Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.1996, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.1996, Blaðsíða 8
8 MÁNUDAGUR 13. MAÍ1996 Utlönd Vill skipta Ítalíu Umberto Bossi, leiðtogi Norður- deildarinnar á Ítalíu, hélt áfram tilraunum sínum til að skipta ítal- íu með myndun skuggaráðuneytis og opinberun fimm þrepa áætlunar um að losa Norður-Italíu undan völdum stjómarinnar í Róm. Dó í launsátri Einn rússneskur embættismað- ur dó og fjórir særðust í launsátri skæruliða Tsjetsjena í Grozní. Hefndu árásar ísraelar hefhdu fyrir árás á her- menn sína í Suður-Líbanon með loftárásum. Sögðust þeir beita öll- um „nauðsynlegum ráðum“ gegn Hisboliah-samtökunum. Yfirgefi hernumin svæöi Egyptar, Jórdanir og Palestínu- menn skoruöu á ísraela að yfirgefa öll hernumin svæði araba og hverfa frá hugmyndum um ut- þenslu og yfirráð. Enn dæmdur Salvatore Riina, foringi mafiu- foringjanna á ítalíu, var dæmdur í ævilangt fangelsi í 11. sinn en rétt- ur fann hann og níu aðra mafiósa seka um morð á saksóknara fyrir fimm árum. Kviðdómur tekur við Komið er að lokamálflutningi í Whitewater-málinu þar sem fyrr- um viðskiptafélagar Bills Clintons forseta eru ákærðir fyrir fjársvik. Reuter Engin fórnarlamba flugslyssins á Flórída fundin: Hvarf í fenin Stuttar fréttir arlitum"fíS' su?m 9ult, Nr-t0 0;/'7vefð 09 NrsS, ■ U' ''Bró . "o Bu*^k?L»fcr*!"4®0 Trrni m-lrp^'r °9 Töskur í mörgum stærðum • rra 24. á mjög hagstæðu verði. é'73*, Frá kr. 490 staerð- °g arasskof'Ualar' l/l9rasZreinni9 ífd frá kL *-®9® Lau SPORTVÖRUVERSLUNIN SPARTA Opið Laugardag til kl. 16.00 5% staðgreiðsluafsláttur Vill úr fangelsi Tyrki sem reyndi að ráða Jóhannes Pál páfa af dögum fyrir 15 árum hefur beöið Vatíkanið aö vinna að lausn sinni úr fang- elsi. með 109 manns Tilboðsgallar Nr. 2-14, v#rð kr, 3,99@ Nr. XS-XXL, y#rð kr, ‘4,990 komast þangað á flatbotna bátum, knúnum hreyflum sem líkjast vift- um. Björgunarmenn óðu vatn í brjósthæð og áttu erfitt með að at- hafna sig þar sem lítil fótfesta var í leðjunni á botninum. Auk þess voru þeir í stöðugri hættu vegna eitraðra snáka og krókódíla. Urðu sveitir björgunarmanna að sjá um það eitt að halda hættulegum dýrum frá leit- arstaðnum. Flugvélin var í eigu flugfélagsins ValuJet sem selur afar ódýrar ferð- ir milli um þrjátíu borga í Banda- ríkjunum. Skömmu eftir flugtak frá flugvellinum í Miami tilkynnti flug- stjórinn um reyk í flugstjórnarklef- anum og bað um leyfi til að snúa aftur. Þegar vélin átti um 24 kíló- metra ófarna til flugvallarins hrapði hún skyndilega til jarðar. Vitni segja að vélin hafi fallið nán- ast lóörétt niður, stungist á nefið og horfið í fenin. Ýmissa smábilana hafði orðið vart í vélinni fyrr á árinu og var hún þá tekin til rækUegrar skoðun- ar og viðgerða. í kjölfarið gáfu flug- málayfirvöld út yfirlýsingu um að vélin væri örugg. Flugmálayfirvöld vildu ekki gefa neitt upp um mögu- legar orsakir slyssins. Björgunaraðilar velta nú vöngum yfir hvernig lyfta megi flakinu úr leðjunni en afar erfitt er að koma þungavinnuvélum að slysstaðnum. Horfið var frá hugmyndum um lagningu vegar vegna umhverfis- rasks en vélin hrapaði á friðlýstu náttúrusvæði. Reuter Leit að fómarlömbum flugslyss- ins á Flórída síðdegis á laugardag, þegar DC-9 farþegavél hrapaði í fenjalönd skammt frá flugvellinum í Miami með 109 manns innanborðs, var hætt í gær. Leitarmenn höfðu þá ekki fundið neinar líkamsleifar og ekki aðra hluti úr flakinu en smáhluti á stærð við húfur. Vélin hafði bókstaflega horfið í fenin og engin ummerki eftir slysið önnur en smáhlutir og olíubrák. Aðstæður til leitar voru gífurlega erfiðar, sannkölluð martröð fyrir leitarmenn. Slysstaðurinn er um- flotinn vatni og einungis hægt að LCr A ^ SPORT- OG E t* ■#% I ÍÞRÓTTAFATNAÐURINN lj" er fallegur og vandaður fatnaður á mjög góðu verði. LE CAF er þess vegna tilvalinn á káta krakka á leið í fríið, sumarbústaðinn, á íþrótta- og leikja- ™ é námskeiðið, í fótboltann, í rigninguna og í sólina. LE CAF er reyndar einnig fyrir fullorðna. Styrkur til háskólanáms í Japan Japönsk stjórnvöld bjóða fram styrk handa íslendingi til rann- sóknar í háskóla í Japan háskólaárið 1997. Ætlast er til að styrkþegi hafi lokið háskólaprófi og sé yngri en 35 ára, miðað við 1. apríl 1997. Þar sem kennsla við japanska háskóla fer fram á japönsku er til þess ætlast að styrkþegi leggi stund á japanska tungu a.m.k. um sex mánaða skeið. Umsóknir um styrkinn, ásamt staðfestum afritum próf- skírteina, meðmælum og heilbrigðisvottorði, skulu sendar menntamálaráðuneytinu, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík, fyrir 21. júní nk. Sérstök umsóknareyðublöð fást í ráðuneytinu. Menntamálaráðuneytið 10. maí 1996

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.