Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.1996, Qupperneq 48

Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.1996, Qupperneq 48
56 leikhús LAUGARDAGUR 11. MAÍ 1996 TWT Skákmenn framtíðarinnar tefldu á Eyrarbakka - Jón Viktor og Sigurður Páll íslandsmeistarar Á landsmótinu voru saman komnir sigurvegarar undanrása úr hverju kjördæmi og á sýslumótum en landsmótið í skólaskák er jafnan fjölmennasta skákkeppni ársins hér á landi. Telja má að um 3.000 nem- endijir í skólum landsins taki þátt í keppninni. í úrslitakeppninni er því hvert sæti vel skipað, eins og oftast er raunin, en snjöllustu skákmenn landsins á grunnskólaaldri hafa sjaldan látið sig vanta. Mótið í ár var hið 17. í röðinni. í næstu sætum á eftir ólympíu- meisúmmum í eldri flokki komu Davíð Ingimarsson, Reykjavík, og Ingi Þór Einarsson, Hafnarfirði, með 7,5 v. Gunnar B. Helgason, Sel- fossi, og Guðjón Sveinsson, Blöndu- ósi, komu þar á eftir með 4,5 v., Halldór Bjarkason, Vestfjörðum, fékk 4 v. og Björgvin R. Helgason, Suðurlandi, 3 v. í yngri flokki sigraði Sigurður Páll Steindórsson, Reykjavík, eins og áður sagði en hann hlaut 10 vinn- inga af 11 mögulegum. Hjalti Rúnar Ómarsson, Kópavogi, fékk 9,5 v. og varð í 2. sæti og Guðni Stefán Pét- ursson, Reykjavík, hlaut 9 v. og þriðja sæti. Næstir komu Guðjón Valgarðsson, Reykjavík, og Gunn- þór Kristinsson, Selfossi, með 6,5 v., Skúli H. Sigurðarson, Reykjanesbæ, og Hlynur Hafliðason, Reykjavik, sem fengu 6 v., Stefán Bergsson, Norðurlandi eystra, með 5 v., og Pálmar Jónsson, Eyrarbakka, með 3 v, en hann var jafnframt yngsti keppandi mótsins, nýorðinn 10 ára gamall. Þrátt fyrir að fjölmiðlar virðist hafa tekið upp á því að sinna skák- ■listinni minna en oft áður lætur æska landsins það ekki á sig fá og er það vel. Sýnt hefur verið fram á að skákiðkun eflir einbeitingu, örv- ar einstaklinginn til dáða og er góð- ur stuðningur við skólanámið. Úr smiðju Nigels Shorts Enski stórmeistarinn Nigel Short sér um skákdálk í enska blaðinu Sunday Telegraph. í umfjöllun hans um stórmót VSB-bankans í Amster- dam fyrir skömmu dró hann fram áhugaverð skákbrot sem vert er að segja frá. Búlgarinn Veselin Topalov kom skemmtilega á óvart í Amsterdam og lagði m.a. sjálfan Garrí Kasparov að velli. Þetta var í annað sinn sem Topalov tókst að leggja meistarann. Virkur sóknarstíll Búlgarans hefur þegar aflað honum margra aðdá- enda. Skákin við Kasparov var tefld af þrótti af hans hálfu og eins og svo oft vill verða leyndist sitthvað und- ir yfirborðinu. Lítum á stöðuna í skák Topalovs við Kasparov sem hafði svart og átti leik. Kasparov lék 16. - Ha6 og þá kom 17. Rd8! fB 18. Rf7 og Kasparov lenti í vanda sem honum tókst ekki að klóra sig fram úr. í stað 16. - Ha6 hafa margir skák- skýrendur stungið upp á 16. - Bd7 en þá hafði Topalov býsna snoturt svar í huga, 17. Re7!!, sem hótar 18. Bxf7+! Kxf719. Dh5+ með vinnings- stöðu. Svartur á í mesta vanda. T.d. 17. - Bxe7 18. Bxe7 Kxe7 (ef 18. - f6 er 19. Dg4 mögulegt svar) 19. f6+ og auðvelt er að sjá að hvítur vinmn-, eða 17. - f6 18. Dh5+ Kxe7 19. Bxf6+! gxf6 20. Df7+ Kd8 21. Dxf6+ Kc8 22. Dxh8+ og hvíta taflið er vænlegt vegna frelsingjans á