Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1996, Síða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1996, Síða 13
ÞRIÐJUDAGUR 14. MAI1996 13 íslendingar erlendis Norðurlönd Það hefur verið í fréttum og auk þess sætt gagnrýni að nokkrir ís- lendingar vinna í fiski í Dan- mörku. Þetta er úti yið sjóinn, þar sem hafgolan blæs. Á þessum slóð- um var Sandhóla-Pétur, en sögur af honum voru lengi vinsælar hjá unglingum hérlendis. Það ætti að vera flestum gleði- efni ef landinn hefur góða vinnu. Þarna læra menn dönsku og ný vinnubrögð. Fólk losnar úr fjötr- um vanans. Það er oft veruleg menntun í þvi að takast á við ný störf, sérstaklega í öðru landi. Fyrr á árum var farið í kaupa- vinnu eða á vertíð til að sjá heim- inn. í dag eru aðrir tímar. Nú lenda menn í fiski í Danmörku. Nýr heimur opnast Samkvæmt opinberum skýrsl- um eru meira en 20.000 íslending- ar við vinnu og nám erlendis. Þetta er næstum tíundi hluti þjóð- arinnar. Mikið af þessu er ungt fólk á besta aldri, eins og sagt er. Áhrif þessa hóps á íslenskt þjóðlíf eru mjög mikil. Nánast daglega kemur hluti þessa fólks heim aftur eftir langdvöl og flytur með sér kunnáttu og nýja siði. Aðrir fara utan, eins og t.d. þessir í fiskinn í Danmörku. Þeir eru samt svo lítið brotabrot af þessum meira en 20.000 að það tekur því varla að ræða um þá. Líklega hefur ekkert létt forpok- un og þröngsýni meira af íslend- ingum en þessi stóri hluti þjóðar- innar sem dvelur erlendis í lengri eða skemmri tíma. Hvernig væri ástandið ef allir hefðu verið heima? Við eigum mikið samstarf við aðrar Norðurlandaþjóðir. Ekkert hefur samt haft eins mikil áhrif á þeim vettvangi og mjög góður að- gangur okkar að skólum og vinnu í þessum löndum. Samt er þessum miklu réttindum okkar á Norður- löndum sjaldan hrósað eða þau metin eins og vert er. Mikill meirihluti íslendinga er- lendis er á Norðurlöndum, m.a. vegna þeirra miklu réttinda sem við höfum þar til náms og vinnu í gegnum norrænt samstarf. Við eigum því að halda í nor- rænt samstarf með öllum ráðum. „Hvernig væri ástandið ef aliir hefðu verið heima?" spyr greinarhöfundur. Það hefur orðið okkur ótrúlega drjúgt, sbr. allar þær þúsundir ís- lendinga sem stöðugt dveljast í Kjallarinn Lúðvík Gizurarson hæstaréttarlögmaður síldin brást og atvinna var lítil. Um þennan hóp var stundum rætt sem flóttafólk. Eins er þetta í dag. þá átt að snúa þjóðinni til nútíma hugsunarháttar en nokkuð annað. Lúðvík Gizurarson Danmörku, Svíþjóð og Noregi við vinnu og nám. Flestir koma aftur en nokkrir verða áfram erlendis. Vanræktur hópur Líklega hefur íslenska stjórn- kerfið ekki vanrækt nokkurn hóp íslendinga meira en þá sem dvelj- ast erlendis. Fyrir 30 árum fór stór hópur fólks t.d. til Svíþjóðar þegar Varla hafa menn flúið þótt unnið sé um tíma í fiski í Danmörku. Það er verðugt verkefni fyrir nýja stjórnardeild eða jafnvel nýtt ráðuneyti að vinna að málum Is- lendinga erlendis. Þetta er mjög vanræktur þáttur í okkar þjóðlífi. Það gerist á sama tíma og dvöl 20.000 íslendinga erlendis við vinnu og nám hefur meiri áhrif í „Líklega hefur ekkert létt forpokun og þröngsýni meira af íslendingum en þessi stóri hluti þjóðarinnar sem dvelur erlend- is í lengri eða skemmri tíma.“ Lýöræði og laun Verður íslendingum leyft að kjósa um það hvort íslendingum beri að vera í Evrópusambandinu? Ef ekki staðfestir það líklega ómeðvitaða skoðun ráðamanna að landsmenn séu bæði dómgreindar- lausari og blátt áfram heimskari en frændur þeirra annars staðar á Norðurlöndunum. Ef íslendingum er ekki treystandi fyrir þessu er hægt að fá aðrar þjóðir til þess að kjósa um þetta I þjóðaratkvæðagreiðslu fyr- ir okkur. Það að vera íslenskur ríkisborgari virðist stundum jafn- gilda því að vera um leið löggiltur hálfviti. Meirihluti þingmanna fulltrú- ar minnihluta landsmanna Fyrir þegn í þjóðfélagi sem þyk- ist byggjast á lýðræði hlýtur að vera erfitt að sætta sig við að vera settur skör lægra en hver annar skandinavískur meðaljón. Ábyggi- lega er það ekki ósvipuð tilfinning og að vera fimmtán og komast ekki í bíó vegna þess að myndin er bönnuð innan sextán. í flestum nútíma lýðræðisríkj- um fer fram þjóðaratkvæða- greiðsla um mikilvæg málefni sem snerta þorra þjóðarinnar. Alla vega er raunin sú hjá þeim þjóð- um sem við erum að rembast við að bera okkur saman við. Hér virðast hins végar nokkrir alþing- Kjallarinn Einar S. Guðmundsson nemi ismenn ætla að ákveða upp á sitt eindæmi hvort þjóðin skuli ganga í Evrópusambandið eða ekki. Hér á landi