Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.1996, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.1996, Page 12
LAUGARDAGUR 11. MAÍ 1996 12 -lend bóksjá Bretland Skáldsögun 1. Rosamunde Pllcher: Coming Home. 2. Nick Hornby: Hlgh Rdellty. 3. Josteln Gaarder: Sophle's World. 4. Stephen Klng: Mouse on the Mlle. 5. Kate Atklnson: Behind the Scenes at the Museum. 6. Stephen Klng: The Two Dead Girls. 7. Irvine Welsh: Trainspottlng. 8. P.D. James: Original Sin. 9. John Grisham: The Ralnmaker. 10. D. Guterson: Snow Falling on Cedars. Rit almenns eðlis: 1. Wlll Hutton: The State We're In. 2. Isabel Allende: Paula. 3. Lorenzo Carcaterra: Sleepers. 4. Graham Hancock: Hngerprlnts of the Gods. 5. John Cole: As It Seemed to Me. 6. John Gray: Men Are from Mars, Women Are from Venus. 7. Alan Bennett: Wrlting Home. 8. Brlan Lowry: The Truth Is out there. 9. Jung Chang: Wlld Swans. 10. Harry McCallion: Kllllng Zone. (Byggt á The Sunday Times) Danmörk 1. Jane Austen: Fornuft og felelse. 2. Jung Chang: Vllde svaner. 3. Use Nergaard: Kun en plge. 4. Nat Howthorne: Den flammende bogstav. 5. Terry McMlllan: Andened. 6. Use Nergaard: De sendte en dame. 7. Peter Heeg: De máske egnede. (Byggt á Politlken Sendag) mm Tai chi gott fyrir gamla Fullorðnu fólki, sem stundar austurlensku íþróttagreinina tai chi, sem eykur jafnvægisskyn iðkenda og jafnframt vitund þeirra um eigin líkama, er ekki eins gjarnt og öðrum á að detta og brjóta stökk bein sín, segir í niðurstöðum bandarískra rann- sókna. Þá virðist sem fólk, sem komið er yfir sjötugt og leggur stund á tai chi, eigi auðveldara með að viðhálda þeim ávinningi sem þaö kann að fá úr annars konar jafn- vægis- og styrktaræfmgum. Margt fullorðið fólk, sem dett- ur og brýtur sig, nær aldrei fullri heilsu aftur. Fegurð og ham- ingja Bandarískir sálfræðingar hafa komist að því að fegurðin færir okkur ekki hamingju. Þátttak- endum í rannsókn var gefin ein- kunn fyrir útlitiö og sú niður- staða borin saman viö niður- stöðu úr hamingjuprófi. Fylgni var þar í milli en hún hvarf alveg þegar þátttakendur voru settir í eins föt og handklæði vafið um háriö áður en fegurðardómararn- ir gáfu þeim einkunn. Sálfræð- ingarnir eru á því að maður verði ekki hamingjusamur af því að vera sætur heldur hugsi hinir sætu betur um útlit sitt. Umsjón Guðlaugur Bergmundsson PL Travers, höfundur Mary Poppins, er látin Pamela Lyndon Travers er látin í Lundúnum. Hún var 96 ára að aldri og þekkt víða um heim síðustu hálfa öldina eða svo sem höfundur ævin- týranna kunnu um barnfóstruna óvenjulegu, Mary Poppins. Samt var lítið vitað um einkalíf hennar; hún haföi andúð á ævisögum en lýsti lífsviðhorfum sínum nokkuð ítarlega í bókinni What the Bee Knows og vísaði blaðamönnum sem báðu hana um viðtal, yfirleitt án ár- angurs, að lesa hana í staðinn. Travers fæddist 9. ágúst árið 1899 í Maryborough í Queensland, sem er í Ástralíu, og var af ættum írskra innflytjenda. Þótt hún hafi um ára- tuga skeið gegnt nafninu PL Tra- vers var hún skírð Helena Lyndon og bar ættarnafnið Goff. Þegar hún fór að skrifa tók hún hins vegar skírnarnafn föður síns sem nýtt eft- irnafn en hann lést þegar hún var aðeins sjö ára. Fór snemma að skrifa Hún fékk á unga aldri áhuga á að skrifa og orti m.a. ljóð skömmu áður en faðir hennar lést. „Varla herra Yeats,“ voru viðbrögð hans við kveðskapnum. Þegar hann lést tóku við erffö ár hjá fjölskyldunni. Pamela var send á heimavistarskóla og fór svo fljótlega að vinna fyrir sér. Á táningsaldri fékkst hún við blaðamennsku í Sydney og reyndi fyrir sér um hríð sem leikkona og dansari í farandleikflokki en hélt áfram að yrkja ljóð sem sum