f-línunni. Önnur staða frá mótinu er úr skák Shorts sjálfs við Lautier. Short tekur hana sem dæmi um einfaldan leik sem auðvelt er að láta fara fram Umsjón Jón L Ámason hjá sér en tölvur sjá hins vegar á augabragði. Lautier hafði hvítt og átti leik í þessari stöðu: 26. Rxd5! Bxd5 27. Bxd5 Rxd5 28. Hxd5. Short kaus að þiggja ekki fómina. Lék 28. - Hf5 en sat þá uppi með peði minna og vonda stöðu - tapaði taflinu um síðir. Það sem Short óttaðist var af- brigðið 28. - Dxd5 29. Rxg6+! hxg6 30. Dxg6 Hf7 31. e4! með hótun á drottningunni, auk 32. Hhl+ með máti i kjölfarið. En hér missti Short af óvæntum vamarmöguleika: 31. - Db7! og ef 32. Hhl+ Bh4! 33. Hxh4 Hh7 34. Df6+ Dg7 og svartur vinnur! Hins vegar getur hvítur teflt betur með 32. Dh5+ Hh7 33. De5+ Bf6 34. Dxf6+ Hg7 35. Dh6+ Kg8 36. De6+ og þar sem 36. - Kf8 37. Hhl er óþægilegt verður niðurstaðan 36. - Kh8 og jafn- tefli með þráskák. Þennan einfalda leik, 31. - Db7!, sá hvorugur keppenda yfir borðinu en hann blasir við sæmilega skyn- samri tölvu. Vel skipaður landsliusflokkur Keppni í landsliðsflokki á skák- þingi íslands hefst 20. maí nk. og stendur til 2. júní. Teflt verður í húsakynnum Taflfélags Reykjavík- ur viö Faxafen. Útlit er fyrir að flokkurinn verði skipaður öflugri skákmeisturum en mörg undanfar- in ár. Þeir sem hafa skráð sig til leiks em stórmeistaramir Margeir Pétursson, Jóhann Hjartarson, Hannes Hlífar Stefánsson, Helgi Áss Grétarsson og Helgi Ólafsson, al- þjóðlegu meistaramir Þröstur Þór- hallsson og Sævar Bjarnason, Magnús Öm Úlfarsson, Jón Garðar Viðarsson, Jón Viktor Gunnarsson og Torfi Leósson. Enn er ekki ljóst hver kemur til með að skipa tólfta sætið. Úlafur H. formaður TR Ólafúr H. Ólafsson var endurkjör- inn formaður Taflfélags Reykjavík- ur á aðalfundi félagsins sem hald- inn var sl. fimmtudag. I kosningu um formannssætið féllu atkvæði þannig að Ólafur fékk 44 atkvæði en Daði Öm Jónsson 24 atkvæði; 5 seðlar vom auðir og 1 ógildur. í stjóm vom tilnefndir Sigurður Daði Sigfússon, Vilhelm Steindórsson, Frimann Sturluson, Láms Knúts- son, Þröstur Þórhallsson, Ingimar Jóhannsson, Amar E. Gunnarsson og Friðrik Örn Egilssort: Skákmót öðlinga Dr. Kristján Guðmundsson sigr- aði tvöfalt á skákmót öðlinga. í aðal- keppninni hlaut hann 5,5 v. úr 7 skákum. í 2.-5. sæti urðu Sæbjöm Guðfinnsson, Jóhann Örn Sigur- jónsson, Hermcum Ragnarsson og Júlíus Friðjónsson sem fengu 5 v. Ögmundur Kristinsson haftiaði í 6. sæti með 4,5 v. Keppendur vom 22 að „skottu" meðtalinni. í hraöskákkeppninni hlaut dr. Kristján 12,5 vinninga af 14 mögu- legum, Jóhann Öm Sigurjónsson fékk 10,5 v. og Sigurður Herlufsen 9 v. Teflt var í félagsheimili TR við Faxafen. Skákstjóri var Ólafur S. Ásgrímsson. Jarðarfarir Sólveig Magnúsdóttir, Barðavogi 26, Reykjavík, verður jarðsungin frá Breiðabólsstaðarkirkju í Fljótshlíð laugardaginn 11. maí klukkan 14.00. Guðfiiuia Sigurðardóttir verður jarðsungin frá Siglufjarðarkirkju laugardaginn 11. maí kl. 14.00. Finnbogi Ásbjömsson, Sæunnar- götu 6, Borgamesi, sem lést 4. maí, verður jarðsunginn frá Borgames- kirkju laugardaginn 11. maí klukk- an 14.00. Helga María Jónsdóttir Snædal, Búðarvegi 39a, Fáskrúðsfirði, sem