Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.1996, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.1996, Blaðsíða 13
13 MÁNUDAGUR 13. MAÍ 1996 pv_________________________________Fréttir Lífeyrissjóður bænda: Tillaga um afsögn stjórnar sjóðsins - á aðalfundi Búnaðarsambands Strandamanna Fyrir alla húseigendur IÞAKEFNI AFI BESTU GERD MR búðin • Laugavegi 164 Símar: 551 1125 • 552 4355« Fax: 581 4450 DV, Hólmavík: Hörð gagnrýni á stjórn Lífeyris- sjóðs bænda kom fram aðalfundi Bún- aðarsambands Strandamanna 7. maí vegna slælegs eftirlits hennar með fyrrum framkvæmdastjóra lífeyris- sjóðsins vegna viðskipta við flugfélag- ið Emerald Air. í þessu sambandi var minnst á að fyrrum formaður Stéttarsambands bænda og núverandi stjórnarmaður lífeyrissjóðsins, Haukur Halldórsson, hefði sagt á fundi í Strandasýslu fyr- ir nokkrum árum að allt stefndi í að lífeyrissjóðurinn yrði gjaldþrota á næstu áratugum, að óbreyttu, vegna þess hve bændum, sem tilkali ættu til greiðslna úr sjóðnum, fjölgaði mikið á næstu árum. Nú hefði 100 milljónum króna af sjóðsinneigninni „verið kastað út um • gluggann" eins og einn fundarmann- ana orðaði það og stjórnin hagaði sér eins og ábyrgð hennar á því væri eng- in. Fram kom tillaga um að stjórn líf- eyrissjóðsins segði af sér ekki seinna en strax. Tillagan var felld þar sem upplýst var af sérfróðum um mál þetta að víst mætti telja að stjóm sjóðsins hefði vaknað til vitundar um eftirlits- Sauðárkrókur: Búnaðarbank- inn stækkar DV, Sauðárkróki: Byggt verður við húsnæði Búnað- arbanka islands hér á Sauðárkróki í sumar. Byggt verður til norðurs frá núverandi húsi og verður viðbygg- ingin 280 m2 á 2 hæðum. Núverandi húsnæði bankans, sem tekið var í notkun fyrir 29 árum, er um 335 m2 við Faxatorg. Það er nú orðið of lít- ið og einnig er þröngt um á bæjar- skrifstofunum á efri hæðinni. Bær- inn leigir þar áfram og fær viðbótar- húsnæði við stækkunina. Að sögn Gests Þorsteinssonar útibússtjóra er stefnt að því að taka viðbygginguna í notkun á næsta ári. Til að rýma fyrir henni varð bankinn að íjarlægja næsta hús norðan við, Skagflrðingabraut 12, sem bankinn keypti fyrir nokkrum árum. Hafði það nafnið Sólbakki og var byggt af Valdimar Guðmundssyni.- -ÞÁ Níu milljónir í Bíó- höllina á DV, Akranesi: Ákveðið hefur verið að gera nokkrar endurbætur i ár á Bíóhöll- inni á Akranesi. Að sögn Gísla Gíslasonar, bæjarstjóra á Akranesi, er áætlað að þessar framkvæmdir kosti um níu milljónir króna. End- urnýja á stóla í sal sem löngu er orðið brýnt þar sem stólamir eru orðnir slitnir og margir hverjir Akranesi ónýtir. Þá er fyrirhugað að allar raf- magnslagnir í húsinu verði endur- nýjaðar. Ekki verður lagt slitlag á götur á Akranesi í sumar, að sögn bæjar- stjórans. Ekki er gert ráð fyrir því í fjárhagsáætlun. Akranesveita mun hins vegar endurnýja nokkrar gang- stéttir, það er við Kirkjubraut milli Skagabrautar og Merkigerðis og frá Merkigerði að húsi P&S. -DÓ VERÐLÆKKUN Á DEMPURUM í Mazda 323 ‘81-’89, að aftan, verð 5.500. Toyota Corolla ‘88-92, að aftan, verð 5.800. Þetta tilboð gildir til 30. maí. ísetning ef óskað er. G* varahlutir Hamarshöfða 1, sími 567 6744 STÓRGLÆSILEG skyldu sína með starfsmönnum sjóðs- ins eftirleiðis og auk þess farið að kanna ávöxtunarleiðir fyrir það fé sem ótapað er sem líklegt er að mildi áhrif þeirra áfalla sem orðið hafa. WNMKÓR ABOKM J<*. 95 ^ .HÉR ERUM VIÐ!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.