Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.1996, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.1996, Blaðsíða 30
42 MÁNUDAGUR 13. MAÍ1996 Afmæli Björn Olafsson Björn Ólafsson, verkfræðingur og forstöðumaður þjónustudeildar Vegagerðarinnar, Neðstabergi 11, Reykjavík, er fimmtugur í dag. Starfsferill Bjöm fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hann lauk stúdents- prófl frá MR 1966, fyrri hluta prófi í verkfræði við HÍ og seinni hluta prófi frá Lunds Tekniska Högskola í Svlþjóð 1971. Bjöm hóf störf hjá Vegagerð- inni 1971, var umdæmisverkfræð- ingur Vegagerðarinnar með aðset- ur á ísafirði 1973-76, deildarverk- fræðingur og síðan yfirverkfræð- ingur Framkvæmdadeildar 1977-89 og forstöðumaður þjón- ustudeildar Vegagerðarinnar frá 1990. Þá hefur hann verið stunda- kennari í vega- og gatnagerð við Tækniskóla íslands frá 1979. Fjölskylda Björn kvæntist 1.9.1973 Guð- björgu Helgu Magnúsdóttur, f. 18.2. 1950, ferðatækni. Hún er dótt- ir Magnúsar Helgasonar, vélstjóra í Reykjavík, og Sólveigar Þorleifs- dóttur húsmóður. Dóttir Björns frá því áður er Guðrún Björg, f. 2.5. 1971, verslun- armaður í Reykjavík, gift Davíð Jóni Arngrímssyni og er sonur þeirra Arnar Már. Börn Bjöms og Guðbjargar Helgu eru Magnús, f. 20.4. 1973, líffræðinemi; Anna Sigríður, f. 7.6. 1975, fjölbrautaskólanemi. Systkini Bjöms eru Sigríður Ólafsdóttir, f. 7.4.1949, kennari í Garðabæ; Marta Ólafsdóttir, f. 16.4.1950, líffræðingur í Kópavogi; Unnur Ólafsdóttir, f. 1.5.1952, veð- urfræðingur i Reykjavík; Páll Ólafsson, f. 19.6. 1957, verkfræð- ingur í Svíþjóð; Kjartan Ólafsson, f. 18.11. 1958, tónskáld í Reykjavík; Sveinn Ólafsson, f. 29.3. 1962, tæknifræðingur í Reykjavík. Foreldrar Björns eru Ólafur Pálsson, f. 18.5. 1921, verkfræðing- ur í Reykjavík, og Anna Sigríður Bjömsdóttir, f. 5.8. 1921, tónlistar- kennari. Ætt Ólafur er bróðir Einars, fyrrv. borgarverkfræðings, og Kristínar, ömmu Eddu leikkonu og Freys jarðfræðings Þórarinsbarna. Ólaf- ur er sonur Páls, hrl. og fyrsta borgarstjórans í Reykjavík, bróð- ur Guðmundar, afa Þorsteins ólafssonar tannlæknis, föður Kristínar fréttamanns og Ólafs framkvæmdastjóra. Systir Páls var Jórunn, amma Þuríðar Páls- dóttur óperusöngkonu og Jórunn- ar Viðar tónskálds, móður Katr- ínar Fjeldsted læknis. Páll var sonur Einars, alþm. á Hraunum í Fljótum, Guðmundssonar, b. á Hraunum, Einarssonar, bróöur Baldvins þjóðfrelsismanns. Móðir Ólafs var Sigríður, dóttir Franz Eduard Siemsen, sýslu- manns í Hafnarfirði, sonar Georgs Nicolay Eduards Siemsen, kaup- manns í Reykjavík, og Sigríðar Þorsteinsdóttur, hreppstjóra og smiðs í Bráðræði, Bjarnasonar. Móðir Sigríðar og kona Franz var Þórunn Árnadóttir Siemsen, dótt- Björn Ólafsson. ir Áma Thorsteinsson, landfógeta og alþm. í Reykjavík, bróður Steingríms skálds. Árni var sonur Bjama Thorsteinsson, amtmanns á Arnarstapa. Móðir Þórunnar var Soffia Kristjana Hannesdóttir, f. Johnsen. Anna Sigríður er kjördóttir Björns, gjaldkera í Reykjavík Þor- grimssonar, og Mörtu Valgerðar Jónsdóttur ættfræðings. Helgi Ásmundsson Helgi Asmundsson myndhöggv- ari, Ljósheimum 22, 7D, Reykja- vík, er fertugur í dag. Starfsferill Helgi fæddist í Reykjavík. Hann lauk námi frá Höggmyndaskóla Listaakademíunnar í Kaupa- mannahöfn og