lést miðvikudaginn 1. maí, verður jarðsungin frá Fáskrúðsfjarðar- kirkju laugardaginn 11. maí klukk- an 14. Ingibjörg M. Jónsdóttir, sem lést 1. maí, verður jarðsungin frá Stykk- ishólmskirkju laugardaginn 11. maí kl. 14. UPPBOÐ Sýslumaðurinn í Kópavogi tilkynnir að haldið verður uppboð í reiðhöll Gusts, Kópavogi, laugardaginn 11. maí 1996 kl. 13.00. Fjöldi muna veröur boðinn upp og er áætlað að uppboðiö standi til kl. 18.00. Eftirtaldir munir verða boðnir upp: fjöldi verkfæra og verkfærasetta (skrúfur, lóðbretti, smergill, slípirokkur, borvélar, hamrar, sporjárn, skrúfjárn, sagir, lyklasett o.fl.), rekkar fyrir skrúfur og smádót, rennibekkur, rafsuðuvélar, nokkur sláttuorf, sprautukönnur, sandblásturskanna, viðgerðarsett í Damixa blöndunartæki, barnastólar í bifreiðar, leirtau, hnífasett, rafmagnsofnar, skrifstofuhúsgögn, kjötiðnaðartæki, allt í útileguna, s.s. tjöld, bakpokar, vindsængur, regngallar, stígvél og feröa-pottasett, ýmis skófatnaður, garðhúsgögn, hjólhaldari á bifreið, skápar og hillur (einfaldir og tvöfaldir), rafmagnsgirðing ásamt rafstöð, reiðtygi, m.a. hnakkar, einnig reiðbuxur og reiðhjálmar. Ávísanir ekki teknar gildar sem greiðsla nema með samþykki uppboðshaldara eða gjaldkera. Greiðsla við hamarshögg. Sýslumaðurinn í Kópavogi LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR SÍMI 568-8000 STÓRA SVIÐ KL. 20.00: KVÁSARVALSINN eftir Jónas Árnason 9. sýn. Id. 18/5, bleik kort gilda, fld. 23/5, föd. 31/5. Síðustu sýningar. HIÐ UÓSA MAN eftir íslandsklukku Halldórs Laxness í leikgerð Bríetar Héðinsdóttur í kvöld, 11/5, föd. 17/5, föd. 24/5. Sýningum fer fækkandi! Samstarfsverkefni við Leikfélag Reykjavíkur: Alheimsleikhúsið sýnir á Litla svlðl kl. 20.00: KONUR SKELFA toilet-drama eftir Hlín Agnarsdóttur. I kvöld, 11/5, örfá sæti, sud.12/5, föst. 17/5, uppselt, 50 sýnlng Id. 18/5, fáein sætl laus, fld. 23/5, föd. 24/5, fid. 30/5, föd. 31/5, laud. 1/6. Síðustu sýningar. Barflugurnar sýna á Leynlbarnum kl. 20.30. BAR PAR eftir Jim Cartwright Aukasýningar sud. 12/5, kl. 20.30, uppselt, Id. 18/5, kl. 20.30, fáein sæti laus, síðustu sýningar! Höfundasmiðja L.R. Laugardaginn 11. maí kl. 16.00. Allsnægtaborðlð _ Leikrit eftit Elísabetu Jökulsdóttur. Mlðaverð 500 kr. Miðasalan er opin alla daga frá kl. 13-20, nema mánudaga frá kl. 13- 17, auk þess er tekið a móti miðapöntunum í síma 568-8000 alla virka daga. Greiðslukortaþjónusta. Gjafakortin okkar - frábær tækifærisgjöf. Leikfélag Reykjavíkur - Borgarleikhús Faxnúmer 568-0383. ÞJÓÐLEIKHÚSID STÓRA SVIÐIÐ KL. 20.00: ÞREK OG TÁR eftir Ólaf Hauk Símonarson Ld. 18/5, nokkur sæti laus, sud. 19/5, nokkur sæti laus, fid. 30/5. SEM YÐUR PÓKNAST eftir Wiliiam Shakespeare 5. sýn. í kvöld, nokkur sæti laus, 6. sýn. mid. 15/5, 7. sýn. fld. 16/5, 8. sýn. föd. 31/5. TRÖLLAKIRKJA eftir Ólaf Gunnarsson í leikgerð Þórunnar Sigurðardóttur. Á morgun, síðasta sýning. KARDEMOMMUBÆRINN eftir Thorbjörn Egner í dag kl. 14.00, nokkur sæti laus, 60. sýn. á morgun kl. 14.00, nokkur sætl laus, Id. 18/5 kl. 14.00, sud. 19/5 kl. 14.00. Ath. fáar sýningar eftir. LITLA SVIDIÐ KL. 20.30. KIRKJUGARÐSKLÚBBURINN eftir ívan Menchell í kvöld, á morgun, nokkur sæti