Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.1996, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.1996, Blaðsíða 15
MÁNUDAGUR 13. MAÍ 1996 15 Pepsí skiptir um lit Samkeppnin er kjarni ríkjandi trúarbragða: það er hún sem á okkar dögum kemur í stað Skiln- ingstrés góðs og ills, hún er Hið mikla móðurskaut sem allt fæðir af sér og allt dregur til sín. Vald hennar er mikið. Ekki alls fyrir löngu stóð hún til dæmis fyr- ir dýrasta blaðamannafundi sem haldinn hefur verið. 400 blaða- mönnum úr öllum heimshornum var flogið tii London. Concorde- þota var máluð í bláum lit þeirra tíðinda sem flytja skyldi og kjafta- blaðið Daily Mirror var einnig prentað í bláu. Claudia Schiffer of- urfyrirsæta stýrði athygliveiðinni. Allt þetta umstang kostaði 500 miljónir dollara eða svosem 34 miljarða íslenskra króna. Erindi við heiminn En erindið var ekki annað en það, að Pepsíkóla var að tilkynna heiminum að héðan í frá ætlaði firmað að selja sitt kólagos í blá- um dósum en ekki rauðum, hvít- um og bláum. Þessi ímyndarbreyt- ing var að sjálfsögðu liður í því að reyna að láta ögn meira í sér heyra í grimmri samkeppni við Kókakóla sem nú er háð um heim allan. Viðbrögðin við þessu uppátæki voru nokkuð skondin. Alvörublöð fóru hálfpartinn hjá sér yfir því að enn skyldi fjallið taka jóðsótt og fæða mús. En þótt þau glottu út í annað munnvikið fór ekki hjá því að þau birtu heilmikið efni um hamskipti Pepsí og um stöðu mála í gosheiminum. Því á bak við goss- tríðið er hin ramma alvara mikill- ar veltu á markaði - það er hún ein sem skiptir máli en ekki það sem selt er. Alveg eins og það sama gosstríð minnir rækilega á það einkenni okkar tíma, að fram- leiðsla skiptir engu máli en sölu- mennska öllu. Það getur hver Kjallarinn Árni Bergmann rithöfundur asninn framleitt enda er heimur- inn yfirfullur af vöru, en hin sanna snilligáfa er sú að kunna að selja. Þeir sem halda upp á fornar dyggðir gætu vel hneykslast á gíf- urlegu bruðli og sóun: það kostar 34 miljarða að skipta um lit á gos- dósum. Samt halda menn alveg ró sinni. Jónar og Gunnur okkar tíma hugsa í hólfum. Ef að opin- berir aðilar eyða miljón í óþarfa, þá fyllist hver einasti maður rétt- látri heift og heimtar að þeir sem bera ábyrgð séu reknir. Og hafa vissulega fullan rétt tii þess. En það dettur engum í hug að ergja sig hið minnsta út af hundrað- fóldu eða þúsundföldu sukki sem leiðir af sölumennsku og öðrum herkostnaði á vigvöllum markað- arins. Enda ekki nema von: ef menn færu út á þá braut þá gætu þeir ekki litið glaðan dag framar. Lyfjastríð og gosstríð Svo er þess líka að gæta að vita- skuld hefur samkeppni alls konar áhrif. Stundum fremur hún bein- línis kraftaverk. Það sannast nú síðast hér heima á lyfsölum. Þegar ráðherrar voru áður fyrr að reyna að fá apótekara til að lækka álagn- ingu á lyf þá ráku þeir upp öflugt og samstillt gól og sögðu auma pólitíkusa hamast gegn saklausum neytendum og gott ef ekki vilja endurreisa kommúnismann sem væri þó svo sannarlega hruninn. En þegar svo að því kom, að þeir lentu í nokkurri samkeppni hver við annan, þá settu þeir upp sæta munna og voru á augabragði bún- ir að finna leiðir til að gefa lyfja- kaupendum tuttugu prósent afslátt eða