birtust í áströlskum blöðum og tímaritum. Árið 1924 hélt hún frá Ástralíu til Englands og starfaði þar við blaða- mennsku og orti ljóð sem hún sendi m.a. til írska skáldsins George Russ- Julie Andrews sem Mary Poppins. Umsjón Elías Snæland Jónsson ell sem þá var ritstjóri Irish States- man. Hann birti sum þeirra í blað- inu. Hún hélt til írlands að hitta Russell og með þeim tókst ævilöng vinátta. Hann hvatti hana mjög til ritstarfa, kynnti hana fyrir ýmsum helstu skáldum íra á þessum tíma, þar á meðal Yeats, og opnaði henni leiðir í þekkt tímarit. Varð tií í veikindum Mary Poppins varð til á meðan PL Travers var að ná sér eftir erfið veikindi. „Hún kom til þess að skemmta mér og dvaldi nógu lengi til að ég gæti skrifað niður sögu hennar," sagði hún eitt sinn. Hún hafði þá trú að bækur hennar væru gjafir Guðs og vitnaði í því sam- bandi gjarnan til orða C.S. Lewis; „Það er aðeins til einn skapari; við blöndum aðeins efnin sem hann gef- ur okkur.“ Fyrsta sagan, sem hét einfaldlega Mary Poppins, kom út árið 1934 og náði þegar vinsældum. Mary Popp- ins Comes Back birtist árið eftir. Síðan varð nokkurt hlé. Travers starfaði í breska upplýsingaráðu- neytinu sem sendi hana til Amer- íku. Reynsla hennar í stríðinu end- urspeglaðist í gjörólíkri barnasögu: I Go by Sea, I Go by Land (1941). En svo hélt hún áfram að skrifa um göldróttu barnfóstruna: Mary Popp- ins Opens the Door (1944) og Mary Poppins in the Park (1952). í kjölfar- ið fylgdu þrjár aðrar bækur og síð- an löngu seinna (1982 og 1989) tvær til viðbótar. Þær voru þýddar á fjölda tungumála. Travers var lengi vel treg til að leyfa gerð kvikmynda um þessa vin- sælustu söguhetju sína en gaf þó að lokum samþykki sitt. Árangurinn var geysivinsæl Disney-kvikmynd með Julie Andrews í aðalhlutverk- inu. Samt var hún ekki ánægð með þessa sykursætu útgáfu af Mary Poppins og neitaði alfarið að fallast á frekari kvikmyndagerð. Hins veg- ar voru viðræður um gerð söngleiks um þessa frægu barnfóstru víst langt komnar þegar Travers lést. Lítil pilla kann að ráða bót á getuleysi hjá körlum Karlar sem þjást af getuleysi kunna áður en mjög langt um líður að fá bót meina sinna með því að gleypa eina litla pillu. Nú um stund- ir grípa hins vegar margir til sprautunála, lofttæmibúnaðar eða gangast undir skurðaðgerðir til að geta fengið reisn í liminn. Á fundi samtaka bandarískra þvagfæralækna sem haldinn var í Flórída fyrir skömmu voru kynntar nokkrar rannsóknir sem benda til þess aö lyf sem gengur undir sam- heitinu sildenafil geti gert getnaðar- liminn hjá getulausum körlum stinnan sé það tekið klukkustund fyrir kynlífsathafnir. „Við erum hóflega bjartsýnir á að þetta geti orðið að meðferð við al- gengum og hvimleiðum kvilla sem hrjáir milljónir karla,“ segir Ian Osterloh, starfsmaður lyfiafyrirtæk- isins sem er að þróa lyfið. „Þessi meðferð hefur gagnast körlum við að fá og viðhalda reðurstinningu." Vísindamenn vöruðu við því að frekari tilraunir með lyfið væru nauðsynlegar og að sennilega mundu líða nokkur ár áður en það yrði sett á markað. En markaðurinn fyrir pillu gegn getuleysi er gríðar- lega stór, að sögn vísindamanna. Áætlað er að í Bandaríkjunum ein- um eigi 35 milljónir karla í erfið- leikum með að fá liminn stinnan. Sumir halda því jafnvel fram að tí- undi hver karl eigi í vandræðum á þessu sviði. Ian Osterloh segir að lyfið örvi reðurstinningu með því að auka magn ákveðins efnis, hringtengds GMP, sem limurinn framleiðir við kynörvun og veldur því að blóðflæð- ið eykst. í þremur aðgreindum rannsókn- um á körlum með stinningartrufl- anir, komust vísindamenn lyfjafyr- irtækisins að því að lyfið eykur stinningu. Þátttakendurnir