Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.1996, Page 31
DV LAUGARDAGUR 11. MAÍ 1996
fréttir
á jörðinni sem viðheldur lífí og um-
breyta hernaðarstefnunni til að
takast á við geigvænlegan skort á
efnahagslegri og félagslegri þróun
mannkyns, afnámi sjúkdóma, lífs-
bjargarleysis og þjáninga hvar sem
er. Það á að fara að ráðum Jesaja
spámanns og breyta sverðinu í plóg
og að þjóðir skuli ekki beita sverði
hvor gegn annarri né leggja stund á
stríðsrekstur
Þá á hreyfingin að rannsaka or-
sakir og áhrif átaka innan ríkja og
á alþjóðlegum vettvangi og finna að-
ferðir til að draga úr þeim.
Loks skal stuðla að því að
gerður verði alþjóðlegur
jarðarsáttmáli um það að
afstýra átökum, um-
breyta hernaðarstefnu og
hernaðarútgjöldum og
gera þau að stjórntækj-
um hins gagnstæða, þ.e.
að stuðla að félagslegri
framþróun verndun náttúru og
náttúruauðlinda.
IMútíma útópía
- barnaskapur
- Þetta eru hugmyndir sem láta
vel í eyrum en eru skólabókardæmi
um nýtísku útópíuhugmyndir sem
aldrei munu ganga upp. Þau mark-
mið og óskir Friðar 2000 og hug-
myndir um að leggja niður styrjaldi
eru ámóta raunsæjar eins og að
ætla sér að leggja blátt bann við
slæmu veðri segir leiðarahöfundur
Sunday Times 18. desember sl. efn-
islega
Leiðarinn er ritaður af því tilefni
að ritstjóra barst sending frá Peace
2000 sem í var lítið jólatré, auglýs-
ingabæklingur um starfsemi og fýr-
irætlanir samtakanna og bréf frá
„Thor Magnusson" - Ástþóri Magn-
ússyni sem í bréfinu kynnir fyrir
ritstjóranum áhugaverðan og
ábatasaman happavinning (an
interesting an profitable jackpot) og
tíundað að fyrsta stórverkefni sam-
takanna sé að koma upp orkufram-
leiðslu í Hvíta-Rússlandi með sólar-
og vindrafstöðvum.
Leiðarahöfundur segir að það sé
útbreiddur misskilningur að styrj-
aldir og þjáningar séu einfaldlega
afleiðingar gríðarlegrar misskipt-
ingar auðlinda jarðar. Vitanlega sé
útilokað að tíu vikna útgjöld til
hernaðarþarfa í heiminum geti
mettað alla jarðarbúa sem líða
hungur. Og hver ætti að ráðstafa
upphæðinni og hvernig? Hvaða
áhrif myndi slík stórbreyting hafa á
hagkerfi og menningarsamfélög?
Ef aðeins fjórðungi árlegra hern-
aðarútgjalda I heiminum yrði
skyndilega ráðstafað öðruvísi,
hvaða heimspólitísk og hernaðarleg
áhrif myndi það hafa í for með sér?
Svarið er, segir leiðarahöfundur, að
það myndi leiða til spillingar
og efnhagslegs-
og pólitísks
hruns og svo
myndi styrjöld
fylgja fljótlega í
kjölfarið. Ástæð-
una segir hann
liggja einfaldlega
í mannlegu eðli.
Sannleikurinn
sé nefnilega sá að styrjaldir verða
ekki vegna þess að fjármunum er
eytt í vígbúnað heldur öfugt. Styrj-
aldir hafa orðið og munu áfram
verða vegna árásarhvatar manns-
ins, vegna stolts og reiði, vegna öf-
undar og græðgi og hvorugu verði
útrýmt á einhverjum „mannlegum"
nótum.
í leiðaranum segir að friðartal á
nótum Friðar 2000 sé því miður ekki
meinlaust þótt það sé vel meint. Ef
hugmyndir af þessu tagi komast í
framkvæmd er það bitur reynsla að
þær eru stórskaðlegar því að þegar
óraunhæfar hugmyndir eru notaðar
til að leysa pólitisk vandamál þá
mun veruleikinn óhjákvæmilega
rekast á við draumsýnina og fjand-
inn verði laus fyrr eða siðar, eins og
sýndi sig með t.d. Þjóðabandalagið
og í Versalasamningunum 1918.