samhliða því málmsmíði frá tæknisviði Fjöl- brautaskólans í Breiðholti. Helgi hefur starfað sem leik- myndateiknari við Ríkisútvarpið- sjónvarp, verið myndmenntakenn- ari við grunnskóla og stundað al- menn verkamannnastörf. Hann er nú leiðbeinandi í listþjálfun við Landspítalann í Reykjavík. Helgi hefur haldið þrjá einka- sýningar hér á landi og auk þess tekið þátt í samsýningum. Þá standa eftir hann útiverk í Reykjavík, m.a. við Málmsmiðju FB. Helgi Ásmundsson. Foreldrar Helga; Ásmundur J. Ásmundsson og Hanna Helgadótt- ir Tll hamingju með afmælið 13. maí 90 ára Asdis Siguröardottir, Fellsmúla 17, Reykjavík. Ragna ívarsdóttir, Hringbraut 50, Reykjavík. Gunnhildur Guðmundsdóttir, Hólkoti, Reykdælahreppi. Hulda Valdimarsdóttir, 85 ára Grundargötu 13A, Grundarfirði. Óli Fossberg Guðmundsson, Túngötu 2, Eskifirði. Sveinn Þorsteinsson, Skógargötu 6, Sauðárkróki. 50 ára 75 ára Reynir Geirsson, Safamýri 91, Reykjavík. Sigriður Valdimarsdóttir, Kjalarlandi 10, Reykjavík. Jan Agnar Ingimundarson, Bæjarási 5, Mosfellsbæ. Ólafur Jónsson, Arkarholti 7, Mosfellsbæ. Jóhannes Sigurðsson, Egill Guðmundsson, Króki, Grafningshreppi. Soffía Björnsdóttir, Drápuhlíö 48, Reykjavík. Ólöf Eyjólfsdóttir, Hólmgarði 19, Reykjavík. 70 ára Aldína Ellertsdóttir, Hólavegi 4, Sauðárkróki. Rolf Markan, Geitastekk 7, Reykjavík. Jón Sandholt, jrafossi I, Grímsneshreppi. Ragnar Haraldsson, Álfheimum 36, Reykjavik. Þórey Pálsdóttir, Sæviðarsundi 25, Reykjavík. Jón Sigurðsson, Kársnesbraut 27, Kópavogi. Jakaseli 9, Reykjavík. Skarphéðinn Magnússon, Stapasíðu 22, Akureyri. Trausti Jóhannsson, Stórholti 8, Akureyri. Hrefna Hektorsdóttir, læknaritari, Síðumúla 21, Reykjavík. Kristján Valur Óskarsson, Illugagötu 32, Vestmannaeyjum. Steingrímur Þorsteinsson, Hóli, Öxarfjarðarhreppi. 60 ára 40 ára Erna Gestsdóttir, Dölum, Hjaltastaðahreppi. Kristbjörg Ingvarsdóttir, Hólavegi 38, Sauðárkróki. Vilborg Inga Kristjánsdóttir, Austurbergi 38, Reykjavík. Guðrún Guðmundsdóttir, Hátúni 12, Reykjavík. Arna Skúladóttir, Akurgerði 32, Reykjavík. Guðmtmda Jódís Konráðsdótt- ir, Espilundi 2, Garöabæ. Jón Sigurður Valtýsson, Álakvísl 66, Reykjavík. Baldur Jón Helgason, Munkaþverárstræti 38, Akureyri. Áslaug Hafberg Áslaug Hafberg, húsmóðir og kaupkona, Vesturgötu 7 (áður að Laugavegi 12a), Reykjavík, varð sjötíu og fimm ára í gær. Starfsferill Áslaug fæddist við Bergstaða- stræti í Reykjavík og ólst upp í Reykjavík. Hún stundaði nám við Kvöldskóla KFUM og Húsmæðra- skólann á Blönduósi. Á unglings- árunum var Áslaug í kaupavinnu í sveit. Auk húsmóðurstarfa stundaði Áslaug verslunarstörf á Laugavegi 12a, fyrst í konfektverslun föður síns en starfrækti síðan, ásamt Margréti Sigurðardóttur, eigin verslun, barnafataverslunina Vögguna við Laugaveg. Aslaug hefur starfað mikið með KFUK og setið í fjölda ára í basar- nefnd félagsins. Þá hefur hún mik- inn áhuga á ættfræði og hefur gef- ið út bók um móður- og föðurættir sínar. Fjölskylda Áslaug giftist 3.7. 1943 Árna Elí- assyni, f. 11.4. 1917, d. 6.5. 1995, skipaviðgerðamanni. Hann var sonur Elíasar Ámasonar, bónda í Hólshúsum, og Guðrúnar Þórðar- dóttur húsfreyju. Börn Áslaugar og Áma eru Elí- as Árnason, f. 25.12.1943, verslun- armaður í Reykjavík, kvæntur Jette Svövu Jakobsdóttur þjón- ustufulltrúa og eiga þau þrjú börn og fimm barnabörn; Helgi Sigur- geir Hafberg Árnason, f. 9.9. 