Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.1996, Síða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.1996, Síða 15
LAUGARDAGUR 11. MAÍ 1996 15 Meintir iöklafarar „Ertu klár á Langjökul á morg- un,“ spurði konan á dögimum. „Við erum nú búin að eiga þennan jeppa í þrjú ár og nánast aldrei farið út fyrir veg á honum,“ hélt hún áfram þegar hún sá hve and- lit eiginmannsins gerðist togin- leitt. „Þessi jeppi er ekki til jökla- ferða,“ sagði ég. „Þetta er slyddu- jeppi og góður til síns brúks. Hef- ur þú ekki séð myndir af þessum torfærutröllum á jöklum, kona? Það er nánast hægt að ganga upp- réttur undir þá bíla enda liggur við að dekkin undir þeim séu mannhæðarhá." Nú skal það tekið fram að kon- an lét sér ekki detta í hug að fara með manni sínum einum á Lang- jökul. Svo mikið veit hún um hún- að allan á manni og bíl. Bróðir hennar er hins vegar betur búinn, á alvöru jöklabíl, vélsleða og græjur sem með þarf. Ég vissi að hún hafði verið að suða í honum um hríð að taka sig með á jökul. Lét undan suðinu Bróðir konunnar og mágur minn hafði lengi vel vit fyrir henni og fór með alvörujeppa- mönnum í jöklaferðir. Þar kom þó, nú í mánaðarbyijun, að hann lét undan óskum systur sinnar. Henni bar að standa klár með sinn jeppa, karl og börn í aftursæti. Mér létti þegar ég heyrði að til stæði að taka börn með í ferðina. Meðal annarra yrði dóttir mágs míns, á öðru ári, með í jöklatæki foreldra sinna. Þá taldi ég séð að ekki yrði stefnt í neina glæfra- mennsku. Ég sló því til og neita því ekki að ég hlakkaði svolítið til þótt ég léti það ekki uppskátt við frúna. Það verður að játast að búnaður slyddujeppa heimilisins er ekki til jöklaferða og engan samanburð stenst hann við jöklabíl mágs míns. Skóflu hafði faðir minn gef- ið mér þegar jeppaútgerðin hófst. Hún var sett í bílinn. Þá þóttist ég muna þaö að tengdafaðir minn hefði gefið mér dráttartóg af sama tilefni. Ég bjóst við að þessi verkfæri kæmu að notum á jöklinum. Dráttartaugin fannst þó ekki þegar að var gáð enda er hún ekki ~í hvunndags- brúki á heimilinu. Ognir jökulsins Um kvöldið ólmaðist ég svolítið í konunni. Ég lýsti hörmungmn þeirra sem þetta sport stunda, týndir í óravíddum jökulsins. Ég minnti hana á sprungur sem gleypt gætu heilu íbúðablokkirn- ar, snjóblindu og aðrar ógnir. Það versta væri þó ef björgunarsveitir yrðu sendar eftir mér. Þá yrði pistilskrifari forsíðufrétt í eigin blaði. Það væru örlög sem ég gæti ekki hugsað mér. Ég lýsti líka fyr- ir henni þeirri óttalegu framtíðar- sýn að fá Ómar Ragnarsson að jök- ulröndinni með hljóðnemann þeg- ar björgunarsveitarmennirnir leiddu hinn villuráfandi sauð ofan af jöklinum. Þetta hafði engin áhrif á kon- una. Hún sagði að vísu að þetta gæti gerst ef ég væri einn á ferð. Aðrir réðu sem betur fer ferð dag- inn eftir. Eins og leikfangabíll Um morguninn hélt ég af stað á mínum fjallajeppa með konu og börn og eina skóflu. Mágur minn sagði daginn lofa góðu en þó gæti orðið sólbráð tíl fjalla. Það kynni að þyngja færð. Jafnframt kom á daginn að með í för yrði vanur QaUamaður á þriðja bílnum, sönn- um fjaUadreka. Hann var farinn af stað fyrir nokkru enda toguðu fjöUin í hann. Fyrir utan jeppana voru tveir vélsleðar teknir með. Það voru því vanir menn á ferð - allir nema einn. Ég elti mág minn út af þjóðveg- inum og saman fórum við troðn- ing eftir Lyngdalsheiöi að snjó- röndinni. Þaðan átti jöklaferðin að hefjast. Þegar þangað kom blasti við jeppamergð, kerrur og sleðar. Jeppakarlar voru að snudda við tól sín. Margir voru að hleypa lofti úr risabörðum bílanna. Ég sá strax að minn bUl var minnstur og dekkin á honum liktust hjólbörð- um leikfangabUa miðað við hina. Mágur minn ók aðeins út í snjó- inn og ég fylgdi á eftir. Hann vatt sér út úr bUnum með syni sínum. Strákurinn tók vélsleðann af kerrunni og hvarf í jóreyk til fjaUa. „Þá er að hleypa úr,“ sagði leiðbeinandi minn. Hann snarað- ist að bU sínum og tók ventlana úr dekkjunum. Þau flöttust út. Ég gekk að slyddujeppanum og potaði bUlyklinum í ventil. „Þetta gengur ekki svona,“ sagði mágurinn. „Þú verður í aUan dag að þessu dútli. Taktu ventlana úr. Þér er óhætt að fara niður í fimm pund.“ Ég hlýddi en spurði í sakleysi mínu hvort þetta eyðUegði ekki dekkin. „Nei, nei,“ var svarið. „Snjórinn kælir þau. Þú kemst ekkert áfram nema hleypa úr.