Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1996, Síða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1996, Síða 28
FÖSTUDAGUR 22. MARS 1996 Frá Dagsbrúnarfundi. Þar hefur oft verið heitt í kolunum. Geta átt ellilíf- eyrisþegana og öryrkjana „Hinir vinnandi Dagsbrúnar- menn munu fylkja sér yfir til okkar. Hinir geta þá haft ellilíf- eyrisþegana og öryrkjana.“ Kristján Árnason, í DV. Mannvonska? „Ég vænti þess að þetta sé fremur gert af vanþekkingu en mannvonsku." Benedikt Davíðsson, um um- deilt frumvarp, í Alþýðublað- inu. Ummæli Leikmenn barðir „Dómarar virðast ekki þola að við þá sé talað en þeir horfa upp á að leikmenn séu barðir til óbóta.“ Giis Stefánsson, fyrrum handbolta- kappi, í Morgunblaðinu." Versnandi pistlahöfundar „Pistlahöfundarnir hafa versnað til muna, hliðra sér hjá kommúnismanum en prédika þess í stað sósíalisma." Magnús Ólafsson, í lesendabréfi, í DV. Síðustu Breiðhyltingarnir „Það eru bara tveir búnir að skila öskubökkum hjá okkur í dag, það eru líklega síðustu tveir Breiðhyltingarnir sem reyktu.“ Lyfjatæknir í Breiðholtsapóteki, í Tím- anum. Óperur geta verið bæði góðar og mjög langar. Langar óperur og stuttar Af þekktum óperum sem fluttar eru að staðaldri er Meistarasöngv- ararnir eftir Richard Wagner lengst. Óstytt var hún sýnd í Sadl- er’s Wells leikhúsinu í tæpan mánuð árið 1968 og þá tók flutn- ingurinn 5 klukkustundir og 15 mínútur. Til eru lengri óperur og má nefna Trúvillingana eftir Gabriel von Wayditch (1888-1969). Hún er útsett fyrir 110 hljóðfæri og tekur flutningur hennar 8 klukkustundir og 30 mínútur. Stysta ópera sem samin hefur ver- ið er Frelsun Þeseifs eftir franska tónskáldið Darius Milhaud Blessuð veröldin (1892-1972). Það tekur 7 minútur og 27 sekúndur að flytja hana. Hún var frumflutt árið 1928. Lengsta óperuarían Lengsta óperuarían er aría Brynhildar í Ragnarökum eftir Richard Wagner. Þessa aríu syng- ur Brynhildur áður en hún hverf- ur á bálið í síðasta þætti. í þekktri plötuupptöku tekur arían ná- kvæmlega 14 mínútur og 46 sek- úndur. Slydda og hvasst í dag verður suðvestan- og síðan vestanátt á landinu, fremur hæg í fyrstu, stinningskaldi eða allhvasst vestan til á landinu þegar líður á daginn. Sunnan- og vestanlands má Veðrið í dag búast við slyddu í dag en slydduélj- um í kvöld og nótt. Hiti verður frá 4 niður í 1 stigs frost. Á höfuðborgar- svæðinu verður sunnan- og suðvest- ankaldi og súld eða rigning í dag en suðvestan- og síðan vestankaldi og skúrir eða slydduél í kvöld og nótt. Hiti 1 til 3 stig. Sólarlag 1 Reykjavík: 19.51. Sólarupprás á morgun: 7.17. Síðdegisflóð í Reykjavík: 20.33. Árdegisflóð á morgun: 8.55. Heimild: Almanak Háskólans. Veðrið kl. 6 í morgun: Akureyri léttskýjaö 2 Akurnes léttskýjaö -0 Bergsstaóir skýjaö 2 Bolungarvík skýjaö 3 Egilsstaöir heiöskírt -6 Keflavíkurflugv. úrkoma í grennd 2 Kirkjubkl. alskýjaö -0 Raufarhöfn hálfskýjaö -5 Reykjavík úrkoma í grennd 1 Stórhöföi úrkoma í grennd 2 Helsinki þokumóóa -10 Kaupmannah. þokumóöa -1 Ósló alskýjaö -6 Stokkhólmur þokumóóa -6 Þórshöfn alskýjað 4 Amsterdam rigning 7 Barcelona þokumóóa 10 Chicago heiöskírt -2 Frankfurt skýjað 7 Glasgow mistur 4 Hamborg rign. á síó.klst. -0 London þokumóóa 8 Los Angeles alskýjaö 16 Lúxemborg þokumóöa 4 París skýjaó 7 Róm þokumóða 7 Mallorca þoka í grennd 5 New York skýjaö 5 Nice hálfskýjaó 8 Nuuk skýjaö -13 Orlando léttskýjaö 8 Vín alskýjaó 4 Washington skýjað 2 Winnipeg snjókoma -7 Gerður G. Óskarsdóttir, forstöðumaður Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur: Skólamálin eru áhugamál og hugsjón „Með sto&iun Fræðslumiðstöðv- arinnar er verið að sameina verk- efni sem hafa verið á þrem stöðum hingað til: verkefni af Skólaskrif- stofu Reykjavíkur, sem hefur eink- um haft með það að gera sem snýr að byggingum og búnaði skóla, síðan er það Fræðsluskrifstofa Reykjavíkur, sem er á vegum rík- isins og sinnir einkum innra starfi skólanna, þróunarstarfi og þjón- ustu, og svo eru það verkefni vegna fjármála sem munu flytjast frá menntamálaráðuneytinu,“ seg- ir Gerður G. Óskarsdóttir, nýráð- inn og fyrsti forstöðumaður Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur. Maður dagsins Fræðslumiðstööin hefur mjög víðtækt starfssvið og þar þarf að huga að mörgu: „Þetta verður ein af stærstu stofnunum landsins. Fjármagnið sem stofnunin veltir er um fimm milljarðar króna á ári, starfsmenn eru um 2000 og nemendur í grunnskólum borgar- innar eru 14.000.