu
þess og rekstrarvenjur.
I>V
Biskupinn og
konurnar
Eygló skrifar:
Nú hefur biskup okkar verið
tekinn af lifi án dóms og laga. -
Ef, ég segi EF hann er sekur og
ef hann hefúr framið slíkt ódæði
sem hann er vændur um, þá
hefði átt að svipta hann kjóli og
kaOi fyrir löngu. En orðið „ef ‘ er
stórt orð sem teygja má fram og
tO baka. Og það hefur svo sann-
arlega verið gert. En konurnar
sem ákæra biskupinn hafa hald-
ið þessu leyndu áratugum saman
- ef satt er! Halda þær virkilega
að þær séu saklausar með öOu?
Ekki að mínu mati. Eða halda
þær að þær séu einar í heimin-
um? Ef biskupinn hefur framið
þetta ódæði þá er maðurinn
sjúkur og þarf lækningar við. Ef
hann er saklaus, þá eru konurn-
ar ekki minna sekar með því að
eyðileggja heilu fjölskyldurnar.
Og hvaða hvatir liggja þá að
baki? Það segir mér enginn að
þessar þrjár konur hafi verið svo
skelfingu lostnar í 17 eða 33 ár
að það gefi þeim sjálfkrafa rétt á
að hylma yfir þetta ÖU þessi ár.
Fargjöld þurfa
að lækka
Ágúst Ágústsson skrifar:
Margir taka áreiðanlega undir
með bréfritara í DV sl. fimmtu-
dag að fargjöld héðan frá íslandi
eru óhemjuhá og raunar eru hér
átthagafjötrar að því leyti að
geta ekki farið af landi brott
nema við óhóflegum gjöldum. Er
ekki með einhverju móti hægt
að þrýsta á gegnum EES-aðOdina
eða jafnvel með ESB-aðild að fá
einhverja samgönguaðila tO að
halda uppi samgöngum við ís-
land með fargjöldum sem allir
ráða við? Einangrunin hér er of
mikO tO að hægt sé að búa við
svona takmarkanir líka.
Leikrit hjá
Stígamótum
Kristján Sigurðsson skrifar:
Það er sorglegt tO þess að vita
að ágæt samtök eins og Stígamót
séu misnotuð eins og nýlegt
dæmi sannar, er þrjár konur
vöknuðu úr 20 ára dvala og fóru
að hittast hjá Stígamótum tO að
styrkja hver aðra í raunum sín-
um. Starfsmaður Stígamóta lét
sem kynferðisafbrotamaður
gengi laus, svo mikO var ákefðin
að koma þessu á ffamfæri. Það
versta við þetta er að nú getur
hver sem er komið fram eftir
áratugi með ákæru á hvem sem
er. Sofa yfirmenn réttarkerfisins
í landinu - eða hvað?
Fleiri í forseta-
framboð
Dóra hringdi:
Það er með ólíkindum að ekki
skuli fleiri en tveir aðOar hafa
tOkynnt um framboð til forseta
íslands. Raunar aðeins ein kona
- svo mark sé á takandi. Hún
verður líklega sjálfkjörin meö
sama áframhaldi. En það er með
ólíkindum ef fleiri gefa ekki kost
á sér. Þeir sem mest hafa verið
orðaðir við framboð ættu ekki að
draga það öflu lengur ef þeir á
annað borð hafa hug á framboöi.
Biskup í opin-
bera heimsókn?
Helgi Pálsson hringdi:
Mér hlýtur að hafa misheyrst
að biskupinn, sem nú þarf um-
fram aflt að tvo hendur sínar af
ásökunum um kynferðislega
áreitni, hafi sagst vera að fara í
opinbera heimsókn eða á ráð-
stefnu erlendis. - Og ætli svo í
frí í framhaldinu. Segi hann af
sér tímabundið getur hann ekki
sótt fundi erlendis sem æðsti
embættismaður íslensku kirkj-
unnar, en auðvitað getur hann
frflystað sig erlendis, en ekki á
kostnað hins opinbera, hvorki í
formi farmiða né uppihalds.