Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1996, Page 6

Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1996, Page 6
6 FÖSTUDAGUR 22. MARS 1996 Neytendur Hvað er innifalið? Fyrir 625 kr. Nýja kökuhúsið 125 snittur, 40 manna marsip- an-sálmabók, 2 jarðarberja- og 2 bananatertur og ein súkkulaði- terta. Miðað er við 50 manns. Ef keypt er kransakaka með borð- inu fæst 25% afsláttur af henni. Fyrir 650 kr. Nýja kökuhúsið 50 snittur, 16 manna sálma- bók, jarðarberja-, banana- og súkkulaðiterta. Miðast við 20 manns. Fyrir 712 kr. Gæðamatur Marsipanterta, peruterta með súkkulaðirjóma, súkkulaðikaka með sérrikremi, sjónvarpskaka, gratineraður skinkuréttur, flat- kökur með hangikjöti, brauð- tertur, kaffisnittur. Verðið mið- ast við tilboð og 20% afslátt af 890 kr. og lágmark 20 manns. Fyrir 790 kr. Stúdíó-Brauð KafTisnittur, 6 teg., brauðtert- ur með rækjum, laxi og skinku, rjómatertur, marsipan-, jarðar- berja-, banana- og súkkulaðitert- ur, flatbrauð með hangikjöti og lagtertur, hvítar og brúnar. Verðið miðast við 70 manns eða fleiri. Athygli skal vakin á því að yfirleitt tekur fólk meira af brauði og færri tertur. Sama veisla fyrir 70 manns eða færri kostar 820 kr. Fyrir 850 kr. Gafl-lnn Snittur, brauðtertur, rjóm- atertur af ýmsu tagi og súkkulaðitertur. Hægt er að fá fermingartertur eða kransakök- ur sérstaklega. Árberg Brauðtertur, súkkulaðitertur, kaffisnittur, vatnsdeigsbollur, fylltar með ávaxtamús, rúilu- tertur, lagkökur, flatkökur og fermingarterta, opin bók eða marsipanterta. Hraunholt Marsipantertur, rjómamarens- tertur, formkökur, brauðtertur, heitir ofnréttir, súkkulaðitertur, flatkökur með hangikjöti og sal- ati. Miðast við 40 manns. Keyrsla og uppsetning innifalin. Panasonic HiFi myndbandstæki HD600 Nicam HiFi stereo, 4 hausa Long Piay, Super Drive, Clear view control, fjarstýringu, 2x Scart tengi ásamt þvi að sýna allar aðgerðir á skjá. HD600 fékk 10 fyrir myndgaeði, og var valið besta fjölskyldu- og heimablómyndbandstækið Tækið endurgreitt! Einn hepplnn vlðsklptavlnur fær tæklð endurgreittl 10 leigumyndir frá Vidoohöllinni fylgja Panasonic myndbandstækjunumi krónur 69.900,- stgr. BRAUTARHOLTI OG KRINGLUNNI Fermingarkaffihlaðborðið fyrir heimahús: Kostar frá um 30 þúsund krónum - nokkuð misjafnt hvað er innifalið Fyrstu fermingarnar eru að fara í hönd. Flestir eru eflaust komnir vel á veg með undirbúning. Þeir sem enn eru að íhuga hvort þeir eigi að standa sjálfir í bakstrinum fyrir kaffiveisluna eða hvort þeir eigi að láta veitingahús úti í bæ gera það fá hér upplýsingar um hvað hún myndi kosta fyrir manninn og gróf- lega hvað er innifalið. DV hringdi á fjölmarga staði sem sérhæfa sig í veisluþjónustu ýmiss konar og spurði hvað fermingar- kaffihlaðborð fyrir heimahús kost- aði og hvað væri innifalið. Eins og sjá má í grafinu hér með fréttinni og í texta hér til beggja hliða er verðið mjög mismunandi. Rétt er að taka fram að í grafinu er borið sam- an verð eftir fjölda veislugesta og sumir eru með mismunandi verð eftir því hvað þeir eru margir. Ekk- ert mat er lagt á gæði eða hráefni. Ódýrasta veislan er miðuð við 50 manns og kostar hún rúmlega 30 þúsund krónur. Dýrasta veislan kostar um 70 þúsund en þar er ekki miðað við ákveðinn fjölda. í sumum tilvikum fer verðið eftir því hvort kransakökur og ferming- artertur fylgja og eins er mismun- andi hvort heimkeyrsla og uppsetn- ing er innifalin. -sv Kaffihlaðborðið fyrir fermingarveisluna kostar frá 30 þúsund krónum og upp í um 70 þúsund krónur, allt eftir því hvar keypt er og hvað er innifalið. Hér er unnið að skreytingu girnilegrar tertu sem myndi sóma sér vei á hvaða ferm- ingarhlaðborði sem er. Kaffihlaðborð í