Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1996, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1996, Qupperneq 14
14 MÁNUDAGUR 18. MARS 1996 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. 'Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON Aðstoðarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLT111, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 6272. Áskrift: 800 6270 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif©centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1550 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., helgarblað 200 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Mál er að lirmi Beðið er úrskurðar Bolla Gústavssonar vígslubiskups í Langholtskirkjudeilunni svokölluðu í þessari viku. Segja má að neyðarástand hafi ríkt í sókninni frá því fyr- ir jól. Deilur milli sóknarprests og organista urðu til þess að sá síðarnefndi tók sér fri yfir jól og áramót. Þegar org- anisti sneri aftur um miðjan janúar vildi sóknarprestur ekki lengur nýta sér þjónustu hans. Sóknamefndin virðist klofin í fylkingar sem annars vegar' styðja prestinn og hins vegar organistann. Fyrr- verandi prestur sóknarinnar hefur blandast inn í deil- umar og svo er að sjá, frá leikmannssjónarmiði, að deilt sé um stefnur í boðun fagnaðarerindisins. Núverandi prestur er sagður halda sig meira við bókina en frjáls- lyndari forveri hans. Ástandið í sókninni lýsir sér best í því að um helgina lauk undirskriftasöfnun þar sem 40 prósent sóknar- barna, 16 ára og eldri, telja það farsælast fyrir safnaðar- starfið að presturinn víki. Prestur segir aftur á móti að þrátt fyrir smölun standi 60 prósent sóknarbarna með sér. Langholtskirkjudeilan var þó aðeins forsmekkur að því sem síðar kom er spjót beindust að biskupi sjálfum. Margir hafa viljað tengja þessi tvö mál en þar stangast á fuUyrðingar. Allt hefur þetta ástand skaðað þjóðkirkj- una. Leikmenn hafa orðið vitni að grímulausum átökum innan fyrmefnds safnaðar í Reykjavík og einnig innan þjóðkirkjunnar í heild. Víst er að mörgum líður illa vegna þessa og er mál til komið að bót verði ráðin á. Kirkjunnar þjóna bíður að byggja upp traust sem hefur beðið hnekki. Hér skal ekki lagt mat á þær deilur sem uppi hafa verið. Það er hins vegar hverjum manni ljóst að ekki hefur tekist að leysa þær með friði innan vébanda kirkjunnar. Fólk ann kirkju sinni og gerir miklar kröfur til þjóna hennar. Það er eðlilegt. Bræðravígin innan kirkjunnar að undanförnu eru hins vegar alls ekki eðlileg. Þar tak- ast á af heift þeir sem ættu að fara fyrir með góðu for- dæmi. Krafa almennings er sú að menn fari að slíðra sverð sín og sinna því starfi sem þeim hefur verið falið. Gildir það jafnt um einstakar sóknir og kirkjuna í heild. Fyrirgefningin er gmndvallaratriði í kristinni trú en tæpast verður sagt að hún hafi verið í hávegum höfð að undanfornu. Það færi betur á því að aðilar stilltu saman strengi sína og reyndu að jafna ágreining sinn í stað þess að vega hver annan með orðum. Það eru margir sárir, leikir sem lærðir, eftir atgang síðustu vikna. Vilji menn safnaðarklofning, úrsagnir úr þjóðkirkju og fleiri sára þá halda þeir áfram deilunum. Ella skulu bor- in klæði á vopnin. Áframhaldandi átök eru engum til góðs. Vígslubiskup úrskurðar í Langholtskirkjudeilunni. Verkefni hans er ekki öfundsvert en það er kominn tími til þess að höggva á hnútinn. Ljóst er að ekki er hægt að úrskurða í deilunni án þess að einhverjir verði óánægð- ir. Deilan er komin á það stig. Menn verða hins vegar að sýna það siðferðisþrek að fara eftir úrskurði hins til- kvadda dómara og sætta sig við hann. Með þeim hætti einum má koma í veg fyrir klofning safnaðarins. Lægi öldur í nefndum söfnuði mætti bera fram þá frómu ósk og von að að ástandið innan kirkjunn- ar í heild batni. Til þess að svo megi verða þurfa menn að snúa bökum saman í stað þess að berja endalaust hver á öðrum í mjög ókristilegum anda. í þeim slag tapa allir. Jónas Haraldsson „Það sem aðgreinir kynferðislega áreitni frá daðri, vinahótum og góðlátlegri stríðni er, að hún er niðurlægj- andi...“ segir m.a. í grein Kristfnar. Kynferðisleg áreitni Kynferðisleg áreitni hefur ekki beinlínis verið mál málanna fyrr en nú upp á síðkastið. En svo rækilega hefur það nú komist á dagskrá, að það gleymist varla í bráð. Vonandi verður það til þess að létta þeirri þoku vanþekkingar og fordóma, sem einkennir um- ræðuna í of ríkum mæli. Nýlega var undirrituð í hópi fólks, þar sem málið bar á góma. Ég var eina konan og skynjaði fljótt, að viðstaddir höfðu ekki djúpan skilning á málinu. Gamall kunningi, einn af „görrum" Tím- ans, lagði fáein orð í belg, leit hvasst á mig og sagði: „Þessu hef- ur Kvennalistinn komið til leið- ar.