„Þetta þýði þó ekki að við skulum
vera svartsýn. Staðbundin stríð er
hægt að stöðva eða þau stöðvast ein-
hverntíman. Það gerist hins vegar
aðeins þegar stríðsaðilar og heið-
virðir friðflytjendur hafa áttað sig á
hinum pólitískum veruleika og
leysa deilumálin þann ófullkomna
og tímabundna máta sem er ein-
kennandi fyrir mannlegt samfélag
yfirleitt.“
Tilboð óskast í eftirtaldar bifreiðar og tæki sem verða tii sýnis þriðjudaginn 14. ma(
1996 kl. 13-16 í porti bakvið skrifstofu vora að Borgartúni 7 og víðar.
(Inngangur frá Steintúni.)
1 stk. Mercedes Benz 300 SEL 1986
1 stk. Chrysler Saratoga SE 1991
1 stk. Daihatsu Charade CS 1991
1 stk. Lada station 1987
1 stk. Renault Express sendibifreið 1990
1 stk. Nissan Sunny Wagon dísil 1992
2 stk. Toyota Corolla station 4x4 1991-94
1 stk. Mazda 2000, 7 farþ., bensín 4x4 1988
3 stk. Toyota HiLux D.c., dísil 4x4 1991-92
2 stk. Daihatsu Rocky bensín 4x4 1989-90
1 stk. Ford Bronco, bensín 4x4 1988
1 stk. Nissan Patrol, 6 farþ. dísil 4x4 1990
2 stk. Mitsubishi L-300, dísil 4x4 1989-90
1 stk. Mitsubishi L-200, bensín 4x4 1990
1 stk. Bedford, bensín (slökkvibifreið) 4x2 1966
1 stk. dráttarvél Deutz DX3 m/ámoksturst. 4x4 1988
1 stk. Harley Davidson, FL 1200, lögreglubifhjól 1980
1 stk. rafstöð Honda ES 5500, 5,0 KVA m/rafstarti, tveggja strokka
Til synis hjá Landhelaisaæslu íslands. smábátahöfn í Kópavoqi
1 stk. bátur, skráningarnr. 6522. Báturinn er smíðaður í Englandi 1983. Vél:
Volvo Penta 96 kV. Efni: trefjaplast. Báturinn er frambyggður með húsi
sem rúmar allt að 7 manns. Aðalmál: lengd 6,26 m, breidd 2,07 m, djúp
rista 0,90 m, brúttótonn 2,43, nettótonn 0,72, rúmlestatala 2,18,
Til svnis hiá Löarealuvarðstofunni. Gunnarsbraut á Dalvík
1 stk. Mitsubishi L-300, 6 farþ., bensín 4x4 (biluðvél) 1989
Til svnis hiá Veqaqerðinni á Selfossi
1 stk. Volvo F-10 vörubifreið með 11.000 lítra Elnyre dreifitanki 1981
1 stk. malardreifari, Salco, HS-380 1981
Til sýnis hiá Veaaaerðinni á Akurevri:
1 stk. vatnstankur, 10.0001, með 4“ dælu 1980
1 stk. rafstöð Davson, K BF-037, 30 kW, í skúr á hjólum 1-972
1 stk. efnisflutningavagn Bedford 2000 4x4 1972
1 stk. loftþjappa drifskaftstengd Hydor K 13B6 án borhamra 1974
Tilboðin verða opnuð á skrifstofu vorri sama dág kl. 16.30 að viðstöddum bjóðend-
um. Réttur er áskilinn til að hafna tilboðum sem ekki teljast viðunandi.
Borgartúni 7. 105 Reykjavik. Slmi 552 6844. Fax 562 6739
Ath., inngangur í port frá Steintúni
Aðilar að Peace 2000 og lánaðar fjaðrir:
Mislitur hópur
- skipti mönnum ekki í flokka né spyr þá um hvar þeir eru í pólitík, segir Ástþór Magnússon
í drögum að ársskýrslu 1996, sem gefin er út i nafni
Peace 2000 Institute, eru á blaðsíðu 2 taldar upp á ann-
að hundrað stofnanir og samtök sem sögð eru vera
meðlimasamtök Peace 2000 eða þá samstarfsaðilar í
verkefnum (Project Alliances). Meðal þeirra eru
UNESCO, Rauði krossinn í Bosníu-Herzegóvínu, deild
Amnesty International í Amman í Jórdaniu, Lands-
björg og Gandhi International Foundation.
Aðspurður hvort þessar stofnanir séu meðlimir í
Peace 2000 segir Ástþór Magnússon, stofnandi Peace
2000, að bæði séu taldir upp í listanum samstarfsaðil-
ar um ýmis verkefhi sem og aðildarfélög og -stofnan-
ir.