heimahús Fólk hugi að verðmerkingum Neytendasíðunni hafa borist ábendingar frá fólki sem segir ósamræmi geta verið á verðmerk- ingum og raunveruleika í stór- mörkuðum. Dæmi er sem sagt um það að verð sé auglýst á skilt- um í versluninni en síðan sé ann- að verð forritað í afgreiðslukass- ann. Rétt er fyrir fólk að fylgjast vel með að þessir hlutir séu í lagi í þeim verslunum þar sem það kaupir inn. Frá Stjörnusnakki: Nýjung á markaðnum Iðnmark ehf. er að setja nýtt Stjörnusnakk á markað. Um er að Kaupgarður í Mjódd: Ódýrara Tab X-tra Á tilboðssíðunni í gær birtist rangt verð á Tab X-tra hjá Kaup- garði í Mjódd. Sagt var að 2 1 kostuðu 219 krónur en það rétta er þeir kosta 119 kr. -sv ræða tvær tegundir sem kallaðar eru Veisluflögur, önnur krydduð með dilli og sýrðum rjóma og hin með chilepipar. Flögunum er pakk- að í 150 g poka og þær eru fram- leiddar úr þurrkuðum kartöflum, snöggsteiktar í 10 sek. og hafa þar af leiðandi 25% minna fitu- innihald en venjulegar kart- öfluflögur, að sögn framleið- anda. Fyrir 865 kr. Skútan Marsipanterta, súkkulaði- rjómaterta, konfekt- og maren- stertur, súkkulaðiskúffúkaka, mazarínkökur, kafTisnittur, brauðtertur með kjöti eða fiski og flatkökur með hangikjöti og grænmetissalati. Verðið miðast við staðgreiðslu. Fyrir 875 kr. Nýja kökuhúsið 100 snittur, 2x12 manna brauðtertur með skinku, 3 brauðrúllur með rækju, 16 manna marsipan- sálmabók, 16 manna rjómaterta, 2 jarðarberja, 2 banana-, 2 súkkulaði- og 2 sachertertur og 30 manna rúllu- terta. Miðast við 50 manns. Jyrir 890 kr. íslandskostur Brauðtertur, laxa-, rækju- og skinku-, snittur, 2-3 á mann, kringlóttar 12 manna tertur, mokka-, peru-, jarðarberja-, ban- ana- og sérrí-, og loks litlar súkkulaðikökur. Fólk getur í sumum tilfellum fengið lánað leirtau og veislufóngunum er komið á staðinn á höfuðborgar- svæðinu. Hægt er að panta sér- staklega marsipantertu eða rjómatertu og Islandskostur er með sérstaka útfærslu á kransa- köku og konfekti. Fyrir 900 kr. Kátir kokkar Snittur, flatkökur með hangi- kjöti, brauðtertur, 2 teg. af rjóma- tertum, rúllutertur, pönnukökur með rjóma og pönnukökur með sykri, kleinur og formkökur. Nýja kökuhúsið 40 snittur, 12 manna brauðterta með skinku, ein brauðrúlla með rækjum, 12 manna marsipan sálmabók, jarð- arberja-, súkkulaði-, banana- og sacherterta. Miðað við 20 manns. Veislan Fermingar-marsipanterta, jarðarberjatertur, rjómatertur, súkkulaðitertur, 2 teg. brauðtert- ur, 7 teg. kaffisnittur og heitur brauðréttur með skinku og spergli. Lágmark 25 manns og akstur á stað í nágrenninu og uppsetning er innifalið í verði. Með kransaköku er verðið fyrir manninn 1.050 kr. Fyrir 950 kr. Óðinsvé Rjómatertur, brauðtertur, snittur, flatkökur með hangi- kjöti, heitir brauðréttir, djöfla- tertur, 2 teg. af kaffitertum. Mið- ast við 40-70 manns. Fyrir 1.090 kr. Lækjarbrekka Fermingarterta, 4 aðrar teg. af tertum, 2 teg. af snittum, 2 teg. af brauðtertum, flatkökur með hangikjöti og pönnukökur. Mið- að er við minnst 20 manns. Ekk- ert er borgað fyrir börn yngri en 6 ára en fyrir 7-12 ára er borgað hálft gjald. Fyrir 1.190 kr. Múlakaffi 5 teg. af brauðsnittum, laxa- og skinkubrauðterta, jarðarberja-, peru- og sérríterta, flatbrauð með hangikjöti, heitt eplapæ með rjóma og heitt rúllutertubrauð. Miðast við minnst 30 manns. Kransakaka og fermingarterta fást á heildsöluverði ef óskað er og öllu er ekið á staðinn. Óðinsvé Rjómatertur, árituð marsipan- terta, brauðtertur, snittur, flat- kökur með hangikjöti, heitir brauðréttir, djöflatertur, rjóma- pönnukökur og 2 teg. af kaffitert- um. Þeir sem taka kransaköku með borga 1.390 fyrir manninn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.