Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.1996, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.1996, Blaðsíða 33
MÁNUDAGUR 13. MAÍ 1996 45 Landslagsmálverk eftir Halldór Árna Sveinsson á sýningunni í Garðabæ. Sáldþrykk og afstrakt Á laugardaginn var opnuð sýning í Sparisjóði Garðabæjar á verkum Hrafnhildar Sigurðar- dóttur og Halldórs Árna Sveins- sonar. Hrafnhildur sýnir verk unnin með sáldþrykki og einnig aldagamalli japanskri litunarða- ferð, shibori, en Halldór Ámi sýnir landslag og afstraktmynd- ir, unnar í olíu og krít. Hrafnhildur og Halldór Árni eiga bæði að baki nám í MHÍ og hafa áður verið með einkasýn- ingar og tekið þátt í samsýning- um. Sýningin er opin á af- greiðslutíma Sparisjóösins farm í júní. Sýningar Slæðusýning í Sneglu Auk sýningarinnar í spari- sjóðnum sýnir HrafnhUdur Sig- urðardóttir silkislæður og trefla í Sneglu listhúsi við Klappar- stíg. Sú sýning var einnig opnuð á laugardaginn og stendur til 1. júni. Snegla er opin virka daga kl. 12.00-18.00 og laugardaga 10.00-14.00. Fræðslukvöld um Mexíkó Félag íslenskra háskóla- kvenna og Kvenstúdentafélag ís- lands heldur hátíðar- og fræðslukvöld kl. 19.30 um Mexíkó og mexíkóska menningu í kvöld í Þingholti. Fyrirlestrar og mexíkóskur matur. Kynningarnámskeið í hugleiðslu Hugleiðsluvika er yfirskriftin á kynningamámskeiðum Sri Chinmoy miðstöðvarinnar sem hefjast í dag. Verða námskeiðin síðdegis frá 15.00-17.00 fram á sunnudag. Kvenfélag Grensássóknar verður með síðasta fund vetr- arins í kvöld kl. 20.00. Kaffiveit- ingar og fleira. Allir velkomnir. Samkomur ITC-deildin Kvistur Fundur verður í Litlubrekku (Lækjarbrekku), Bankastræti 2, i kvöld kl. 20.00. Fundurinn er öllum opinn. Listaklúbbur Leikhúskjallarans Bíbí og Blakan Dagskrá Listaklúbbsins í kvöld verður helguð Höf- undasmiðjunni sem starf- rækt hefur verið í Borgar- leikhúsinu í vetur. Flutt- ur verður söngleikurinn Bíbí og Blakan eftir þá Ármann Guðmundsson, Sævar Sigurgeirsson og Leikhús Þorgeir Tryggvason. Var söngleikurinn fluttur í Höfundasmiðjunni í apríl við góðar undirtektir. Verkið fjallar um dular- fulla unga stúlku sem sveiflast milli tveggja enn dularfyllri karlmanna en öll standa þau fyrir óvæntum og sérkennileg- um samfélags- og tilvist- arspurningum. Þótt verk- iö sé eins konar blanda af hrollvekjum Viktoríu- Ung stúlka sveiflast milli tveggja dularfullra karlmanna í Bíbí og Blakan. tímabilsins, sósíalreal- ísku nútímadrama og harmrænni óperu er lítil hætta á öðru en að létt- leikinn verði allsráðandi. Flytjendur eru Sóley Elí- asdóttir, Kjartan Guðjóns- son og Felix Bergsson. Undirleik annast Valgeir Skagfjörð. Að lokinni sýningu mun Hlín Agnarsdóttir fjalla um Höfundasmiðj- una og fimm höfundar, Benóný Ægisson, Björg Gísladóttir, Bragi Ólafs- son, Jónína Leósdóttir og Valgeir Skagfjörð, segja frá reynslu sinni. Að lok- um verða umræður um stöðu íslenskrar leikrit- unar í dag. Hér birtist fyrst kort sumarsins um hvaða svæði á hálendinu eru lokuð allri umferð en Umhverfi Vegagerðin og Náttúru- verndarráð munu gefa út kortið vikulega fyrri hluta sumars. Á þessu korti eru upplýsingar um hvaða svæði eru lokuð allri umferð vegna snjóa og/eða aurbleytu. Skemmtanir Tónlistarskóli FÍH var stofn- aður 1980 af Félagi íslenskra hljómlistarmanna. Hann hefur haft nokkra sérstöðu meðal ís- lenskra tónlistarskóla, en hann var fyrstur til að bjóða uppá markvissa kennslu í djass- og rokktónlist auk klassískrar tón- Tónlistarskóli FÍH hefur aðsetur að Rauðagerði 28 og er þar ágætur salur til listar. tónleikahalds. FÍH-salurinn: Djass, í tilefni funmtán ára afmælis Tónlistarskóla FÍH stendur skól- inn fyrir afmælistónleikum í kvöld kl. 20.30 í sal skólans að Rauðagerði 27 og er öllum heim- ill