er meirihluti alþing- ismanna fulltrúar minnihluta þjóðarinnar, samanber misvægi atkvæða eftir kjördæmum. Það er því spurning hvers kyns lýðræði í skötulíki hér er á ferðinni. Að vísu er sauðsvörtum almúganum leyft að kjaga til kosninga á nokk- urra ára fresti en þar með er lýð- ræðið upptalið. Fyrir meiru er fólki ekki treyst. Baktjaldamakk Hér er ekki kosið um helstu embættismenn þjóðarinnar. Þeir eru skipaðir með embæffisbréfi í stöðurnar eins og lénsherra var siður fyrr á öldum. Gott ef bréfin eru ekki líka innsigluð með vaxi við kertaljós. í stað kosninga kjósa ráðamenn baktjaldamakk við að koma sínu fólki á réttu staðina. Uppgjafaþingmönnum leyfist að föndra í bönkum frá níu til fimm með hátt í milljón á mánuði á kostnað landsmanna. Á sama tíma eru Sóknarkonum, strætisvagna- stjórum og sturtuvörðum, ásamt fleiri ágætum stéttum, skammtað- ar sextíu þúsund krónur til að lifa af. Almennir launataxtar aðrir eru fíestir á svipuðum nótum. Þetta er svo gjörsamlega glórulaust að hægt er að draga geðheilbrigði ráðamanna þjóðarinnar stórlega í efa. Verkalýðsforkólfarnir sem mest væla yfir allri vesöldinni eru sjálfir mörg hundruð þúsund króna menn. Svo skilja menn ekki af hverju íslendingar þjást af krónískri minnimáttarkennd gagnvart út- lendingum. Þegar litið er á lands- menn líkt og þeir séu allir undir lögaldri hlýtur óframfærni ung- lingsins að fylgja í kjölfarið. Það skýrir líka af hverju fullorðið fólk hér sættir sig við sama kaup og krakkar fá í unglingavinnu á sumrin. Það er þess vegna sem ráðherr- anum Finni finnst það toppurinn á tilverunni að teyma hingað er- lendar málmbræðslur í samkeppni við vanþróuðustu ríki veraldar. Einar S. Guðmundsson „Þetta er svó gjörsamlega glórulaust að hægt er að draga geðheilbrigði ráða- manna þjóðarinnar stórlega í efa. Verka- lýðsforkólfarnir sem mest væla yfir allri vesöldinni eru sjálfir mörg hundruð þús- und króna menn.“ Meö og á móti Ari Edwald, að- stoðarmaður sjáv- arútvegsráðherra. Samningur um kvótaút- hlutun úr norsk-íslenska síldarstofninum Góður samn- ingur „Markmið íslendinga með síldar- samningnum eru fyrst og fremst tvíþætt. í fyrsta lagi að síldarstofninn verði nýttur skynsamlega og í samræmi við vísinda- lega ráðgjöf, þannig aö við þurfum ekki að bíða i önnur þrjátíu ár eftir því að geta farið aö veiða síld. Og í öðru lagi að tryggja íslendingum viðunandi hlutdefld i veiðunu- um. Samningurinn uppfyllir bæði þessi markmið á fyllilega ásættanlegan hátt fyrir okkur og hann er þess vegna góður samn- ingur. Norsk-íslenski sfldar- stofninn var stærsti lifandi auð- lind í Norður-Atlantshafi, um 10 mOljónir tonna. Rúmlega 27 af hundraði stofnsins hélt sig inn- an íslensku lögsögunnar sem nú er, aðaUega 7 ára síld og eldri. Núna er stofninn milli 2 og 3 milljónir tonna og er 4 og 5 ára sOd yfirgnæfandi hluti hans. Einungis 0,1 af hundraði stofns- ins hefúr haldið sig i íslenskri lögsögu síðustu 10 ár. Verndun og uppbygging stofnsins er for- senda þess að síldin taki upp fyrra mynstur. AflahlutdeUd ís- lendinga er 17,2 prósent á þessu ári eða 190 þúsund tonn, en sam- kvæmt samningnum á skipting aflans á komandi árum að taka mið af breytingum á dreifingu stofnsins." Erfitt að ná upp hlutdeild „Það sem ég óttast við þennan samn- ing um norsk- íslensku síld- ina er það að semja um 17,2% hlut- deild af stofn- inum sem er langt neðan útgerðarmaöur. við það sem við höfum gert okkur vonir um og töldum okk- ur hafa forsögu til varðandi veiðireynslu úr þessum stofni. Það reynist mjög erfitt að ná upp okkar hlutdeUd úr þessum stofni þó svo sUdin muni að einhverju leyti breyta göngumynstri sínu þá hefur það sýnt sig að þær pró- sentur sem um hefur verið samið eru lítt hreyfanlegar. í þessu sambandi er hægt að benda á samninginn um loðnu- stofninn þar sem norðmenn fengu hlutdeUd í Jan Meyen lög- sögunni þar sem þeir hafa um- ráðarétt yfir. Þrátt fyrir það nú að loðnan hafi ekki gengið þar um nokkurra ára skeið inn í þeirra lögsögu og ekki veiðst þar þá hafa þeir alltaf óbreytta hlut- defld. Ég er ekki farinn að sjá hvernig þeirri hlutdeUd hefur verið breytt. Það er þetta sem ég óttast að verði okkur erfitt. Það er til langs tíma miklir verð- mætalegir hagsmunir í því að okkar hlutdeUd sé sem mest í þessum stofni. Auðvitað fer það líka saman hjá okkur að byggja upp þennan stofn og aö hann komi í vaxandi mæli til íslands en ég held að hitt verði okkur dýrkeyptara að ná þessari hlut- deUd.“ -em

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.