Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.1996, Qupperneq 18
18
LAUGARDAGUR 11. MAÍ 1996
„Mánudagurinn var hinn dæmi-
geröi vinnudagur með fund eftir
fund. Ég hafði verið í fríi á föstu-
deginum þannig að fyrsti hálftím-
inn fór í það að taka á móti pósti
sem hafði borist og pfgreiða hann,“
segir Jóhann Pálsson, garðyrkju-
stjóri í Reykjavík, en hann hefur
verið fenginn til að lýsa'degi í lifi
sínu á þessu fallega vori, sem ver-
ið hefur. x'
„Klukkan hálftíu hófst stór fund-
ur hjá borgarverkfræðingi með
ýmsum aðilum, sem koma að sum-
arvinnu skólafólks; stjóm Vinnu-
skólans, atvinnufulltrúa borgar-
innar, og fulltrúa Vinnumiðlunar-
innar, iTR og Gatnamálastjóra.
Þetta fólk hefur hist vikulega frá
því um áramót til að skipuleggja
Vinnuskólann og sumarvinnuna
þannig að hún nýtist betur og
verði borginni ekki eins dýr og
verið hefur. Sumarvinnan fer að
hefjast hvað úr hverju og það er
nokkurn veginn ljóst hvernig sum-
arvinnu unga fólksins verður hag-
að í sumar og líklega í framtíð-
inni,“ segir Jóhann.
| Fundinum hjá borgarverkfræð-
ingi lauk rúmlega hálfellefu og þá
var innanhússfundur um sumar-
vinnuna hjá garðyrkjudeild og
embætti Gatnamálastjóra. Þar var
verið að skipuleggja þann hluta
sumarvinnunnar sem verður hjá
þessum embættum. Af þessum
fundi fór Jóhann beint á hádegis-
verðarfund i skipulagsnefnd en
Jóhann Pálsson garðyrkjustjóri eyddi mánudeginum í fundahöld um sumarvinnu skólafólks og síðdegið fór svo
í það að skoða garða og ræða við íbúa sem hafa sótt um að fá að fella tré. DV-mynd BG
Dagur í lífi Jóhanns Pálssonar, garðyrkjustjóra í Reykjavík:
þurftu afgreiðslu. Það vakna allir
til lífsins þegar fer að vora og
þurfa að fá úrlausn sinna mála
þannig að það var mikið af málum.
Menn hringja og spyrja hvort hægt
sé að fá tré á autt svæði, í nýju
hverfi hafa myndast tjarnir fyrir
utan eitt húsið og fólk vill losna
við þær og alls kyns svona mál.
Síðan þurfti ég að ganga frá mál-
um í sambandi við Færeyjar en ég
hef verið beðinn um að halda fyr-
irlestur þar í lok júlí. Ég þurfti að
hafa samband við Færeyingana til
að fá upplýsingar um ferðir og
tímasetningu. Þá var klukkan
kortér yfir fjögur og vinnudagur-
inn í raun átt aö vera búinn. Þá
var eftir að afgreiða umsóknir um
leyfl til að fella tré. Ég keyrði um
bæinn, skoðaði garðana og ræddi
við þá íbúa sem voru heima. Þetta
er oft skemmtilegur hluti starfs
míns því að ég sé garða sem ég hef
aldrei séð áður og hitti nýtt fólk,“
segir hann.
Rétt fyrir sjö fór Jóhann og
keypti í matinn og fór svo heim til
að elda.
„Konan var að vinna álíka lengi
og það var minn dagur að sjá um
eldamennskuna," segir hann.
Kvöldinu var ekki öllu eytt í
sjónvarpsgláp en þó var horft á
sjónvarpsfréttirnar.
„Ég hafði tekið svolítið af mynd-
um um helgina og ég þurfti að
ganga frá þeim, skrá þær niður og
það tók upp undir klukkutíma af
Skoðaði garða og ræddi sumarvinnu skólafólks
hann er þar áheyrnarfulltrúi og
fulltrúi umhverfismálaráðs.
„Ég þarf að fylgjast með þeim
málum sem þar eru afgreidd. Eitt
af stóru málunum þar var verið að
kynna er hverfaskipulag að hverfi
sjö, allt frá Ártúnsholti yfir í Selás.
Það er alltaf verið að endurskoða
skipulagið á eldri hverfum borgar-
innar, hvað má betur fara og hvað
þarf að laga. Það er verið að ljúka
við að fara yfir borgina á þennan
hátt. Þetta er eitt af þeim stóru
verkum sem voru þarna til með-
höndlunar.
Annað stórt mál var líka strætis-
vagnamiðstöðin i Kvosinni en þar
þarf að endurskipuleggja því að
fyrirhugað er að endastöð strætis-
vagnanna verði aftur í Kvosinni
eins og áður var. Það er mikið
púsluspil hjá þeim í Borgarskipu-
lagi í þessari þéttu byggð. Á fund-
inum var ekkert af málum sem
sérstaklega snertu grænu svæðin í
borginni,“ segir Jóhann.
„Að loknum fundinum hjá Borg-
arskipulagi um tvöleytið hófst hin
eiginlega vinna hjá mér. Þá þurfti
ég að sinna þeim málum sem
höfðu hlaðist upp í garðyrkjudeild-
inni, til dæmis ýmis símtöl sem
kvöldinu. Maður tekur alltaf svo-
lítið af vinnunni með sér heim, að
minnsta kosti á þessum árstíma,"
segir Jóhann Pálsson garðyrkju-
stjóri.
-GHS
Finnur þú fimm breytingar? 358
Nafn:.
Heimili:
Vinningshafar fyrir þrjú hundruð fimmtugustu og
sjöttu getraun reyndust vera:
1. Sísí Ólafsdóttir
Hólagötu 35
900 Vestmannaeyjum
2. Sif Sigurðardóttir
Tunguvegi 68
108 Reykjavík
Myndimar tvær virðast við fyrstu
sýn eins en þegar betur er að gáð kem-
ur í ljós að á myndinni til hægri hefur
flmm atriðum veriö breytt. Finnir þú
þessi fimm atriði skaltu merkja við
þau með krossi á myndinni til hægri
og senda okkur hana ásamt nafni þínu
og heimilisfangi. Að tveimur vikum
liðnum birtum við nöfn sigurvegar-
anna.
1. verðlaun:
SHARP vasadiskó með útvarpi að
verðmæti kr. 7.100, frá Hljómbæ Skeif-
unni 7, Reykjavik.
2. verðlaun:
Tvær Úrvalsbækur, að verðmæti kr.
1.790. Annars vegar James Bond-bókin
Gullauga eða Goldeneye eftir John
Gardner og hins vegar bók Luzarfne
North, Fín og rík og liðin lík.
Vinningarnir verða gendir heim.
I
Merkið umslagið með iausninni:
Finnur þú fimm breytingar? 358
c/o DV, pósthólf 5380
125 Reykjavík