Björn Hermannsson, framkvæmdastjóri Lands-
bjargar, segir DV að Landsbjörg sé ekki félagi í Peace
2000 heldur hafi aðstoðað við að útbúa og senda jóla-
pakka til barna í Sarajevo með flugvél frá Peace 2000
skömmu eftir síðustu jól. Ástþór staðfestir að Lands-
björg sé á listanum vegna þessa samstarfs og sama sé
aö segja um Rauðakrossinn í Sarajevo, hann hafi tek-
ið að sér að dreifa pökkunum.
Jóhanna K. Eyjólfsdóttir, stjórnandi íslandsdeildar
Amnesty Intemational, sagði við DV að Amnesty
Intemational hefði þá meginreglu að vera ekki innan
vébanda annarra samtaka, hvorki heildarsamtökin
né einstakar deildir þeirra. Varðandi þessa Amnesty-
deild í Amman, sem nefnd er í skýrslunni, þá væri að-
eins ein Amnesty-deild í Jórdaníu en hún starfaði
ekki í Amman heldur annars staðar í landinu. Jó-
hanna sagði að þetta mál væri í athugun hjá aðal-
skrifstofu samtakanna í London og hefði skrifstofan
beðið um nánari upplýsingar frá Peace 2000.
Þegar listinn yfir aðildar- og samstarfsaðila Peace
2000 er skoðaður nánar sést aö þar koma fyrir ýmis
samtök og hópar sem hafa látið umhverfismál til sín
taka og eru sum nokkurs konar klofningsgreinar út
úr Greenpeace. Þeirra á meðal eru samtökin Friends
of the Earth, Earth Action International, Earth
Watch, Partners for Global Responsibility o.fl. samtök
sem þekkt eru af öfgafullum skoðunum, ekki sist í
málum sem varða hvali og nýtingu þeirra og hafa
sum orðið uppvís að skemmdarverkum á mannvirkj-
um og eignum þeirra sem samtökin telja að séu að
spilla jörðinni á einhvern hátt. Eitt þessara félaga
hefur komist í heimsfréttir fyrir að standa að
kynlifsferðum á höfrungaslóðir.
Ástþór Magnússon var spurður hvort ekki væri
varasamt fyrir hann að bendla samtök sin við slíka
hópa. „Ég geri enga skilgreiningu á milli fólks og
skipti því ekki í flokka. Þetta er þannig til komið að
ég tók lista yfir rúmlega tvö þúsund samtök, alls kon-
ar samtök úti um allan heim. Ég hef síðan sent þessu
fólki upplýsingar, haft samband við það og ferðast um
og kynnt þeim málin. Ég er ekkert að spyrja: Hvar ert
þú í pólitík? eða neitt slíkt. Peace 2000 er félagsskap-
ur opinn öllum, kannski öllu heldur markmið um að
hafa frið næsta árþúsundið og ég segi við menn: Kom-
ið og verið með mér til að koma þessu markmiði
fram.“
Samkvæmt upplýsingum DV þá er sú Ghandi-stofn-
un sem nefnd er í upptalningunni í ársskýrslu Peace
2000 ekki Ghandi-stofnunin í Indlandi, sem hefur átt
samskipti við nokkra íslendinga, þeirra á meðal Ólaf
Ragnar Grímsson, heldur er þetta bandarísk stofnun.
Þessi bandaríska stofnun eða fyrirtæki er í eigu
fjarskylds ættingja Mahatmas Ghandis, fyrrum leið-
toga Indverja. Ghandi-stofnunin í Nýju Dhelí er hins
vegar kennd við Indiru Ghandi, fyrrverandi forsætis-
ráðherra, en hún var dóttir Nehru sem var arftaki
Mahatmas Ghandis.
TITLA VERÐ FRÁ KR.99,-
Kellogg's Corn Flakes 500gr. kr. 145,-
Kellog's Rice Crispies 440gr kr. 80,-
Osram Perur 40/60w kr. 50
Johnson's Baby Shampoo kr. 99,-
Duracell rafhlöður 4 stk AA kr. 159,-
GIFURLEGT URVAL SKARTGRIPA A LANDSINS BESTA VERÐI
ÞÚSUNDIR EYRNALOKKA • LANDSINS MESTA ÚRVAL AF SÓLGLERAUGUM
ŒtenssxzminiH]
FAXAFENI10 • SÍMI 533 2 533
E
kJ:
IVIÐSKIPTANETIÐ HF.
FLESTAR VÖRUR ER HÆGT AÐ GREIÐA MEÐ VN