“ Viðvaningur á hraðferð Við hittum þriðja félagann. Engu var logið um ágæti bUs hans og búnað aUan. Hann lagði af stað og mágur minn gaf mér merki um að fara á eftir honum. Hann vUdi Laugardagspistill Jónas Haraldsson greinilega hafa viðvaninginn á miUi. Ég gaf í á vindlausum tútt- unum enda veitti ekki af. TröUa- jeppinn, sem fór fyrir, geystist af stað. Ekið var eftir harla ósléttri snjóbreiðu. ForystubUlinn þaut áfram og ég reyndi að fylgja á eft- ir. Hélt raunar að svona ætti þetta að vera á fjöllum. Ég hélt dauða- haldi í stýrið og konan og krakk- amir hentust tU í bílnum. Enginn sagði orð. Þau héldu greinUega líka að svona ætti þetta að vera á fjöUum. Þegar ég náði að kíkja í baksýn- isspegUinn sá ég að mágur minn dróst aftur úr. Ég lét það ekki á mig fá og stóð slyddujeppann flat- an, eins og það heitir á fagmáli. Það dugði ekki tU. TröUajeppinn hvarf úr augsýn. Nokkru síðar sá ég hvar hann hafðinumið staðar á hæð. Ökumaðurinn slakaði á og tók sólarhæðina. Þegar hann sá okkur nálgast fór hann aftur um borð og þeysti af stað. Konan, sem hafði setið þögul fram að þessu, andvarpaði. Ég gaf í á ný. Jeppinn hentist tU og frá. „Þetta getur ekki gengið," stundi mín fjallafrú. „Hægðu á þér.“ Ég lét ekki segja mér það tvisvar, stoppaði bUinn og þurrkaði svita úr lófunum sem haldið höfðu í stýrið. Nokkru síðar kom mágur minn að okkur og konan hans kaUaði til okkar hvort ekki ætti að njóta landslagsins? „Hvers konar óðagot er á ykkur?“ spurði hann. „Á þetta ekki að vera svona?“ spurði ég. Hann hélt nú ekki. Menn væru hingað komnir til þess að njóta náttúrunnar, skoða fjöUha og vera tU. Hraðakstur og óþarfa hoss væri ekki í þeirri mynd. Mín fjöl- skylda varpaði öndinni léttar. Þráfaldlega á kviðnum Eftir þetta var ekið á skikkan- legum hraða. Konan og bömin fengu málið aftur. En Adam var ekki lengi í paradís. Færð tók að þyngjast er nær dró Skjaldbreiði. Jöklajepparnir fundu ekki mikið fyrir því en minn slyddujeppi tók að síga í. Dugði þá lítt þótt aðeins væru fimm pund í dekkjunum. Það gat ekki endaö nema á einn veg. Ég tók aðeins annan kúrs en sá sem á undan fór og skipti þá engum togum. BUlinn sat á kviðn- um með öU hjól spólandi. „Snúum við,“ sagði yngri dóttir okkar hjóna í aftursætinu. „Það er nú hægara sagt en gert, elskan mín,“ sagði fjaUabilstjórinn við stýrið. „Við komumst hvorki áfram né afturábak." Nú reyndi á jeppaskófluna í fyrsta sinn. Ég mokaði frá öUum loftlausu dekkjunum. Það breytti engu. BUlinn var kirfilega fastur. Mágur minn stoppaði og leit á að- stæður. Hann var með tóg í bUn- um sínum en vissi að félagi okkar á forystutröllinu var með kaðal svipaðan þeim og notaður er tU þess að binda frystitogara við bryggju. Sá sneri við þegar hann sá hvar slyddujeppinn var lentur. Okkar maður brá sér út og festi taugina á milli bílanna. Hann læsti öUum drifum og togaði í. Ekki gekk rófan. Hann tók tU- hlaup og rykkti í. KaðaUinn þoldi aUt. Slyddujeppinn losnaði úr fest- unni en ég heyrði að hljóðkútur- inn hafði orðið fyrir hnjaski. Ég leit á það frá sjónarhóli hins vana jeppamanns. Þetta var smámál. Áfram var haldið en gamanið tók að káma. BUlinn festist í sí- feUu. Honum var kippt upp í hvert sinn þar tU félagar mínir tóku af skarið. Skiljum bílinn eftir og sækjum í bakaleiðinni. Barnið grét í aftursætinu og vUdi ekki skUja fjölskyldubUinn einan eftir uppi á fjaUi. Móðirin huggaði dótt- ur sína og kom henni fyrir í bUn- um hjá frændfólki sínu. Við hin settumst í fremri fjaUadrekann. Þar voru engin vandamál, bíUinn komst allt og staðsetningartæki á mælaborðinu sagði nákvæmlega hvar við vorum stödd. Öruggari á bakaleið Þungskýjað var að sjá á Langjökli svo þeir félagar breyttu áætlun og spændu með okkur upp á Skjaldbreið. Þeir höfðu ekki mikið fyrir því. Heitir drykkir og meðlæti beið okkar þegar niður kom. Við náðum því ekki að kom- ast á jökul en vorum sæl með okk- ur og ánægð í þessari stöðu. Ábyrgðin á ferðalaginu var ann- arra. Á okkar hátt vorum við orð- in fjaUageitur eins og hinir. Slyddujeppanum var kippt með í bakaleiðinni. Dóttir okkar var fegin að sjá hann aftur. Ég neita því ekki að ég var öruggari með mig þegar við höfðum blásið lofti í dekkin á ný og snjórinn var að baki. Konan dásamaði ferðina þrátt fyrir hoss, spól og festur. Það bendir tU þess að hún haldi áfram að suða í bróður sínum um jökla- ferðir. Ég þakkaði það bæði hátt og í hljóði að þurfa ekki að kaUa út björgunarsveitir fyrir mig og slyddujeppann. Skjaldbreiður var mér og jeppanum nægileg þol- raun. Jökullinn sjálfur bíður þar tU síðar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.