meir. Gosstríðið, sem áðan var nefnt, það er hins vegar öðruvísi en lyíja- stríðið okkar. Það er haft eftir pró- fessor í bisness við Harvardhá- skóla að þó á miklu gangi í stríð- inu milli Pepsíkóla og Kókakóla þá gildi mifli þeirra óskrifaður samningur um að forðast verð- stríð eftir bestu getu. Til dæmis hafi Pepsí einu sinni haft betur þegar fram fór mikil könnun á því hvor drykkurinn væri bragðbetri - en þeir sem smökkuðu vissu ekki hvað þeir voru að drekka. En Pepsí þorði ekki að gera sér mik- inn mat úr þessari neyslukönnun - af ótta við að Kókakóla svaraði með stórfefldri verðlækkun. Samkeppni þarf alls ekki að þýða betri vöru (kókið er afltaf hið sama) né heldur ódýrari. Enda kostar sölumennskan gosrisana svo mikið að það væri stórhættu- legt fyrir þá að fara út í verðstríð. Kókakóla er líka með 500 miljón dollara auglýsingaherferð á þessu ári. Árni Bergmann „Condorde-þota var máluö í bláum lit þeirra tíöinda sem flytja skyldi." - Einni slíkri fagnað á flugvellinum í Dubai. „Alveg eins og það sama gosstríð minnir rækilega á það einkenni okkar tíma, að framleiðsla skiptir engu máli en sölu- mennskan öllu.“ Alþýðubandalagsforseti? Forsetakosningarnar hljóta að vera orðnar bæði rammpólitískar og persónulegar, þegar þær snúast fyrst og fremst um persónu Ólafs Ragnars Grímssonar, fyrrverandi ráðherra og formanns Alþýðu- bandalagsins. Óþarfi er því að láta hann njóta hveitibrauðsdaga frambjóðenda öllu lengur ef hann mun senn geta skýlt sér á bak við friðhelgi þjóð- höfðingja; maður sem á að baki einhvern róstusamasta stjórn- málaferil á íslandi á síðari tímum. Refur eða rjúpa? Refurinn úr hænsnabúri Al- þingis hefur nú brugðið sér í gervi fjallrjúpunnar þöglu og hvítu og biðlar þannig til kjósenda um að fá leyfi þeirra til að syngja sitt dirrindí, í gervi heiðlóunnar, um veröld víða. Fylgi annarra frambjóðenda en Ólafs virðist vera meira í sam- ræmi við fylgi pólitískra flokka; Kjósendur eiga auðvelt með að greina sína sjálfstæðismenn, kvennalistakonu og grænfriðung. Fylgi Ólafs Ragnars neitar hins vegar að hlíta lögmálum hefðar- innar, svo nú eru góð ráð dýr fyr- ir íhaldið. Frést hefur af framboðsáhuga hjá formanni Alþýðuflokksins: Kannski er þar kominn fram sá Kjallarinn hefðbundni mótleikur gegn rauð- liðum sem bæði hægri menn og miðjumenn geta sætt sig við; að kljúfa þannig fylgi vinstrimanna, hægrimönnum til hagsbóta. Tíðindi frá Noregi um mismun- un þarlendra stjórnvalda gegn kommúnistum á tímum kalda stríðsins minna á að baráttan á vinstri vængnum var ekki háð af neinum sætabrauðsdrengjum, hvorki þar í landi né hér heima. Því hljóta hægrimenn á íslandi að geta spurt hvort Ólafur Ragnar Grímsson sé búinn að gera alveg nógu hreint fyrir sínum dyrum til að verðskulda að verða forsetaefni íslensku þjóðarinnar allrar. Nýr frambjóðandi Ekki er seinna vænna að nefna til sögunnar þann mann sem margir hafa hvatt til að draga ekki lengur að fara fram; en það er Þór Jakobsson, veðurfræðingur. Hann þekkja flestir sem hafisfræðing Veðurstofunnar úr fréttum Sjón- varpsins. Hann hefur, eins og tveir af nú- verandi frambjóðendum, doktors- gráðu og hefur því af nokkrum fróðleiksforða að ausa. Auk þess hefur hann verið kenndur við