laus, mld. 15/5, fid. 16/5, föd. 17/5, nokkur sæti iaus, fid. 23/5, næstsíðasta sýning, föd. 24/5, síðasta sýning. SMÍÐAVERKSTÆÐIÐ KL. 20.30 HAMINGJURÁNIÐ söngleikur eftir Bengt Ahlfors f kvöld, uppselt, á morgun, nokkur sæti laus, mvd. 15/5, örfá sæti laus, fid. 16/5, nokkur sæti laus, föd. 17/5, föd. 31/5., uppselt. G jafakort í leikhús - sígila og skemmtileg gjöf! Miðasalan er opin alla daga nema mánudaga frá kl. 13.00-18.00 og fram að sýningu sýningardaga. Einnig símaþjónusta frá kl. 10.00 virka daga. Greiðslukortaþjónusta. Fax: 561 1200 SÍMI MIÐASÖLU: 551 1200 SÍMI SKRIFSTOFU: 551 1204 VELKOMIN í ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ! UPPB0Ð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins að Auðbrekku 10, Kópavogi, sem hér segir, á eftir- farandi eignum: Álfhólsvegur 37, þingl. kaupsamn- ingshafi Agla Björk Róbertsdóttir, gerðarbeiðandi húsbréfadeild Hús- næðisstofnunar ríkisins, miðvikudag- inn 15. maí 1996 kl. 10.00. Ásbraut 9, 1. hæð, þingl. eig. Garðar Guðjónsson, gerðarbeiðendur Búnað- arbanki íslands, húsbréfadeild Hús- næðisstofnunar ríkisins, íslandsbanki hf., Lífeyrissjóður verksmiðjufólks og Lífeyrissjóður verslunarmanna, mið- vikudaginn 15. maí 1996 kl. 10.00. Borgarholtsbraut 61,2. hæð t.v., þingl. eig. Jón Páll Þorbergsson og Sigur- björg Lárusdóttir, gerðarbeiðandi Byggingarsjóður ríkisins, miðviku- daginn 15. maí 1996 kl. 10.00. Dimmuhvarf 14, þingl. eig. Ásgerður Ólafsdóttir og Sigurður R. Jónsson, gerðarbeiðendur Gjaldheimtan í Reykjavík, Iðnlánasjóður og Toll- stjóraskrifstofa, miðvikudaginn 15. maí 1996 kl. 10.00. Engihjalli 9, 4. hæð D, þingl. eig. Að- alheiður Sveinbjömsdóttir og Geir Sigurðsson, gerðarbeiðandi Bygging- arsjóður ríkisins, miðvikudaginn 15. maí 1996 kl. 10.00. Gmpuheiði 7, 02.01.01., þingl. eig. Victor J. Jacobsen og Þórhildur Jóns- dóttir, gerðarbeiðendur húsbréfa- deild Húsnæðisstofnunar ríkisins og Vátryggingafélag íslands hf., mið- vikudaginn 15. maí 1996 kl. 10.00. Grófarsmári 16, þingl. eig. Sigurður Þór Sigurðsson og Sigrún Inga Magn- úsdóttir, gerðarbeiðandi húsbréfa- deild Húsnæðisstofnunar ríkisins, miðvikudaginn 15. maí 1996 kl. 10.00. Hamraborg 26, 1. hæð B, þingl. eig. Gunnar Þorsteinn Sigurðsson, gerð- arbeiðandi Byggingarsjóður ríkisins, miðvikudaginn 15. maí 1996 kl. 10.00. Hamraborg 32, 1. hæð C, þingl. eig. Ninja Kristmannsdóttir, gerðarbeið- andi sýslumaðurinn í Kópavogi, mið- vikudaginn 15. maí 1996 kl. 10.00. Hlíðarvegur 4, þingl. eig. Sigrún Sig- valdadóttir, gerðarbeiðandi Lífeyris- sjóður verslunarmanna, miðvikudag- inn 15. maí 1996 kl. 10.00. Huldubraut 13, efri hæð, þingl. eig. Jóhann S. Vilhjálmsson og Guð- munda Ingjaldsdóttir, gerðarbeiðandi Byggingarsjóður ríkisins, miðviku- daginn 15. maí 1996 kl. 10.00. Skeifa v/Nýbýlaveg, þingl. eignar- hluti Viggós Dýrfjörð, gerðarbeiðandi Búnaðarbanki íslands, miðvikudag- inn 15. maí 1996 kl. 10.00.______ Víðigrund 19, þingl. eig. Kristinn Breiðfjörð Guðlaugsson og Ema Svanhvít Jóhannesdóttir, gerðarbeið- andi Innheimtustofnun sveitarfélaga, miðvikudagirtn 15. maí 1996 kl. 10.00. SÝSLUMAÐURINN í KÓPAVOGI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.