Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.1996, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.1996, Blaðsíða 25
DV LAUGARDAGUR 11. MAÍ 1996 25 Þórir Barðdal myndhöggvari rekur legsteinagallerí: Stutt á milli myndlistar og legsteina „Þegar ég hef haldið sýningar hef- ur fólk verið að biðja mig um leg- stein vegna þess að listaverkin mín eru mjög trúarlegs eðlis. Ég nota mikið trúarleg tákn í verkunum enda kemur mín andlega leit út í þeim. í fyrstu leit ég á þetta sem móðgun en þetta var fyrst og fremst hroki listamannsins sem fannst hann yfir það hafinn að gera eitt- hvað veraldlegt. Svo áttaði ég mig á því að það er mjög stutt á milli myndlistarinnar og legsteina þannig að það var í raun mjög auð- velt að setjast niður og hanna nokk- ur verk en þau eru líka byggð á gömlum hefðum,“ segir Þórir Barð- dal. Féll fyrir marmaranum Þórir er listamaður og mynd- höggvari sem hefur haldið fjölda einkasýninga hérlendis og erlendis. Hann lærði í Myndlista- og handíða- skólanum en hélt svo til Þýskalands þar sem hann nam við Listaaka- demíuna í Stuttgart. „Þar féll ég fyrir marmaranum sem ég hef unnið með í 15 ár. Fyrir vikið flutti ég til Portúgals þar sem er mikið af steinefnum eins og marmara og graníti. Þar hef ég unn- ið undanfarin fimm ár en er nú að flytja heim. Reyndar höfum við hjónin ailtaf komið heim á sumrin þar sem við erum með heilsubótar- daga á Reykhólum á hverju ári. Þá hef ég venjulega komið með eina sýningu með mér,“ segir Þórir en eiginkona hans er Sigrún Olsen myndlistarmaður. Þórir hefur nú opnað höggmynda- og legsteinagalleríð Sólsteina við Nýbýlaveg í Kópavogi. Steinana fær hann tilsagaða frá Portúgal en hann fullvinnur þá síðan hér heima. „Ég vinn sjálfur útflúrið í stein- ana og merki þá með málmstöfúm eða sandblásnum stöfum. Hins veg- ar hefur það tekið mig ár i undir- búningi að opna þetta gallerí. Ég hef þurft að fara nokkrum sinnum utan tO að panta steinana, hanna þá og saga út. Nú er þetta allt að smella saman.“ Þórir segist fyrst og fremst vilja bjóða upp á fallega steina en bætir því við fallegir steinar þurfi ekki að vera dýrir. Fejjurðin skiptir miklu „Ef steinar eru vel hannaðir - ef það er jafnvægi í þeim - þá er hægt að hafa þá á góðu verði. I öllum steinum mínum er miöjuform - þeir samsvara sér beggja megin. Ég hef haldið því fram að þegar fólk kemur að leiði eigi steinninn að hafa ein- hver skilaboð, útgeislun eða áhrif. Mér finnst því skipta miklu máli hvað er á leiðinu. Fólk tengir stein- inn ástvinum sínum sem eru famir og því skiptir fegurðin miklu.“ Þórir segir hugmyndaflugið eitt setja sér skorður í verkefnum sín- um. „Ef fólk kemur til mín og vill einstakt minnismerki yfir leiði þá get ég hannað og smíðað sérstök verk.“ Trúarlegu táknin sem hann vinn- ur með eru til dæmis dúfan, sem hann segir tákn andans eða guð- dómsins. Síðan notar hann hring- inn sem tákn eilífðarinn- í ; ar, þríhyrninginn, sem m.a. er tákn þrenningarinnar eða visku, máttar og fegurðar. „Þetta eru element || sem fara oft sam- an.“ Táknin ráða mestu í verkum Þór- is. „Mér finnast táknin oft ná lengra heldur en náttúrulífsmyndir. Þau hafa líka breiðari skírskotun og víðari merkingu.“ Þórir segist mjög trúaði trúin sé alltaf að verða'lítærri hluti af hans lífir Hann leitist við að auka skilning sinn á líf- inu - í raun leitar hann feg- urra lffs og aukinnar þekk- ingar. „Þetta eru þættir sem taka meiri tíma eftir því sem ég eldist. Þeir verða mikilvægari og þá þessi andlega leit líka. Þetta tengist allt vinnu minni. Steinninn stendur fyrir ein- hvern varanleika í þessari u 4 efhislegu tilveru sem er alltaf að breytast - varanleg- ur ef hægt er að tala um 500 til 1000 ár sem varanleika.“ -PP Þórir segir höndina sem sést hér vera ójarö- neska í eig- inlegum ; skilningi. ) Hér sé í rauninni um hönd Guðs að | ræða enda I heitir verk- ið Blessun. ■ DV-mynd BG Grísakjöt er kjötið sem er alltaf ferskt, það er ó sérlega hagstæðu verði og matreiðslumöguleikarnir eru óteljandi. Grísakjöt tilheyrir öllum gleðskap og góðum stundum. I sumar munu grillmeistararnir ó flrgentínu steikhúsi kynna grísakjöt í verslunum og leiða okkur í allan sannleika um hversu ótrúlega einfalt er að grilla grísakjöt. Prófaðu að grilla grísakjöt næstu daga - Það svínvirkar. Gi'ísakjöt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.