Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.1996, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.1996, Page 10
10 Ik í fréttum LAUGARDAGUR 11. MAI 1996 Rúnar Alexandersson er bjartasta von Islendinga í fjmleikunum: Klifraði „Ég byrjaði fimm ára að æfa fim- leika. Pabbi minn kynnti það fyrir mér en hann var sjálfur að stunda kraftlyftingar. Hann tók eftir þvi að ég var alltaf að klifra upp um allt og hann taldi að fimleikar myndu henta mér vel. Ég var bara að leika mér i þessu í byrjun og prófa mig áfram í ýmsum áhöldum og svo fór ég smám saman að fá meiri áhuga á fimleikunum, vildi fara að keppa og ná einhverjum árangri," segir Rún- ar Alexandersson, fimleikamaður í Gerplu. Rúnar, sem er ein bjartasta fim- leikastjarna íslendinga, heitir réttu nafni Ruslan Ovtchinnikov. Hann er 19 ára gamall, fæddur i Smolensk í Rússlandi en alinn upp í Tallinn i Eistlandi. Rúnar flutti hingað til lands árið 1994 ásamt eistneskum þjálfara sínum, Matta Kirmes, og hlaut íslenskan ríkisborgararétt í fyrra en Matti þjálfar meistaraflokk fimleikafélagsins Gerplu ásamt Heimi Jóni Gunnarssyni. Miklar vonir eru bundnar við Rúnar, sérstaklega á uppáhaldsá- haldinu hans, bogahestinum, í fram- tíðinni. Hann er aðeins 19 ára gam- all og á langan tíma eftir til að kom- ast á toppinn. Blómatími fimleika- manna er einmitt á aldrinum 23-26 ára og nýverandi ólympíumeistari er 25 ára þannig að tíminn er næg- ur. Rúnar tók nýverið þátt í Evrópu- móti með góðum árangri og hefur hlotið rétt til þátttöku á Ólympíu- leikunum í Atlanta í sumar. allt krakki cvnrnoiÆ upp við íþróttaanda Rúnar er fáorður um sjálfan og uppvöxt sinn í Tallinn. Hann segir að móðir sín, faðir og bróðir búi ennþá í Tallinn en hann hefur ekki fengið tækifæri til að hitta þau í nokkur ár. Mamma hans er heimavinnandi húsmóðir enda segir Rúnar að erfitt sé að fá vinnu í Eistlandi og pabbi hans vinnur í kapal- verk- smiðju. Rúnar sig a emn yngri bróður sem hefur æft fimleika en hann hætti æfingum fyrir nokkrum árum. „Fjölskyldan er áhugasöm um íþróttir og ég er alinn upp við íþróttaanda á heimilinu," segir Rúnar en neitar því að jafnmikil íþróttadella hafi ríkt meðal barna og unglinga í Eistlandi og Sovétríkj- unum sálugu meðan hann var að al- ast upp og óneitanlega ríkir hér á landi. Rúnar segir að krakkar hafi almennt séð leikið sér í íshokkí, fót- bolta og ýmsum leikjum og íþrótt- um en áhuginn hafi beinst á fleiri brautir en hér á landi þar sem neinn ríkisborgararétt,“ útskýrir Rúnar og segir að ástandið hafi ver- ið skrýtið í Eistlandi því að Rússun- um hafi ekki líkað neitt sérlega vel við Eistana og öfugt. -En hvernig skyldi það hafa kom- ið til að hann fluttist til íslands? Það er Heimir Jón sem verður fyrir svörum. Gaf strax jákvætt svar „Árið 1993 fór ég til Eistlands á þjálfaranámskeið og sá hvað var í gangi þar og að þeir voru með toppfimleikamenn. Þá kynntist ég Matta Kirmes. Strákarnir í fim- leikalandsliðinu þeirra voru notaðir til að sýna og ______ þjálfa og ég iHÍ hreifst af þjálfun- araðferð- unum hjá honum. Ári seinna vantaði okkur karlaþjálfara, ég hringdi í hann til Miklar vonir eru bundnar við rússnesku fimleikastjörnuna Rúnar Alexanders- son sem keppir fyrir hönd íslands á Óiympíuleikunum í fimleikum í Atlanta í sumar. Rúnar er meðal 19 bestu