Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1996, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1996, Qupperneq 8
8 FÖSTUDAGUR 22. MARS 1996 Ráðstefna um atvinnumál kvenna verður haidin föstudaginn 22. mars nk. á Hótel KEA á Akureyri ki. 9.30-18.00 Setning: Árni Gunnarsson, aðstoðarmaður félagsmálaráðherra Ávarp fulltrúa Akureyrarbæjar Fyrirlesarar og umræðuefni: Sérstakur opinber stuðningur við konur í atvinnulífinu: 10.00-10.15 Ingibjörg Broddadóttir, deildarstjóri í félagsmálaráðuneyti: Kvennasjóður félagsmálaráðuneytis 10.15-10.30 Herdís Sæmundardóttir, formaður undirbúningsnefndar um lánatryggingasjóðlánatryggingasjóður kvenna á (slandi 10.30-10.45 Sigurður Snævarr, hagfræðingur á Þjóðhagsstofnun: Forréttindi eða jákvæð mismunun? Ráðgjöf og átaksverkefni: 11.10-11.25 Elsa Guðmundsdóttir, atvinnuráðgjafi Sambands (sl. sveitarfélaga á Vestfjörðum: Atvinnuráðgjöf til kvenna (þéttbýli og dreifbýli 11.25-11.40 Hulda Ólafsdóttir, varalormaður atvinnumálanefndar Reykjavíkurborgar: Reykjavikurborg - atvinnumál kvenna 11.45-12.00 Umræður og fyrirspumir 12.00-13.30 Matarhlé 13.30-13.45 Ávarp félagsmálaráðherra Páls Péturssonar Ný viðhorf gagnvart konum í atvinnulífinu: 13.45-14.00 Hrafnhildur Sigurðardóttir útibússtjóri, Landsbanka Islands: Konur og karlar sem viðskiptamenn í bönkum 14.00-14.15 Baldur Pétursson deildarstjóri í Iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti: Átaksverkefni iðnaðarráðuneytis 14.15-14.30 Ingunn Svavarsdóttir sveitarstjóri, Öxarfjarðarhreppi: Bankahugmynd: Micro Credit 14.30-14.45 Sigmar B. Hauksson þjóðfélagsfræðingur: Hugarfarsbreyting í atvinnumálum kvenna á landsbyggðinni 14.45-15.10 Umræður og fyrirspurnir. 15.10-15.40 Kaffihlé. Atvinnumál kvenna í dreifbýli: 15.40-15.55 Drífa Hjartardóttir, formaður Kvenfélagsambands íslands: Atvinnumöguleikar og aðstæður kvenna á landsbyggðinni 15.55-16.10 Líneik Anna Sævarsdóttir, endurmenntunarstjóri á Hvanneyri: Símenntun og atvinnusköpun: Auðlind í dreifbýli 16.10-16.35 Fyrirspurnir og umræður 16.40-18.00 Almennar umræður Fundarstjóri Elín Lfndal, formaður Jafnréttisráðs Fundarritari Elín Antonsdóttir atvinnuráðgjafi hjá Iðnþróunarfélagi Eyjafjarðar Opið hús hjá Menntasmiðju kvenna á Akureyri fyrir ráðstefnugesti. Þátttökugjald er 1.000 kr.og er matur og kaffi innifalið. Kaffiveitingar eru í boði Akureyrarbæjar. Útlönd Tík Mitterrands kjaftar frá í bók Baltique, svarta labradortíkin sem eyddi níu árum ævi sinnar með Francois heitnum Mitterrand Frakklandsforseta, er búin að gefa út æviminningar sínar þar sem hún segir frá fjölda leyndarmála úr for- setahöllinni. „Enginn var nákomnari forsetan- um en þessi trygga labradortík. Hún veit allt. Hún segir frá öllu. Auk þess sem stíll hennar er nokkuð beittur," segja útgefendur bókarinn- ar. Bók Baltique heitir Aboitim 1 og kom út í gær i fimmtíu þúsund ein- tökum til að byrja með. Titillinn er dreginn af frönsku