Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.1996, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.1996, Blaðsíða 6
LAUGARDAGUR 11. MAÍ1996 e útlönd stuttar fréttir Fórust í þyrluslysi Sextán fórust þegar tvær banda- riskar herþyrlur á bresk- banda- 1 rískri heræfingu í Norður- Karólínu- I ríki rákust saman. Sagði af sér p.v. Narasimha Raó I sagði af sér sem forsætis- ráðherra Ind- lands í kjölfar : : þingkosning- anna þai' sem || Kongressflokk- I urinn galt afhroð. Vinstriflokkamir horfa til marxista sem næsta forsæt- ó isráðherra. Bátafólks leitaö Lögregla í Hong Kong kembdi hæðimar umhverfis borgina í leit aö | víetnömsku bátafólki. Bátafólkið | hafði kveikt í Ðóttamannabúðunum I og flúið vegna þess að senda átti það aftur til Víetnam. m >■, . Óvissa um flóttamenn Övissa ríkti um afdrif þúsunda Lí- i; beríubúa sem flúið höfðu ógnaröld- J ina heima fyrir á ryðbmnnu flutn- ingaskipi. Yfirvöld á Filabeinsströnd- i: inni vildu ekki taka á móti fólkinu |j en skipíð var á leið til Ghana þegar I síðast fréttist. Sakaður um hlutdrægni Lögmenn, sem verja Serbann Dus- j an Tadic við stríðsglæparéttarhöldin j í Haag, ásökuðu eitt sérfróðra vitna | um að sýna hlutdrægni á kostnað 1 Serba. Vill frið fyrir kosningar Boris Jeltsín, forseti | Rússlands, sagðist ætla til | Tsjetsjeníu á næstunni og I vonaðist til að samningar um | frið yrðu und- á irritaðir fyrir forsetakosningarnar 16. júní. Drukknaði Krufning leiddi í ljós að William | Colby, fyrrum yfirmaður bandarisku leyniþjónustunnar, CIA, kann að hafa fengið hjartaáfall áður en hann féll út- 'k byrðis af bát og drukknaði. „Bara arabar“ ísraelskir hermenn sögðu að eld- : flaugaárásin á flóttamannabúðimar í I Kana í Líbanon, þar sem yfir 100 ■ manns fórast, hafi verið mistök en þeir sæju ekki eftir neinu þar sem fómarlömbin hefðu „bara verið hópur I araba“. INiðurskuröur Ný hægristjóm Spánar hefur hafið niðurskurðarhnífinn á loft og fækkaö opinberum störfum um þriðjung. ■ At obláturnar Pólsk kona á fertugsaldri á þriggja ára fangelsisdóm yfir höfði sér fyrir að hafa etið allar oblátumar og dmkk- I ið messuvínið í kirkjunni sinni. Heimsmarkaðsverð: Bensín og hrá- olía lækkaöi Mitt í öllu tali olíufélaganna hér heima um hækkandi heimsmark- aðsverð á bensíni og olíu, sem rök- stuðning fyrir verðhækkunum til neytenda, þá lækkaði verðið í Rott- erdam og London í vikunni. Tonnið af 95 oktana bensínið lækkaði úr 236 í 234 dollara, tonnið af 98 oktana bensíni lækkaði úr 240 í 238 dollara og hráolíutunnan lækkaði í London úr tæpum 20 dollurum í 19 dollara. Fyrir mánuði var tunnan seld á rúma 23 dollara. Verðlækkunin á mánuði er 17%. Hlutabréfaverð í helstu kauphöU- um heims virtist vera á uppleið í lok vikunnar eftir einhverja lækk- un að undanfömu, sér í lagi i WaU Street vegna ótta við aukna verð- bólgu og hækkandi vexti. -Reuter Njósnarannsóknar krafist í Danmörku: Langtum fleiri á skrá en í Noregi Pálmi Jónasson, DV, Kaupmannahöfn: Afhjúpun á njósnum og ólöglegri skrásetningu upplýsinga í Noregi hefur orðið til þess að nú er krafist sams konar rannsóknar í Dan- mörku. í kalda stríðinu skrásettu leyniþjónustur lögreglunnar og danska hersins upplýsingar um mun fleiri borgara en í Noregi, þar sem 50 þúsund voru skráðir. Gert Petersen, fyrrum formaður Sósíaliska þjóðarflokksins, hefur krafist þess að andrúmsloftið verði hreinsað og segist sannfærður um að hann sjálfur hafi verið settur á lista árið 1947 vegna ferðar sinnar til Júgóslavíu. Á danska þinginu í gær kom fram krafa um að Björn Westh dóms- málaráðhera og Hans Hækkerup vamarmálaráðherra settu af stað sams konar rannsókn og gerð var í Noregi og ollið hefur miklu írafári þar. Erling Jensen, sem var dóms- málaráðherra 1978, upplýsti það ár að þá hefðu 300 þúsund verið teknir af skrá leyniþjónustunnar á árun- um 1965- 1978, þar af 15 þúsund 1977. Aldrei hefur þó komið fram hver heildarfjöldinn hefur verið eða hve margir eru á skrá nú. „Leyniþjónustan er grunsamlega leyndardómsfull þótt ég trúi því ekki að hún hafi átt jafn náið sam- starf við sósíaldemókrata og gerðist í Noregi," sagði Gert Petersen í við- tali við JyHands-Posten á föstudag. Bandaríski leikstjórinn Francis Ford Coppoia lék á als oddi þegar dómnefndin á