Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.1996, Side 16

Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.1996, Side 16
16 istamennska LAUGARDAGUR 11. MAÍ 1996 Þytur frá Hóli sló í gegn í Danmörku Þrír íslenskir kynbótahrossadóm- arar fóru tvær ferðir til Danmerkur nýlega að dæma kynbótahross. Fyrri ferðin var farin til Vil- helmsborgar á Jótlandi sem er mið- stöð fyrir hestamennsku í Dan- mörku. Var það aöalkynbótasýning sumarsins Kristinn Hugason og Jón Vil- mundarson leiddu sitt hvora dóm- nefndina og unnu með þeim tveir danskir dómarar. Helgi Eggertsson fór utan sem viljadómari. Danir hafa tekið upp kerfi sem er svipað okkar kerfi en hafa viðhald- ið að menn megi sýna fet ef þeir vilja og eins er viljadómari. Þeir telja enn þá að óvant sýningarfólk geti haft áhrif á dóma og því sé ávinningur að því að reyndur reið- maður dæmi hrossin. Á Hedeland á Sjálandi var miklu minni sýning, nánast eingöngu fyr- ir Sjáland. Ekki voru dæmd kyn- bótahross með afkvæmum en nokkrir stóðhestar voru sýndir með afkvæmum, svo sem Jarl frá Gran- bakken, Kvistur frá Gerðum og Darri frá Kampholti. Gassi frá Vorsabæ var kynntur sem nýkeyptur stóðhestur. Þytur frá Hóli, sýndur af Jóhanni R. Skúlasyni, fékk langbestu út- komu sýningarinnar, 7,95 fyrir byggingu, 8,81 fyrir hæfileika og 8,47 í aðaleinkunn. Sæfaxi frá Susja fékk 8,07 í aðal- einkunn. Sjö stóðhestar á aldrinum fimm til sjö vetra voru fulldæmdir og þessir tveir fyrrnefndu hestar voru þeir einu sem fengu 7,75 í aðal- einkunn eða meir. Fjórir fjögurra vetra hestar voru byggingardæmdir. Strákur frá Arn- akke fékk 8,08 í ein- kunn og Djákni frá Eriksholm 8,00. Þrettán hryssur aldrinum sex til átta vetra fengu fullnaðardóm og fengu sex þeirra 7,50 eða meira og stóð Kolbrún frá Brjánslæk efst 7,98 í aðaleinkunn. Hún var sýnd af Gurra , Ágústssyni. Þá voru full- dæmdar sex hryss- ur, níu vetra og eldri, og fengu », tvær þeirra 7,50 eða meira. E.J. f mm? Margir Islendingar á topp tíu listanum í Þýskalandi Fjórgangur Þegar keppni lauk á fjórum helstu íþróttamótunum í Þýska- landi árið 1995 var reiknaður út ár- angur helstu knapanna. Lagður er saman besti árangur fyrir hverja grein á tveimur mótum. íslenskir knapar blönduðu sér í baráttuna á top tíu listanum fyrir árið 1995, jafht þeir sem gera út frá íslandi sem Þýskalandi. Má nefna Styrmi Árnason sem náði efsta sæti í gæðingaskeiði á Nótt frá Hlemmiskeiði en í þeim flokki voru fimm íslendingar í sex efstu sætunum. Aðrir íslenskir knapar eru nefndir á listanum sem hér fylgir en þar er nefndur efsti knapinn í hverri grein og íslending- ar í 2.-10. sæti. I 150 og 250 metra skeiði gilda rll11ITig8ligUr tölurnar fyrir samanlagðan tíma á o a tveimur mótum. 