sögninni „aboy- er“ (að gelta) og hinni umdeildu bók Verbatim eftir Jacques Attali, fyrr- um ráðgjafa Mitterrands, sem sagði frá samræðum sínum við forsetann. Eins og yiðhengið við titilinn gefur til kynna er ekki útilokað að um framhald verði að ræða. Baltique býr nú á franskri lög- reglustöð en að öðru leyti er dvalar- staður hennar algjört hernaðar- leyndarmál. Tíkin vakti athygli sjónvarps- áhorfenda um allan heim þegar hún gekk með líkfylgdinni við útfor Mitterrands í heimabæ hans Jarnac þann 8. janúar. Bókin er skrifuð í fyrstu persónu og segir frá fjölmörgu um lif og starf forsetans. Þótt sagt sé frá öllu út frá sjónarhorni hundsins hefur flest sem í bókinni birtist komið fram áður. Reuter Francois Mitterrand og labradortíkin Baltique fá sér göngutúr. Símamynd Reuter UPPBOÐ Uppboö munu byrja á skrifstofu embættisins að Skógarhlíö 6, Reykjavík, sem hér segir, á eft- irfarandi eignum: Aflagrandi 3, íbúð á 3. hæð, þingl. eig. Hanna Elíasdóttir, gerðarbeið- andi Byggingarsjóður ríkisins, þriðju- daginn 26. mars 1996 kl. 10.00. Austurberg 38, íbúð á 3. hæð, merkt 0303, þingl. eig. Ingibjörg Kristrún Einarsdóttir, gerðarbeiðendur Bygg- ingarsjóður ríkisins og Gjaldheimtan í Reykjavík, þriðjudaginn 26. mars 1996 kl. 10.00.___________________ Álfabrekka v/ Suðurlandsbraut, Þvottalaugarblettur 27, þingl. eig. Jón Guðmundsson, gerðarbeiðandi Gjaldheimtan í Reykjavík, þriðjudag- inn 26. mars 1996 íd. 10.00. Álfheimar 64, íbúð á 2. hæð t.h. + bfl- skýli, þingl. eig. Jóhanna Margrét Ámadóttir, gerðarbeiðandi Búnað- arbanki íslands, Garðabæ, þriðjudag- inn 26. mars 1996 kl. 10.00. Barmahlíð 23, efri hæð og 1 / 2 kjallari, þingl. eig. Hmnd Ólafsdóttir og Sveinn Harðarson, gerðarbeiðendur húsbréfadeild Húsnæðisstofnunar og Lífeyrissjóður verslunarmanna, þriðjudaginn 26. mars 1996 kl. 10.00. Bugðulækur 1, íbúð á 2. hæð og 2/3 bflskúr fjær lóðarmörkum, þingl. eig. Bragi Friðfinnsson, gerðarbeiðandi Gjaldheimtan í Reykjavík, þriðjudag- inn 26. mars 1996 kl. 10.00. Drápuhlíð 6, íbúð í kjallara, þingl. eig. Einar Örn Einarsson, gerðarbeiðandi Gjaldheimtan í Reykjavík, þriðjudag- inn 26. mars 1996 kl. 10.00. Eldshöfði 15, súlubil E, þingl. eig. Þorbjörn Helgi Stefánsson, gerðar- beiðandi Sjóvá-Almennar tryggingar hf., þriðjudaginn 26. mars 1996 kl. 10.00.____________________________ Engihlíð 16, neðri hæð, kjallaraíbúð og bflskúr, þingl. eig. Hannes Gísla- son, gerðarbeiðandi Gjaldheimtan í Reykjavík, þriðjudaginn 26. mars 1996 kl. 10.00. Faxaból 2, hús I (hesthús við Vatns- veituveg, stía nr. 6b og 11), þingl. eig. Örn Jónsson, gerðarbeiðandi Toll- stjóraskrifstofa, þriðjudaginn 26. mars 1996 kl. 10.00. Faxafen 9, norðurhelmingur, þingl. eig. Bakhjarl sf., gerðarbeiðendur Gjaldheimtan í Reykjavík og Samein- aði lífeyrissjóðurinn, þriðjudaginn 26. mars 1996 kl. 10,00,_________________ Flúðasel 76, hluti í kjallara, þingl. eig. Axel Oddsson, gerðarbeiðandi Gjald- heimtan í Reykjavík, þriðjudaginn 26. mars 1996 kl. 10.00._________________ Frakkastígur 5, hluti í íbúð, 1. hæð og kjallari, merkt 01-01, þingl. eig. Þórir Jóhannsson, gerðarbeiðandi Lands- banki íslands, þriðjudaginn 26. mars 1996 kl. 10.00.