1946, d. 18.9.1994, starfsmaður Kjarvals- staða, var kvæntur Guðlaugu Björgu Bjömsdóttur lyfjafræðingi og eiga þau eitt barn og tvö barna- börn; Gunnar Viðar Hafberg Árnason, f. 18.3. 1951, lagerstjóri í Reykjavík, kvæntur Bjarnveigu Valdimarsdóttur og eiga þau sam- an eitt barn auk þess sem Bjarn- veig á tvö börn og fjögur barna- böm; Bjarney Anna Arnadóttir, f. 18.1. 1955, húsmóðir á Seltjarnar- nesi, gift Friðfinni Halldórssyni bifvélavirkja og eiga þau þrjú börn. Systkin Áslaugar: stúlka sem dó þriggja mánaða; Alfreð Marteins- son Sigurðsson, f. 30.4. 1918, d. 6.5. 1926 (kjörbróðir); Ingólfur Einar Jens Helgason Hafberg, f. 7.1. 1920. Uppeldisbróðir Áslaugar: Þórar- Áslaug Hafberg. inn Hafberg, f. 7.1. 1915, nú látinn, verkstjóri í Reykjavík. Foreldrar Áslaugar voru Helgi Sigurgeir Einarsson Hafberg, f. 2.11. 1896, d. 6.6. 1948, kaupmaður og sælgætisgerðarmaður, og k.h., Bjarney Anna Guðmundsdóttir Hafberg, f. 26.7. 1895, d. 20.2. 1938, húsmóðir Kristján Erlendur Haraldsson Kristján Erlendur Haraldsson, forstöðumaður Húsnæðisnefndar Kópavogs, til heimilis að Nóatúni 18, Reykjavík, varð sextugur í gær. Starfsferill Kristján fæddist i Uppsölum í Sandgerði og ólst upp í Sandgerði og í Reykjavík. Hann lauk gagn- fræðaprófi frá Gagnfræðaskóla Austurbæjar í Reykjavík, stundaði síðan almenn störf til sjós og lands, hóf nám í múrsmíði 1955, lauk sveinsprófi 1958 og lauk prófi frá Meistaraskólanum 1959. Kristján stundaði múrsmíði til 1973, hóf störf hjá Múrarafélagi Reykjavíkur 1973 og var fram- kvæmdastjóri Lífeyrissjóðs múr- ara 1974-94 er sjóðurinn var sam- einaður Sameinaða lífeyrissjóðn- um og hefur verið forstöðumaður Húsnæðisnefndar Kópavogs frá 1993. Kristján átti heima i Kópa- vogi á árunum 1956-91 er hann flutti til Reykjavíkur. Kristján sat í framkvæmda- stjóm Verkalýðsráðs Sjálfstæðis- flokksins um árabil, var formaður Baldurs, félags sjálfstæðismanna í verkalýðsstétt í Kópavogi, og hef- ur gegnt fleiri trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Fjölskylda Kristján kvæntist 26.11. 1955 Erlu Hjartardóttur, f. 21.11. 1936, húsmóður. Hún er dóttir Hjartar Björgvins Helgasonar, kaupfélags- stjóra, bónda og útgerðarmanns á Melabergi, og k.h., Sveinbjargar Jónsdóttur húsfreyju. Börn Kristjáns og Erlu eru Sig- rún, f. 1.8. 1955, húsmóðir í Kópa- vogi; Haraldur, f. 25.3. 1961, nemi í Kópavogi; Sveinbjörn, f. 31.8.1966, iðnrekstrarfræðingur í Reykjavík, en kona hans er Anna Vigdís Gísladóttir; Kristján Ragnar, f. 9.1. 1976, nemi í Reykjavík. Foreldrar Kristjáns voru Har- aldur Kristjánsson, f. 1.4. 1905, d. 23.6. 1980, vélstjóri, skipstjóri og útgerðarmaður i Sandgerði, og Ragnheiður Sigríður Erlendsdótt- ir, f. 9.3. 1896, d. 16.1. 1977, hús- móðir. Kristján Erlendur Haraldsson. Ætt Haraldur var sonur Gísla Krist- jáns Þórðarsonar, bónda og bú- fræðings, og Elínar Jónsdóttur. Ragnheiður var dóttir Erlends Erlendssonar bónda og Margrétar Guðmundsdóttur húsfreyju. Kristján og Erla eru að heiman á afmælisdaginn. T///////////////Z staðgreiðslu- og greiðslukortaafsláttur og stighækkandi birtingarafsláttur Smá- augiýsingar Œ V ctiLUi uy 55$ 5000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.