aðgangur. Fram koma nem- endur skólans úr öllum deild- um. Fjölbreytt tónlist verður flutt: djass, klassík og rokk. Boð- ið verður upp á kaffiveitingar. Að tónleikunum loknum verður skólahúsnæðið opið til skoðun- ar fyrir tónleikagesti. klassík og rokk Ástand fjallvega Svæöi lokuö aliri umferö ---------------rsr*2\___ Háskólafyrirlestur Dr. Martin Schwab, prófessor í heimspeki, flytur fyrirlestur í kvöld kl. 20.15 í stofu 101 í Odda. Fyrirlesturinn er á ensku og ber yfirskriftina: Unsociable Soci- ability. Reflections on Kant’s Idea of History. SVGK Hraunprýði verður með kaffisölu í dag kl. 15.00 til 22.00 að Hjallahrauni 9. Einnig merkjasala. Systir Arnars og Jónu Á myndinni sjáum við litla stúlku sem fæddist á fæðingardeild Landspítalans 4. maí kl. 10.42. Hún var við fæðingu 3260 grömm að Barn dagsins þyngd og 48 sentímetra löng. For- eldrar hennar eru Þóra Viðarsdótt- ir og Hólmar Þór Stefánsson. Hún á tvö systkini, Arnar Inga, sem er níu ára, og Jónu Dóru sem er tveggja ára. Fyrrum félagar úr Víetnamstríð- inu taka þátt í peningaráni í Dead Presidents. Fyrrum her- menn í ránshug Hin umdeilda kvikmynd, Dead Presidents, hefur verið sýnd í Bíóborginni síðustu daga. Mynd- in fjallar ekki um dauða forseta eins og nafnið gæti bent til en „Dead Presidents" er slangur- yrði hjá negrum yfir peninga, seðla sem eru með myndum af dauðum forsetum. Aðalpersóna myndarinnar, Anthony Curtis, er átján ára þegar hanri gengur í herinn og fer til Víetnam. Þegar hann kemur til baka árið 1972 er hann sár yfir því að hann fær ekki eins hlýjar viðtökur hjá samborgurunum eins og honum finnst hann eiga skilið. Hann fær aðeins starf að hluta og er reiður og sár út í samfélagið. Hann ákveður því að taka þátt í Kvikmyndir peningaráni og vonast til að eitt vel heppnaö rán geri það að verkum að hann geti lifað sóma- samlegu lífi en hann þarf að sjá um eiginkonu og dóttur. Dead Presidents er gerð af tví- burunum Allen og Albert Hug- hes en þeir vöktu mikla athygli fyrir fyrstu kvikmynd sína, Menace II Society, þá aöeins 20 ára gamlir. Nýjar myndir Háskólabíó:12 apar Laugarásbíó: Bráður bani Saga-bíó: Stolen Hearts Bíóhöllin: Last Dance Bíóborgin: Dead Presidents Regnboginn: Things to Do in Denver... Stjörnubíó: Kviðdómandinn Gengið Almennt gengi LÍ nr. 93 10. mai 1998 kl. 9.15 Eininq Kaup Sala Tollgenqi Dollar 66,720 67,060 66,630 Pund 101,710 102,230 101,060 Kan. dollar 48,810 49,110 48,890 Dönsk kr. 11,3770 11,4370 11,6250 Norsk kr. 10,2150 10,2710 10,3260 Sænsk kr. 9,8670 9,9210 9,9790 Fi. mark 14,1690 14,2530 14,3190 Fra. franki 12,9610 13,0350 13,1530 . Belg. franki 2,1362 2,1490 2,1854 Sviss. franki 54,8600 54,1600 55,5700 Holl. gyllini 39,8900 39,5200 40,1300 Pýskt mark 43,9300 44,1600 44,8700 it. lira 0,04278 0,04304 0,04226 Aust. sch. 6,2430 6,2820' 6,3850 Port. escudo 0,4265 0,4291 0,4346 Spá. peseti 0,5251 0,5283 0,5340 Jap. yen 0,63620 0,64000 0,62540 írskt pund 104,950 105,600 104,310 SDR/t 96,89000 97,47000 97,15000 ECU/t 82,4700 82,9600 83,3800 Símsvari vegna gengisskráningar 5623270 Krossgátan 1 2 r T~T~ f>L ~h £ c: IO 1 f /3 vr vr tl i> . l<1 w n 12 J w Lárétt: 1 sterkt, 7 stertur, 9 karl- mannsnafn, 10 tarfur, 11 blekkingar, 13 óþéttur, 16 ekki, 17 endalok, 20 heiður, 21 árna, 22 varning, 23 gang- ur. Lóðrétt: 1 duglegur, 2 mön, 3 rúll- uðu, 4 gil, 5 grastoppur, 6 svari, 8 of- látungur, 12 tré, 14 hlust, 15 grind, 18 frístund, 19 sjór, 20 áköf. Lausn á síðustu krossgátu. Lárétt: 1 kræsinn, 7 lága, 8 ljá, 10 æki, 11 flón, 12 merina, 15 iður, 17 íss, 19 narra, 20 æt, 21 náð, 22 ungi. Lóðrétt: 1 klæminn, 2 rák, 3 ægir, 4 sa, 5 ill, 6 nánast, 9 Jóa, 11 firru, 13 eöa, 14 nían, 16 urð, 18 sæg.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.