miðju stjórnmálanna, ólíkt þeim. Einnig hefur hann sinnt náttúr- verndarmálefnum og nýaldar- speki, líkt og sumir aðrir kepp- enda um embættið. Bókmenntaáhugann á hann skammt að sækja þar sem eru fað- ir hans; Jakob Jónsson, dr. theol., og afkomendur hans; rithöfund- arnir Jökull, Svava, Elísabet, 111- ugi og Hrafn og Þór Jónsson. Tengsl Þórs við útlönd eru og mikil en hann hefur verið lang- dvölum í Kanada ásamt fjölskyldu sinni og starfa nú börnin hans bæði í útiöndum, hvort á sínu doktorssviði, í Bretlandi og Banda- ríkjunum. - Vil ég nú skora á Þór Jakobs- son að gefa kost á sér í forsetaslag- inn sem fyrst. Tryggvi V. Líndal „Refurinn úr hænsnabúri Alþingis hefur nú brugðið sér í gervi fjallrjúpunnar þöglu og hvítu og biðlar þannig til kjós- enda um að fá leyfi þeirra til að syngja sitt dirrindí í gervi heiðlóunnar um ver- öld víða.“ Með og á móti Nektardans á íslandi Björn Ingi Bjarna- son fiskverkandi. Eðlilegt að skoða það sem fallegt er „Mér finnst nektardans fullkomlega eðlilegur og sjálfsagður. Þetta eru fyrst og fremst fal- legir kroppar sem menn eru að horfa á, konulíkamar, sem eru það fallegasta sem til er í veröld- inni. Það er fullkomlega eðlilegt að menn vilji skoða það sem fallegt er. Menn fara og skoöa fegurð í landslagi, þeir fara á málverka- sýningar til þess að sjá fallegar myndir. Þess vegna er það að sjálfsögðu jafn eðlilegt að horfa á fallega konulíkama. Nektarsýningar hafa verið áber- andi að undanförnu á tveimur stöðum í Reykjavík. Sýningar sem þessar fara nú fram víðar þó að það fari ekki eins hátt. í virðulegum karlafélögum eru oft nektarsýningar þar sem fallegar konur eru fengnar til að skemmta. Konurnar fá nú svona sýningar til sín líka, þá fallega karlmenn á sérstökum konu- kvöldum. Nektarsýningar eru ekki bara fyrir karla heldur höfða þær til kvenfólksins lika. Ég sé afls ekkert ljótt við þær. Þetta eru virðulegar listsýning- ar.“ Skilgetiö afkvæmi siðleysis „Ef kona selur sig til fylgilags telst hún vændiskona. En ef við- skiptavinurinn fær aðeins að sjá tilburðina og nekt hennar má hún þá kallast „aug- ]jós“ vændis- kona? Það er nokkuð ljóst. Nektardans er því vændi. Venjulega þurfa dansar- arnir, konurnar, að brjóta niður blygðunartilfinninguna til að striplast. Það er illur fyrirboði. Skemmtiklúbbar með nektar- dönsurum stuðla að glæpastarf- semi enda er slíkum iðnaði stjórnaö að miklu leyti af mafi- um og glæpaklíkum. Þess vegna er nektardansinn skilgetið af- kvæmi siðleysis, jafnvel þó að menn telji hann til l(i-y)star. Ég er algerlega á móti þessari teg- und af lífsnautn þar sem siðferð- ismúrar heilbrigðs lífernis, virð- ingin fyrir konunni og ímynd siðsamrar móður er dregið í svaðið. Menn drýgja hór með henni í hjarta sínu og gera sig seka um að brjóta síðasta boð- orðið, að girnast konu náungans. Nektardansinn er því alger óhæfa. Það er aðeins einn sem á að striplast nakinn fyrir augum okkar, Satan, sem afhjúpaður faðir lyginnar og upphaf spilling- arinnar. Enda ræðst hann gegn öllu því sem kallast Guð og helg- ur dómur, einnig mannslíkam- anum sem er musteri Heilags anda, skapaður fyrir hreint líf- erni.“ -ÞK Snorri Óskarsson ( Betel.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.