“ Ég hélt hann væri að grínast, enda þekktur fyrir léttar nótur, en pistill hans í Tímanum næsta dag sannfærði mig um hið gagnstæða. Flimtingar og afneitun „í fjötrum kvenfrelgis" hét pistillinn, þrunginn heilagri gremju í garð kvennalistakvenna, sem „...leggja karlkynið í einelti. Feður sína og bræður, jafnt sem syni. Baráttan snýst um að ná verðmætum eða réttindum frá karlmönnum. Veraldlegum og andlegum. Raunverulegum eða ímynduðum. Til að hnykkja á at- lögunni hefur Kvennalistinn sleg- ið eign sinni á nokkra óviðkom- andi málaflokka og í þeim hópi er kynferðisleg áreitni". Þetta og fleira í sama dúr var framlag Ás- geirs Hannesar til kvennabaráttu- dagsins 8. mars i Tímanum. Hann var augljóslega ekki að grínast. Viðhorf hans til Kvennalistans læt ég mér í léttu rúmi liggja. Verri er umfjöllun hans um kyn- ferðislega áreitni, sbr. „...og mega nú venjulegir afar passa sig að faðma afabörnin í fjölmenni" og fleira af sama toga, sem er dæmi- gert fyrir, hversu skammt á veg kyns þukl, káf, klámbrandara eða niðrandi ummæli um kynferði eða útlit, ósæmilégt tilboð eða tilraun- ir til kynferöislegs sambands. Það sem aðgreinir kynferðislega áreitni frá daðri, vinahótum og góðlátlegri stríðni er, að hún er niðurlægjandi, hún er í óþökk þess sem fyrir henni verður, hún er ekki gagnkvæm og ekki á jafn- réttisgrundvelli. í sumum tilvik- um gengur áreitarinn svo langt í skjóli valds síns, að aðstæður fórn- arlambsins verða óbærilegar. Starfsframi er í hættu, árangur í skóla, trúnaður milli umboðs- manns og skjólstæðings, traust til ættingja eða vinar. Einelti og mannréttindabrot Nýlega féllu tveir dómar vegna „Fólk þarf að skilja, að kynferðisleg áreitni er einelti og mannréttindabrot, sem ekki á að líða, hver sem í hlut á.“ Kjallarinn Kristín Halldórsdóttir þingkona Kvennalista umræðan er komin. Alltof margir hafa þetta mál í flimtingum. Sum- ir bregðast reiðir við. Margir af- neita þvi, telja það kerlingavæl. Því er brýnt að fræða sem flesta um það, hvað felst í kynferðislegri áreitni, hvaða afleiðingar slík áreitni hefur og hvernig hægt er að bregðast við henni. Niðurlægjandi atferli Skrifstofa jafnréttismála hefur skilgreint hugtakið kynferðisleg áreitni í litlum bæklingi, sem dreift er á vinnustaði. Þar er lögð áhersla á „að það sé viðmiðun þess sem fyrir áreitni verður sem ákvarðar hvað hún/hann upplifir sem kynferðislega áreitni". Þar getur veriö um að ræða hvers kynferðislegrar áreitni. Athyglis- vert er, að í báðum tilvikum er um karlmenn að ræða, þ.e. karlmenn að áreita karlmenn. Það skyldi þó aldrei vera, að skilningur samfé- lagsins sé rikari í slíkum tilvikum en þegar konur eru áreittar. Fólk þarf að skilja, að kynferðisleg áreitni er einelti og mannréttinda- brot, sem ekki á að líða, hver sem í hlut á. Setja þarf reglur um, hvernig taka ber á slíkum málum í opinberum stofnunum, sem geta orðið fordæmi annars staðar. Kvennalistinn mun beita sér fyrir því, hvort sem „görrum“ samfé- lagsins líkar betur eða verr. Kristín Halldórsdóttir Skoðanir annarra Óeðlilegur vaxtamunur „í nær öllum iðnríkjum lækkuðu vextir í fyrra og hefur sú þróun haldið áfram nú í byrjun árs.... Hins vegar er óeðlilegt hvað vaxtamunur hérlendis og er- lendis er mikill og hefur farið vaxandi. Nú er svo komið að raunþáttur vaxta af rikisskuldabréfum er hér um 3 prósentustigum hærri en almennt gerist í hinum vestræna heimi... Slíkur munur bendir til óskilvirkni á fjármagnsmarkaði við skilyrði frjálsra fjármagnshreyfinga á milli landa.“ Finnur Ingólfsson í Mbl. 15. mars. Almenningur borgar skuldir „Enda þótt ekki sé að finna sundurliðun á útlán- atöpum ríkisbankanna, Landsbanka og Búnaðar- banka, hvað varðar viðskipti einstaklinga annars vegar og fyrirtækja hins vegar þá er unnt að draga þá almennu ályktun í ljósi sjóða með einstakling- sviðskipti að þeir sem ekki borga séu atvinnufyrir- tækin í landinu. Almenningur, launamenn, borga sínar skuldir þótt það sé æði oft erfiðleikum bund- ið... Stjórnvöld verða að tryggja að bætt afkoma þjóð- arbúsins renni til almennings í landinu en verði ekki eftir í buddum fámennrar valdastéttar." Úr forystugrein Alþbl. 14. mars. Hlutur presta verulegur „Menn eru að tala um að kirkjan sé í miklum vandamálum vegna mála biskups... Það er vissulega rétt að tala um að vandi kirkjunnar stafar að veru- legu leyti af „biskupsmálinu" svokallaða. Hins vegar er alveg augljóst að ef trúnaðarbrestur er kominn upp milli kirkju og þjóðar ér ekki hægt að kenna biskupnum einum um. Þar er hlutur presta veruleg- ur.“ Garri í Tímanum 14. mars.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.