Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.1996, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.1996, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGUR 13. MAÍ1996 Fréttir Staðfesting á aukinni hörku og hrottaskap í fikniefnaheiminum: Tollvorður barinn til óbóta af undirheimalýð - gríðarlegt áfall fyrir okkur, segir tollvörður Tollvörður var barinn til óbóta sl. fímmtudagskvöld af fjórum mönn- um sem komiö hafa við sögu fíkni- efnamála. Samkvæmt upplýsingum DV hefur tollvörðurinn, sem starfar með Svarta genginu svokallaða, ver- ið frá vinnu frá því atburðurinn átti sér stað. Hann slapp óbrotinn frá barsmíðunum en sauma þurfti sam- an skurði í andliti hans, auk þess sem hann er bólginn og marinn. Atburðurinn er litinn mjög alvar- legum augum af þeim sem fást við rannsókn fikniefnamála og þykir frekari staðfesting á þeirri hörku sem orðið hefur vart í fíkniefna- heiminum. Brynjólfur Karlsson, yf- irmaður rannsóknardeildar Toll- gæslu íslands, sem fórnarlamb árás- armannanna starfar hjá, vildi hins vegar ekkert tjá sig um málið við DV en samkvæmt heimildum blaðs- ins verður fundað um málið innan stofnunarinnar í dag. „Ég hef rætt við nokkra starfsfé- laga mina um málið og það eru all- ir sammála um að þessi atburöur er vendipunktur í þessum málum. Við höfum varað við þessu í langan tíma en ekkert verið hlustað á radd- ir okkar. Þetta er því gríðarlegt áfall fyrir okkur sem störfum að þessum málaflokki," sagði tollvörður í sam- tali við DV. Hann segist þess fuUviss að staða mála verði tekin tU umræöu innan einstakra embætta, eins og gert verður í dag hjá rannsóknardeUd ToUgæslu íslémds, og jafnvel muni félag toUvarða fjalla um málið. DV hefur undanfarið greint frá skemmdarverkum á eigum toU- varða og þá eru þess mörg dæmi að haft hefur verið í hótunum við toU- verði, fjölskyldur þeirra og fikni- efnalögreglumenn og fjölskyldur þeirra. Tollvörðurinn mun hafa verið á gangi niðri í bæ i frítíma sínum þegar hann mætti mönnunum fjór- um. Þeir töldu sig þekkja hann frá fyrri tíð í gegnum starf hans og gengu því í skrokk á honum. Ekki hefur fengist staðfest hvort kæra hafi verið lögð fram vegna árásar- innar en það er þó ólíklegt þar sem menn hjá Rannsóknarlögreglu ríkis- ins og lögreglunni í Reykjavík könnuðust ekki við málið. -PP Halldór Ásgrímsson Ræðir inngöngu Kanadamanna í NAMMCO „Við munum fyrst og fremst ræða tvíhliða samskipti landanna. Að mínu mati hefði samband íslands og Kanada þurft að vera meira á und- anfornum árum. Við höfum mikla sameiginlega hagsmuni, sérstaklega í sjávarútvegsmálum. Síðan hafa þjóðirnar verið áhugasamar um að stofnsetja Norðurskautsráðið. Eitt af því sem finna þarf pólitískan vett- vang fyrir er nýting auðlinda hafs- ins,“ sagði Halldór Ásgrímsson ut- anríkisráðherra í samtali við DV en hann mim funda með starfsbróður sínum í Kanada og sjávarútvegsráð- herranum þar í vikunni í tengslum við vígslu flugs Flugleiða til Halifax. Halldór sagðist einnig ætla að ræða málefni NAMMCO, Norður- Atlantshafssjávarspendýraráðsins, við kanadísku ráðherrana, en Kanada á ekki sæti í ráðinu. Hall- dór sagði að íslendingar hefðu lagt á það áherslu að fá Kanadamenn inn í NAMMCO. „Kanadamenn eru ekki heldur í Alþjóðahvalveiðiráðinu og nýta ekki hvali. Þess vegna er áhugavert að heyra hvað þeir ætlist fyrir í þeim efnum,“ sagði Halldór. -bjb Hjónin Ólafur Ragnar Grímsson og Guðrún Katrín Þorbergsdóttir funduðu með nánustu stuðningsmönnum sínum í Grindavík á föstudagskvöldið. Þar var kosningabaráttan framundan skipulögð en áður en fundur hófst heilsuðu þau upp á sitt fólk. Meðal þeirra voru Guðmundur Bragason körfuboltakappi og Sigríður Guðlaugsdóttir, stuðnings- maður Grindvíkinga númer eitt, sem hér eru ásamt Ólafi og Guðrúnu. DV-mynd ÆMK Meðmælendasöfnun fyrir Jón Baldvin hefst í dag: Sigurlíkur hans eru sterkar ef hann fer fram Leikskólinn Fellaborg: Aftur á borð stjórnar Fyrir helgina var haldinn op- inn stjórnarfundur hjá Dagvist bama. Þar mættu foreldrar bama í leikskólanum Fellaborg og mótmæltu ráðningu nýs leik- skólastjóra. Mikil gremja ríkir vegna þess að gengið var fram hjá starfandi