______________________ Frostafold 14, hluti í íbúð á 2. hæð merkt 0204 og stæði í bílskýli nr. 38, þiiigl. eig. Þorlákur Hermannsson, gerðarbeiðendur Gjaldheimtan í Reykjavík og Tollstjóraskrifstofa, þriðjudaginn 26. mars 1996 kl. 10.00. Funahöfði 7,1. hæð, ehl. 0101, ásamt tilh. Ióðarréttindum, vélum, tækjum og öðrum iðnaðaráhöldum sem starf- seminni tílheyra, þingl. eig. Karl Rún- ar Ólafsson, gerðarbeiðendur Iðnþró- unarsjóður og Sameinaði lífeyrissjóð- urinn, þriðjudaginn 26. mars 1996 kl. 10.00._______________________________ Gnoðarvogur 76, ris, þingl. eig. Guð- mundur Snorrason, gerðarbeiðandi Lífeyrissjóður verslunarmanna, þriðjudaginn 26. mars 1996 kl. 10.00. Gyðufell 2, íbúð á 2. hæð f.m., merkt 2-2, þingl. eig. Ófeigur Reynir Guð- jónsson, gerðarbeiðendur Byggingar- sjóður verkamanna og Gjaldheimtan í Reykjavík, þriðjudaginn 26. mars 1996 kl, 10,00,______________________ Gyðufell 6, íbúð á 3. hæð t.v., merkt 3- 1, þingl. eig. Hulda Hrönn Jónsdóttir, gerðarbeiðendur Byggingarsjóður verkamanna og Gjaldheimtan í Reykjavík, þriðjudaginn 26. mars 1996 kl, 10.00.______________________ Háaleitísbraut 101, íbúð á 4. hæð t.h. + bílskúr, þingl. eig. Hanna Björk Jónsdóttír, gerðarbeiðandi Gjald- heimtan í Reykjavík, þriðjudaginn 26. mars 1996 kl. 10.00. Háaleitísbraut 123, íbúð á 2. hæð t.v. + bflskúr, þingl. eig. Jóna Margrét Guð- mundsdóttir, gerðarbeiðendur Bygg- ingarsjóður ríkisins og íslandsbanki hf., útibú 526, þriðjudaginn 26. mars 1996 kl. 10,00, ______________________ Heiðarás 27, hluti, þingl. eig. Guð- mundur Hannes Jónsson, gerðarbeið- -endur Einar Sigurður Kristjánsson, Gjaldheimtan í Reykjavík, Inn- heimtustofnun sveitarfélaga, Lífeyr- issjóður rafiðnaðarmanna og Toll- stjóraskrifstofa, þriðjudaginn 26. mars 1996 kl. 10.00.________________ Hjaltabakki 14,1. hæð t.h., merkt 1-2, þingl. eig. Þorsteinn Hj. Diego, gerð- arbeiðendur Gjaldheimtan í Reykja- vík og Lífeyrissjóður Dagsbr/Fram- sóknar, þriðjudaginn 26. mars 1996 kl. 13.30,__________________________ Holtsgata 20, risíbúð, þingl. eig. Jón Ingi Hannesson, gerðarbeiðandi Gjaldheimtan í Reykjavík, þriðjudag- inn 26. mars 1996 kl. 10.00. Hraunteigur 24, efri hæð og rishæð m.m., þingl. eig. Sigríður Bjömsdótt- ir, gerðarbeiðandi Gjaldheimtan í Reykjavík, þriðjudaginn 26. mars 1996 kl. 10,00,_____________________ Hvassaleiti 8, 3. hæð til hægri, þingl. eig. Guðlaug Sigurðardóttir, gerðar- beiðandi Gjaldheimtan í Reykjavík, þriðjudaginn 26. mars 1996 kl. 10.00. SÝSLUMAÐURINN í REYKJAVÍK UPPBOÐ Framhald uppboös á eftirfarandi eignum veröur háð á þeim sjálf- um sem hér segir: Fannafold 76, íbúð á 1. hæð, merkt 0101, þingl. eig. Ingibjörg Hafberg, gerðarbeiðendur