kvikmyndahátíðinni í Cannes var kynnt í maísólinni í gær. Coppola er formaður nefndarinnar en hún hefur það verkefni að velja bestu myndina úr hópi 22 mynda sem sýndar verða á hátíðinni sem lýkur 20. maí. Sú besta hlýtur gullpálmann. Hér er Coppola í fylgd dóm- nefndar- og leikkvennanna Gretu Scacci og Nathalie Baye sem er frönsk. Símamynd Reuter Hungruö börn í argentínskum fátækrahverfum: flá og éta ketti Drepa, Myndir af börnum í fátækrahverf- um borgarinnar Rosario í Argentínu, þar sem þau drepa, flá og elda ketti, hafa valdið mikUli hneykslun og komið yfirvöldum, sem státa af efna- hagsumbótum, í afar vandræðalega stöðu. Yfirvöld vísuöu fréttum um kattaát barnanna á bug í fýrstu og héldu þvi fram að fjölmiðlar hefðu greitt þeim fyrir að matreiða kettina. En fuUyrð- ingar yfírvalda fengu takmarkaðan hljómgrunn meðal almennings í Arg- entínu og innan skamms var samúð- in ÖU barnanna. Mikið atvinnuleysi er í Rosario sem er iðnaðarborg. Stjórnmálamenn lofuðu strax auknum íjárframlögum tU fátækrahjálpar í borginni þar sem gríðarleg vandamál blasa hvarvetna við. Kattaát barnanna þykir vera í mikiUi andstöðu við fuUyrðingar yfír- valda um velmegun en Carlos Menem forseti hefur lýst því yfir að hann vUji koma Argentínu í hóp tíu auðugustu ríkja heims fyrir aldamót. Reuter í varðhald fyrir handsprengju- tilræði Dómari í Kaupmannahöfn hefur ; dæmt tvítugan mann í 27 daga ; gæsluvarðhald en hann er grmiað- ur um að hafa kastað. tveimur handsprengjum á meðlimi Hells ; j Angels mótorhjólagengisins fyrr í vikunni. Maðurinn er ekki meðlim- 1 ur erkióvina HeUs Angels, IBanditos-gengisins, en stuðnings- maður þeirra. Samkvæmt vitnum köstuðu tveir menn handsprengjum inn á ' lóð Brians „The Brake“ Jacobsens, I meðlims Hells Angels, en sá var að vinna við öryggisgirðingu um- (hverfis heimUi sitt í einu úthverfa Kaupmannahafnar ásamt unnustu | sinni og vini. Jacobsen missti ann- ;; an fótinn fyrir neðan hné í tUræð- Iinu en unnustan og vinurinn sluppu með skrámur. Jacobsen virðist hafa átt von á hefnd vegna dauða tveggja Banditos-meðlima sem myrtir voru í síðasta mánuði en hann var klæddur skotheldu vesti og var með hlaðna byssu í beltinu. Spænskum dómurum hótað lífláti ; Tveir spænskir dómarar, sem rannsaka „óhreina stríðið" gegn aðskilnaðarhreyfmgu Baska á síð- Iasta áratug, hafa fengið mörðhótan- ir um síma. Óþekktur maður hringdi í annan dómarann og sagði: „Tíkarsynimir ykkar. Þið eigið eftir að mæta sömu örlögum og vinur ykkar, saksóknarinn." Er talið að hringjandinn hafi verið að vísa tU Carmen Tagles saksóknara sem Baskar myrtu 1989. Dómararnir hafa ákært nokkra fyrrum frammámenn sósíalista í innanríkisráðuneytinu og þrjá for- ingja i öryggislögreglunni vegna meintra tengsla við dauðasveitir sem stofnaðar vom tU höfuðs að- | skUnaðarhreyfingu Baska| ETA. I Smokkaleysi og mannfjölgun vegna kosninga Vegna anna við að undirbúa þingkosningamar á Indlandi gleymdu stjórnvöld að semja um innkaupsverð á smokkum frá fram- leiðendum og skapaði það mikið óvissuástand á miUjónum ind- 1 verskra heimUa og víðar. Að sögn sérfræðinga um fjölskyldumál hafa 1 kosningarnar ekki einungis verið : dýrar i sjálfú sér heldur haft þau | áhrif að átta milljón fleiri böm fæð- í ast á Indlandi eftir áramót en ráð j var fyrir gert. Auk þess hefur bar- í áttan gegn útbreiðslu kynsjúkdóma I orðið fyrir verulegu áfaUi. Stjórnvöld kaupa smokka og láta : heUsugæslustöðvar um að gefa þá. Þar kom fólk hins vegar að tómum | kofunum og fæstir tímdu að kaupa ? smokka annars staðar á upp- sprengdu verði. Um 25 milljónir | indverskra para nota um 1,5 mUlj- | arða smokka árlega. Heimtar skaða- bætur vegna auglýsinga ; Fyrirsætan Linda Evangelista hefur kært þjóðemisflokk Jean ; Maries Le Pens í Frakklandi og í heimtar um 13 miUjónir króna í ; skaðabætur vegna þess að flokkur- í inn notaði mynd af henni í auglýs- ingum sínum í leyfisleysi. Notaði f flokkurinn myndir af Lindu í gevi : Jóhönnu af Örk á auglýsingaskUt- t um sem auglýstu fundi og göngur flokksins í París 1. maí. Lögmaður I Lindu segir að ekki megi tengja I. fólk pólitískum samtökum eða nota ímynd þess án leyfis. Hann sagði auglýsingarnar rýra mjög ímynd i; Lindu. Reuter
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.