á bogahesti í heiminum og hefur tímann fyrir sér því að hann er aðeins 19 ára. íslenskir fimleikamenn vona að hann komi ís- landi á kortið í fimleikaheiminum. Eftir að Eistlendingar hlutu sjálf- stæði var Rúnar í þeirri undarlegu aðstöðu sem fæstir íslendingar þekkja að vera ríkisfangslaus og fékk því ekki að keppa á stórmótum í útlöndum. Eins og margir DV-mynd BG Svíþjóðar, þar sem hann bjó á þeim tíma, og hann gaf fljótlega jákvætt svar,“ segir Heimir. í millitíðinni hafði Rúnar sam- band við Matta Kirmes og bað hann að þjálfa sig en þjálfunar- og æflnga- aðstaða hans hafði farið í upp- lausn með upplausn Sovétríkjanna. Matti og Rúnar komu báðir hingað til lands til að kanna aðstæður, leist vel á sig og ákváðu að slá til. Matti og Heimir þjálfa nú saman meistarahóp Gerplu en segja má að Matti sé persónuleg- ur þjálfari Rúnars og fylgir hann honum í keppnisferðalög til út- landa. Mikið á mótum erlendis Rúnar æfir fimleika hjá Gerplu að meðaltali í þrjá og hálfan tíma á hverjum degi og hefur þjálfað tvo yngri hópa. Hann hefur aðlagast ís- lensku þjóðfélagi mjög vel. Hann er mikið á ferðinni á fimleikamót er- lendis og var til dæmis á Evrópu- móti í fimleikum nýlega. Hann saknar að vonum fjölskyldu sinnar í Eistlandi en er í miklu og góðu sam- bandi við fólkið í Gerplu, þjálfara og annað fímleikafólk, og svo eru þeir góöir vinir, hann og Gunnlaugur Hjálmarsson handboltadómari, en Gunnlaugur er húsvörður hjá Gerplu. Rúnar skilur íslensku mjög vel og talar hana prýðilega þó að hann sé aðeins búinn að búa hér í rúmt ár. Hann býr hjá eistneska þjálfaranum sínum, Matta Kirmes, og konu hans og á íslenska kærustu, sem að sjálf- sögðu æfir líka fimleika hjá Gerplu. Rúnar segist ekki eiga mörg mark- mið í lífinu en stefnir þó að því að standa sig vel í fimleikunum. Fékk undanþágu Rúnar Alexandersson er eini ís- lenski fimleikamaðurinn sem fer á Ólympíuleikana í Atlanta í sumar en hann var einn af fjölmörgum sem ekki sóttu um á tilskildum tíma og einn af örfáum sem fengu undan- þágu til að keppa. Heimir segir að menn hafi verið búnir að gefa upp alla von um að Rúnar fengi undan- þáguna þegar svarið barst enda sé samkeppnin mikil. Aðstæður hans hafi óneitanlega verið sérstakar, hann hafi verið landlaus og því ekki fengið að keppa á heimsmeistara- mótinu i Sabai í Japan síðasta haust en bestu fimleikamennirnir fengu þátttökurétt á Ólympíuleikunum. „Við stefnum að því að hann komist í úrslit á sínu besta áhaldi, bogahestinum. íslendingar eru ekki þekktir í fimleikaheiminum og það tekur tíma fyrir hann að sanna sig,“ segir Heimir og bendir á að Rúnar sé þegar kominn í hóp þeirra bestu. Hann hafi orðið Norður- landameistari nú nýlega þó að hann haíi ekki verið upp á sitt besta þann dag sem keppnin fór fram og svo hafi hann lent í 19. sæti á heims- meistaramóti karla í Pú- erto Ríkó. „Við erum sáttir við það,“ segir Heimir og bendir á að Rúnar sé að- eins 19 ára. Hann eigi mikinn tíma eftir. -GHS Rúnar Alexandersson, fimleikamaður í Gerplu, hefur aðlagast íslensku þjóðfélagi mjög vel. Hann á íslenska kær- i ustu og umgengst mest I félaga sína í fimleikafé- laginu. Hann er hér í i sjómanni með hús- ■ verðinum í Gerplu, Gunnlaugi Hjálmars- H syni handboltadóm- 11 ara. DV-mynd BG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.