Byggingarsjóður verkamanna, Gjaldheimtan í Reykja- vík og sýslumaðurinn í Reykjavík, þriðjudaginn 26. mars 1996 kl. 14.30. Hraunbær 122, 3. hæð f.m., þingl. eig. Ólafía Nongkran Guðmundsson, gerðarbeiðendur Lífeyrissjóður Tæknifræðingafél. og Sjóvá-Almenn- ar hf., þriðjudaginn 26. mars 1996 kl. 15.30. Hrísrimi 35, íbúð neðri hæð, merkt 0101, þingl. eig. íris Pétursdóttir, gerðarbeiðendur Gjaldheimtan í Reykjavík, Greiðslumiðlun hf. - Visa ísland, Huginn fasteignamiðlun hf., Iðnlánasjóður og Kreditkort hf., þriðjudaginn 26. mars 1996 kl. 10.30. Klukkurimi 85, hlutí, þingl. eig. Ómar V. Snævarsson, gerðarbeiðendur Byggingarsjóður verkamanna og Vá- tíyggingafélagið Skandia, þriðjudag- inn 26. mars 1996 kl. 13.30. Laufengi 116, hluti í íbúð merkt 0203 m.m., þingl. eig. Gunnhildur Vigdís Bogadóttir, gerðarbeiðendur Bygg- ingarsjóður verkamanna og Trygg- ingamiðstöðin hf., þriðjudaginn 26. mars 1996 kl. 11.30. Logafold 152 og bflskúr, þingl. eig. Guðbergur P. Guðbergsson, gerðar- beiðandi Set hf., þriðjudaginn 26. mars 1996 kl. 16.30. Salthamrar 24, þingl. eig. Stefán Bergsson, gerðarbeiðendur Gjald- heimtan í Reykjavík, Húsbréfadeild Húsnæðisstofnunar, íslandsbanki hf., útibú 515, og Lífeyrissjóður verslun- armanna, þriðjudaginn 26. mars 1996 kl. 16.00. Síðusel 7 ásamt bflskúr, þingl. eig. Hannes Hólm Hákonarson, gerðar- beiðendur Búnaðarbanki íslands og Gjaldheimtan í Reykjavík, þriðjudag- inn 26. mars 1996 kl. 15.30. Vallarás 4, íbúð á 2. hæð og geymsla á 1. hæð, þingl. eig. Júlía B. Ámadóttir, gerðarbeiðandi Kaupþing hf., þriðju- daginn 26. mars 1996 kl. 14.30. Veghús 31, íbúð á 10. hæð f.m., merkt 1003, þingl. eig. Jón Þór Önundarson og Kristín M. V. Hafsteinsdóttír, gerð- arbeiðendur Byggingarsjóður verka- manna, Gjaldheimtan í Reykjavík og Vátryggingafélag íslands hf., þriðju- daginn 26. mars 1996 kl. 17.00. SÝSLUMAÐURINN í REYKJAVÍK Lee Teng-hui. Lee segir stríðs- leiki Kínverja ekki hræða Lee Teng-hui, sem spáð er sigri í forsetakosningunum á Taívan á morgun, sagði á baráttufundi í morgun að stríðsleikir Kínverja mundu ekki eyðileggja kosningarn- ar. Hann sagði að Kínverjum hefði mistekist að hræða fólk frá kosn- ingaþátttöku og að nærvera banda- rísks flota sýndi og sannaði að lýð- ræðisriki styddu við bak hvort ann- ars. Kínverjar óttast að Taívanar færist í átt til sjálfstæðis og að Lee sé aðalmaðurinn í þeirri þróun. Lee segir Taívana eingöngu vilja rjúfa pólitíska einangrun og styrkja póli- tíska ímynd landsins. Reuter Berklar ógna á nýjan leik Óttinn við kúariðu skyggði á að- vörun frá Alþjóða heilbrigðismála- stofnuninni, WHO, í gær þess efnis aö berklar ógnuðu á ný lifi og heilsu manna. Almennt var álitið að tekist hefði að hemja berkla í hinum vest- ræna heimi en nýjar tölur benda til annars. Stofnunin telur að berklar geti orðið allt að 30 milljónum jarð- arbúa að bana á næstu tíu árum. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.