í rann- sóknunum voru allt undir sjötugt og höfðu þeir þjáðst af getuleysi mis- munandi lengi, eða frá þremur mán- uðum upp í fjörutíu ár. Meðaltalið var hins vegar þrjú ár. í stærstu rannsókninni var 351 karl sem þjáðist af getuleysi án nokkurra augsýnilegra lífrænna eða líkamlegra ástæðna og 88 prósent þeirra svöruðu jákvætt spurningu um hvort meðferðin hefði bætt reð- urstinningu þeirra. Jákvæð svörun reyndist 92 prósent í annarri til- rauninni og 83 prósent í þeirri þriðju. Algengasta aukaverkunin var höfuðverkur og sumir sjúkling- anna fengu roða í andlitið. Sem stendur eru þrjár vinsælar tegundir meðferðar við getuleysi. Karlar geta sprautað í liminn lyfi sem víkkar út æðarnar, slakar á vöðvum og lætur reðurinn fyllast af blóði. Önnur meðferð felst í því að nota lofttæmitæki sem dregur blóð fram í liminn. Þá er plastteygja eða kringla sett utan um liminn til að aftra því að blóðið fari til baka. Þannig getur karlinn haldið limin- um stinnum í um hálftíma. Þriðja meðferðin krefst skurðaðgerðar og er þá ýmist settur stífur pinni inn í liminn eða búnaður sem má síðan blása upp þegar þess gerist þörf. Metsölukiljur 1 * * b e s e # c * ® s « « « I b # a. ® e Bandaríkin Skáldsögur: 1. Stephen Klng: The Green Mlle: The Two Dead Glrls. 2. Mary Higglns Clark: Let Me Call You Sweetheart. 3. Robert Ludlum: The Apocalypse Watch. 4. Davld Guterson: Snow Falling on Cedars. 5. John Grisham: The Ralnmaker. 6. John Sandford: Mlnd Prey. 7. Nora Roberts: True Betrayals. 8. Maeve Binchy: The Glass Lake. 9. William Dlehl: Primal Fear. 10 Jane Smlley: Moo. 11. Anne Rlce: Taltos. : 12. Catherlne Coulter: The Cove. 13. Josteln Gaarder: Sophle’s World. 14. Anne Tyler: Ladder of Years. 15. Danielle Steel: The Glft. Rit almenns eðlis: 1. Ann Rule: Dead by Sunset. 2. Mary Plpher: Revlvlng Ophelia. ; 3. James Carvllle: We’re Right, They’re Wrong. 4. Helen Prejean: Dead Man Walking. 5. Lorenzo Carcaterra: Sleepers. 6. Thomas Cahlll: How the Irish Saved Civlllzatlon. > 7. Mary Karr: The Llar’s Club. 8. Oliver Sacks: : An Anthropologlst on Mars. ! 9. Thomas Moore: Care of the Soul. 10. M. Scott Peck: : The Road Less Traveled. : 11. BJ. Eadle & C. Taylor: Embraced by the Llght. 12. Richard Preston: The Hot Zone. 13. Nlcholas Negroponte: Being Digltal. 14. Robert Fulghum: From Beginnlng to End. 15. Clarlssa Pinkola Estés: Women Who Run wlth the Wolves. (Byggt á New York Times Book Review) Deilt um háls- Norskir vísinaamenn segja að langtímaafleiðingar hálshnykks séu ímyndunin ein. Norðmenn- imir rannsökuðu 200 ökumenn og fundu ekki neinar vísbending- ar um aö meiðslin yllu varanleg- um skaða. Fólk fær oft hálshnykk þegar ekið er aftan á bil þess en þá hnykkist höfuðið aftur á bak og síðan áfram og tognar mjög á vöðvum, taugum og sinum i hálsi og baki. Ekki leikur nokkur vafi á að hálshnykkur veldur miklum sársauka og tímabundinni fötlun en sérfræðingar eru ekki á einu máli um hversu langvarandi áhrifin séu. Norðmennirnir gerðu rann- sókn sína í Litháen. Þeir komust að því að 35 prósent þeirra sem höföu lent í aftanákeyrslu næstu þrjú ár á undan kvörtuðu um sársauka í hálsi en 33 prósent samanburðarhópsins sem haföi ekki lent í slysi. Simpansar eru menn DNA-kjamasýran í mönnum annars vegar og górillum og simpönsum hins vegar er svo lík að setja ætti apa þessa og menn- ina í sama tegundarhóp, segja vísindamenn í Ástralíu og á Nýja-Sjálandi. Þeir benda á að miklu meiri munur sé á DNA milli hinna ýmsu rottutegunda en milli mannsins og áðurnefndra apa. Gamlar flokkunaraðferðir, sem byggjast á útliti dýranna, séu úr- eltar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.