Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1996, Side 24

Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1996, Side 24
32 FÖSTUDAGUR 22. MARS 1996 Sviðsljós Brj óstin í ruslið Brosnan í kapp- hlaupi við eldfjall Velgengni Pierce Brosnans í hlutverki James Bonds hefur afl- að honum um 400 milljóna króna samnings fyrir að leika í nýrri mynd sem nefnist Dante’s Peak. Tökur hefjast i maí en myndin verður væntanlega frumsýnd ári síðar. í myndinni, sem Universal stendur að, leikur Brosnan eld- fjallafræðing sem reynir að bjarga bæ frá ógnum eldgoss í Norður- Kyrrahafi. Dylan með góð- gerðartónleika Bob Dylan hefur fallist á að halda tvenna góðgjöröartónleika í State-leikhúsinu í borginni Port- land í Maine-ríki. Tónleikamir eru ekki haldnir til að styðja hefð- bundið málefni heldur leikhúsið sjálft sem á í fjárhagsörðugleik- um. Dylan hélt tvenna tónleika þar fyrir tveimur árum og hreifst mjög af húsinu. Kvikmyndin To Die for hefði haft upp á miklu meira að bjóða, í það minnsta fyrir karlmenn, hefði eigin- maður Nicole Kidman, Tom Cruise, ekki fengið alvarleg afbrýðisemi- köst meðan á kvikmyndatöku stóð og eftir að myndin var fullgerð. í myndinni leikur Kidman í nektarat- riðum þar sem hún berar brjóst sín. En þau atriði fóru svo fyrir brjóstið á eiginmanninum að hann greip til skæranna og lét brjóst eiginkonunn- ar í ruslið. í myndinni leikur Kidman metn- aðarfulla sjónvarpskonu sem vill ryðja eigin- manni sínum úr vegi þar sem hann er henni til trafala á framabrautinni. Hún tælir mann til að koma eig- inmanninum fyrir kattamef. Tom Cruise vissi hvað var i vændum og var sí- fellt að koma í kvikmyndaverið og skipta sér af hlutunum, sérstaklega nektaratriðunum. Svo fór að Kidm- an neyddist til að biðja hann að halda sig fjarri. Hann lét til leiðast en brjálaðist hins vegar þegar hann skoðaði myndina fullgerða: „Þú skalt ekki sýna öðmm en mér nekt þína,“ sagði hann forðufellandi. Hann réttlæti reiði sína með því að böm þeirra ættu að geta horft á gamlar myndir með pabba og mömmu án þess að skammast sín. En þeir sem vilja sjá Kidman nakta geta tekið Dead Calm á mynd- bandaleigunni. Hún var gerð áður en skærin og froðufellandi Cruise komu til sögunnar. Baldwin sló ekki í sjálfsvörn Ákærandi i máli leikarans Alecs Baldwins, sem ákærður er fyrir að hafa kýlt og nefbrotið ljósmyndara í fyrra, efast um þær fullyrðingar leikarans að hann hafi slegið í sjálfs- vöm. Baldwin var að koma heim með nýfædda dóttur sína og Kims Basingers þegar atvikið átti sér stað. Ákærandinn segir að Baldwin hafi verið æstur og reiður og látið högg vaða viljandi í andlit ljósmynd- arans. Kanadakonur á toppnum Kanadísku söngkonumar Alanis Morissette og Cehne Dion skjóta bandarískum starfssystrum sinum ref fyrir rass og einoka nú topp plötusölulista í Bandaríkjunum. Vegna margra Grammy-verðlauna hélt sala á plötu Morissettes, Jagged Little Pill, áfram að hækka. Seldist hún í 234 þúsund eintökum í síðustu viku á sama tíma og ný plata Dions, Falling into You, seldist í 193 þús- undum eintaka. Leikkonurnar Isabelle Adjani, t.v., og Sharon Stone koma hér til frumsýningar á spennumyndinni Diabolique í Hollywood í fyrrakvöld. Stone brosir sínu breiðasta enda á uppleið sem leikkona og tilnefnd til óskarsverðlauna. Símamynd Reuter Nicole Kidman. Vorieikur ^émmpsmifaí ‘étmlmm 904 1750 09 sea 9090 Nú bregðum við á leik með Sjónvarpsmiðstöðinni, Síðumúla 2. Hringdu í síma 904 1750 svaraðu þremur léttum spurningum rétt. Þar með ertu komin(n) í vinningspottinn og gœtir orðið ein(n) hinna heppnu sem fá verðlaun í vorleiknum. Glœsileg verðlaun frá Sjónvarpsmiðstöðinni, AKAI MX-66 Karaoke hljómtœki, að verðmœti kr. 34.900 - í tœkinu er: * Digital útvarp með 30 minnum * Karaoke-kerfi * Handahófsspilun á geislaspilara * Tvöfalt segulband 1 Fjarstýring og margt fleira Sex heppnir þátttakendur fá einnig útvarpsvekjaraklukku í aukavinning 80 watta magnari Geislaspilari með 32 minnum Tónjafnari með bassa og diskantstilli Innstunga fyrir heyrnartól og hljóðnema Hrinadu 1904 1750 Verð 39,90 mínútan Fyrirsæturnar Naomi Campbell, t.v., Claudia Schiffer og Karen Mulder, t.h., halda hér á eftirlíkingum sfnum sem brátt verða seldar í leikfangabúðum um allan heim. Fyrirsæturnar hugsa ekki bara um að græða á tiitækinu heldur ætla þær að láta um 30 krónur af hverri seldri brúðu renna til Alþjóða rauða krossins. David er kyntáknið „Mér finnst ég sjálf ekki vera neitt kyntákn þó ég hafi heyrt ýmis- legt í þá veru. í rauninni á félagi minn í þáttunum, David Duchovny, þann heiður frekar skiiið," segir Gillian Anderson sem leikur Scully í sjónvarpsþáttunum Ráðgátur eða X-Files sem notið hafa töluverðra vinsælda. Gillian segir David hafa fallegan og nettan líkama og hann státi af mikilli útgeislun frá hjartanu. En þó Giilian sé hrifin af mótleikara sínum vonar hún að Scully og Mudler eigi ekki eftir að eiga í kyn- ferðislegu sambandi í Ráðgátum. „Ég kann vel viö þann kynferðis- lega undirtón sem gerir vart við sig í sambandi Scullys og Mulders. Kynferðisleg spenna skiptir öllu, bæði í kvikmydum og raunveruleik- anum. Ef eitthvað á eftir að gerast á þeim nótum í þáttunum vona ég að það verði í síðasta þætti,“ segir Gillian. Mulder og Scully í Ráðgátum. Hún er annars upptekin við að læra handrit að kvikmynd sem gera á eftir Ráðgátuþáttunum og við að sinna eiginmanni og ungri dóttur, Piper.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.