Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.1996, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.1996, Blaðsíða 4
4 MÁNUDAGUR 13. MAÍ 1996 Fréttir Kratar fyrir vestan fara i viðræður við B, E og F-lista: Oddvitinn varð undir í atkvæðagreiðslunni - er bara sendill á skrifstofunni, segir Sigurður R. Olafsson „Það er náttúrulega Alþýðuflokk- urinn sem tekur ákvörðun um það með hverjum hann starfar. Ég er sendill á skrifstofunni. Ég tel að með hagsmuni Alþýðuflokksins i huga hafi tvímælalaust átt að stefna að samstarfi við Sjálfstæðisflokk- inn. Það ber líka að hugsa út í það að þeir flokkar sem hafa verið í samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn hafa alltaf goldið afhroð," segir Sig- urður R. Ólafsson, oddviti Alþýðu- flokks i sameinuðu sveitarfélagi á norðanverðum Vestfjörðum. Á fundi frambjóðenda Alþýðu- flokksins og helstu stuðningsmanna A-listans í gær var ákveðiö að hafa leynilega atkvæðagreiðslu um það hvort alþýðuflokksmenn ættu að fara í meirihlutaviðræður við sjálf- stæðismenn, eins og Sigurður R. Óf- afsson vildi, eða hefja viðræöur við fulltrúa hinna listanna í bæjar- stjóm. Síðamefndi kosturinn vai' tekinn þótt mjótt væri á mununum. „Hinir flokkamir, sem við þurf- um að semja við, eru þrír, þar af F- listinn sem er með þrjú stjórnmála- öfl innanborðs, Öháða, Alþýðu- bandalag og Kvennalista. Hlutur Al- þýðuflokksins með einn bæjarfull- trúa verður ákaflega rýr í þeim við- ræðum,“ segir Sigurður. Sigurður bendir á að Alþýðu- flokkurinn á ísafirði hafi aldrei, frá þvl ísafjarðarkaupstaður var stofn- aður, verið í samstarfi við Sjálf- stæðisflokkinn og því viti menn ekki hvað hefði komið út úr því. „Mín yfirlýsing varðandi bæjar- stjórann stendur. Ég styð Kristján Þór Júlíusson sem bæjarstjóra í þessu nýja sveitarfélagi," segir hann en vill ekki staðfesta að það verði krafa krata í meirihlutavið- ræðum. Sigurður svarar ekki spumingu um það hvort hann líti á niðurstöðu atkvæðagreiðslunnar sem van- traust á sig. Hann segist telja eðli- legt að funklistamenn leiði viöræð- umar við Alþýðuflokk, Framsókn- arflokk og F-lista og býst viö að við- ræður hefjist fljótlega, líklega í dag. -GHS Framsóknarflokkurinn fékk minnsta fylgið og náði einum kjörnum fulltrúa: Skilaboðin eru óljós - segir Kristinn Jón Jónsson, efsti maður á lista Framsóknarflokksins DV, ísafirði: „Það er erfitt að meta þetta. Maður sér ekki forsendur fyrir þessu fylgi í stefnuskránni. Hvað fólk er að kjósa þarna hef ég ekki hugmynd um,“ seg- ir Kristinn Jón Jónsson, efsti maður á lista Framsóknarflokksins, um það hvernig hann meti þá góðu útkomu sem framboð Funklistans fékk í kosningunum á laugardaginn. -Telur þú að í þessum úrslitum felist einhver skilaboð? „Ef þetta eru skilaboö þá eru þau mjög óljós og torskilin. Það er reynt að setja fram glöggar stefnuskrár hjá flestum flokkum. Þær stefnuskrár virðast ekki I hávegum hafðar. Best væri sennilega að hafa enga eftir þessari útkomu að dæma,“ segir hann. -HK/GHS Efsti maður D-listans: Fékk teikningu í afmælis- gjöf frá Funklistanum Svo skemmtilega vildi til að Þor- steinn Jóhannpsson, efsti maður á D-lista Sjálfstæðisflokks, og Hilmar Magnússon, efsti maður á E-lista framhaldsskólanema, svokölluðum Funklista, áttu báðir afmæli á laug- ardag, á sjálfan kjördaginn. Þor- steinn varð 45 ára en Hilmar tvítug- ur. í tilefni afmælisins marséruðu efstu menn á Funklistanum að kosningaskrifstofu sjálfstæðis- manna um kaffileytið og færðu Þor- steini að gjöf innrammaöa skopteikningu, sem birst hafði I kosningablaði listans, Elgnum - mynd þar sem Þorsteinn var að saga horn af framhaldsskólanum og átti hún sjálfsagt að vera táknræn. „Fjórði maður listans átti heiður- inn af þessu. Honum fannst tilhlýði- legt að færa afmælisbarninu gjöf,“ segir Hilmar Magnússon, oddviti Funklista. Hann segir að kosninga- hátíðin á laugardaginn hafi verið blanda af kosningakaffi og afmælis- veislu og hafi það verið fjölmenn- asta afmælisveisla sem hann hafi