“ Gerður, sem hefur doktorspróf í stjórnun í menntakerfi og stefnu- Gerður G. Óskarsdóttir. mörkun, sér Fræðslumiðstöðina sem faglegt forystuafl í skólamál- um í Reykjavík og segist ákaflega spennt að taka við starfinu: „Ég tel að minn bakgrunnur nýtist vel í þessu starfi. Ég hef mjög breiða reynslu af skólakerfinu almennt, hef kennt á öllum skólastigum, hyrjaði að kenna í barnaskóla í Reykjavík fyrir þrjátíu árum og hef kennt bæði í grunnskóla, fram- haldsskóla, í fullorðinsfræðslu og í háskóla, var skólastjóri bæði á grunn- og framhaldsskólastigi í Neskaupstað, starfaði í mennta- málaráðuneytinu í þrjú ár og tók við starfi kennslustjóra í kennslu- fræðum við Háskólann árið 1983. Því starfi og einkum starfinu í menntamálaráðuneytinu hefur fylgt að sitja í nefndum og starfa að stefnumörkunarverkefnum á ýmsum sviðurn." Gerður sagði að í byrjun væri starf hennar að ganga frá skipu- lagningu Fræðslumiðstöðvarinnar og átta sig á mannaflaþörf og fara inn í þau verkefni sem eru í gangi á vegum borgarinnar. Gerður á tvö börn sem bæði eru í doktors- námi erlendis. Dóttirin er í sál- fræðinámi í Bandaríkjunum og sonurinn í námi í Þýskalandi í sagnfræði og stjórnmálafræði. Um áhugamál sín sagði Gerður: „Skólamálin eru fyrir mér bæði áhugamál og hugsjón og hafa ver- ið alla tíð, en ég hef einnig mjög gaman af ferðalögum og göngu- ferðum." -HK Myndgátan Lausn á gátu nr. 1474: Forsala Myndgátan hér að ofan lýsir nafnorði Önnur viður- eign KA og FH í fyrsta leik KA og FH i und- anúrslitum í handboltanum fóru KA- menn frekar illa með FH og sigruðu örugglega. Sá leikur fór fram á Akureyri en í kvöld er leikur númer tvö og hann fer fram á heimavelli FH í Kaplakrika í Hafnarfirði og þar verður FH ekki auðveld bráð svo búast má við spennandi og íþróttir skemmtilegum leik. í kvöld fer einnig fram fjórði leikur Keflavikur og Njarðvíkur í undanúrslitum í körfuboltan- um. Staðan er nú þannig að Kefl- víkingar hafa unnið tvisvar og Njarðvíkingar einu sinni. Ef Keflvíkingar vinna í kvöld eru þeir komnir í úrslitin og þar sem leikurinn fer fram á heimavelli þeirra verða þeir að teljast lík- legri til sigurs en það má ekki gleyma því að Njarðvíkingar eru deiídarmeistarar og þeir mæta örugglega grimmir til leiks. Þriðja úrslitaviðureignin í kvöld er í blaki, Stjarnan og Þróttur leika sinn annan leik í keppninni um íslandsmeistara- titilinn. Fyrsta leikinn vann Þróttur. Allir leikir kvöldsins hefjast kl. 20. TÓNLISTARKROSSGÁTAN NR. 104 Lausnir sendist til : Rásar 2 Efstaleiti 1 150 Reykjavík Merkt: TÓNLISTARKROSSGÁTAN Bridge Það er ekki oft sem maður doblar slemmu sem andstæðingarnir frjálsmelda sig í og setur slemmuna Öóra niður. Enn furðulegri er staðan, þegar félagi þess sem doblar tekur alla varnarslagina fimm! Það kom þó fyrir í sterkri tvímenningskeppni í Bandaríkj- unum í byrjun marsmánaðar. Suður hafði opnað á einum spaða, norður geimkrafði með tveimur laufum og ( sagði síðar frá fjögurra spila stuðningi í hjarta. Suður taldi hönd sína góða og þvingaði sagnir alla leið í 6 hjörtu. Vestur sleppti þvi að dobla, en þegar sögnin kom til austurs þá lagði hann doblmiðann á borðið. Hann taldi að fé- 4 lagi ætti lengd í hjartalitnum, en hefði ekki þorað að dobla slemmuna af ótta við að andstæðingarnir gætu flúið í 6 grönd. Sá samningur var næsta vís til að fara illa, miðað við hendi austurs og því var doblið ekki erfið sögn. Allar hendurnar voru svona: 4 85 * K642 ♦ P 4 A96532 * ÁG1032 ÁD103 * Á32 * 4 I austursætinu sat Bandaríkjamað- urinn Allan Siebert og hann datt i lukkupottinn. Útspilið var laufkóngur frá vestri sem sagnhafi drap á ás og svínaði strax spaðatiunni. Félagi Sieberts, Joe Kievel, drap á drottningu og spilaði áfram laufi. Sagnhafa fannst besta framhaldið vera að svína spaöa aftur og Kievel fékk á kónginn. Þegar reyknum létti hafði vestur einnig feng- ið 3 slagi á tromp og AV fengu 1100 skráða í sinn dálk. En sá sem doblaði, fékk engan slag! fsak Örn Sigurðsson N V A S * 964 ♦ KG7654 * DG87 * KD7 G9875 * 1098 * K10

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.