Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1996, Page 33

Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1996, Page 33
MÁNUDAGUR 18. MARS 1996 45 Arnar Jónsson, Snorri I. Snorrrason og Camilla Söderberg sjá um dag- skrána í Lelkhúskjallaranum í kvöld. Matthías Jochumsson {Listaklúbbi Leikhúskjallarans í kvöld verður dagskrá tileinkuð Matthíasi Jochumssyni. Arnar Jónsson leikari, sem er fæddur og uppalinn i námunda við Sigurhæð- ir og Matthiasarhús á Akureyri, skýrir frá því hvemig skáldtröllið Leikhús Matthías þrengdi sér inn í vitund bams sem fæddist laust fyrir miðja öldina. Hann kynnir skáldið og verk þess eins og þau hafa komið til hans í gegnum tíðina. Matthías þýddi leikrit Williams Shakespe- ares, Macbeth, Hamlet, Othello og Rómeó og Júlíu. Camilla Söderberg og Snorri Öm Snorrason spila tónlist, meðal ann- ars frá timum Shakespeares. Dag- skráin hefst kl. 20.30. Borgarleikhúsið: Útgáfutónleikar KK Hinn kunni tónlistarmaður, KK, verður með tónleika í Borg- arleikhúsinu í kvöld. Þarna er um síðbúna útgáfutónleika að ræða en vegna þess að hann Tórúeikar lenti í slysi fyrir jólin þegar kynna átti nýju plötuna hans, Gleðifólkið, varð hann að fresta öllu tónleikahaldi. KK er með hljómsveit með sér sem skipuð er einvalaliði tónlistarmanna. Jákvæða klukkustundin Jákvæða klukkustundin hjá Húmanistahreyfmgunni er opin alla mánudaga frá kl. 20-21 í húsnæði Ungliðahreyfmgar Rauða krossins, Þverholti 15, 2. hæð. Ailir eru velkomnir. Notkun áttavita - rötunarnám- skelð Björgunarskóli Landsbjargar og Slysavarnafélag íslands og Ferðafélag íslands standa fyrir námskeiði fyrir almenning um notkun áttavita og landakorta í dag og á morgun. Námskeiðið hefst kl. 19.30 báða dagana. Kennari er Stefán Bragi Bjama- son. Samkomur Nærhópur Bjarma Nærhópur Bjarma kemur saman í Keflavíkurkirkju í kvöld, kl. 20.30. Richard Scobie í Kaffi Reykjavík Hinn kunni söngvari Richard Scobie skemmtir gestum í Kaffi Reykjavík í kvöld. Ástardúettar Á tónleikum í Borgarleikhús- inu annað kvöld verður sviðsett- ur ljóðasöngur og ljóðaflutning- ur á tólf rómantískum dúettum eftir Robert Schumann sem aldrei áður hafa verið fluttir á íslandi. Tónleikamir hefjast kl. 20.30. SORPA, móttöku- og flokkunarstöð Artúnshöfði, viö Sævarhöfða Við Ananaust Gylfaflöt, austan gömlu Gufuneshauganna Breiðholt, í Seljahverfi sunnan Breiöholtsbrautar | Kópavogur, | viö Dalveg ov Mosfellsbær, nærri hesthúsabyggö Miðhraun 20, á mörkum Garöabæjar og Hafnarfjaröar Skemmtanir Sonur Katrínar og Þorsteins Myndarlegi drengurinn á mynd- inni fæddist á fæðingardeild Land- Barn dagsins spltalans 9. mars kl. 7.35. Hann var við fæðingu 3890 grömm og 51 sentímetra langur. Foreldrar hans eru Katrín Phumipraman og Þor- steinn Ingi Magnússon og er hann fyrsta barn þeirra. Sól Dögg á Gauki á Stöng: Dansvænt rokk Hljómsveitin Sól Dögg mun leika á Gauki á Stöng í kvöld og annað kvöld. Hljómsveitin er þessa dagana í Stúdíó Sýrlandi að leggja síðustu hönd á geislaplötu með frumsömdum lögum sem kemur út í vor en landsmenn hafa fengið smjörþefmn af tónlist Sól Daggar með laginu Loft, sem tölu- vert hefur verið leikið á útvarps- stöðvum að undanfórnu. Sól Dögg leikur dansvæna tón- list, diskó, rokk og fleira, og má búast við líflegri og góðri stemn- ingu á Gauknum í kvöld. Meðlim- ir hljómsveitarinnar eru: Berg- sveinn Arelíusson, söngur, Ásgeir Ásgeirsson, gítar, Eiður Alfreðs- son, bassi, Baldwin A.B. Aaelen, trommur og Stefán H. Henrýsson, hljómborð. Sól Dögg leikur á Gauknum i kvöld og annað kvöld. Þjóðleikhúsið: N emendas vning Hin árlega nemendasýning List- dansskóla íslands verður í Þjóð- leikhúsinu annað kvöld, kl. 20. Efn- isskrá er mjög fjölbreytt og í einu Listdans atriðinu, Afmælisgjöfinni, koma fram allir nemendur skólans. Á sýningunni verða dansaðir þjóð- dansar frá ýmsum löndum. Enn fremur eru atriði úr þekktum dansverkum og má þar nefna Svanavatnið og Þyrnirós. Þá verða Nemendur sýna fjölbreytta dagskrá á nemendasýningunni. fluttir frumsamdir dansar eftir kennara Listdansskólans. í vetur hafa rúmlega áttatíu nemendur stundað nám við List- dansskóla íslands og eru þeir yngstu níu ára. Margir fyrrverandi nemendur skólans eru nú í fram- haldsnámi erlendis. Fastir kennar- ar við skólann hafa verið í vetur Nanna Ólafsdóttir og Margrét Gísladóttir en þar kenna líka margir aðrir kennarar. Aðeins verður þessi eina sýning í Þjóðleik- húsinu. Denzel Washington leikur stríðshetj- una Easy Rawlins sem gerist einka- spæjari. Einkaspæjarinn Einkaspæjarmn (Devil in a Blue Dress), sem Stjörnubíó frumsýndi fyrir helgi, er um einkaspæjarann Easy Rawlins, sem Denzel Was- hington leikur. Rawlins er fyrrver- andi hermaður sem vaknar einn daginn atvinnulaus, sem er ekki gott þegar skuldirnar eru miklar. Þegar honum býðst einkaspæjara- starf tekur hann því. Fyrsta verk- efhið snýst um dularfulla konu, Daphne Monet, sem hefur verið tal- in týnd. Annað kemur þó i Ijós, en það gerir dæmið aðeins flóknara fyrir Rawlins. Hann sér fram á að Kvikmyndir hann geti ekki klárað málið án hjálpar og leitar því til gamals fé- laga, Mouse, sem er byssuglaöur í meira lagi. Rawlins kemst að því um síðir að einkaspæjarastarfið er enginn leikur. Leikstjóri er Carl Franklin, en hann sló eftirminnilega í gegn þeg- ar hann leikstýrði One False Move. Franklin hóf feril sinn sem leikari og lék meðal annars eitt aðalhlut- verkið í hinni vinsælu sjónvarps- myndaseríu The A-Team. Nýjar myndir Háskólabíó: Ópus herra Hollands Háskólabíó: Dauðamaður nálgast Laugarásbíó: Nixon Saga-bíó: Fair Game Bíóhöllin: Babe Bíóborgin: Faðir brúðarinnar II Regnboginn: Fordæmd Stjörnubió: Einkaspæjarinn Gengi 5 Almennt c 15. mars 195 er igi LÍ kl. 9.15 Eininq Kaup Sala Tollqenqi Dollar 66,100 66,440 65,900 Pund 100,880 101,400 101,370 Kan. dollar 48,270 48,570 47,990 Dönsk.kr. 11,6110 11,6730 11,7210 Norsk kr. 10,3030 10,3600 10,3910 Sænsk kr. 9,7470 9,8010 9,9070 Fi. mark 14,3250 14,4100 14,6760 Fra. franki 13,0860 13,1610 13,2110 Belg. franki 2,1834 2,1966 2,2035 Sviss. franki 55,5800 55,8800 55,6300 Holl. gyllini 40,0800 40,3200 40,4700 Þýskt mark 44,9000 45,1300 45,3000 ít. lira 0,04209 0,04235 0,04275 Aust. sch. 6,3800 6,4200 6,4450 Port. escudo 0,4338 0,4364 0,4364 Spá. peseti 0,5335 0,5369 0,5384. Jap. yen 0,62540 0,62920 0,63330 írskt pund 103,980 104,630 104,520 SDR 96,67000 97,25000 97,18000 ECU 82,8800 83,3800 Simsvari vegna gengisskráningar 5623270 Krossgátan T~ r~ r r~ T~ 8 rr 4 10 l >3 H llp W| 1 <7 !io Lárétt: 1 byrja, 6 hætta, 8 una, 9 ástfólginn, 10 ávinningur, 13 smá- menni, 14 hlut, 15 svara, 16 trylla, 17 óðu, 19 blaði, 20 skóli. Lóðrétt: 1 bandhönk, 2 ekki, 3 kennslu, 4 rekistefna, 5 sáðland, 6 rólegir, 7 snemma, 11 byr, 12 vitra, 14 droll, 16 látbragð, 17 drykkur, 18 viðvíkjandi. Lausn á síðustu krossgátu. Lárétt: 1 löggjöf, 7 æra, 8 urði, 10 snuða, 11 um, 12 táls, 14 sem, 16 iða, 17 hála, 19 óa, 20 rúlla, 22 snúss, 23 ið. Lóðrétt: 1 læsti, 2 örn, 3 gaular, 4 guðshús, 5 öðu, 6 fimma, 9 ras, 13 áðan, 15 elli, 18 áls, 19 ós, 21 að.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.