haldið. „Þeir færðu mér þetta á tröppum kosningaskrifstofunnar okkar. Þetta var ansi notalegt af þeim og hugul- samt. Það verður að taka svona spaugi fyrst maður gefur sig út í þetta,“ segir Þorsteinn og kveður uppákomuna hafa komið sér á óvart. -GHS Þorsteinn Jóhannesson, efsti maður á D-lista, og Hilmar Magnússon, efsti maður Funklistans, áttu báðir stórafmæli á kjördag. Þorsteinn varð 45 ára og Hilmar tvítugur. í tilefni þessa færðu frambjóðendur Funklista Þorsteini óvænta afmælisgjöf, innrammaða skopteikningu þar sem Þorsteinn var að saga niður skóla. DV-mynd Hörður Dagfari Þaulskipulagt fjölskylduplott Skoðanakannanir halda áfram að sýna Ólaf Ragnar með yfir- burðastöðu í væntanlegum forseta- kosningum. Ekki hafa menn farið að ráðum Dagfara um að fresta kosningum til að afstýra þeim voöa að fyrrverandi formaður Alþýðu- bandalagsins verði forseti lýðveld- isins. Þess i stað hefur verið leitað með logandi Ijósi að nýjum fram- bjóðanda sem gæti veitt Ólafi Ragnari einhverja samkeppni. Sú leit er nú um það bil að bera árang- ur. Jón Baldvin Hannibalsson er í þann mund að gefa kost á sér. Það hefur nokkuð þvælst fyrir þunga- vigtarmönnum í þjóðfélaginu hvernig á því standi að almenning- ur velji Ólaf Ragnar öðrum fremur sem sinn kandidat. Ólafur Ragnar hefur verið með óvinsælli stjórn- málamönnum. Hann hefur leitt AI- þýðubandalagið til margra kosn- inga án nokkurrar uppskeru. Ólaf- ur hefur verið andstæðingur Atl- antshafsbandalagsins, EFTA og Evrópusambandsins og hefur jafn- an verið í hópi óvinsælustu stjóm- málamanna landsins. Þetta hefur aukið sigurlíkur hans til mikilla muna og gerir það að verkum að kjósendur telja hann nú hæfastan allra íslendinga til að leiða þjóðina fram á nýja öld. Þetta er því athyglisverðara sem við verðuga keppinauta er að etja. Dagfari hefur séð það margendur- tekið að Pétur Kr. Hafstein sé vammlaus maður og raunar vamm- lausasti maður sem uppi er um þessar mundir og er þá mikið sagt því aðrir frambjóðendur em sömu- leiðis vammlausir. Dagfari las líka í sérstöku aukablaði Moggans fyrir helgi að Guðrún Pétursdóttir væri mesta og besta kona sem fæðst hefði hér á landi, að minnsta kosti síðan frú Vigdís fæddist. Þannig að það er ekkert smáa- frek hjá Ólafi Ragnari að komast í jafn mikla yfirburðastöðu í skoð- anakönnunum sem raun ber vitni. En nú eru sem sagt andstæðing- ar Ólafs Ragnars búnir að koma auga á heppilegan keppinaut. Jón Baldvin er talinn manna líklegast- ur til að standa í Ólafi. Þar ræður mestu, segja stuðningsmenn Jóns, að hann hefur allar götur frá því mælingar hófust verið óvinsælasti stjórnmálamaður þjóðarinnar - jafnvel óvinsælli heldur en Ólafur og það gerir gæfumuninn. Ef Ólaf- ur Ragnar nýtur vinsælda vegna fyrri óvinsælda sinna hlýtur Jón Baldvin aö verða mun vinsælli í krafti óvinsælda sinna frá fyrri tíð. Kosturinn við Jón Baldvin er líka sá að Ólafur bróðir hans er eiginmaður Guðrúnar Pétursdótt- ur og þeir bræður eru sláandi líkir og Ólafur hefur farið vítt og breitt um landið með konu sinni Guð- rúnu og þannig hefur hann minnt á Jón bróður sinn með útlitinu og í raun og veru má búast við að þeg- ar þeir bræður leggja saman muni þeim takast að leggja Ólaf Ragnar að velli. Hér er því ljóst að það eru samantekin ráð þeirra bræðra að komast til valda. Fyrst tefla þeir eiginkonu Ólafs Hannibalssonar fram, síðan Bryndísi eiginkonu Jóns og að lokum Jóni sjálfum. Þetta er þaulskipulagt fjölskyldupl- ott. Þetta hljóta að vera nokkur von- brigði fyrir Davíð Oddsson forsæt- isráðherra, sem hafði einnig áhuga á forsetaembættinu, en honum varð það að falli að vera vinsæll forsætisráðherra sem fólk vill ekki missa úr því embætti. Mistök Dav- íðs voru að vera of vinsæll. Þetta sá Davíð ekki fyrir og það kemur í veg fyrir frekari frama af hans hálfu. Menn mega gæta sín á vinsæld- unum. Þjóðin kýs bara óvinsæla stjórnmálamenn og því óvinsælli sem þeir eru því hæfari sem forset- ar. * Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.