leikskólastjóra. „Við fengum undirskriftalista foreldra í hendumar og ég mun leggja þá fyrir stjóm á miðviku- daginn í næstu viku. Þar með er málið aftur á borði stjórnarinn- ar, en við getum út af fyrir sig ekki breytt ráðningu leikskóla- kennarans semí búið er að ráða. Hún á sinn rétt,“ sagöi Árni Þór Sigurðsson, formaður stjórnar Dagvistar barna. -ÍS segir Ámundi Ámundason stuðningsmaður NIÐURSTAÐA Stuðningsmenn Jóns Baldvins Hannibalssonar til forsetaframboðs ætla aö hefja söfnun meðmælenda um allt land í dag. Ámundi Ámundason staðfesti þetta í samtali við DV í gærkvöldi. Ámundi sagði að Jón hefði ekki gert athugasemd- ir við söfnun af þessu tagi. „Ég hef lagt hart að Jóni að fara fram og fundið fyrir miklum stuðn- Sveik út á kort Maður um tvítugt hefur viður- kennt við yfirheyrslur hjá RLR að hafa svikið út bensín fyrir tugi þús- unda króna eftir að hann komst yfir bensínkort á nafni fyrirtækis. Það var lögreglan í Kópavogi sem handtók manninn vegna gruns um sölu á landa og vakti kortið, sem maðurinn hafði í fórum sínum, at- hygli lögreglu. -pp Eiga íslendingar að hefja hvaiveiðar í sumar? ,r ö d d FOLKSINS 904-1600 87% ingi við hann úr öllum áttum og stjómmálaflokkum. Sigurlíkur Jóns eru sterkar, annars myndi ég ekki leggja svo hart að að honum að gefa kost á sér. Þetta er stórt tækifæri sem hann hefur," sagði Ámundi. Jón hefur ekki gert upp hug sinn. Hann fundaði með sínum nánustu samstarfsmönnum á heimili sínu í gær þar sem lagt var á ráðin. Ekki náðist tal af Jóni í gær. Þingmaður úr Alþýðuflokknum sagði meiri líkur en ekki að Jón Baldvin færi í framboð. Stuöningur við hann væri það víðtækur í þjóð- félaginu. Framboð hans myndi ekki gera annað en að styrkja flokkinn ef hann tapaði í kosningum með kannski 25-30 prósenta fylgi. -bjb Límt yfir auglýsingar Vegna samningsslita Ástþórs Magnússonar f Friði 2000 og auglýsingastof- unnar Eureka hefur verið límt yfir auglýsingaborða samtakanna á strætis- vögnum og biðskýlum SVR og augiýsingar á flettiskiltum teknar út. Báðir aðiiar ásaka hvor annan um vanefndir á samningi. Ekki náðist í Ástþór í gær því að hann var á leiðinni til New York. Sömuleiðis náðist ekki í forráðmenn Eureka. DV-mynd GS Voðaskotí Mosfellsbæ Nítján ára piltur liggur nú á gjör- gæsludeild Sjúkrahúss Reykjavíkur eftir að hann fékk 22 kalíbera riffilkúlu í brjóstholið. Um voðaskot var að ræða og er pilturinn ekki í lífshættu. Samkvæmt upplýsingum frá Rannsóknarlögreglu ríkisins, sem fer með rannsókn málsins, mun at- burðurinn hafa átt sér stað i húsi í Mosfellsbæ á laugardagskvöld. Þrír vinir voru i húsinu og mun einn þeirra hafa verið að handleika byssu, sem þeir töldu hafa verið óhlaðna, þegar skot hljóp úr henni. Kúlan kom í upphandlegg eins pilt- anna og stöðvaðist í brjóstholi hans. Skýrslur voru teknar af pUtunum á laugardagskvöld og er nokkuð ljóst að um óvUjaverk var að ræða. Málið verður sent ríkissaksóknara að lokinni rannsókn. -pp Stuttar fréttir Sóun af skattkerfi Skattkerfi, sem byggir á mikiUi tekjujöfnun, leiðir til sóunar að mati hagfræðings Vinnuveitenda- sambandsins. Þetta kom fram á RÚV. Óánægöir kaupmenn Kaupmenn á Þingeyri eru afar óánægðir með nýja verðkönnun sem gefi til kynna að þeir séu með dýrustu verslanir landsins. Sam- kvæmt Stöð 2 segjast þeir vera með sanngjarnt verð. SH hlutafélag Vaxandi líkur eru á að Sölu- miðstöð hraðfrystihúsanna, SH, verði gert að hlutafélagi á þessu ári. Samkvæmt Mbl. eru þó deUd- ar meiningar innan félagsins um málið. Ekki lögbrot Að mati Samkeppnisráðs brýt- ur þjónustugjaldskrá Neyðarlín- unnar ekki gegn samkeppnislög- um. Þetta kom fram í Mbl. Stúdentar vilja Ólaf Samkvæmt skoðanakönnun sem Stúdentablaðið birtir í dag nýtur Ólafur Ragnar Grímsson mest fylgis meðal háskólanema, eða 46% þeirra sem afstöðu tóku. Guðrún Pétursdóttir kemur næst með 27%. Samkvæmt Ríkissjón- varpinu var úrtakið 600 stúdent- ar. Ný flugstöö Ný og endurbætt flugstöð var tekin í notkun á Akureyrarflug- veUi um helgina. Hún mun leysa ýmis vandamál sem skapast höfðu í þeirri gömlu, samkvæmt fréttum Ríkissjónvarpsins. -bjb /

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.