6. Jóhann G. Jóhannesson 13,84 á Galsa frá Skarði 7. Styrmir Árnason 13,70 á Frökk frá Skammbeinsstöðum 1. Gaby Fúchtenschnieder 14,83 á Merg frá Wendaliushof 10. Styrmir Árnason 13,23 á Bessa Slaktaumatölt 1. Bernd Vith 16,13 á Þorra frá Fljótsdal 10. Jón Steinbjörnsson 14,53 á Hálegg frá Fossi Tölt Styrmir Arnason er efstur á gæðingaskeiðslistanum í Þýskalandi. DV-mynd E.J. 1. Karly Zingsheim 14,27 á Gyðju frá Mosfelli 3. Birgir Gunnarsson 14,03 á Hatti 5. Einar Hermannsson 13,86 á Golu frá Skáney 1.-2. Tanja Gundlach 14,27 á Geysi frá Hvolsvelli 1.-2. Karly Zingsheim 14,27 á Feyki frá Roderath 7.-8. Styrmir Árnason 13,14 á Frökk frá Skammbeinsstöðum 7.-8. Einar Hermannsson 13,14 á Golu frá Skáney 9.-10. Jóhann G. Jóhannesson 13,10 á Galsa frá Skarði 150 metra skeið 1. Jens Fúchtenschneider 30.00 á Dreng frá Hoftúnum 5. Sigurður Birgisson 31,06 á Þrótti frá Miðhjáleigu 250 metra skeið 1. Lothar Schenzel 44,24 á Gammi frá Krithóli 2. Hinrik Bragason 44,42 á Eitli frá Akureyri 3. Klaas Dutihl 44,64 á Trauta frá Hall 4. Styrmir Árnason 45,23 á Nótt frá Hlemmiskeiði 7. Einar Hermannsson 45,98 á Torfa frá Hjarðarhaga 10. Styrmir Árnason 46,57 á Sindra Gæðingaskeið 1. Styrmir Ámason 17,67 á Nótt frá Hlemmiskeiði 2. Einar Hermannsson 16,19 á Torfa frá Hjarðarhaga 3. Hinrik Bragason 16,01 á Eitli frá Akureyri 5. Jón Steinbjörnsson 14,57 á Snudda frá Raufarfelli 6. Ragnar Ólafsson 14,55 á Víði E.J. Fær norskan styrk til að rækta íslenska hesta „Ég er búinn aö standa í stappi við norsk yf- irvöld í töluverðan tíma um að fá styrk til að rækta íslenska hesta,“ segir Terje Nordstrand, bóndi á eynni Huftaröy í Noregi. „Mig langar að rækta íslenska hesta en þeir vildu að ég ræktaði norska fjarðarhesta. Mér var alvara og nú hef ég fengið mínu fram- gengt, enda vil ég rækta hesta sem fólki líkar við. íslensku hestarnir hafa vakið mikla athygli hér á eynni. Þeir eru geðbetri og hlýðnari en norsku fjarðarhestarnir og margir aðilar hér hafa lýst yfir áhuga á að eignast íslenska hesta. Ég hef verið með kýr og hænur í eynni en eggin hafa lækkað í verði svo ég verð að huga að öðrum atvinnugreinum. Ég er búinn að kaupa stóðhestinn Sindra frá Kjarnholtum frá íslandi og hryssuna Golu frá Bjarnarhöfn keypti ég ásamt þremur af- kvæmum hennar undan Spæni frá Efri-Brú frá Per Kolnæs í Noregi. Hann er þekktur hrossaræktandi íslenskra hesta í Noregi og aðstoðar mig við ræktunina. Ég þarf að kaupa fimm til tíu unghross á ári hverju og það verð- ur að vanda vel valið. Ég hef heyrt um fleiri aðila í Noregi sem hafa óskað eftir styrkjum til að rækta íslenska hesta en þeir hafa ekki náð því tak- marki. Sennilega verð ég að vera duglegur við ræktunina því norsk yfirvöld hafa sett 50.000 króna toll á hvern þann íslenskan hest sem er fluttur inn i land- ið. Það finnst mér alltof hár tollur og hann ætti hreinlega að afnema,“ segir Terje Nord- strand. -E.J. Stóðhesturinn Sindri frá Kjarnholtum hefur verið keyptur til Huftaröy í Noregi. Knapi er Þórður Þorbergsson. DV-mynd E.J.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.